Þjóðviljinn - 11.08.1955, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 11.08.1955, Blaðsíða 7
■u Fimmtudagur 13rjá^ijs;t — WC^>VjIL«][|NN— (7 iirsson skáld 01 — Dáiim 30, júlí 1955 i maðurinn, að engin leið var j að draga þar linu í milli. Enda '* jafn erfitt að hugsa sér Jrnnn f án skáldskaparins eins og skáldskapinn án hans. Og löngum hefur mér fundist sem Ijóði Islands væri borgið, á meðan Magnúsar nyti við. Og stundum hefur mér fundist hann bera ábyrgðina á þessu öllu saman sem kallast íslenzk ljóðaagerð á undanfömum ár- um, en sveinar í skáldaskóla hans hinir. En víst er um það: hár rís ljóðtindur Magnúsar i dag; og í nútíð og langri framtíð mun hann svimhár og ókleifur ögra islenzkum ljóða- gerðarmönnum á láglendinu. Við sem hörmum hann lát- inn í dag, skulum hafa það hugfast, að við áttum-einnig þeirri hamingju að fagna að vera samtiðarmenn hans. Og hvort sem kynslóðir framtíð- arinnar telja okkur hafa verðug eða óverðug notið ná- vistar hans, þá munu þessar kynslóðir öfunda okkur af Magnúsi Ásgeirssyni. Um leið og ég flyt hinum látna mínar persónulegu þakk- ir, vil ég votta aðstendendum hans dýpstu samúð. Stefán Hörður Grímsson. Kæri vinur. Þetta eiga ekki að vera. nein eftirmæli, aðeins örfá kveðju- orð, fáein fátækleg orð til jþess að þakka þér fyrir þína riku vináttu, þakka þér fyrir að hafa mátt eiga þig að vini. Að kveðja góðan vin, er eins og að týna einhverju af sjálfum sér, eitthvað í manni deyr um leið, eitthvað sem til- heyrði honum einum og sem enginn annar getur átt hlut- deild í. Okkur, sem áttum þvi láni að fagna, að mega teljast í vinahópi þínum, finnst nú sem sólin hafi gengið til viðar í hinzta sinni og að aldrei fram- ar muni birta yfir því sviði er nú stendur autt. Og nú eigum við bara minn- inguna um þig, dýran fjársjóð sem geymist í hjartanu á meðan það slær. Það sæti, sem þú skipaðir, stendur autt og mun standa autt. Og ágúst- himininn fellir tár jfir mold- um þínum. Þökk fyrir allt. H. B. ★ Á þessum lokadegi verður \nnum Magnúsar Ásgeirsson- ar sjálfgert að minnast þess, hver hann var. Okkur, sem persónulega, þekktum hann lítt eða ekki, er hugleikið að rif ja upp hvað hann vann. Magnús Ásgeirsson fæddist að Reykjum í Lundareykja- dal 9. nóvember 1901. Foreldr- ar hans voru Ingunn Daníels- dóttir og Ásgeir Sigurðsson. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1922, tók próf í for- spjallsvísindum við Háskólann næsta vor og stundaði um hríð norræmmám. Hann var síðan þingskrifari mörg ár, en bókavörður í Hafnarfirði var hann ráðinn árið 1941 og gegndi því starfi síðan. Hann var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Anna Ölafsdóttir, og eignuðust þau 3 dætur. Síð- ari kona hans var Anna Guð- mundsdóttir. Þau eignnðust: 1 dóttur. ■ vrÍT*. í? y r. Ljóðaþýðingar Magnúsar eru kunnastar verka hans, en hann þýddi einnig ýmsar merkar og miklar skáldsögur á íslenzku. Nefndar skulu þessar: Uppreisn englanna, eftir Anatole France; 1. og 2. bindi Önnu Kareninu, eftir Leo Tolstoj; Svartfugl Gunn- a.rs Gunnarssonar. Þá þýddi hann fjölmargar smásögur, og munu hinar helztu þeirra hafa birzt í safninu Sögur frá ýms- um löndum. Komu þær út í 3 bindum og eru merkasta sögu- safn erlent sem hér hefur birzt'. Má og vera að Magnús hafi átt hlut að því að hafizt var handa um þá útgáfu. Magnús var annar aðalrit- stjóri tímaritsins Helgafells er hóf göngu á útmánuðum 1942. Það var gefið út af öllu meiri rausnarbrag en tíðkazt hafði hér á landi; um skeið var það fyrir flestra hluta sakir glæsilegasta tímarit er hér hefur komið út, bæði áð- ur og síðan. Svo virðist