Þjóðviljinn - 06.12.1956, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 06.12.1956, Blaðsíða 6
0) _ JÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 6. desember 1956 i pIÓÐVllJINII 1 Útgejandi: j Sameiningarílokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn I Lendir á framleiðslunni Það eru vissulega mörg rök sem að því hníga að gert verði myndarlegt átak af hálfu hins opinbera í húsnæðismálun- um. í sumum kaupstöðum og þó einkum hér í Reykjavik búa þúsundir manna við ófullnægj- andi eða heilsuspillandi hús- næði. Við höfum daglega fyrir augunum gamla og úr sér gengna herskála sem orðið hafa mannabústaðir vegna neyðar- innar, fólk býr í þægindalaus- um skúrhjöllum og rökum kjallaraholum, sem á engan hátt uppfylla nútímakröfur um hollustiihætti. Það er hörmu- leg staðreynd að það eru fyrst og fremst barnmargar fjölskyld- ur og fátækt lasburða fólk sem er dæmt til þessarar útilegu- vistar í þjóðfélaginu. TT’nn er svo allur sá fjöldi sem " býr við óvíðunandi þrengsli vegna íbúðaskortsins eða hef- ur orðið að þrengja sér inn á vini og kunningja af því að hvergi hefur verið íbúð að fá á viðráðanlegum kjörum. En húsaleiguokrið keyrir svo úr hófi í flestum tilfellum að 50% af launum Dagsbrúnar- verkamanns fara til að borga húsaleiguna eina. Orsökin ér hvorttveggja í senn hinn mikli kcstnaður við nýbyggingar sem ætlazt er til að greiddur sé upp á fáum árum og að eigend- Ur eldri húsa nota íbúðaskort- i n til að hækka sínar húsa- leigutekjur samsvarandi. Þetta er að verða almenn regla þótt vitanlega séu til heiðarlegar undantekningar. T^etta ástand verður ekki bætt eins og þörf er á nema með víðtækum afskiptum opin- berra aðila. Hinn hamslausa gróða og braskið með hús- næði almennings verður að hindra með ráðum sem duga. Þar koma vissulega margar leiðir til greina en varanlegasta úrræðið er að veita nægilega miklu fjármagni til hagkvæmra og skynsamlegra íbúðabygginga sem eru alþýðu manna viðráð- anlegar, hvort sem um er að ræða að eignast íbúðina eða búa í henni sem leigjandi. H úsnæðismál almennings eru ekki aðeins eitt stærsta félagslega vandamálið sem leysa verður. Þau eru einnig í beinni og afdrifaríkri snertingu við sjálfa framleiðsluna og hennar margháttuðu erfiðleika. Óhóflegur húsnæðiskostnaður kallar á hærra kaupgjald en vera þyrfti ef allt væri með felldu. Verkamaðurinn og laun- þeginn hafa engin önnur ráð en að krefjast hærra kaup- gjalds af atvinnurekstri og framleiðslu þegar vinnutekjurn- ar hrökkva ekki lengur fyrir nauðþurftunum. Þannig lendir okrið og braskið sem viðgengst með þá lífsnauðsyn fólksins sem húsnæðið er ekki sízt á framleiðslunni, og vita þó allir hvernig hag -hennar er komið. Þessi staðreynd ætti að verða mönnum hvatning til að horfa ekki lengur á núverandi ástand og þróun í húsnæðismálum al- mennings án raunhæfra og virkra aðgerða. Ágreiningur um hernámsmálin T)löð íhaldsins henda það nú ” mjög á lofti að Alþýðu- biiiðinu og Þjóðviljanum komi ekki vel saman um hernáms- málin, að hér í blaðinu hefur birzt hörð gagnrýni á ályktun Alþýðuflokksþingsins um það efni og skrifum Alþýðublaðsins, þar á meðal stórfurðulegri for- ustugrein sem talið er iað ut- anríkisráðherra hafi skrifað sjálfur. Og Morgunblaðið og Vísir spyrja með stjórnlausri . eftirvæntingu og tilhlökkun: er stjórnarsamstarfið að rofna, eru vonir til þess að íhaldið fái nú aftur forustu landsmálanna og geti m.a. samið við Bandarík- in um ævarandi hemám? Qé það íhaldinu einhver hugg- un í stjórnarandstöðu sinni, sem virðist valda forsprökkun- um lítt bærilegum kvölum, skal því á það bent að það er og verður um ágreining að ræða milii þeirra flokka sem standa að núverandi stjóm, og sá á- greiningur er hvorki né verð- ur