Þjóðviljinn - 06.12.1956, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 06.12.1956, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 6. desember 1956 „Vörur til jólagjafa" — Jólaskreytingar — Of snemmt — Jólasveinar í tvennum skilningi ÞAÐ ER AUÐSÉÐ á ýmsu, að jólin nálgast óðum: verzlanir eru farnar að auglýsa jóla- vörur og ýmsa hluti „hent- uga til jólagjafa", bókaútgef- endur auglýsa jólabækur sín- ar, og yfirleitt má segja, að allt tímatal miðist nú við „fyrir jól“, bæði meðal al- mennings og hjá verzlunum og ýmsum fyrirtækjum, sem láta í té almenna þjónustu. Og þegar farið er um bæinn, sést að sumstaðar er búið að koma fvrir jólaskreytingu, bæði í búðargluggum og um- hverfis þá, t.d. má heita, að alla leið ofan frá Kron á Skólavörðustíg 12 og niður í Austurstræti sé búið að koma fyrir jólaskrevtingu ,,langs og þvers“ yfir götunum. Ég get ekki að því gert, að mér finnst alltaf hálfóviðkunnan- legur þessi kaupsýslubragur á öllu fyrir jólin; maður gæti á- lyktað, að jólin væru fyrst og fremst bissnesmannahátíð, og helgi þeirra aðallega fólgin í verzluninni, sölumennskunni. Þá finnst mér að það sé of snemmt að setja upp jóla- skreytingar strax í byrjun desember; það verður orðið hversdagslegt og hátíðabrag- urinn farinn af, þegar jólin koma, og krakkarnir verða búin að hafa dýrlegt jóla- skraut svo lengi fyrir augun- um, þegar hátíðin hefst, að þeim þykir minna varið í jólatréð heima hjá sér en ella. Já, krakkarnir, mikil lifandis býsn hlakka þau til jólanna, þegar vinirnir „einn og átta“ koma færandi hendi heim til þeirra. Jólasveinamir eru ein- hverjar mestu uppáhaldsverur allra barna, og sannarlega ekki að ástæðulausu. Annars er orðið jólasveinn stundum notað í niðrandi merkingu, t.d. er stundum sagt, að þessi eða hinn sé óttalegur jólasveinn, og merkir það, að sá hinn sami sé eitthvað talsvert mik- ið öðruvísi en hann ætti að vera. Svipaða merkingu er orðið sveitamaður stundum látið hafa; þetta er nú meiri sveitamaðurinn; hvaða sveita- maður ertu eiginlega? o.s.frv. Ég gæti trúað, að ungu stúlk- urnar kölluðu herrana, sem þeim finnst ekki vera nógu riddaralegir í framgöngu, aga- lega jólasveina eða óttalega sveitamenn, og hver sá sem hlýtur slík ummæli af þeirra vörum má aldeilis fara heim og læra betur. En nú eru sem sé komnir jólasveinar í marga búðarglugga, dýrlegt og án efa dýrt skraut prýðir „loft- leiðina“ alla leið ofan frá Skólavörðustíg ' og vestur í Austurstræti, og ég gæti bezt trúað, að sveitamönnunum, sem staddir eru í bænum til að gera jólainnkaup þætti nóg um þetta tilstand. 1 GÆR var ég að kvarta undan veðráttunni undanfaxið, én á þriðjudaginn var ágætis veð- ur; nákvæmlega sams konar veður og ég mundi kjósa mér ef ég ætti kost á því að velja mér veður fyrirfram til heils vetrar. Amerískir kjólar Mjög glœsilegt úrval MARKABURI Haínarstræti 5. WEgTTNQHOUSE VIKS Nýkomið tll hndsiiu mjög fjölhreytt nrval af rafmagnsheimilistækjnm Kæliskápar, með sjálívirkri aíírystingu Þvottavélar, sjálfvirkar, 2 tegundir Tauþurrkarar, sjálfvirkir Eldavélar Sérstakir bakaraofnar og plötur Vatnshitadúnkar Sorpkvarnir Eldhúsviftur Ryksugur, 2 tegundir Bónvélar Rafmagnspönnur, með sjálfvirkum hitastilli Steikarpottar, með sjálf- virkum hitastilli Hrærivélar Gufustraujárn, með hitastilli Brauðristar, sjálfvirkar Vöflujárn Kaffikönnur WESTINGIIOUSE HEIMILISTÆKI ER ÚRVALS JÓLAGJÖF KstttpM raíiEBSigias- meðan nrvalið er mest. Söhistaðir: SIS. AUSTUBSTRÆTI — DBáTTARVÉLAR H.F. — VAGNINN H.F. — KBON — OG KBUFFÉLÖGIN UM LAND ALLT

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.