Þjóðviljinn - 06.12.1956, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 06.12.1956, Blaðsíða 3
Fiiruntudagur 6. desember 1956 — ÞJÓÐVILJINN — (3 Ævisaga Páls Ólafssonar skálds og Kertaljós eftir Jakobínu Johnson eru meðal fjölmargra úigáfubóha Leifturs Meðal þeirra bóka sem Leiftur gefur út á þessu hausti eru fyrra bindiS af ævisögu Páls Ólafssonar skálds og Kertaljós, heildarútgáfa af ljóðum vestur-íslenzku skáld- konunnar Jakobínu Johnson. Leiftur gefur fjölda barnabóka út á þessu hausti. Páll Ölafsson. á harðindaárunum fyrir síðustu , aldamót. Ljóð Jakobínu eru þó Benedikt Gislason fra Hof- . , , , , cx , ems íslenzk og hefðu þau ver- teigi hefur ritað ævisögu Pals og heitir hún Páll Ólafsson fskáld. I. Ætt og ævi. í for- mála segir höfundur að fyrst hafi hann haldið að hægt væri að gera ævisögu Páls skil í ritgerð, en brátt komizt að raun um að efnið sprengdi af sér þann ramma. Hann kveðst einnig brátt hafa reynt að ævisögu Páls yrði að skipta í tvær bækur, og nú er sú fyrri komin. Segir höfundur svo í formála m.a.: „Það efni sem hér liggur fyrir hendi, er fyrst og fremst það, sem þessi bók flytur, ætt og ævi Páls Ólafs- eonar, eins og fyrir liggur í almennri sögu. Síðan eru störf hans og kynni við menn, því það ræður af líkum, að sá maður, sem gegnir sýslumanns verkum, umboðsstörfum í 40 jarða umboði og þingmennsku, eigi þarna fróðlega sögu, og síðan hefur þessi maður margs- konar skipti við mikinn fjölda manna víða um land, og hefur í þessum skiptum samið fjölda bréfa, sem margskonar fróð- leik hafa að geyma um mál og menn og hvorttveggja í senn, mikil mál og mikla menn“. Fyrra bindi ævisögunn- ar er 144 bls. og eru í því myndir af Páli og Ragnhildi konu hans og nokkrum samtíð- armönnum. Kamilíufrúin í Vík. og Ásdís Kertaljós. Kertaljós, heildarútgáfa af Ijóðum Jakobinu Johnson, hef- ur inni . að halda ljóðin úr fyrri bókum hennar, Kertaljós- um er út komu 1939 og Sá ég svani, er úr kom 1942, svo og önmir kvæði hennar. Óþarfi er að kynna Jakobinu Johnson fyrir lesendum Þjóðviljans, en hún er fædd að Hólmsvaði í Aðaldal, dóttir Sigurbjarnar Jóhannssonar, „frá Fóta- skinni“. Fluttist hún til Banda- ríkjanna með foreldrum sínum Jakobína Johnson ið ort heima á íslandi en ekki í ,,útlegð“ í annarri heimsálfu. Fyrri bækur Jakobínu hafa.ver- ið ófáanlegar undanfarið og mun því þessari útgáfu verða vel fagnað. Sagnablöðin. Sagnablöð hin nýju, er ein hinna nýju bóka Leifturs. Bók þessi, eftir Jóh. Örn Jónsson —■ „Örn á Steðja" -— er safn allskonar sagna i þjóðsagnastíl. Eru þær samtals nokkuð á þriðja hundrað. I formála seg- ir höfundur þó: „Ekki er safn þetta með öllu tæmandi þær óprentuðu sagnir er ég hef safnað“. Bókin er um 280 bls. Guðstraust og mannúð. Guðstraust og mannúð nefn- ast ræður og ritgerðir eftir Björn Magnússon prest í Grindavík. Hafa, ræðurnar ekki verið prentaðar áður. Séra Jón Guðjónsson prestur á Akranesi hefur valið ræðurnar, en, Guð- mundur R. Ólafsson úr Grinda- vík skrifar um séra Björn og eftirmála við bókina. Bókin er 196 bls. Jólasöfnun Mæðrastvrks- c nefndar hefst í dag MæSrastyrksnefndin í Reykjavík er nú að hefja hina árlegu jólasöfnun sína fyrir bágstaddar mæður og börn. Þá gefur Leiftur út Kamilíu- frúna eftir Alexander Dumas (yngri), í nýrri þýðingu, fyrstu íslenzku þýðingunni beint af frummálinu, eftir Björgúlf Ól- afsson. Einnig gefur Leiftur út ís- lenzka ástarsögu, er nefnist Ás- dís i Vík, eftir Dagbjörtu Dags- dóttur, sem raunar mun vera dulnefni. Bókin er komin