Þjóðviljinn - 06.12.1956, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 06.12.1956, Blaðsíða 7
Finuntudagur 6. desember 1956 — ÞJÓÐVILJINN — J7 Enn er gleði og velsæld í gargi fuglsins, þvi að bát- arnir halda áfram að róa. Hafbjörg var máluð blá í vor, og þegar hún kom fyrir eyrina klukkan fimm í gær var birtan orðin svo blá að maður sá Hafbjörgu aðeins óglöggt í fyrstu, því að blámi hennar rann saman við bláma kvölds- ins. En eftir því sem hún nálg- aðist bæjarbryggjuna varð hún greinilegri, og þá sá maður að hún var talsvert fiskuð. Hún lagðist utanvert við bæjar- bryggjuna rétt ofan við skarðið sem fisktökuskipið gerði í bryggjuna um daginn. Þetta var skip á stærð við Heklu og sigldi beint á bryggjuna. Þegar það bákkaði út aftur, skildi það eftir þetta skarð sem er meir en fjögúrra metra djúpt. Þeir á Hafbjörgu settu fast og sögðust aðspurðir vera með níu til tíu skippund. Þeir höfðu fengið það á þrjátíu og sex bjóð Hornið um Hunds- vík. Þeir settu bjóðin upp á bryggjuna og fóru svo að kasta upp fiskinum. Landmennirnir komu á vörubíl til að sækja bjóðin. Þá var farið að rökkva mikið og billjósin glömpuðu á blóðugum fiskinum sem lá í kös á bryggjunni. Þetta var fremur smár fiskur, en mikið af ýsu. Landmennimir ,settu bjóðin upp á bílpallinn og óku með þau inn á Strönd þangað sem beitt er handa Hafbjörgu. Svo voru þeir um borð búnir að kasta upp öllum fiskinum og skoluðu dekkið, og fóru nið- ur í lúkar að sækja brauðkassa sína og mjólkúrflöskur og komu upp aftur með brauðkassana og mjólkurflöskufnar og stukku upp á bryggjuna og héldu heim til sín að þvo sér og borða og kannski leggja sig í tvo - þrjá tíma unz aftur yrði róið klukk- an tíu. Etthvað var að gerast frammi á bryggjunni, því að stundum heyrðist rödd sem kallaði: „Er hó?“ Og önnur rödd sem kallaði: „Já, það er hó!“ Og þríðja rödd sem kallaði: „Nei, það er ekki hó!“ Og fjórða rödd sem kallaði: „Jú, víst er hó!“ Nú var alveg komið myrkur nema grænleitur bjarmi lýsti upp loftið fyrir botni fjarðar- ins, og fjöllin mörkuðust skarpt við þennan bjarma, og voru svört, og höfðu glatað þriðju víddinni, og litu út eins og leiktjöld á sviði. Landmennirnir komu aftur og settu upp flatn- ingsborð á milli tveggja búkka á bryggjunni og fóru að gera að aflanum. Upp með öðrum enda flatníngsborðsins höfðu þeir komið fyrir allhárri spýtu og efst á henni logaði pera sem lýsti upp flatningsborðið og mennina sjálfa. Áður en dimmdi hafði ég séð að frammi á bryggjunni var samankomið mikið af heyi, og nú sá ég hey- ið aftur í skímunni sem lagði frá vinnuljósinu fram á bryggj- una. Ég spurði mennina hver ætti allt þetta hey, og þeir til- tóku tvo bræður sem ættu það. Þeir hefðu sótt það í þremur ferðum á trillu suður á bæi í dag. Þeir hefðu slegið það á einni eyðijörðinni þar í sumar. Það mundu vera um tuttugu baggar sem þeir hefðu sett þama á bryggjuna. Nú væru Þeir í fjórðu og síðustu ferð- inni. „Æ!“ heyrðist hrópað í hey- inu frammi á bryggjunni. „Þú stígur oná hausinn á mér!“ Krakkamir höfðu notað tæki- færið og farið í felingaleik í þessum tuttugu böggum meðan þeir bræður voru að sækja síð- ustu baggana suður á bæi. Strákur sem var að leita hafði stigið ofan á höfuðið á einni stelpunni sem hann var að leita að. „Fundm!" kallaði strákur- inn. „Já,“ sagði stelpan. „En þarftu endilega að stiga oná hausinn á manni?“ k. „Þarftu endilega að vera með hausinn þar sem maður stíg- ur?“ sagði strákurinn. Ég hafði gengið fram á bryggjuna og setzt þar á bagga. Ég leit yfir heyið og sá að þetta var einn af þeim fáu böggum sem ennþá hékk sæmi- lega saman. Krakkarni.r voru á góðri leið með að traðka hina baggana úr böndunum. Strákurinn og stelpan héldu áfram að rífast, og þá fóru hin- ir krakkamir að skjóta upp kollinum víðsvegar í lieyinu. Það voru margir kollar. Ég held þetta hafi verið næstum allir krakkar í bænum. Þau söfnuðust utan um strákinn og stelpuna sem voru að rífast. „Ég verð ekki með ef það þarf endilega að stig'a oná haus- inn á manni", sagði stelpan. „Meiddi hann þig?