Þjóðviljinn - 18.02.1956, Blaðsíða 7
Laugaráagur 18. febrúa
Dulles: Við veröum aö
reikna með pvi að ógn-
unarstepiunni fylgir
nokkur áliætta.
Eisenhower: Já, en við
reiknuðum ekki með
pví að bandamennirnir
teldu hana fyrst og
fremst ógnun viö sig!
Bidstrup teiknaði
Viðtal Duilesar við Time
vakti mikið uppnám »
Vesturevrópu
Þegar herra biskupinn Ás-
mundur Guðmundsson mess-
aði síðasta nýársdag, hvort
mun honum þá, þegar hann
minntíst fyrstu daga ung-
mennafélagshreyfingarinnar
og benti á veg siðgæðisins,
hafa orðið hugsað til þeirra
manna, sem með blekkingum
og bakferli sviku erlent her-
veldi inn í landið, eða víxla-
braskaranna, eða gjaldeyris-
braskaranna, eða stríðskaup-
márigaranna, eða stórþjófanna
meðal hinna „betri borgara"
osfrv. ? Eitthvað lá biskupi
á hjarta sem tunga hans
þagði um, eitthvað sem þjak-
aði en varð þó kyrrt að liggja.
Fyrir 2000 ámm reiddi
Jesús frá Nasaret svipu sann-
leikans að kaupmöngurunum
og hrópaði: „Mitt hús átti að
vé'ra bænahús en þið hafið
gert það að ræningjabæli!"
og gaf mannkyninu hið sí-
gilda dæmi um mannlega reisn
í krafti andlegs frelsis. Það
er ;sem sé ekki andlegt frelsi
að hafa málfrelsi, ritfrelsi og
frelsi í tjáningu listanna
, osfrv. í heldur hitt að hafa
; þann þroska til að bera er
til þess þarf að bera fram
hinn sanna málstað án tlllits
. til hvaða afleiðingar það hef-
ur fyrir þann er það gerir í
andstöðu við samvizkulausan
andstæðing. Menn eru þá
fyrst andlega ófrjálsir þegar
þeir eru orðnir þrælar síns
; eigin kjarkleysis og óheilinda.
Til eru; þeir prestar íslenzk-
ir, sem telja Islendingum eng-
an vanda á höndum að eiga
j tvíbýli með erlendu herveldi
i landinu. Þeir ættu þó að
. vita að í fyrstu lotu var sótzt
eftir herbækistöðvum hér í
heila: öld, og að því marki er
enn stefnt eftir krókóttum,
myrkvuðum leiðum lyga og
blekkinga.
Það virðist hafa orðið hlut-
skipti íslenzku kirkjunnar að
hagræða kristindómnum í
þágu auðvalds og hervalds, en
sniðganga kenningu hans um
vopnlausan frið og bræðra-
lag. Það á ekki lengur að
vera stolt Islendinga og metn-
aður að vera „á meðal þjóða
þjóð, sem þekkir hvorki sverð
né blóð“, tslendingar eiga
ekki að ganga fram undir
merki vopnlauss friðar og
sigra — eða falla með sæmd.
Þeir skulu nú, kristnir menn,
falla fram með krossmarkið
við brjóst sér og játast vopna-
valdinu, viðurkenna það vemd
friðar og frelsis!
íslendingar eru nú í mikilli
kom henni bezt nú er yfir
henni vofir drottnunargamm-
ur erlends herveldis. Þann
dag var ég, er þetta rita, á
ferð frá Akureyri til Reykja-
víkur í stórri áætlunarfólks-
bifreið, og vil ég segja litla
sögu úr þeirri ferð, sem snert-
Olgeir Lúthersson:
okkur í bílnum og hefur stað-
ið yfir viðtal Jóns Magnús-
sonar fréttastjóra við Halldór
Kiljan um list hans og bók-
menntasigur. En maðurinn
með bréfpokann heyrir ektí
neitt, hann gefur ungri stúlku
brauðsneið, býður dáta aðra
STJÓRNARSIÐGÆÐI
OG LÝÐRÆÐI
hættu staddir, ekki vegna her-
stöðvanna í landinu beinlínis,
heldur vegna vöntunar á innra
siðgæði þeirra sjáifra. Væri
mikill félagslegur, þjóðfélags-
legur og trúarlegur siðgæðis-
þróttur með þjóðinni, leyfði
hún ekki herstöðvar deginum
lengur í landi sínu. Þetta má
ekki taka svo að þjóðin hafi
leyft herstöðvar í landinu, þvi
það hefur hún aldrei gert, en
hún hefur ekki enn sameinazt
til þess átaks að hrinda her-
valdinu af höndum sér.