út fyrir stuttu, — en upplagið er bráðum þrotið, sagði Gunnar Einarsson forstjóri Leifturs. \ Tvær nýjar barnabækur. Fyrir skömmu sagði Þjóð- viljinn frá nokkrum barnabók- um sem Leiftur gaf út í haust. Meðal þeirra var fyrsta Hönnu- bókin, eftir Brittu Munk. Nú er önnur Hönnubókin komin: Hanna eignast Hótel. Er hún 92 bls. — Þýðandi Hönnubók- anna er Knútur Kristinsson. Mjólkursamsalan ætlar að reyna pappaumbúðir Fá neytendur íulltrúa í stjórn Mjólkur samsölunnar eins og eitt sinn var? Forstjóri Mjólkursamsölunnar, Stefán Björnsson, hef- ur skýrt frá því að ákveöið sé aö Mjólkursamsalan taki upp sænskar pappaumbúðir undir mjólk og veröi það gert í tilraunaskyni eins fljótt og kostur er á. Nefnd sú er bæjarstjórn kaus 5. apríl sl. til að gera til- lögur um bætta þjónustu við neytendur og endurbætur í mjólkursölumálum Reykjavík- ur, hefur nú loks skilað áliti og verður það lagt fram á bæjar- stjórnarfundi í dag. Nefndin kemst að þeirri nið- urstöðu að öllu dreifingarkerf- inu þyrfti að breyta ef taka ætti uþp heimsendingu mjólkur. Verði gerð tilraun með breytt dreifingarkerfi leggur nefndin til að valið verði eitthvert nýtt bæjarhverfi til slíkrar tilraun- ar. Þá leggur nefndin til að bæj- arstjórn Reykjavíkur hlutist til um það í samráði við Mjólkursamsöluna, að sem ná- kvæmastir útreikningar verði gerðir á því hvert sé verð mjólkurinnar fullunninnar úr Mjólkurstöðinni, án dreifingar- kostnaðar og með og án nú- verandi umbúða. Þá leggur nefndin höfuðá- herzlu á að gerðar verði til- raunir með nýjar umbúðir —■ einmitt þær sænsku umbúðir sem forstjórinn segir ákveðið að gera tilraun með. Nefndin vill að bæjarstjórn hlutist til um að gerð verðí nákvæm áætlun um daglegan kostnað við svokallaða jöfnun mjólkur. Mjólkursamsalan tel- ur að neytendur vilji mjólkina heldur ójafnaða, þ.e. að rjóm- inn setjist ofan á mjólkina, í stað þess að dreifa fitunni í mjólkinni. Framhald á 5. síðu. IWUWVfWWWWftlWwww ’AGAN MENNAR, Fyrir jólin í fyrra söfnuðust naumlega 150 þús. kr. í pening- um auk mikils af fatnaði, nýjum og notuðum, og var jólaglaðningi úthlutað til nær 800 hejmila og einstaklinga. Að þessu sinn verður tekið 4 móti peningagjöfum og þeim út- hlutað að Skólavörðustíg 11, og ber að snúa sér þangað með slík- iar gjafir og hjálparbeiðnir, en símanúmer er þar 4349. Nefndin vill beina því til þeirra, sem hjálparþurfi eru og undanfarin ár hafa treyst á það að eftir þeim væri munað við úthlutun, að þeir gefi sig fram við skrifstofuna, því að erfitt er fyrir nefndina að fylgjast með því, hvort ástæður gjafþega breytast frá ári til árs, og því viðbúið að eldri nöfn falli niður við úthlutun nú, ef ófullnægjandi upplýsingar eru fyrir hendi um þörf hlutaðeigenda. Móttaka fatnaðargjafa og út- hlutun fer fram að Laufásvegi 3. Skal athygli vakin á því, að það er mikils virði að fatagjaíir ber- Framhald á 5. síðu YSTU Það var einu sinni kanína í krækiberjamó, — kanínurnar liinar voru á flakki, en psssi litla kanína var ekki hrædd og hló og hoppaöi og lék sér eins og krakki. Þarna út í móunurn var lamb aö leika sér og lét svo illa, enda var þaö hrútur —, það fór til Jósafínu og jarmaöi á ber, en Jósafína sagði: „Labbakútur“. Þessi bráðskemmtilega barnabók eftir BRAGA MAGNÚSS0N er nú komin í allar bókabúðir. Á hverri síðu er litmynd af söguhetjunum, en myndirnar hefur höfundur sjálfur gert. Góð barnabók — Góð jólagjöf HEIMSIÍRINGLA wwvwwvwywwtf%wwwuv%w^wuvWftAWAsw WUVWWWVAWWW-VW.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.