Þjóðviljinn - 06.12.1956, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 06.12.1956, Blaðsíða 11
— Fimmtudagur 6. desember 1956 — ÞJÓÐVILJINN — (l&’ 57. dagur megiö ekki flýta ykkur. Ungfrú Spalding og þriðji flug- maður verða hérna afturí hjá ykkur. Gerið nákvæmlega það sem þau segja ykkur og munið að þau hafa verið vandlega þjálfuð“. Reyndar í sundlaug, já — en ílugvélin skall ekki fyrst á öldunum og gerði þau frávita, vindur- inn var ekki fjörutíu eða fimmtíu hnútar á sundlauginni, né heldur voru fimm þúsund mílur af fljótandi afli bak- við öldurnar í lauginni. Og engir æpandi farþegar heldur. „Ungfrú Spalding sýnir ykkur hvernig þið eigið að láta á ykkur björgunarvestin og hvernig þau verka. Það eru beztu lífbelti sem fundin hafa verið upp. Stóri guli vönd- ullinn þarna er gúmfleki. Það er stórkostleg uppfinning og á honum er allt nema rifjungar. Hann tekur ykkur öll með góðu móti og annan setjum við út af flugþiljun- um“. Ef maður losnar við mælaborðin og stjórntækin úr andlitinu og maganum og drukknar ekki á meðan. „Þriðji flug'maður. . . . það er bezt að segja ykkur nafn hans, því að hann er ágætur piltur. . . . er Hobie Wheeler. Ög þriðji flugmaður kemur aftur í á að gizka tíu mínutum áður en við lendum. Farið þá úr skónum, því að við vilj- um ekki að þið rekið göt á flekann þegar þið hoppið yfir í hann. Það er neyðarlæsing á hurðinni þarna fyrir aftan“. Ef hún ónýtist þá ekki við áreksturinn. „Hobie Wheeler opnar dyrnar með því að svipta upp neyðarlæsingunni. . . síðan fleygir hann út flekanum og leggur út reipið þarna. Farið ekki úr sætunum fyrr en hann segir ykkur. Það verður nægur tími og þið eigið að nota bann. Stundum fljóta svona flugvélar svo lengi áð þfér j'ara að ógna siglingum og það verður að sökkva þeim með sprengingu". Og stundum sökkva þær á fáeinum mínútum. „Viltu að þau setji strax á sig björgunarbeltin, Dan?“ spurði Spalding. „Ég held það sé engin ástæða til þess fyrr en eftir að minnsta kosti þrjá tíma. Það er ástæðulaust að láta sér líða illa lengur en nauðsynlegt er. En þegar þar að kemur — eiga allir að fara í öll þau föt sem þeir hafa hand- bær. . . . yfirhafnir . . . allt. Það verður sjálfsagt ónota- legt“. Það hlýtur að vera frost og ef skipin eru ekki því snarari í snúningum verður vosbúð flestum að grandi. „Þegar þið eruð komin á flekann eigið þið að sitja kyrr, jafnvel liggja ef þið viljið. Wheeler sýnir ykkur hvar matarbirgðirnar eru, ef þið verðið svöng —“ „Hvernig getum við orðið svöng, ef við þurfum aðeins að vera á flekanum nokkrar mínútur?" spurði May Holst. „Eruð þér ekki að gera heilmikið veður út af björgun- inni?“ Það vottaði ekki fyrir illgirni í sbapgóðu andliti hennar: þetta var aðeins heiðarleg athugasemd. Dan sneri sér snöggt að henni. Hann hafði talað af sér og hann nágaði sig í handarbökin fyrir það. Og hin kon- an var nú farin að snökta hærra. Hún var að tala um börnin sín. * „Veður? Það má vel vera. . . En við viljum ekki að neinn þurfi að kvarta tum þjónustu eða kost hjá þessu flugfélagi — “ „Það verður ugglaust kavíar þar“, sagði Gustave Pardee í skyndi. „Það væri afleitt ef við fengjum ekki kavíar“ Dan leit til hans þakklátum augum. Var þetta ekki stóri maðurinn sem Spalding sagði að hefði verið dauð- hræddur? „Ég skal orða það við matsveininn, herra“. „Mér finnst þetta ekkert til að hafa í flimtingum“, sagði Humphrey Agnew ólundarlega. „Yður skjátlast. Þegar þið komið á flekann er um að gera að segja sem flesta brandara. Syngið ef þið eruð í Skapi til þess. Og satt að segja gæti það drepið tímann ef þið rifjuðuð upp nokkur gömul lög og færuð strax að æfa ykkur“. „Ég var einu sinni dágóður bassi“, sagði Howard Rice. „Ég held ekki lagi“, sagði Frank Briscoe. „En ég get haft býsna hátt“. Og þegar Dan virti þau öll fyrir sér og horfði í augu þeirra hugsaði hann með sér að þetta væri einmitt far- þegahópur, sem hann óskaði af hjarta að kæmist af. Þetta var ókunnugt fólk, og þó ekki; þau höfðu einhvern veginn fengið styrk hvert frá öðru og notuðu hann. Það var ekki lengur hægt að þaklca fáfræðinni hegðun þeirra. Hún var alger andstæða