í nýársmessu sinni bað
biskupinn íslendinga að ganga
veg siðgæðisins; en hvað er
vegur siðgæðisins ? Er þáð
þjóðfélagslegt siðgæði að lúta
með velþóknun niður að pen-
ingavilpu erlendra herstöðva í
landinu og svala peninga-
þorstanum? Er það siðgæði í
kristnum anda að viðurkenna
vopnavald vemd friðar og
bræðralags?
Hví eru kirkjunnar þjónar
yfirleitt hræddir við að segja
sannleikann? Hví þetta sí-
fellda orðagjálfur utan og of-
af við lifsbaráttu fólksins?
Hvílíkur regin munur þegar
maður hugsar til sjálfs höf-
undar kristindómsins.
★ ★
Fjórða nóvember síðastlið-
inn kom skáldið IJalldór Kilj-
an heim frá útlöndum fær-
andi íslenzku þjóðinni Nóbels-
sigur sinn þann sigur, sem
ir þjóðræknislegt siðgæði fs-
lendinga.
Þegar bifreiðin er £ þann
veginn að leggja af stað frá
Ferðaskrifstofunni á Akureyri
drífa að henni 11 amerískir
dátar og taka sér far með
henni til Reykjavíkur. Ekki
sátu þeir saman útaf fyrir
sig í bílnum heldur dreifðu
sér ekipulega um haxm allan.
Einir 6 Islendingar voru með
frá Akureyri.
Á einum viðkomustað norð-
anlands bætist farþegi í bíl-
inn, fremur ungur maður ís-
lenzkur, sakleysislegur og
heiðarlegur sveitamaður að
sjá, eins og ég sjálfur.
En furðu fljótt fór hann
að gera sér dælt við dátana,
varð sér úti um koníakssnaffs
af stút hjá einum, bauð þeim
óspart sígarettur sínar, kveikti
í fyrir þá með sprittkveikj-
ara sem hann brá með miklu
blússi upp að vitum þeirra,
og var ég farinn að hugsa,
að þeir dátar er næstir hon-
um sátu, yrðu sviðnir eins og
kindarhausar þegar suður
kæmi. Hann hliðraði til svo
að þeir gætu setið hið næsta
honum og söng dægurlög
þeirra á ensku.
Á viðkomustað í Hvalfirði
verður lítill stanz kl. rúmlega
8 um kvöldið. Umræddur far-
þegi að norðan fer og kaupir
sér brauð í bréfpoka. Það er
útvarpshátalari rétt aftan við
en etur hana sjálfur þegar
dátinn afþakkar; tæmdan
pokann lagar hann í hendi,
blæs hann upp og sprengir
milli handa sér með háum
hvelli rétt í því bili sem við-
talinu lýkur í útvarpinu.
Þessi saga er ekki löng,
en hún er táknræn. Það get-
ur. farið sVo að bréfpoka-
sprengilýðurinn kæfi rödd Is-
lands ef allir héiðarlegir ís-
lendingar eru ekki vel á verði
og samtaka i andstöðu sinni
við hernaðaranda og spillingu
hans. Þessi reiðubúni þræll
herþrælanna, sem sprengdi
bréfpokann framjiní Halldór
Kiljan Laxness að kvöldi hins
stolta dags íslands, var að
visu úr alþýðustétt, en höfuð-
þrælana og þá hættulegustu
er þó enn að finna á „hæstu
stöðum" í þjóðfélaginu.
