Þjóðviljinn - 11.08.1955, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 11.08.1955, Blaðsíða 12
Fékk 1800 króna hærri gjöld 'É þiísund króna lægrl tekjur! Sú ákvörðun Sjálfstædis- flokksins að liækka útsvörin á Reykvíkingrum um 21% til ]>ess að hafa úr nógu að spila í botnlausa eyðsluhýt bæ.jar- stjórnarihaldsins og lsaga skiptingunni þannig, að 20 millj. koma á einstaklingana en aðeins 3 millj. á fyrirtæki og félög, bitnar á öllum al- menningi og er nú helzta um- ræðuefni bæjarbúa. Eigi að síð- ur þegir Morgunblaðið sem fastast og virðist ekki eiga neina frambærilega vöns fyrir þessu atferli íhaldsins! Er ekki ósennilegt að Morgunblaðið hafi orðið þess vart að ýmsum sem hingað til hafa stutt Sjálf- stæðisflokkinn og trúað for- kólfum hans til að fara var- lega í auknar og óþarfar álög ur þyki nokkuð langt gengið með hinni gífurlegu hækkun útsvaranna. Bera menn af eðli légum ástæðum saman hina miklu útsvarsliækkun í Reykjavík á sama tíma og t. d. Akraneskaupstáður lækkar út- svörin um 5% undir forustu verkalýðsflokkanna og Fram- sóknar. Hér skal rakið enn eitt dæmi þéss, hvernig útsvarshækkun íhaldsins kemur niður á tekju- lágum alþýðumanni. Roskinn og slitinn verkamaður, sem jöfnum höndum liefur stundað sjómennsku, átti í fyrra að greiða .4266 krónur af 44.000 króna tekjum. Vegna lasleika og fjarvistar frá störfum bar hann ininna úr býtum s.l. ár, eða aðeins 42.000 krónur. Á þessar tekjur, Þ. E. 2000 KR. EÆGRI EN ÁRIÐ ÁÐUR, er verkamanninum ætlað að greiða 4010 kr. í útsvar og 2073 kr. í skatta, eða samtals 6083 krónur. Ilækkunin nemur 1817 ki'ónum, þrátt fyrir þessa tekjulækkun vegna veikinda. Á þennan liátt hlífir íhaldið auðfyrirtækjum vildarmanna sinna. Þeim er skammtað ör- lítið brot af hækkuninni, aðeins til að sýnast, en meginþunga liennar velt yfir á almenning. Fólkið sem bei-st í bökkum og liefur vart þurftartekjur miðað við núverandi verðlag og dýr- tíð er látið greiða 20 millj. af luekkuninni meðan eigendur Sjálfstæðisflokksins sleppa með 3! Þetta er „réttlæti" Sjálfstæðisflokksins og við það mun almenningur í Reykjavík verða að búa þar til hann ris upp gegn ranglætinu og sviptir umboðsmenn auðstéttarinnar á- lirifum og valdaaðstöðu. Hverj ir eiga nr. 13.738? í gær var dregið í 8. flokki happdrættis Háskóla íslands um 900 vinninga og tvo aukavinn- ínga — alls kr. 420.900. Hæsti vinningurinn 50.000 kr. kom á nr. 13.738, fjórðungsmiða frá Arndísi Þorvaldsd. 10.000 kr. komu á nr. 33.128. hálfmiða frá Elísi Jónssyni og Bókaverzlun Þorvaldar Bjarnasonar Hafnar- íirði. 5.000 kr. komu á nr. 7.130, f jórðungsmiða frá Bókaverzlun Þorvaldar Bjarnasonar, Siglu- f jarðarumboðinu og Ragnhildi Helgadóttur. Menningin eignast fjáða vini Heildsalar, hermangarar, útgerðarmenn, framkvæmdastjórar og forstjórar stofna hlutafélag henni til stuðnings í Lögbirtingablaöinu, sem út kom í gær, er skýrt svo frá aö stofnað hafi veriö nýtt hlutafélag, Stuðlar h.f., með hálfrar milljónar króna hlutafé. Á þetta hlutafélag að standa undir Almenna bókaíélaginu sem íhaldið stofnaði meö brauki og bramli í sumar. glJðÐVUJINIt Fimmtudagur 11. ágúst 1955 — 20. árgangur — 178. tölublað Verkakonur í Keflavík hefja vinnustöðvun 18. Verkakvennafélag Keflavikur hefur boðað vinnustöövun frá og með 18. þ.m. kl. 12 á miönætti, hafi samningar ekki tekizt fyrir þann tíma. í auglýsingu Lögbirtings segir að „tilgangur félagsins sé að ?tyðja og efla bókaútgáfu og menningarstarfsemi í landinu, hafa með höndum sjálft og í sambandi við aðra bókaútgáfu, bókasölu og aðra skylda starf- semi.