neitt feimnismál. Þessir flokkar hafa hins vegar ekki á- greining sinn í fyrirrúmi, held- Ur hitt sem sameinar; þeir hafa gert víðtækan málefnasamning og myndað ríkisstjóm til að framkvæma hann. Stjómar- samningurinn tengir vinstri flokkana þrjá saman, og fram- kvæmd hans ræður að sjálf- sögðu úrslitum um það hversu lengi samvinnan helzt. að er eitt ákvæði stjórnar- sáttmálans að hernámssamn- ingurinn verði endurskoðaður í því skyni að allur erlendur her hverfi af landi brott. Þetta á- kvæði er í samræmi við ákvörð- un Alþingis frá 28. marz í vor, og sú ákvörðun hlaut staðfest- ingu mikils meirihluta þjóðar- innar í almennum þingkosning- um í sumar. Þessi steína þjóð- arinnar, Alþingis og ríkisstjórn- ar stendur enn óhögguð. Hitt hefur gerzt að Alþýðuflokkur- inn telur ekki tímabært að framkvæma hana nú þegar, og Framsóknarflokkurinn virðist vera á sömu skoðun. Þjóðvilj- inn telur forsendur þessara flokka fyrir þeirri afstöðu al- gerlega rangar og mun ekki fara í neina launkofa með það. Þjóðviljinn mun berjast fyrir því að ríkisstjórnin standi í verki við fyrirheit sín á þessu sviði sem öðrum og hvetur alla þjóðholla íslendinga til að taka þátt í þeirri baráttu. Ríkis- stjórnin verður dæmd af verk- um sínum í þessum efnum sem öðrum, og framtíð hennar er háð því hvernig hún stendur við fyrirheit sín. Að falla á sjálfs sín bragði HerferSin sem átti oð steypa Nasser liklegri til oð velta Eden og Mollef Einhver mesti orðhákur sem iðkar blaðamennsku í Bret- landi er Randolph Churchill, einkasonur Winstons gamla. Randolph er íhaldsmaður eins ANTHONY 'EDEN og faðir hans en óspar á að reiða refsivöndinn að þeim flokksbræðrum sínum, sem hann telur eiga skilið að fá hirtingu. Þegar Anthony Ed- en forsætisráðherra gafst upp á stjórnarstörfum, eftir að herferðin gegn Egyptalandi var farin út um þúfur, skrif- aði Randolph Churchill grein- arstúf, sem vakti mikla at- hygli. Þar var forustuhæfi- leikum Edens líkt við her- stjórnarhæfileika Hitlers við Stalíngrad. Þar rak Hitler þýzka herinn út í ófæru og yfirgaf hann svo þegar í óefni var komið. Eins hefur Eden farizt við nkisstjórnina og íhaldsflokkinn, segir Rand- olph Churchill, en bætir við: „Hitler flýði þó ekki vetur- inn til Jamaica“. • Vist brezka forsætisráðherr- ans undir sólvermdum pálmakrónum Vestur-Indía, meðan brezka þjóðin sekkur dýpra og dýpra í foræðið sem hann hefur teymt hana út í, hefur sízt orðið til að auka á hróður þessa seinheppna stjórnmálamanns. Ástandið í Bretlandi er ömurlegt. Olíu skortir til að hita upp hús, knýja vélar iðnaðarins og flutningatækin á vegunum. 1 hönd fer vetur með vaxandi atvinnuleysi, þverrandi fram- leiðslu og hækkandi verðlagi. Forði sterlingsvæðisins af gulli og dollurum rýrnaði um 12.750 milljónir króna síðasta mánuð einn saman. Með sama áframhaldi blasir við gengis- hrun og fjárhagsöngþveiti. En ekki er nóg með að útlitið sé slæmt í atvinnulífi og fjár- málum. Við það bætist að sjálfsálit brezku þjóðarinnar hefur beðið hnekki. Rikis- stjóm hennar hefur ekki að- eins hafið árásarstyrjöld, hún hefur hætt við hana í miðjum klíðum áður en settu marki var náð, tilknúin af næstum einróma fordæmingu um- heimsins. Enginn Breti getur verið ánægður með það sem gerzt hefur. Þeir sem for- dæmdu árásina fyrirverða sig fyrir að búa við ríkisstjórn sem virti að vettugi alþjóða- lög og greip til ofbeldisverka. Hinir, sem fögnuðu því að nú yrði sýnt að brezka ljónið ætti enn krafta í hrömmum, eru vonsviknir og gramir yfir að látið skyldi staðar numið áður en Súezskurður var unn- inn og stjóm Nassers í Eg- yptalandi felld. Það þykir táknrænt um þjóðarandann í Bretlandi um þessar mundir, að kominn er upp í fyrsta skipti verulega víðtækur svartur