Þjóðviljinn - 11.08.1955, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 11.08.1955, Blaðsíða 11
X Fimmtudagur 11. ágúst 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (11 Hans Kirk: 65. dagur En þaö er margt sem við getum þakkað forsjóninni fyrir, ekld einungis við hér í fyrirtækinu, heldur allir góðir danskir borgarar, vegna þess að skaparinn hefur í erfið- leikunum haldið verndarhendi' sinni yfir Danmörk og hlíft ökkur'"við því áð þola öiiog anharra heripuminna landa: • ... . i.f. . .n ;• ■ ... ' — Fer hann'nú að prédika, bölvaður hræsnarinn sá ariia, hugsaði Jóhannes. Hvað á það að þýöa? — Eins og þið vitið er Þorsteinn mágur gjaldkeri i mjog göfugu félagi sem byggir kirkjur í verkamanna- hverfunum, hélt Tómas Klitgaard áfram. Og trúarþörf- in er á þessum tímum meiri en nokkru sinni fyrr. Ég geri það að tillögu minni að við tökum hluta af hagnaði fjrrirtækisins og færum þessum göfuga félagsskap að gjöf. Mér finnst við ættum að biðja Þorstein mág að taka viö 50.000 króna ávisun. Við vitum að hann mun verja peningunum vel. — Það er engin smáfúlga, hrökk út úr Jóhannesi. — Hún er ekki stór í hlutfalli við þar sem þú hefur eignast smám saman, sagði Tómas og leit á haim með .ttgmpa^usvip. Ég vildi síður að þetta.mál þyrfti að kosta umræður. Þetta á að vera gjöf sem viö gefum af glöð- um huga, í þakklætisskyni, ef ég má taka svo til orða. — Fyrirtak, sagði Emmanúel og aö því búnu var til- lagan samþykkt. Kirkjan hafði fengið sanngjarnan hluta af hagnaöi fyrirtækisins Klitgaards og Sona af því að byggja flugvelli og hervirki. — Ég segi kærar þákkir, kæru mágar, sagði Abild- gaard. Þetta fé mun koma kirkjulífinu að gagni og — ef ég má taka svo til orða — gróðursetja blóm trúarinnar í hrjóstruga eyðimörk borgarinnar. Eins og stendur í sálminum; — Svo gróður grænn sig breiðir um grund og lífsbjörg öll .... 19. KAFLI Sonvx yfirgefur heimíli sitt og fjölskyldu og á ekki afturkvœmt, og sorglegur aiburður gerist í húsi Grejs gamla. Vorið var afarlengi að koma. Það var eins og veturinn ætlaði aldrei að víkja og hið illa ætlaði alls staðar að fá yfirhöndina. Nasistaliðsforingjar spígsporuöu um borglr Evrópu, og úr útvarpinu þnimáði rödd brjálæð- isins yfir heiminn. Þetta var tímabil myrkui'sins og það sá ekki til sólar. Óhugnanlegir og hálflýsandi liðu spor- vagnarnir um göturnar, stundum heyrðust véladrunur yfir þökunum og loftvamabyssurnar fóru að gelta. Leit- aðu hælis, maður — feldu þig í kjallaranum meöan ern- irnir berjast. Gregers, sem var ekki annað en ungur verkfræðinemi og pabbadrengur fór snemma á fætur morgun einn, klæddi sig, setti nauðsynlegustu hluti niður í ferðatösku og gekk inn til möður sinnar. Frú Margrét vaknaði í breiða fi’anska rúminu, þar sem hún hvíldi vandlega smurð allskonar fegrunarkremum og klædd dýrindis náttkjól. — Hvers vegna ertu svona snemma á ferli, drengur minn? sagöi hún syfjulega. Hefur nokkuö komið fyrir? — Ég ætla aö flytja, mamma, sagði hann. Ég ætlaði bara áð kveðja þig. — En elsku Gregers, þér er þó ekki alvara? Ertu búinn áö tala við pabba þinn? Og hvert í ósköpunum ætlarðu aö flytja? Og hvað um námið? Seztu, vinur, og segðu, mér allt saman. Hann settist á rúmstoklcinn og tók hönd hennar. — Nei, ég er ekki búinn að tala við pabba, því að það væri tilgangslaust. Hann mundi ekki skilja sjónarmið mín. En ég vil ekki halda áfram að lifa á peningum hans. Ég hef gert þaö of lengi, nú verð ég að reyna að bjarga mér sjálfur. — En þú getur ekki farið svona út á götuna fyrirvara- laust — án þess að hafa nokkurn samastað! — Eg fæ hann fljótlega, mamma, sagði Gregers. í: nótt get ég gist hjá einum félaganum, og svo verð ég aö reyna að fá mér vinnu. — En þú verður að hafa einhverja peninga, di'engur- inn minn, sagði fní Margrét. Ég skil þig að vissu leyti þótt ég