“ spurðu hinar stelpurnar af mikilli sam- úð. „Já“, sagði hún. „Haldiði sé kannski gaman að láta stíga oná hausinn á sér?“ Hinar stelpurnar sögðu að það væri áreiðanlega ekki gam- an að láta stíga oná hausinn á sér. Þær skömmuðu strákinn. Þær stóðu sem sé saman sem ein stelpa í þessu deilumáli. En strákamir stóðu líka sam- an sem einn sírákur. „Ég held hún ætti ekki mik- íð að vera að derra sig“, sagði einn þeirra. „Hún steig oná hausinn á mér áðan“. „Onei“, sagði stelpan. „Ég steig ekkert oná hausinn á þér“. „Ojú“, sagði strákurinn. „Þú steigst víst oná hausinn á mér“. „Onei“. „Ojú“. Og þannig jókst þetta orð af orði, og fleiri og fleiri blönd- uðust í málið, þangað til ég gat ekki betur heyrt en allar stelpurnar hefðu tstigið oná hausinn á öllum strákunum, og gagnkvæmt. Þá gafst ég upp á að fylgjast með þessu lengur, en fór í staðinn að horfa á mennina gera að aflanum úr Hafbjörgu. Héðan að sjá utan af brýggjuhausnum bar þá í miðja suðurhlið gamla fisk- geymsluhússins sem var alveg óupplýst og mjög dökkt í myrkr- inu, og bjarminn frá vinnu- ljósinu myndaði keilu utan urn flatningsborðið og mennina, svo að þetta var eins og að horfa inn um op á björtum helli í svörtu klettabelti. Og mennirnir voru eins og huldu- menn að gera að fiski. Þeir voru eins og huldumenn sem brúka tóbak, því að tveir þeirra höfðu logandi sigarettur í munninum og reykurinn sem kom út úr þeim lagðist eins og blá slæða yfir flatnings- borðið; lognið var svo dátt. Og fuglinn flaug fyrir hellis- munnann. Hann var eins og huldufugl. Hann kom fram með bryggjunni með jöfnu millibili inn í bjarmann frá vinnuljós- inu og varð um leið skínandi hvítur og lét sig falla niður fyrir bryggjubrúnina og kom upp aftur nokkru framar og sveigði til vinstri og gránaði og dökknaði og hvarf út í myrkrið, og kom aftur upp að bryggjunni ofanverðri og flaug fram með henni inn í bjarm- ann frá vinnuljósinu, óslitin röð, óslitinn hringur inn í bjarmann og út úr honum aft- ur. Hann rak upp eitt og eitt garg um leið og hann lét sig falla niður fyrir brún bryggj- unnar að ná í eitthvert góð- gæti sem mennirnir höfðu sett í sjóinn, en garg hans lýsti hvorki hungri né kvöl eins og svo oft þegar lítið eða ekkert aflast, heldur velsæld og gleði yfir góðri veiði Hafbjargar. Hringflug fuglsins var meir í ætt við tívólí en lífsbaráttu. Nú voru krakkarnir hættir að rífast og farnir að leika sér aftur í heyinu. En ein lítil stúlka hafði orðið eftir og hall- aði sér upp að bagganum sem ég sat á. Hún var á að gizka fjögurra eða fimm ára gömul með Ijóst hár. „Hver steig ofan á höfuðið á þér?“ spurði ég. „Enginn“, sagði hún. „En þér?“ „Enginn“, sagði ég. „Ég var ekki með í leiknum11. „Ekki ég heldur", sagði hún. „Af hverju ekki?“ „Þeim finnst ég vera of Iítil“ Hún klifraði upp á baggann og settist við hlið mér. „Þau ættu nú samt að leyfa þér að vera með“, sagði ég. „Þó þú sért lítil“. „Stóru krakkarnir vilja allt- af ráða öllu“, sagði hún. „Er hó?“ heyrðist kallað ein- hversstaðar í heyinu. „Já, það er hó!“ „Nei, það er ekki hó!“ „Jú, víst er hó!“ „Ég ætla að tala við þau“, sagði ég, ,,og skipa þeim að leyfa þér að vera með“. „Nei“, sagði hún. „Vertu ekk- ert að því. Þau stíga bara oná hausinn á rnanni". Við sátum nokkra stund kyrr á bagganum og horfðum á mennina gera að aflanum úr Hafbjörgu, en vikum okkur síð- an við og sátum þannig að andlit okkar vissu út á fjörð- inn. Bjarminn fyrjr botni fjarð- arins var nú alveg slokknaður, og sjórinn var eins og svart gler í myrkrinu. Ég sá í skím- unni frá vinnuljósinu að nokkr- ar stórar heytuggur flutu á sjónum. Maður gat heyrt það á ærslum krakkanna að nú gekk sérlega mikið á fyrir þeim, og tvær nýjar tuggur duttu í sjóinn. Síðan kyrrðust þau aftur. Það var ekki tungl, en norðurljósin voru farin að stíga sinn slæðudans á himnin- um öllum utan frá Nípukolli innundir Hólafjall. Yfir Hell- isfjarðarmúlanum blikaði skær stjarna. Þetta var einmitt þess- konar veður sem svo oft áð- ur í sögu mannkynsins hafði vakið með skáldum og speking- um spurninguna um Guð. Enda sagði hún vinkona mín: „Hefurðu séð Guð?