markaður, sjálfsag- inn, sem átti drjúgan þátt í að fleyta Bretum gegnum þrengingar heimsstyrjaldar- innar síðari, er brostinn. r Innan ríkisstjómarinnar og Ihaldsflokksins er hver höndin upp á móti annarri. I London ganga ýmsar sögur um, hvernig það kom í ljós að Eden var ekki fær um að gegna forsætisráðherrastörf- um lengur. Erlendir frétta- menn í borginni leggja mest- an trúnað á þá útgáfu, að daginn sem tilkynnt var að ---------------------— Erlend tiðindi ---------------------■ Eden yrði að taka sér hvíld hafi hann misst stjórn á sér á ráðuneytisfundi, ráðizt heiftarlega á samráðherra sína fyrir að þeir hefðu svik- ið sig og síðan brostið í ofsa- legan grát. Brezk blöð halda því fram að forsætisráðherra- skipti standi fyrir dyrum. hægri armur þingflokks í- haldsmanna muni skirrast við að fella stjórnina að því til- skildu að Macmillan fjármála- ráðherra, einn helzti hvata- maður árásarinnar á Egypta- land, taki við stjómarforustu Klofningurinn í Ihaldsflokkn- um kom berlega í ljós þegar 120 þángmenn flokksins báru fram þingsályktunartillögu um vítur á framkomu Banda- ríkjastjórnar við Breta í Eg- yptalandsmálinu. Segir í á- lyktuninni, að afstaða Banda- ríkjanna „stofni Atlanzhafs- bandalaginu í bráðan voða“. Daginn eftir bám 25 íhalds- þingmenn fram aðra tillögu, sem gengur í gagnstæða átt og felur í sér samúðaryfirlýs- ingu með Eisenhower Banda- ríkjaforseta. • A ndúð á Bandaríkjamönnum veður nú svo uppi í 1- haldsflokknum að Times hef- ur séð ástæðu til að birta rit- stjórnargrein, þar sem segir að heift íhaldsmanna í garð Bandaríkjanna sé „ein í- skyggilegasta afleiðing íhlut- unarstefnunnar í Egypta- landi“. Annað óháð blað, sem venjulega fylgir íhaldsmönn- um að málum, Spectator, seg- ir í ritstjómargrein að andúð á Bandaríkjunum sé nú magnaðri í Bretlandi en nokkm sinni fyrr á síðustu áratugum. Bandaríkjamenn í Bretlandi kvarta yfir að eig- endur benzínstöðva neiti þeim oft um benzín þegar þeir komast á snoðir um, hverrar þjóðar þeir eru. Háværar raddir heyrast um, að úr því að Bandaríkjamenn sjái -enga ástæðu til að styðja Breta í löndunum við Miðjarðarhafs- botn sé ekki nema sjálfsagt að gjalda líku líkt í Evrópu og Asíu. Ihaldsblaðið Fiman- cial Times, málgagn fjármála- manna og iðjuhölda, telur nið- urskurð útgjalda til landvarna eina bjargráðið sem dugi í aðsteðjandi fjárhagsvandræð- um. Brezka þjóðin hefur alls ekki efni á því að halda á- fram að verja 1500 milljón- um sterlingspunda árlega til hernaðarútgjalda, segir blað- ið. Niðurskurður á hemaðar- útgjöldum myndi verða til þess að Bretland gæti ekki lengur staðið við skuldbínd- ingar sínar gagnvart A- bandalaginu. TT'élagi Edens í árásinni á * Egyptaland, Guy Mollet forsætisráðherra Frakklands, á ekki heldur sjö dagana sæla. Talið er að olíuskortur- inn muni hafa enn alvarlegri afleiðingar fyrir franskt at- vinnulíf en brezkt. Herferðin gegn Nasser átti að kippa fót- unum undan skæruhemaði sjálfstæðishreyfingarinnar í Alsír, þar sem hálf milljón Frakka er nú undir vopnum. GUY MOLLET Sú fyrirætlun er farin alger- lega út um þúfur, afdrif Eg- gyptalandsævintýrisins hafa orðið til þess að gefa sjálf- stæðishreyfingu Aisírbúa byr í seglin. Fullur fjandskapur ríkir milli frönsku stjórnar- innar annars vegar og stjórn- anna í Marokkó og Túnis hinsvegar síðan ráðherrar Mollets mfu grið á fimm forustumönnum sjálfstæðis- hreyfingarinnar í Alsír þegar þeir voru á leið til fundar með Marokkósoldáni og for- sætisráðherra Túnis. • CJtjórn Mollets hefur í raun- ^ inni engan þingmeirihluta að baki sér, hún lafir við völd vegna þess að engum þykir fýsilegt að taka við stjórnartaumum eins og mál- Framh. á 9. síðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.