sem Magnús hafi átt drýgstan hlutinn að mannlegri og list- rænni alvöru Helgafells. Hann birti þar margar snjöllustu ljóðaþýðingar sínar, en þar beitti hann sér einnig fyrir nýrri skipan á úthlutun lista- mannalauna, barðist fyrir ,,borgaralegum réttindum" listamanna; en á þessum ár- um háðu viss afturhaldsöfl í landinu markvísa baráttu fýr- ir éinokun listar og undirokun listamanna. Skýrt dæmi um það hve áhugi Magnúsar á framgangi ritaðs orðs álslandi var efnisfastur og raunsær er grein hans Frá íslenzkum bókmenntabúskap, prentuð í Helgafelli 1943. Þar greinir hann frá bókafjölda og teg- undahlutföllum árið 1942, reiknar hve miklu fé menn hafi varið til bókakaupa á því ári, o.s.frv. Staðreyndir voru lagðar á borðið. Af þeim dreg- ur hann síðan mikilvægar á- lyktanir. En það var f jallað um fleira en listir og bókmenntir í Helgafelli. Magnús hleypti einnig af stokkunum þætti er nefndist Aldahvörf og þýddi sjálfur fyrstu greinina: I anddyri nýrrar aldar. I for- mála að þessum þætti nefndi hann Aldahvörf „Nýaldar- hugvekjur um heimsmynd vora og heimsmenningu", og sagði: „Efni ALDAHVARFA tekur til nýrra viðhorfa í náttúruvísindum, mannfélags- málum, sálarfræði, bókmennt- um, myndlist, byggingarlist, músík, heimspeki og trúar- brögðum. Hvarvetna er að því stefnt að sýna fram á sam- hengi milli þeirra byltinga, sem orðið hafa á sérhverju þessara sviða á síðustu árum, og bent á þau rök og ráð, er leiða, til jákvæðrar niðurstöðu um framtíðarhorfurnar. Þætt- imir miðla lesendum sínum vissuléga inikilli og víðtækri þekkingu á óvenju skýran og áðgéhgilegan hátt, en öllu fremur eru þeir þó vakningar- boðskapur, nýaldarhugvekjur, sem miða að mótun raunhæfr- ar og jákvæðrar lífsskoðunar, á hinum uggvænustu örlagar tímum“. Slík orð bera ekki að- eins vitni ábyrgri afstöðu gagnvart listum, heldur einnig frjóu viðhorfi til mannsins og örlaga hans: ekkerþ mannlegt er mér óviðkoauandi, jVIargir munu enn. minnast ritdóma- Magnúsar í Helga- felli; það er ýipsra manna mál að ljósari og efnismeiri ritdómar hafi ekki verið skrif- aðir á Islandi. Skýr hugsun var einmitt höfundareinkenni hans i rituðu máli; hann gerði þá kröfu til sjálfs sín að öðr- um yrði fullkomlega ljóst hvað hann væri að fara. Sömu kröfu gerði hann raunar einn- ig til annarra; ýmsir þeir sem áttu skipti við hann sem rit- stjóra Helgafells telja hann afsláttarlausasta gagnrýn- anda sem þeir hafi komizt í færi við. Einn mál- og stíl- snjallasti maður sem nú er uppi á íslandi þýddi eitt sinn fyrir Helgafell fremur stutta en allþunga grein úr þýzku. Magnús las þýðinguna yfir, bar hana saman við frumtexta, skilaði henni siðan aftur með þeim orðum að svona væri ekki hægt að vinna. Síðan út- skýrði hann fyrir þýðandan- um lið fyrir lið hverju breyta þyrfti; það varð þriggja stunda útskýring. Þýðandinn segir að enginn maður hafi kennt honum jafnmargt í neinni grein á jafnskömmum tima og Magnús Ásgeirsson kenndi hónum í islenzkum ■ stíl á þessum þremur stundum. Árið 1922 gaf Magnús út lítið Ijóðakver: Síðkveld. Það var að megipstofni frumort ljóð, en einnig nokkrar þýð- ingar. Hann gaf ekki síðan út frumkveðna ljóðabók, en ljóðaþýðingarnar eru þau verk hans sem lengst munu halda nafni hans á lofti; hafa þær enda haft mikilvæg áhrif á íslenzk skáld og kveðskap þeirra síðustu tvo til þrjá ára- tugina. Ljóðaþýðingarnar eru sá þátturinn í verki Magnúsar sem alþýðu er kunnastur. Hann var einn mikilvirkasti ljóðaþýðandi sem Islendingar hafa átt; sumir telja hann meistara þeirra allra. Sjálfur skrifaði hann þessi hæversku orð i jólaliefti Helgafells 1942: „Eg vil nota