Þjóðviljinn - 11.08.1955, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 11.08.1955, Blaðsíða 9
4 Fimmtudagur 11. ágúst 1955 — 1. árgangur — 23. tölnbla# Heilabrot Reikningsþraut. Hvaða tala hefur alltaf tvo í afgang, hvort sem henni deilt með 3,4,5,6, eða 7? Orðaleikur. Hversvegna getur Noregur ekki siglt? RÁÐNINGAR Á ÞRAUTUM í SÍÐ- ASTA BLAÐI Gáta. Auðvitað var engin eftir, hinar flugu. Hve margar voru kind- urnar? Þær voru þrjár, gengu í þessari röð: •— Pabbi og ég vitum allt milli himins og jarð- ar sagði Hans. — Einmitt það, svar- aði Óli, geturðu þá sagt mér hvar Búkarest er? — Það er eitt af því sem pabbi veit, svaraði Hans. Artölin 1835 og 1935 Árið 1835 hóf tímaritið Fjölnir göngu sína og markaði tímamót í bók- menntum á viðreisnar- öldinni. Útgefendurnir, sem jafnan eru kallaðir Fjölnismenn voru snill- ingar hver á sínu sviði: Jónas Hallgrímsson, Tóm- as Sæmundsson, Brynj- ólfur Pétursson og Kon- ráð Gíslason. Kynnið ykkur sem bezt störf og rit þessara ágætismanna. Árið 1935 var opnað talsamband við útlönd. Það var sögulegur við- burður, sambærilegur við það, þegar fyrsta loftskeytið barst til ís- lands. Fyrstur talaði í símann Kristján X., sem þá var konungur Islands og Danmerkur, en Her- mann Jónasson forsætis- ráðherra svaraði honum með stuttri ræðu. Bókin Hm Island Þess er vænzt, -að þeir, sem eru búnir að ákveða sig til þátttöku sem höf- undar að bókinni um fslandj sgndi nöfn sín og héimilisföng 'við fýrstu hentugleika. Sjá síðasta blað. ORÐSENDINGAR Framhald af 3. síðu. Ingibjörg Jones. Text- inn, sem þú óskar eftir, kom fyrir nokkru í blað- inu. Athugaðu það. C*'*^',,r'*v*'*'**'**'*'**'*'rNr\rr\rrvr>rsrsrNr'rrvrrvrvrr'rsrrsdNr>r'rvrvrr'rsi/ Nú erta (Samkvæmt óskum birtist þessi texti, er Ingbjörg Þorbergs hefur sungið í útvai-p- ið. Ljóð og lag eftir Jón Kjerúlf). Nú ertu þriggja ára, ó elsku Ijúfan mín. t)r augum björtum sakleysið þitt skín. Svo létt og frjáls sem fuglinn, er flýgur grein af grein, svo glöð í söngvum þínum, svo nng og lijartalirein. Þú hendist yfir borðið, þú stekkur upp á stól, þú stígur dans á gólfinu, þú þráir f jör og sól. Nú ertu þriggja ára, ó elsku ljúfan mín, því yrld ég þetta litla ljóð til þín. ^^rrrrsrrrrsrrrrrrrsrrrr'rrr'rrrsrrrsrrrrrvrrrrr'rrrrrrsi títgefandi: Þjóðviljinja - Ritstjóri; Gunnar M. Magnúss A SOGUSTÖÐUM Eftir Sigurjón Mýrdal (10 ára) Klukkan 7 að morgni laugardaginn annan júlí fórum við skóiabörnin í Dyrhólahreppi í Mýrdal skemmtiferð til Þing- valla. Fyrst var aðeins stoppað í Skógum undir Eyjafjöllum, en svo var ekið stanzlaust áfram þar til á hæðinni móts við bæinn í Stóra-Dal undir Eyjafjöllum. Þaðan blas- ir við MJarkarfljót og Markarfljótsaurar. Var nú lagt af stað -®g ekið yfir Markarfljötsbrúna og ekki staðnæmst fyrr en á Selfossi. Fórum við þar í búðir. Tvennt vár það', sem vakti sérstaka athygli mína, en það var Mjólkurbú Flóanianna, sem er stærsta mjólkur- bú landsins og Kaupfélag Árnesinga, enda er það .stærsta kaupfélag á Suð- .urlandsundirlendinu. Var nú lagt af stað frá Sel- fossi og ekið yfir Ölfus- árbrúna og haldið austur með Ingólfsfjalli unz komið er að Soginu. Þá er ekið yfir Sogsbrúna og við erum komin í Grímsnesið. Báðum megin við veginn blasir við lágvaxinn skógur, er heitir Þrastaskógur Þar borðuðum við. Þótti mér þarna afarfagurt, fannst mér Álftavatn prýða mikið umhverfið, en það heitir Sogið þar sem það breiðir úr sér yfir slétt- '* r\ Frá Þingvöllum. lendið. Var nú lagt af stað og ekki stanzað fyrr en á Þingvöllum. Þótti mér afar tilkonuí- mikið að sjá þenr.ati Framh. á 3. síðu. V erðlaunasamkeppnin: Ferðasögukeppninni er lokið. Frestur tiT þess ,að skila í keppnina var út- runninn 1. ágúst. Höfðu þá borizt greinar úr mörgum sýslum landsins og kaupstöðum og bæj- um, svo sem skýrt var frá í síðasta blaði. Óska- stundin þakkar öllum greinarhöfundum fyrir þátttökuna. Ferðasögurn- ar verða birtar í næstu blöðum a. m. k. 5 eða 6 þeirra. Úrslit ur'a þessi: í flokki 11—15 áira höfunda hlutu 1. ve:Í- laun María