Þjóðviljinn - 20.11.1956, Blaðsíða 7
- Þrlðjudagur 20. nóvember 1956 — ÞJÓÐVILJINN — (7
Það var snemma dags 23.
júlí, að ég fékk tilkynninguna
um að koma á spítalann og
svo sem áður er sagt, varð
mér engan veginn við, en sá
í hendi mér, að ég þurfti að
hafa hraðan á, ef mér ætti
að takast að tína saman
pjönkur mínar (sem nærri
engar voru) og ná í peninga
fyrir klukkan eitt, en þá átti
ég að vera komin á spítalann.
Og tókst mér þetta.
Fyrir löngu síðan var ég svo
á spítala einum í þrjú misseri,
að varla gat heitið að nokk-
ur maður kæmi til mín (að
einum manni undanteknum),
nema, ein kona sem kom í
vondu veðri og var ekki fyrr
komin en henni fannst hún
verða. að komast í burtu, og
ætlaði að ærast af tilhugsun-
inni um að komast ef til vildi
ekki fyrr en um kvöldið. Og
blpm sá ég ekki þá, og ekki
skil ég enn hvernig unnt er
að lifa af svo leiðinlegan
tíma, sem þessi var.
Hér var ég stödd í útlendri
borg, og þessi stóri frænd-
garður, sem ég held að fáir
eigi siíkan, allur staddur á
Islandi eða í Ameríku, að
einni konu undantekinni, en
samt kom til mín maður á
hverjum degi, og blómvönd
fékk ég flesta daga, og
hrærðist ég í huganum af
slíkri alúð. Og sum af þess-
um blómum skinu í dagsins
ljósi af þvílíkri prýði, að fátt
nema sjálfur meskalínrúsinn
megnar að sýna slíkt, en þó
hafði mér raunar dofnað sú
sjón síðan um árið, að lista-
maðurinn gaf mér hana. En
önnur hníptu heldur dauða-
leg, og það kom af því, að
það hafði láðst að sjóða á
þeim stilkana.
Af fólkinu, sem kom, voru
fjögur skáld, en hið fimmta
sendi mér konuna sína, og
taldi ég mig eiga fimm skáld
í allt, en hitt var flestallt
sifjalið skálda, og út yfir tók
einn sunnudag, því þó kom
eitt skáld, móðir þess og eig-
inkona, dóttir skálds og ekkja
skálds. öll í einu. Og það þori
ég að ábyrgjast, að enginn
maður á öllum spítalanum
hefur verið svo umsetinn af
skáldfólki, sem ég var þenna
dag.
En aí öðru fólki vil ég geta
einnar konu, sem ég vil raun-
ar ek'ki geta, því þó að hún
eigi sér mikið ríki, þá er það
ekki af þessum heimi. Blóm
færði hún mér og galdur gerði
hún mér, og veri hún blessuð
ævinlega.
'Ým.sir af þessum góðvinum
mínum sem komu með hýr-
legt augnaráð og blóm í hönd-
um, reyndu að hræða mig og
sögðu yfrið vont að láta
skera sig á skurðarborði og
taka burtu meinsemdir. Auk
þess héldu sumir, að staður-
inn væri ekki hinn rétti, og
mundi vera til betri staður
einhversstaðar annars, og
vildu láta mig lofa því að
fara til þess staðar. En sá
staður var raunar enginn til,
og hlaut ég að dúsa þarna,
eins og sá sem fallinn er í
gildru, vai’ mér þetta vel Ijóst.
Veikindi mín voru komin á
það stig, að bráður dauði
blasti við, ef þau yrðu ekki
læknuð, enginn frestur mátti
gefast, enginn staður hefði
tekið: við mér ef ég hefði
hafnalð þessum.