“ Síðan er birt skrá yfir stofn- endur og kennir þar margra grasa, einkum er þar þó að finna framkvæmdastjóra og forstjóra, heildsala, útgerðar- menn og hermangara — þannig að menningin hefur nú loks eignazt fjáða vini hér á landi. Formaður menningarfélagsins er Geir Hallgrímsson heildsali og meðstjórnendur Magnús Víg- lundssson heildsali, Loftur Bjarnason útgerðarmaður, Krist- ján L. Gestsson heildsali og Halldór S. Gröndal, forstjóri Naustsins! Meðal stofnenda má finna menningarstólpana Sigfús í Heklu, Þorbjörn í Borg, Jón Axel Pétursson, Thor R. Thors boxara, Kristján í Última, Hall- grím í Sheli, Hauk Thors, Thór O. Thors, Sigurjón Sigurðsson lögreglustjóra og fjölmarga fleiri. Það eitt skortir á til að stofnendalistinn sé fullkominn að þar vantar fjármálamennina Sig- urð Berndsen, Brand Brynj- ólfsson og Begga fína, en þeir éiga eflaust greiðan aðgang að fyrirtækinu síðar. — Skáldin í hópnum eru Guðmundur G. Hagalín, Gunnar Gunnarsson og Tómas Guðmundsson Verkakvennafélag Kellavíkur' hefur haft lausa samninga síð- an í ágúst 1954. Samningar hafa enn ekki tekizt við at- vinnurekendur. Á sl. vori buðu atvinnurekendur verkakonum kr. 7,70 og gerði félagið þá bráða- birgðasamkomulag um að konur fengju greiddar kr. 7,70 á klst. i almennri dagvinnu frá 1. maí að telja, ennfremur 1% sjúkra- kostnað og' 6% oriof. Verkakvennafélag Keflavíkur fór fram á að fá kaup félags- kvenna hækkað í kr. 7.92, en til þess hafa atvinnurekendur ver- ið ófáanlegir. Verkakonur kváð- ust tilneyddar að hækka kröfur sínar ef ekki næðust samning- ar án átaka. Krafa þeirra nú, er þær hafa neyðzt til að boða vinnustöðvun, er kr. 8.10 á klst. Tveir samningafutidir hafa uðurnesjafélögin endurnýja sanm- inga um vinnu á Keflavíkurvelli Verklýösfélögin á Suöurnesjum hafa endurnýjað samn- inga frá 30. nóv. 1953 viö Sameinaða. verktaka og Vinnu- veitendasambandið um vinnu á Keflavíkurflugvelli. Eru nú tekin upp þau ákvæöi sem verklýðsfélögin fengu fram- gengt í verkfallinu mikla í vor, og auk þess eru þrjú nýmæli, m.a. um hækkun á vaktaálagi, og er þaö þó enn lægra en tíökast hér í Reykjavík. Nýju samningarnir voru undirritaöir 22. júlí s.l. Þjóðviljanum barst í gær fréttatilkynning um samninga þessa frá Ragnari Guðleifssyni og segir þar svo m.a.: „Þessi félög standa að samn- ingunum fyrir verkamenn og iðnaðarmenn: Verkalýðs- og Hærra kaip eða Brotherton, forseti sambands verkalýðsfélags vélsmiða og skipasmiða í Bretlandi, lýsti yf- ir við setningu þings sambands- ins í gær að sambandsfélögin myndu brátt bera fram kröfu um verulega kauphækkun. — Benti hann á að gróði atvinnu- rekenda væri meiri en nokkru einni fyrr. Brezkir verkamenn munu krefjast þess að fá hiutdeild í auknum arði vinnu sinnar, sagði Brotherton. Ef þjóðarnauðsyn býður munum við stilla kröf- um okkar í hóf, en þá verður líka að taka fyrir allan einka- gróða með því að þjóðnýta at- vinnutækin. ýtfr ókeypis til ega og fáfræklinga Fransha stjórain reynir að kema éseljanlegnm vmMrgðum í lóg Frakkar sem fá greiddar örörkubætur eöa ellilífeyri munu fá vikulegan skammt af víni í viðbót viö bæturnar næsta vetur. Þetta er eitt af bjargráðum frönsku ríkisstjórnarinnar til að ráða fram úr einu flóknasta og viðkvæmasta vandamáli franska þjóðarbúskaparins. Svo er mál með vexti að Frakkar hafa síðustu árin framleitt langtum meira. vín en þeir hafa komizt