skilji þig ekki til fuljs. Þú getur ekki farið allslaus, þú gætir soltið. — Ég vil enga þeninga, sagði hánn méð réiði æsku- mánnsins. Við vituní tíáeði hváðan þessii' peningar koma — Drengur minn, sagði móðirin. Þú þekkir lífið svo ó- endanlega lítið. Faðir þinn er ef til vill dálítiö ruddaleg- ur og lífsþorsti hans getur ef til vill verkað fráhrindandi á fíngerðari manntegundir — eins og til dæmis þig. En hann er samt sem áður maður sem ekki veröur gengið framhjá, hann byggir upp stór og varanleg mannvirki. Hugsaðu þér hvernig við gömlu göfugu ættirnar höfum orðið að bjarga okkur. Iðulega höfum við þurft að gera ýmislegt sem okkur var ekki að skapi, en við höfum gert það með lagni og siöfágun og staöizt það. — Þú átt við það, áð maður eigi alltaf áð fylgja sigur- vegurunum að málum? sagði Gregers. — Það er ef til vill dálítiö gróft til orða tekið, en það lætur þó nærri. Maður hefur ábyrgð gagnvart ætt sinni. Manni ber skylda til að koma sér í sem bezta áðstöðu. Þú ert skynsamur, Gregers, ég býst við að þú skiljir þetta fyrr eða síðar. — Ég er ekki eingöngu kominn. áf hinni göfugu ætt þinni, dómurum, liðsforingjum og biskupum, heldur einnig af heiðarlegum bændum og sjómönmimi^Hvað um Grejs gamla? Hvaö hefði pabbi verið, ef hann hefði ekki verið það sem hann var? Vesall bóndi í fátækri sveit eða daglaunamaður. — Hatar þú olckur, Gregers? spurði frú Margrét. — Nei, mér þykir vænt um ykkur bæ,ði, sagði Gregers. Ég á líka erfitt með að hata fólk. En ég verð að' ganga mína braut. Og þaö er ekki þín braut, manuna mín. — Viltu ekki koma til mín, ef þig vantar peninga? Og viltu ekki kveðja pabba þinn? — Hvorugt. Mér er þetta alvörumál. Og ég held þú skiljir alls ekki á hvaða tímum við lifum. Um hvað ætti einiiUsþáttar Smni kjóll og íveir klútar Stmsyku?, 2.80 kg. Babarbari Niðursuðuglös, 3/4 Og 1 1. Zetamon Vinsýra Seliofanpappír Vaxborinn pappír ov VaniILusykurq Vanillustangir Kmitesykm úlc MatfinibáS Dömopeysyr frá kr. 39.00 Toledo Fischersund; Dívanar { Ódýrir divanar fyrirliggjandí Fyrst til okkar — borgar sig. Verzl ÁSBRÍL Grettisgötn 54. sími 82108 Mörgum kjólum má breyta með því að skipta um það sem notað er við þá og þessir kjólar eru margir hverjir svo dæmalaust lientugir og eigulegir. Hér er mynd af skærbláum sumarkjólum, lát- lausum í sniðinu en framaná blússunni er risastórt hnappa- um hnappagatið. — Kjóllinn breytir alveg um svip þegar á hann er settur stór hvítur pikkíkragi með sjalsniði. Þetta ^tunglðí línclir hálsmálið og út er skemmtilegur kjóll sem gef- gat, rétt undir ferhyrnda háls- málinu. Dopþóttum hálsklút er yafið um höfuðið eins og túrb- « jþn og endunum á klútnum er ur marga breytingamöguleika ef maður hefur dálítið hugí myndaflug og smekk fyrir smá: atriðunum. Pappírsxúlla í eldhúslnu Mjög gagnlegt og þægilegt er að hafa hjá sér í eldhúsinu rúllu af kreppappír. Til dæmis í nánd við eldhúsvaskinn éi" hentugt að liafa slíka rúllu fyr- ir margra hluta sakir, t.d. til að þurrka fitu af fötum, disk- um eða hnífum, og einnig til þess að maður freistist eklri til að þurrka af óhreinuro fingr- um í næsta handklæði eðg. þurrku ef dyrabjallan hringir skyndiiega þegar illa stendur á. nr ‘•Íl' rtSg 19. Utgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. — Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður‘Guðmundsson fýb) Fréttgstjóri: Jón Bjarnason. — BÍaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guðmundur Vigfússon, Ivar H. Jónsson, Magnús Torfi ólafsson. — Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. — Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðu? • Sími: 7500 (3 línur). — Áskrvftarverð kr. 20 * mán. í Rvík og nágrenni: kr. 17 annárs staðár. — LáusasöK>verð kr. 3- — Prentemiðja Þjóðviljans

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.