★ ★
Ritfrelsi, málfrelsi og sam-
takafrelsi alþýðumanna eru
þau mannréttindi sem varða
veginn tiL lýðræðis. Hitt er
blekking, sem haldið er að
fólki, að almennur kosninga-
réttur og þingræði sé „eigin-
legt lýðræði“. Andstæðingar
virkilegs lýðræðis hafa lært
að fótumtroða lýðræði og
þjóðarvilja á vegum kosninga-
réttar og þingræðis. Sérstakt
blekkinga- og bakferlakerfi er
nú hagnýtt . í þeim tilgangi.
Allt hið illa sem þeir gera
kenna þeir öðrum, og for-
r 1956| — ÞJÓDVILJINN — (7(:
sendumar fyrir illvirkjunum
eru að jafnaði falsaðar.
Það, sem skýrustu letri
sténdur skráð í Ijósi stað-
reyndanna þessu til sönnun-
ar er saga hinna svonefndu
„varnarmála". 1 heilan ára-
tug hefur sú svívirðilega saga
verið að gerast á bak við
þjóðina. Keflavíkursamning-
urinn svonefndi var sagðut'
vera, samningur um brottför
Bandaríkjaherliðs af Islandí.
en Bandaríkjamenn áttu hins-
vegar að fá viðkomuréttindi
fyrir flutningaflugvélar sínar
á Keflavíkurflugvelli vegna
hemámsins í Þýzkalandi. Fyr-
ir hitt var þrætt og svarið
gegn betri vitund að þarna
ætti að koma bandarísk her-
stöð. Síðan var ísland hrak-
ið inn í Atlanzhafsbandalag’ð
og enn heldur þessi svívirð-
ingarsaga áfram að þróast,
en íslandssagan mun geyma
þá sögu alla — og engu mun
verða gleymt.
Fólkið, sem studdi landsölu-
flokkana við síðustu Alþingis-
kosningar, sér nú að það hef-
ur verið blekkt. En það bregzt
misjafnlega við. Sumir bregð-
ast við eins og heiðarlegum
íslendingum sæmir og hafa á-
kveðið að styðja ekki land-
söluflokkana oftar við kosn-
ingar. Aðrir telja að ekki
þýði að sakast um orðinn.
hlut og skortir dáð til að losa
sig undan áhrifum hervalds-
lýðsins. Hinir þriðju eru harla
glaðir, sprengja bréfpoka og
fylla pyngju sína af her-
mangsgulli.
En hvað um ykkur, klerk-
ar íslenzkrar kirkju? Þið þeg-
ið. Er þá kannski hemáms-
sagan öll, í orði og á borði.
til orðin á siðgæðisgránni
þeirrar hugsjónar, sem þið
teljið ykkur vera að þjóna.
sem sé kristindómsins ? Þið
þegið, og þögn er sögð sama
og samþykki. En hvað eruð
þið þá að leyfa ykkur að
minnast á siðgæði, þegar þið
steinþegið yfir því mesta and-
lega siðleysi, sem átt hefur
sér stað í allri Islandssög-
unni?
★ ★
Ekki er hægt að tala um
virkilegt lýðræði á íslandi
fyrr en alþýða landsins not-
ar tjáninga- og samtakafrels-
ið til að skapa ráðgefandi afi
í stjómmálum landsins. Allir
þeir, sem vinna þjóðnýt störi'.
eiga að taka höndum saman
og marka stefnuna i opinber-
um málum þjóðarinnar. Hin
einstöku sambönd vinnandi
stétta verða að hefja sam-
vinnu sín á milli og marku
samræmda þjóðmálastefnu er
þjóni jafnt hagsmunum allra
er vinna að eflingu og heill
íslenzka þjóðfélagsins. Þá
menn og þá flokka eina kýs
svo fólkið á Alþingi sem telja
sig reiðubúna að framkvæma
þá stefnu er fólkið sjálft lief-
ur markað. Strangt bann vcrði
við því að Alþingi megi taka
til afgreiðslu mál er várða
hag og framtíð þjóðarinnar
og ekki voru á dagskrá þegar
seinustu kosningar fóru fram
nema að undangenginni þjóð-
aratkvæða greiðslu.
Þegar stjórnarfarið er kom-
ið í þetta horf er fyrst hægt
að tala um lýðræði í landinu.
★ ★
Vegna þess að enn hefur
Framhald á Jh síðu.