yfir að drekka. Vínbændur kref jast þess að ríkisstjórnin hjálpi þeim að koma afurðum sínum í verð og hefur ríkt hálfgert uppreisnar- ástand í sumum vínyrkjuhéruð- unum, vegna þess að bændum hafa þótt yfirvöldin sein í svif- sjómannafél. Keflavíkur, Verka- lýðs- og sjómannafélag Mið- neshrepps, Verkalýðs- og sjó- mannafél. Gerðahrepps, Verka- lýðsfélag Grindavíkur, Verka- lýðsfélag Hafnahrepps og Iðn- sveinafélag Keflavikur, en hins- vegar Sameinaðir verktakar fyrir sína starfsemi á Kefla- víkurflugvelli og Vimxuveit- endasamband íslands. Kaup samkvæmt samningum þessum er hið sama og nú gild- ir á Suðurne^jum og í Rej'kja- vík í sömu starfsgreinum. Flest hin áðurnefndu félög Framhald á 8. síðu um að leysa vanda þeirra. Nú ætlar ríkisstjórn Faure að höggva á flækjuna í eitt skipti fyrir öll. 1 fyrsta lagi verður reynt að koma í lóg því víni sem fyllir birgðageymvslur ríkisstjórnarinnar og bænda. Allir öryrkjar og ( gamálmenni og aðrir sem búa við svo kröpp kjör að þeir geta ekki veitt sér það að neyta víns að staðaldri munu fá ríflegan vínskammt á viku hverri frá nóvemberbyrj- un til aprílloka í vetur. Þar að auki kaupir ríkisstjórnin þrjár Framhald á 10. síðu. Eins og kunnugt er halda Loft- leiðir h.f. nú uppi fimm áætlun arferðum í viku hverri milli meginlands Evrópu og Ameríku. Svo margar. farbeiðnir hafa nú borizt félaginu að ákveðið hefur verið að taka upp fimm aukaferðir. í ágúst og . septem- ber. Fjórar ferðanna verða farn- ar milli meginlands F.vrópu og Ameríku, en ein milli íslands og Norður-Evrópu. Næstum fullskipað er í flug- vélarnar í þessum væntanlegu aukaferðum. verið haldnir og fulltrúar frá Vinnuveitendasambandi íslands mætt á þeim atvinnurekendum til aðstoðar g'egn konunum. En verkakonur í Keflavík eru stað- ráðnar í því að sigra. Ber þú mig,þrá Ljóðabók eítir Snæbjörn Einarsson á Rauíarhöín Komin er út ljóðabókin Ber þú mig' þrá, eftir Snæbjörn Einarsson á Raufarhöfn. Bókin er 106 blaðsíður á stærð, og fljdur 47 ljóð, en lienni lýkur á eftirmála, þar sem höfundur gerir í örstuttu máli grein fyrir ljóðagerðarsögu sinni. Snæbjörn Einarsson hefur lengi verið kunnur hagyrðing- ur í Norður-Þingeyjarsýslu og víðar þar eystra; og eru ýmsar vísur hans góðlcunnar, einnig danstextar ef blaðamaðurinn man rétt. í þessari bók eru hinsvega r ekki lausavísur að ráði, aftur á móti afmæliskvæði og erfiljóð. Ennfremur eru í bókinni kvæði eins og Vígöld og vopnahlé og Martröð mann- kyns — og benda þau nöfn til efnisins. Prentsmiðja Odds Bjömsson- ar á Akureyri hefur prentað bókina. Hvirílylur ógn- ar strandfylkjum Fyrsti hvirfilbylurinn á þessu síðsumri þokast nú norður með Atlanzhafsströnd Bandarikj- anna og færist nær og nær landi. Stormmiðjan herst aðeins 10 km á klukkustund en vind- hraðinn í sveipnum kemst upp I 60 metra á sekúndu. 1 gærkvöldi var hvirfilbylur- inn útifyrir strönd fylkisins North Carolina o'g var mikill viðbúnaður í öllum strandfylkj- unum norðurandir Kanada til að draga úr tjóni ef storm- sveipurinn berst inn yfir land. Talið er að livirfilbyl þessum svipi mjög til þess sem varð 145 mönnum að baná í íyrra- haust. rædd i dag í dag kemur frönsk ráðherra- nefnd saman til að ræða til- lögur Grandvals landsstjóra í Marokkó um stjórnarbót þar í landi. Grandval mun sitja fund nefndarinnar. Landsstj óramir í hiiium frönsku nýlendunum í Norður-Afríku, Tunis og Alsír, eru einnig komnir til Parísai’.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.