þess sem hann hafði búizt við — Og kviðið. „Nú kemur mjög mikilvægt atriði, svo er ég búinn með öll ræðuhöld. Þegar við lendum verða tveir árekstrar. Þið verðið ekki hrædd þegar þið eigið von á þeim. Hinn fyrri veröur mjög vægur, svipaður og viö venjulega lend- * ■“* "*• i ingu. Hinn síðari getur orðið all harður“. Hve harður hann verður, Sulivan, er undir þér komið og heppni þinni í glímunni viö öldurnar ... „Þið kastist ef til vill j hart á öryggisbeltin“. Ef til vill rífur hann sætin upp , úr gólfinu og slengir ykkur í skelfilegri kös brotinna j beina og sæta að framveggnum. Sósíalistar í fíevkjavík vinsamiega komið í skrií- stofu Sósíalistafélagsins I Tjarnargötn 20 og greiðsð féiagsgjöld ykkar. eimílísþáítur Sjást nú bráðuni ekki framar klæðskerasaumaðar dragtir? Það hefði þótt fyrirsögn ef sagt hefði verið fyrir nokkrum árum, að dagar hinna klæð- skerasaumuðu dragta væru taldir. En nú virðist senn að nokkuð sjái á erminni á eft- ir. Ekki dugir að bjóða slíkt klæðskerasaumaðri treyju. Hér koma þrjár ítaiskar peys- ur eða treyjur í þessum nýja stíl. Fyrst er 1 jósleit vélprjónuð peysa pieð útprjónaðri rák að framan, báðum megin. Peysan er ekki hneppt, og er ekki ætl- azt til að barmarnir nái saman. Ermunum má smeygja upp að olnboga. Treyja sú sem næst kemur, er miklu líkari yfirhafnarflík, því á henni eru uppslög og kragi, og sé pilsið úr sama efni, og brugðni bekkurinn uppi und- ir hálsmáli ljá henni svip a£ prjónapeysu, svo flíkin verður liagkvæmari til hversdagsnota og við vinnú en klæðskera- saumuð treyja. Pilsið er úr sama efni. Það er. tilvalið að framleiða itölskum tízkuhúsum hafa tek- izt að endurnýja snið og efni í þessum flikum, svo að af þeim er allt klæðskerasnið, og er ekki annað að sjá, en að þetta eigi mestu vinsældum að fagna meðal kvennanna. Samt hefur ekki verið blásið í nein- ar básúnur fyrir þessari tízku, heldur hefur hún komið fram sem kalla mætti í kyrrþey, utan við tízkusýningar og tízkublöð, og náð mikilli og óvæntri út- breiðslu. Fyrst komu þessar síðu, prjónuðu ítölsku peysur. Þær voru ætlaðar til íþróttaiðkana og til að hafa yfir einföldum sumarkjólum, þegar kólnaði með kvöldinu, og þessar peysur hafa orðið afar vinsælar um heim allan, og verið hafðar til hinna margvíslegustu nota, svo að varla eru aðrar flíkur hag- kvæmari hversdags. Smátt og smátt urðu þessar peysur fal- legri og fastari í sniði, svo að þær geta vel komið í staðinn fyrir dragtartreyjuna, en eru þó jafnframt miklu þægilegri. Það veldur miklu um vin- sældirnar, að þessar peysur eru langtum ódýrari en dragtar- treyjur, og auk þess sér minna á þeim. Oft eru þær úr þétt- prjónuðu jersey, mjúku og hlýju, en sniðföstu. Þær sýnast glæsilegar í sniði, þegar gengið er í þeim á götunni, en óðar en komið er á vinnustað, má smeygja. ermunum upp án þess er ekkert til fyrirstöðu að kalla i þessa.r flíkur margár í einu þetta dragt. Ermarnar erujmeð sama sniði. Ekki þarf að sléttar og beinar, og þó eru j stoppa axlirnar, því það er ekki þær ófóðraðar, svo að auðveld- í tízku sem stendur, og ekki lega má smeygja þeim upp. þarf að fóðra þessar hlýju flík- Á seinustu myndinni er ur, og veldur þetta því hve prjónapeysan orðin að dragtar- j ódýrar þær eru, jafnt fyrir því treyju, þó . að hún sé prjónuð.; að þær séu svo mjög í tízku. Hún er hneppt að framan og Og hér er dæmi um tízku sem hefur allbreiðan kraga, en hefur sigrað án þess að vera brugðnu uppslögin á ermunum auglýst. w PJOÐVflrltNN ÚtKefandl: SamelnlnKarflokkur alþýOu — Sóslallstaflokkurlnn. — Ritst.lórar: Magnús Kiartansso* r (áb.), Slguröur auðmundsson. — FrðttarltsMórl: Jón BJarnason. — Blaöamenn: Ásmundur Sigujv Jónsson. B>arnl Benediktsson. auðmundur Vigfússon. fvar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafssoa. — áUglýslngMrUórl: Jónstelnn Haraldsson. — RÍtsUórn. afgreiðsla, auxlýslnsar. nrentsmiðja: Skólavórðustíg 19. — Simi 7500 {31 línur). « A.akriftarrérö kr. 33 á tu&auðl 1 Rayk.javik og aágreani: kr. 22 asL’aarsstaðar. — Lausasóiuverð kt. I. — Prt»ntao*,'5t» ^JóðvilJaas h.fc

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.