Þjóðviljinn - 11.08.1955, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 11.08.1955, Blaðsíða 5
Fimmtudagrur 11. ágúst 1955 — ÞJÓÐVILJINN — Skarð rofið i fylkingu brezkra hægrikrata Nánuimaimasambandið snýst gegn stefnu hægnleiðtoganna í utaniíkismáhon Fyrirsjáanlegt er, aö hægrileiötogar brezka Verka- mannaflokksins bíöa ósigur á þingi flokksins, sem hald- iö veröur í Margate í október. i Flokksstjórnin hefur þegar fengið hundruð ályktunartillagna frá verkalvðssamböndum og flokksdeildum og er i þeim öll- um ki-afizt nýrrar stefnu í inn- anlands- og utanríkismálum, t>að hefur hinsvegar vakið athygli, að hin tvö stóru verkaiýðssam- bönd, samband flutningaverka- manna og samband bæjarverka- manna, sem hægrileiðtogarnir hafa alltaí stuðzt við, hafa ekki borið fram eina einustu álykt- unartillögu. Hið mikla atkvæða- magn þeirra vérður í ár einung- is notað til að fella tillögur ann- arra og tryggja hægrileiðtogun- um sæti í flokksstjórninni. i Hægrifylkingin rofin Hægrileiðtogarnir hafa árin eftir striðið ráðið lögum og lof- um á þingum flokksins með stuðningi áðurnefndra verka- lýðssambanda og námumanna- sambandsins, sem hefur 600.000 meðlimi. En þessi fylking hefur nú verið rofin. í ályktunartillögu námumannasambandsins um ut- anríkismái i ár eru settar fram þessar kröfur: Vetnissprengjan og önnur múgdrápstæki verði bönnuð og jafnframt komið á raunhæfu eft- irlitskerfi, Kína verði tekið í SÞ og Sjang Kajsék rekinn frá Tai- van og hafnir verði samningar til að tryggja sameiningu Þýzka- lands á friðsamiegan hátt. Samþykkt tillögunnar talin vís Samþykkt þessarar ályktunar- tillögu er talin alveg vís, þar sem hin vinstrisinnuðu verka- lýðssambönd og flokksdeildir hafa hreinan meirihluta á þing- inu ásamt námumannasamband- inu. Einnig í innanlandsmálum 51 ályktunartillaga um stefnu flokksins í innanlandsmálum verður rædd á þinginu og í þeim öllum er krafizt djarfari og rót- tækari stefnu. I engri þeirra er lýst yfir stuðningi við stefnu þeirra Morrisons og Gaitskeils, sem i öllum höfuðatriðum er sú sama og stefna íhaldsflokks- ins. Þess er krafizt m. a. að flokk- urinn vinni að þvi að öll fram- leiðslutæki verði þjóðnýtt, einn- ig dreifingarkerfið og verziunin, og lögð höfuðáherzla á, að flokk- urinn breyti svo um stefnu, að kjósendur geti séð reginmun á henni og stefnu íhaidsflokksins. Staðinn að ósattMsögli Brezka sendifulltrúanum í Saigon, höfuðborg suðurhluta Viet Nam, hefur verið 'falið að spyrja stjóm Ngo Dinh Diem hverju það sæti, að hún hefur lýst það uppspuna að Vestur- veldin hafi lagt að henni að hefja viðræður við stjóm norð- urhluta Viet Nam um kosningar í öllu landinu og sameiningu þess í eitt ríki. Brezka utan- ríkisráðuneytið bendir á að á ráðstefnunni í Genf um dag- inn ákváðu utanríkisráðherrar Vesturveldanna að benda stjóra Diem á að það væri brot á vopnahléssamningnum að neita viðræðum um kosningar. Hafa sendifulltrúar . Bandarikjanna Bretlands og Frakklands í Sai gon síðan komið skilaböðun stjóma smna um þetta efni r framfæri við Diem. Sovétstjómin vill frið, KöfuSatdði fyEÍr Finna að haía sem bezta sambúð við Savéiiíhin Juho Paasikivi, hinn aldraöi forseti Finniands, lét sva um mælt í blaðaviötali fyrir nokkrum dögum, aö Genfai - fundurinn hefði sýnt, aö Sovétríkin vildu lægja deilur og foröast