Ríkisspítalinn heitir Frið-
riksspítali og var stofnaður
á átjándu öld. Hann var til
húsa í Breiðgötu þá er Jónas
Hallgrímsson dó þar, það hús
er nú listmunasafn. En árið
1908, ef ég man rétt, hófst
starf hans í þessum húsum,
þar sem hann hefur verið
síðan. Á þessum áratugum
hafa orðið meiri framfarir í
læíufttigum en á öllum öldum
áður, og spítali þessi, sem
álitinn var fullkominn, þá er
hann var nýr, er nú álitinn
svo úreltur, að ákveðið hefur
verið að rífa hann og byggja
í staðinn skýskafa, sem taki
þessum miklu meira fram en
þessi hinum fyrri. Og þá er
sá spítali er tekinn til starfa,
að svo sem tíu árum liðnum,
verður einnig hann úreltur,
því þá verður kominn sá sið-
ur á, að senda alla eða marga
sjúklinga á spítala 1000 km
e------------------------n
2. hluti
v________________________J
utar jörðu, en þar eru sögð
ágæt skilyrði til skurðlækn-
inga, og munu sár gróa þar
langtum betur og fyrr en á
jörðu niðri. Það fór svo fjarri
því að mér þætti vont að
gangast undir þá stóru ópera-
tíón, sem sögð var með þeim
allrastærstu, að mér þótti það
gaman, meira að segja. Þá er
ég vaknaði, eftir þriggja tíma
svæfingu, gnísti ég raunar
tönnum milli vita, en þá er
ég aðgætti, hvort mér væri
nokkuð illt í höfði, nei ekki,
eða þreytt í handleggjunum,
ekki heldur, óþol í fótum, ekki
neitt. Flökurleiki, ekki parið,
hann kom nú samt, en var
vægur. Var þá ekki verkur
í sárum, ég gætti að því. Það
gat ekki heitið. Var sálin
angruð af vondri meðferð á
líkamanum? Það var nú síður
en svo.
Víst er notalegt að vakna og
hafa misst sjúkleikann sinn,
en fengið í staðinn vel umbú-
in sár og hrein, til að græða
á einni viku, en mundi ekki
enn betra að vera laus við
þetta allt, líkama og sjúk-
leik, heyra ekki, nema himn-
eskan tón, sjá ekki, nema
himneskt ljós og það. í
draumi? Frændkonu minni
einni gafst þetta í dauðanum.
Eitt af skáldum mínum bað
ég að gefa mér gott orð í
hjartað til að deyja við, ef
þess þyrfti að lokinni aðgerð,
en það harðafsagði hann,
sagði ég mætti teljast sæl og
hólpin að vera innan ópera-
tíónar, því fyrir þann sem
svo væri ástatt um, gæti ekk-
ert komið, hinn, sem utan
væri, væri miklu siður óhult-
ur. Þetta þótti mér gott að
heyra, og það styrkti mig
miklu meira en nokkurt orð
hefði gert.
Öll skáldin mín gerðu eitthvað
fyrir mig. Einn snarsnerist
fyrir mig, og talaði við mig
mikið og fallegt á málinu
sínu, annar lánaði mér þrjú
þykk bindi að lesa, og þóttist
ég ekki áður hafa lesið jafn-
þykk bindi, hið þriðja kom
með blómin, sem aldrei ætluðu
að visna, og veit ég ekki enn
hvað þau heita, þeim blóm-
um gleymi ég ekki. Fjórða
skáldið kom sjálfur eins og
hin og það var nóg.
Skáldið, sem kom með bæk-
urnar, tafði stutt, því hann
þurfti að finna þrjár faliegar
stúlkur, sem áttu heima í litl-
um kofa svo órammgerum, að
fyrirhafnarlítið mátti virðast
að drepa fólkið í honum, og
það var rigning og myrkur.
Stúlkurnar voru allar lifandi
þegar hann kom, en. búið að
stela frá þeim peningum.
En fyrir mig gat ekkert illt
komið. Eg baðaði út öllum
öngum af einskærri hrifningu
yfir því hvað svefninn minn
var vær og morfínið gott til
að sofa af, en ekki voru liðn-
ar nema sextíu klukkustundir
þegar ég fór að lesa blöðin
af þvílíku ofurkappi sem
aldrei fyrr og ráða í þeim
þessar stóru krossgátur, sem
taka yfir heila blaðsíðu í stór-
blöðunum. í sjö tíma sam-
fleytt las ég og réði ég gát-
ur, og er þetta satt. Ef blað
datt á gólfið, reigði ég mig
eins og slöngu og teygði og
tók það upp.
Þú sem ætlar að láta óperera
þig, vertu ekki hræddur við
það, hlakkaðu heldur til. En
við þig, sem ætlar að fara að
deyja, veit ég ekki hvað segja
skal, en mér hefur verið sagt,
að andlegar verur segi það
mikið tilhlökkunarefni. Betur
að satt væri.