þetta tækifæri til þess að láta þá skoðun í ljós á þeirri bókmenntastarf- semi mín sjálfs að snúa er- lendum ljóðum á íslenzku, að hún réttlætist fyrst og fremst af þeirri von, að hún megi bera nokkurn árangur í ljóða- skáldskap ýngri kynslóðar, sem þýðingarnar sjálfar hafa orkað á eða freistað til að kynna sér frumkvæðin. Fæst- um þýðingum mínum huga ég framhaldslíf með öðnim hætti en að þær mættu verða til þess að beina ungu skáldun- um inn á nýjar brautir um vinnubrögð og viðfangsefni“. Slík handleiðsla væri að vísu ærið hlutskipti, en hitt er þó sannast sagna að ýkja- margar þýðingar Magnúsar munu standa sem sjálfstæð listaverk; þær bera í einu vitni djúpri skáldlegri skynjun hans og blæauðugu og þrótt- miklu tungutaki. Hann verður alltaf kallaður skáld á Islandi. Hann verður alltaf kallaður mikið skáld. ÁstMagnúsarÁsgeirssonar á heiðri hugsun, ljósri hug- mýnd, kemur glögglega í þýðingarvali hans. Hann var var frábitinn heimspekilegri grautargerð í skáldskap og kaus sér allra helzt að við- fangsefni þau kvæði þar sem hugmynd var bundin mjúkum og þó föstum viðjum eða tilfinning túlkuð fögru máli: Vegurinn til sannleikans, eftir Stephen Crane; Heima, eftir Bertil Malmberg. Einnig skyldi minnt á pólitísk kvæði og byltingarljóð, er snurtu djúpan streng í hjarta hans: Þú mátt ekki sofa, Sálmur tii jarðarinnar. Kvæði, er hann þýddi á styrjaldarárunum. gaf hann út undir heitinu Meðan sprengjurnar falla; þar sagði hann svo m. a. í stuttum inngangi: „Eg vii . . . geta þess hér, að orðiru úr Lundúnaljóðum Nordahls Griegs, er ég hef valið þessum sundurleitu kvæðum að sam- heiti, mega gjarnan skiljast á þann veg í fyrirsögninni, að sá hluti ljóðanna, sem þau eiga við að efni, sé þýðandan- um hugstæðastur um þess- ar mundir og eigi tímabærast erindi til íslenzkra lesenda að hans dómi“. Svona víðtækt og raungilt var viðhorf hans: hann hefur hér ekki aðeins í huga áð benda íslenzkum skáldum á „viðfangsefni'ý heldur vill hann vekja þjóðina til andlegrar þátttöku í lífi og baráttu heimsins. Því fremur hlaut honum síðar aá súrna í augum íslenzk niður- læging seinustu ára. Hann var -innflytjandi lifandi hugs- unar og sterkrar tilfinningaa* til lslands. Starf hans var ekki sízt fólgið í því að koma Islendingum í andlega þjóð- braut. I minningarorðum ura Nordahl Grieg lýsti hann sva viðhorfi hins norska mikil- mennis til lífs og listar: „Að« eins af þjónustu við lífiá mátti listin öðlast ótvírætK gildi og dauðinn vegsemd.’* Þetta sama viðhorf var Magn- úsi Ásgeirssyni sjálfkvæmt. List hans hefur „ótvírætt gildi"; nú þegar hann er lát- inn finnum við gleggst hvg vegsemd hans er mikil. Þannig eru talin nokkur helztu verkin sem hann vann. Nú er þeirri önn lokið í miðj- um klíðum; annarra bíða þa'Jt verk sem hann virtist sjálf- kjörinn til að leysa af hendi. Ótalinn er maðurinn sjálfur, sem var meiri en verk hans. Hann verður alla daga hug- stæður vinum sínum -— þessi sterki persónuleiki, þessi trúi vinur, þessi örláti lærifaðir og meistari. Jafnvel þeim, sera mættu honum aðeins í syipul- um andrám, eru minnisstæð ljómandi augu hans, leiftrandi fjör hans, og hinn óstýriláti hlátur er birti í einum svip þá næmni í skynjun sem venja cr að kenna við taugaóstyrk. í vitund þjóðarinnar allr'' r hafði Magnús Ásgeirsson æt 'ð á sér ríkan brag. Hann þélt ævinlega í heiðri mikilvæg frumlög mannlegrar reisnar; •hreinskilni, andlegt stolt, rð vera aldrei til sölu. Hann var stór maður. I dag hverfur hann inn i þau myrku göng. Við drúpura höfði við luktar dyr. Bjarni Benediktsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.