stríö. um sambúð Finnlands og Sovéfc- ríkjanna. Sovétríkin leggja 200 kíló af úrani í kjamorkubankann Það magn nægir til að koma upp 33 kjarn- orkuofnum í tilraunaskyni Sovétríkin munu leggja fram 200 kíló af úrani til hins alþjóðlega kjamorkubanka, sem stofnaöur var aö tillögu Eiserihowers Bandaríkjaforseta. Einn af talsmönnum sovézku sagði að framlag Sovétríkjanna nefndarinnar á Genfarfundinum yrði að minnsta kosti jafnmikið skýrði frá þessu þar. Talsmað- og Bandaríkjanna. urinn sagði að ákvörðun sovét- stjórnarinnar um að leggja fram úran til að hjálpa öðmm þjóðum að notfæra sér kjam- orkuna í þágu iðnaðar, lækna- vísinda og landbúnaðar væri að- eins einn ,,liður í mikilli fyrir- ætlun um alþjóðlega samvinnu" um friðsamlega hagnýtingu kjamorkunnar. Bandaríkin hafa þegar skýrt frá því að þaxi muni leggja kjamoi'kubankanum 200 kíló af úrani og sovézki talsmaðurinn 200 kíló af úrani nægja til að koma upp 33 kjarnorkuofnum í tilraunaskyni. Gífurleg hækkun á heims- markaðsverðinu á kaffi Búast má við að sú hækkun komi fram hér á landi áður en langt líður Það hefur orðiö gífurleg hækkun á kaffiveröinu á heims mai'kaöinum undanfarna daga. Verðið á kaffimarkaöin- um i New York, sem er ákvaröandi fyrir heimsmarkaðs- IIeimskirkjtiráðið sem nú sit- ur á þingi í Sviss hefur sam- þykkt að bjóða öllum kirkjum veröiö, hefur þannig hækkaö úr tæplega 40 sentum pund- í Sovétríkjunum þátttöku í j'ö' upp í 52 V2 sent. ráðinu með fullum réttindum. t-nda Verðhækkunin er skýrð með enska hyí, að frost hafi valdið miklu Að Heimskirkjuráðinu kirkjur mótmælenda, biskupakirkjan og rétttrimað- arkirkjurnar. Mannát tíðkaðist í Danmörkn áður Syrr Fandur 5000 ára gamálla mannabelna á Sjálandi staðfestir það FoiTileifafundur, sem nýlega var geröur í Hornsherred við ísafjörö á Sjálandi, hefur fært ótvíræöar sannanir fyrir því, aö forfeöur Dana voru mannætur. Þama hefur fundizt 5000 ára gamall bólstaður steinaldar- manna, Þegar tekið var aði grafa eftir fornleifum þarna, fundust mannabein, kjálkar og leggir auk beina úr kúm og leir- kerabrota. Einnig fannst þar kornsigð. Merkasti fundurinn voru mannabein sem brotin höfðy verið til mergjar og báru greini- leg merki um, að þau höfðu ver- ið brennd. Það er ekki talinn neinn vafi á, að á þessum tíma, um 3000 árum fyrir upphaf tímatals okkar, hafi mannætur búið á þessum sióðuni. Til þess að ganga algérlega úr skugga um þetta voru hin brotnú mannabein send til at- hugunar hjá sérfræðingum nátt- úrugripasafnsins í Kaupmanna- höfn og þykjast þeir geta sagt með fullri vissu, að merki á beinunum séu eftir tinnuáhöld, og rennir það stoðum undir tilgátuna um að beinin séu mat- arleifar. tjóni á kaffiekrum í héraðinu Parana í Brasilíu, en sagt er, að 70% af kaffitrjánum þar hafi eyðilagst. Hinsvegar er þess að gææta, að frostið hefur ekki haft áhrif á kaffiuppskeru Brasilíu í ár. Hún er áætluð 17%millj. sekkir (60 kílóa sekkir) og verði út- flutningurinn ekki meiri en í fyrra munu .6 milljón sekkir af þessa árs uppskeru verða af- lögu. Við það bætast 6 milljón sekkir sem lágu óseldir í Brasi- líu 30. júní s.I. af uppskeru sið- asta árs. Að ári, þegar tjónið af völdum frostanna kemur fram í minni upnskeru, verða því sennilega til 12 millj. sekkir af óseldum birgðum í Brasilíu, en það samsvarar ársútflutningi. Nú