Það var rósatími, og ofboðs-
lega mikið af rósum, og ilm-
uðu hver í kapp við aðra,
gular, rauðar og hvítar, og
jasmínan, fræg úr bókmennt-
um, ilmaði útsprungin í garð-
inum. Hengibjörkin spratt við
pollinn, og begóníurnar glóðu
þar skærar, og ekki vottaði
fyrir hausti.
JJn það var liðinn þessi tími,
sem gömlum manni finnst of-
stuttur á hverju vori: tíminn
þegar allir runnarnir, magnól-
ían og rhodondendroninn og
tamariskan og hin öll, nema
yllirinn, blómgast öll í einu,
allavega lit, pg er þá vor í
Danmörku. Akrarnir máttu
heita fullsprottnir, og þá var
farið að vanta regn, en þá
kom það, því allt kemur á
réttum tíma í Danmörku, þar
sem flest kemur ofsnemma
eða ofseint hér. Og sumum
þótti koma fullmikið regn.
Og tíma rósanna tók að halla
er ég rölti um garðinn í aftur-
batanum, og var að mæta síð-
skegg einum, en hinar dönsku
trúlofuðu okkur óðara í and-
anum er þær fréttu þetta. 1
því var engin hæfa.
Það er skelfing fallegt út-
sýnið af svölunum þarna,
þessi ofsalegi jurtagróður,
sem við sjáum enga líkingu
af hér á landi, breiddi úr sér
hærri húsunum, og engin lús
neinsstaðar í tré eða jurt eða
blómi. Það man ég hvað mér
leiddist lúsamergðin i kollun-
um á rósunum árið 1925, og
ég óskaði þess að einhver góð-
ur maður fyndi bragð til að
losa þær við þessa óværu, og
svo sem mér verður ætíð að
óskum mínum, þá fannst DDT
ekki löngu seinna. Nú á ég
margar óskir órættar, og skal
ég segja þér frá þeim seinna.
Drottningin mín fór og sú
semídrottning sem með henni
var, og nú skína þær á því
firmamenti þar sem þær geta
bjartastar orðið, en það er
undir stjörnum norðurhjar-
ans.
Af öðru fólki en skáldum
komu til mín:
Fósturforeldrar mínir, 20 ár-
um eldri en ég, vinir Islend-
inga, 2 göldróttir englar í
mannsmynd, og ^kbarn, 2 hálf-
gildisdrottningar, tandur-
hreinar, og 1 unglingur.
Allt þetta fólk yar mér ein-
lægt og góðviljað, hýrt í við-
móti og viðræðugott og gladdi
í mér sálina, enda veitti ekki
af.
Þar er semsé ekki neitt afar-
gaman að dveljast á spítala,
og kemur rpargt til þess,
flestum er illa við mann, sem
von er, útlending, og það Is-
lending, sjúkan og einmana
stundum og haldinn fátækan
illa talandi mál landsins, leið-
inlegan. Enginn kann það sem
vér kunnum, enginn Höfuð-
lausn, enginn Ferðalok, eng-
inn veit það sem vér vitum,
heldur eitthvað annað, miklu
merkilegra að þeirra dómi,
en ómerkilegra að vorum. Og
enginn hefur heyrt nefnda
Kapítólu og enginn Manna-
mun.
En svo kom ég þar sem verið
var að lesa Mannamun á
kvöldin, og allir stórhrifnir,
og ég ekki sízt af að frétta af
þessari þrá og þessuum
draumi barnæskunnar, sem
aldrei rættist. Þá sá ég bezt
muninn á okkur, hinni göfugu
bókmenntaþjóð, og hinni, lítt-
læsu, sem ég hlaut að dvelj-
ast með.
Eitt af stórfljótum heimsins beizlað
Zambezifljótið í Afríku er eitt stœrsta og straumharðasta vatnsfall Afríku en nu er
veriö að beizla orku pess með virkjun í Suður-Rhodesíu. Virkjunin á að' gefa 1.200.
000 kílóvatta orku, sem kemur í góðar parfir í koparnámum o.q vaxandi botgum
Rhodesíu. , ‘
Málfríöur
Einursdóttir
Bréf
lil
••
Onnu
m
Æ kj