Hjálmóis Þorsteinsdóttir, 12 ára, Hofsósi, fyrir frásögn af ferð skólabarna frá Hoí: 3- ósi austur í Þingeyjar- sýslu; — og Herdis Teo :• der, 14 ára, Brekastíg '5 í Vestmannaeyjum, fytir lýsingu á sumardvöl C Framhald á 2. síðtt # ÍÞRÓTTIR ftlTSTJÓRJ: FRtMANN HEUDASON filberS Giiðmiiadss®ii í wpressiiliðliiii1' Íþróttasíðan birti í fyrradag lið það, er landsliðsnefnd hefur valið til keppni við „pressuliðið" 18. ágiist n.k. Fulltrúar „pressunnar" hafa komið saman og rætt um þátt sinn í leik þessum. Það þarf ekki að skýra það fyrir lands- mönnum að mikið er nú í húfi og hlutur okkar í viðureigninni við bandarísku knattspyrnu- mennina verði sem beztur, en það er vitað, að þeir eru sterk- ir knattspyrnumenn. Enginn getur sagt fyrir um úrslit knatt spyrnuleikja og væri það óneit- anlega gaman fyrir okkur að sigra lið, sem hefur borið sigur úr býtum við eins gott lið og brezka Iandsliðið. Þessi tilhög- un K.S.I., að bjóða knattspyrnu gagnrýnendum blaðanna að velja í lið, sem gæti sýnt lands- liðinu okkar harða keppni, má teljast hin viturlegasta. Lesend- ur hafa eflaust reltið augun í það, að okkar frækni knatt- spyrnumaður Albert Guð- mundsson, er ekki valinn í lið V ' V. knattspyrnunefndar K.S.Í. Von- andi er hér um fljótræði að ræða, því enda þótt Albert sé ekki í æfingu, gæti hans góða reynsla sem knattspyrnumað- ur komið hér að miklu og góðu liði. Það var því fyrsta verk „pressunnar" að hafa tal af Albert. Sjónarmið Alberts, sem og allra góðra knattspymu- unnenda, var frá upphafi að undirbúningsleikurinn 18. n.k. gæti veitt væntanlegu landsliði sem bezta æfingu og aukið sig- urvonir okkar í hinum kopi- andi iandsieik við Bandaríkin, Það var miklll greiði, sem Al- bert gerði pressunni, er hann taldi sig vei'a fúsan að leggja á ráðin og leika sjálfur með í „pressuliðinu." Vonandi verða það sannmæli að „pressunni" takist að velja lið til keppn- innar sem „pressi'1 svolítið lið kappliðsnefndar KSÍ. ;Nú er vitað, að meirihluti landsli^s- ins er Akurnesingar og í því sambandi hefur „pressan" á- kveðið að senda fulltrúa sína til að sjá leiki milli þeirra og Akureyringa, sem háðir verða á Akureyri n.k. laugardag og sunnudag til þess að gá að, hvort ekki mætti styrkja „pressuliðið“ með Akureyring- um. Það má því fullyrða, að leikurinn 18. ágúst getur orðið hinn skemmtilegasti og ekki að vita, nema éinhverjir úr „pressuliðinu“ vinni sig upp í væntanlegt landslið. ALBERT GUÐMUNDSSON er ekki einungis frábœr knattspyrnumaður lieldur einnig ágœtur dómari. Kom það gleggst fram, er hann ' aœtitdi deik AkurneSinga og þýzka liðsins í vor en mynd- in var einmitt tekin þá. (Ljósm. BjarnL Bj.). Fimmtudagur 11. ágúst 1955 — ÞJÓÐVIUINN — (3* Þau fara, sjá - og syrtda |Frá vínstri Sigurður Sigurðsson, Akranesi, Helgi Sigurðssoa, |HeIga Haraldsdóttir, Ari Guðmundsson og Pétur Krstjánsso-i. Jónas Halldórsson þjálfari á bak við. — Þetta sundfólk fór utarn klukkan háifsex í morgun með flugvél frá Liíileiðum tál Osléae og mun keppa þar á meistaramóti Norðurlanda. — Landsleikurintt Landsliðsnéfnd hefur óskað eftir því, að stjórn Knattspyrnu- sambands íslands fari þess á leit ' við dagþlöðin, að þau þirti leiðréttingu vegna greinar í Mánudagsblaðinu þ. 25. júlí s.l., en þar segir svo: „Hver átti að vera fyrirliði íslenzka landsliðsins og hafa úr- slitavald með val í það? Albert Guðmundsson, enda var hann valinn af Knattspyrnuráði Reykjavikur þrátt fyrir alla í- þróttapólitík, sem þar hefur mestu ráðið frá öndverðu, eu hvað skeður? Það eru hinir stoltu Akurnesingar sem ne: a algjörlega, það eru þeir sa-u neita áð vera með nema þeir iít minnst 5 . menn í landsliðið r.g að Ríkarðúr Jónsson verði fj:r« irliði liðsins á leikvelli." Vegna þessara 'alveg einstæá'í skrifa vill landsliðsnefndin taka það skýrt fram, að engar slík:v.r kröfur hafa nokkru sinni veri5 bornar upp við nefndina og cr því fullyrðing sú, sem fram ke > ur í ofannefndri grein, algerle a úr lausu lofti gripin.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.