“ „Nei“, sagði ég. „Ekki svo ég viti“. „Ég þekki stelpu sem segis't hafa séð Guð“. „Hvar segist hún hafa séð hann?“ „Uppi á himninum. Hún segir að hann hafi kikt í gegnum gat á himninum og vinkað til sín“. „Fannst henni það ekki gam- an?“ „Jú“, sagði hún. „En held- urðu hún sé ekki bara að skrökva?" „Það er ég ekkert viss um“. „Jú, hún er ábyggilega að skrökva. Hún er svo gríðarlega mikill skrökvari". „Skrökvarar geta stundum sagt satt“. „Hún segir að hann hafi vink- að til sín og svo hafi hann farið að mjólka beljuna sína. Held- urðu það geti verið satt?“ „Já, því ekki það?“ „Að Guð hafi belju, og að hann mjólki hana sjálfur?“ „Já, því ekki það? Ég er að minnsta kosti viss um, að ef Guð hefur belju á annað borð, þá telúr hann ekki eftir sér að mjólka hana sjálfur". „Og veiztu hvað hún segir líka? Á ég að segja þér það?“ „Já, segðu mér það“. „Hún segir að það hafi ver- ið tveir englar sem sittu upp á beljunni og voru alltaf að hossa sér á henni, og svo var einn engill sem halti í halann á henni. Heldurðu að nokkur trúi því?“ „Já. Það finnst mér einmitt mjög trúlegt. Englar eru svo kátir og alltaf að gera eitthvað sniðugt". En það var svo sem viðbúið að svona háleitt samtal fengi ekki að vera ótruflað af ærsl- urn heímsins. Felingaleikur krakkanna hafði nú enn einu sinn leystst upp í rifrildi, og að þessu sinni endaði það með því að strákarnir sögðu sig úr lögum við stelpumar og fóru í eltingaleik í heyinu. Tveir þeirra þutu framhjá okkur, og annar þeirra kastaði um leið heytuggu í höfuðið á vinkonu minni. Hún strauk stráin af andliti sér og sagði: „Voða eru allir strákar leið- inlegir“. „Allir?“ sagði ég. „Nei, finnst þér það? Finnst þér ekki sum- ir þeirra svolítið skemmtileg- ir?“ „Nei,“ sagði hún með mik- illi áherzlu. „Mér finnst þeir allir hundleiðinlegir“. Hún fór að hreinsa burt strá- in úr hári sér. Hún hafði mjög ljóst hár, og ég sá það greini- lega þó að vinnuljósið varpaði aðeins daufri skímu hingaö út á bryggjuna. Svo sagði hún: „Agalega sagði einn strákur ljótt um daginn“. „Hvað sagði hann?“ „Hann sagðist ætla að ná í gríðarstóra byssu og skjóta gat á himininn, svo að guð og Jesú og allir englarnir mundi hrinja mður“. „Ætli hann hafi meint nokk- uð með því“, sagði ég. „Jú“, sagði hún. „Og e“inu sinni bítti hann í nefið á öðr- um strák“. „Ætli hann hafi ekki gert það óvart“, sagði ég. „Óvart?“ sagði hún, og það var mikil undrun í röddinni. „Hvernig heldurðu að það sé hægt að bíta óvart í nefið á nokkrum?" Þetta var sem sé spurning sem ég mundi eiga erfitt með að svara. Og þess vegna varð ég í fyrstu feginn þegar krakk- arnir orsökuðu nú aftur trufj- un á samtali okkar. En í þetta sinn gerðu þau það ekki með ærslum sínum, heldur þögn sinni. Þau voru skyndilega orð- in svo þögul, að það hlaut að draga að sér athygli okkar. Við sáum í skímunni að þau höfðu safnazt í hóp og störðu öll í myrkrið úti á firðinum. Þögnin sem yfir hópnum hvíldi var þrungin miklum spenningi. Og nú skildum við hvað þessu olli. Utan af firð- inum bárust snöggir, stuttir og hraðir skellir: vélarhljóð: trilluvélarhljóð. „Þeir eru að koma“, sögðu krakkarnir hver við annan lág- um rómi. „Þeir eru að koma“. Síðan hlupu þau eins og fæt- ur toguðu upp af bryggjunni. „Eigum við ekki að hlaupa líka?“ sagði ég. „Nei“, sagði vinkona min. „Af hverju?“ „Þeir halda kannski að við höfum farið svona með heyið þeirra". „Já, en við höfum ekki gert það“, sagði hún. Nú var orðið kyrrt á bryggj- unni Mennirnir unnu þegj- Framhald á 8. sjðu ER HÓ? Eftir JÓNAS ÁRNASON

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.