þegar er því til nóg kaffi fyrir allt næsta ár. Allt bendir því til, að verð- hækkun'in á heimsmarkaðinum hafi verið óþörf. Kaffiframleið- endur Brasilíu hafa áður notað sVipaðar átyllur til að sprengja upp verðið. En því miður er lítill vafi á, að verðhækkunin í New York muni hafa áhrif á Paasikivi, sem nú er orðinn 85 ára og hefur gegnt æðstu stjórn- arembættum í Finnlandi í 40 > ár, þar af verið forseti lands- Að skilja Rússland ins í 9 ár, er nú að láta af emb- — Mér hefur skilizt æ betur, hve nauðsynlegt það er, ekkí sízt i dag, að menn sem gegná ábyrgðarstöðum í landi okkar afli sér þeirrar söguþekkingar, sem þeir þurfa að hafa til að bera til að skilja Rússland nú- tímans, segir Paasikivi. Finnlandi er það meiri nauð* syn en nokkuð annað að eiga góða sambúð við Sovétríkin. Lega þess og saga segja til utrs það. Menn verða að horfa á landakortið, enda þótt þeiirv hætti til að gleyma því. Það þarf ekki annað en að snúa hnattlíkani frá hinni litiu Ev- rópu tíl hinnar víðáttumiklu og voldugu Asíu, þar sem svo mik- ið er að gerast í dag, til acS skílja, að þörf er á að endur- skoða margar gamlar skoðaní? og fordóma. Hvað sem öðru líður, héít Paasikivi áfram, þá skiptir ör- yggið höfuðmáli fyrir allar þjóðir, og sérstaklega fyrir Finna, Ef við búum við öryggí,, þá er hægt að ráða fram úr öll- um öðrum vandamálum, eins cg reynsla síðustu ára sýnir. Eg er einnig vongóður um, að á- standið á alþjóðavettvangi muní batna. Kalda stríðinu er enn ekki lor>> ið, og enda þótt enginn raun- hæfur árangur hafi fengizt 4 Genfarfundinum, þá sýndi hana a. m. k., að Rússarnir vilja ekki deilur og allra sízt stríð. Reynsia mín er sú að ráðamenn Sovét- ríkjanna hafi til að bera per- sónulega eiginleika, sem ég met mikils; það skiptir mestu ir.áS að maður reyni að setja sig 8 fótspor þeirra. Paasikivi forseti ætti. í því tilefni átti sænska blaðið Dagens Nyheter viðtal við hann um reynslu hans af al- þjóðastjórnmálum og þá eink- kaffiverðið heima. búðunum hér Ferðalög tll timgls- ins ixrnan áraiixgs En menn mana ekki fam zn@§ fyrsta eld- flaugunam sem sendaz verða þangað Áöur en áratugur er liöinn mun mönnum kleift aö ferr> ast til tunglsins segja sovézkir vísindamenn. Prófessor Kiébtsevitsj, sem er formaður ratsjárnefndar geim- farafélags Sovétríkjánna, skýrði frá því í fyrirlestri í síðustu viku, að nú þegar væri ratsjár- og fjarstýristæknin komin á svo hátt stig, að hægt væri að senda fjarstýrða eldflaug til tunglsins. Hann staðfesti, að það væri nú hægt að senda gervitungl upp í háloftin og skýrði frá því, að eldflaugar hefðu þegar verið sendar upp í 400 km. hæð. Hann sagði, að engir menn myndu sendir með fyrstu eld- flauginni til tunglsins. Það væri m. a. vegna þess að til þégs myndi þurfa óhemju þunga eld- flaug, en ef menn væru eklci með myndi þungi hennar eklu. þurfa að vera meii'i en nokk.tr hundruð lestir. í eldflauginrsi gæti verið fjarstýrð rannsóknar- stöð og sennilega yrði komi.L fyrir mælitækjum í traktor se~i hægt yrði að stýra frá jörðinni og senda um tunglið til að kanna lendingarskilyrði. Síðan yrðí hægt að senda menn á þá staði á tunglínu sem heppilegastir væru taldir og þegar slík ferða- lög hefðu verið gerð, myn ií röðin koma að Marz, Venus cg öðrum reikistjörnum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.