Þjóðviljinn - 06.12.1956, Side 9

Þjóðviljinn - 06.12.1956, Side 9
Fimmtudagur 6. desemfoer 1956 — ÞJÓÐVILJINN — (S . # ÍÞRÓTTIR RlTSTJÓRlFRtMANN HELGASON Miklar umræður um knattspjTnudóm- aramálin á aðalfundi KDR sl. mánudag Aðalfundur Knattspyrnudóm- arafélags Reykjavíkur fór fram sl. mánudagskvöld. Til fundar- ins komu fleiri en nokkru sinni áður í sögu félagsins, eða um 25 talsins. Mun ástæðan senni- lega vera sú, hvað illa gekk með dómaramálin á síðastliðnu sumri, sem olli knattspyrnunni skaða og álitshnekki. Senni- legt er líka að mönnum hafi skilizt að við svo búið getur ekki staðið lengur, og að ekki sé hægt að láta lengur sem félagsmönnum komi þetta ekki við, þetta sé mál er varði KDR og þá menn sem það skipa. Líklegt er að menn hafi gert ráð fyrir fjörugum umræðum, þar sem stjórn félagsins væri sagt til syndanna. Stjórnin lagði fram skýrslu um starf sitt og fylgdi henni skrá yfir þá dómara sem hafa dæmt í sumar á vegum félags- ins. Er þar vikið að erfiðleik- um þeim sem stjórnin átti við að stríða í samskiptum sínum við dómarana. Segir þar m.a.: „Leti og áhugaleysi er líka að finna í þessum hópi og hafa þeir ávallt fjölda afsakana til- tækar þegar til þeirra er leit- að. Við þá menn er erfiðast að fást og jafnframt leiðinlegast". Á öðrum stað segir: „Mark- miðið verður að vera það hjá þeim sem að þessum málum vilja hlúa, að gera starfið eftir- sóknarvert, svo ávallt séu nógu margir starfandi dómarar, sem leggja alúð og rækt við starfið; þá fyrst getum við vænzt þess að enginn leikur farist fyrir af þéim orsökum. En á meðan að- eins er að vænta grófra að- finnslna, seiðir ekki ókeypis að- gangur að vellinum marga til starfsins“. Samkvæmt skrá þeirri, sem fylgir skýrslumai, hafa hvorki meira né minna en 48 menn tekið þátt í að dæma leiki sumarsins. „Af 160 leikjum sem fram fóru eru dómarar skráðir á 134 leiki; mætti skráður dómari á 56 leikjum, en á 78 leikjum stóðst ekki nið- urröðun dómarafélagsins". Þessi síðasta setning í skýrslu stjórnarinnar segir mikið til um það vandræðaástand sem ríkti í sumar. Miklar umræður urðu um skýrsluna og var deilt á stjórn félagsins fyrir að halda illa á málum. Á það var líka bent í umræðunum að stjórnin ætti ekki ein sök á þessu ástandi, dómararnir sjálfir yrðu að taka á sig nokkurn hluta af sökinni. Þeir hefðu sýnt vítavert áhuga- leysi, og með því spillt fyrir knattspyrnunni. Engar tiilögur frá stjórninni Eftir gangi málanna á síðast- liðnu sumri hefði mátt gera ráð fyrir þvi að stjómin kæmi með tillögur sem hún teldi til úr- bóta í málum dómara, en svo var ekki- Eigi að síður tirðu miklar umræður um þessi mál, og leitazt var við að finna leiðir sem mættu verða til þess að lagfæra. þennan þátt knatt- spyrnunnar, sem, eins og ástatt er, stendur henni nokkuð fyrir þrifum. Stjórnin átti að vita hvar skórinn kreppti og hefði átt að koma með allvíðtækar tillögur, og á þann hátt reyna að hafa áhrif á framvindu málanna. Tillögur KRR Á fundinum voru lesnar upp tillögur, sem samþykktar voru á nýafstöðnum aðalfundi Knatt- spyrnuráðs Reykjavíkur, og voru innlegg þess til dómara- málanna, og kæmi til kasta KDR að framfylgja þeim, og reyna. Tillögurnar voru svo- hljóðandi: 1. Hvert félag innan KRR til- nefni einn mann, er verði trúnaðarmaður KDR gagn- vart dómurum félags síns og sjái um að útvega dómara, ef hinn skipaði forfallast. 2. Hverjum dómara, sem Iof- að hefur að dæma, verði í upphafi leíkárs send skrá KRR yfir leiki sumarsins, svo og sérstök skrá yfir leiki sem viðkomandi dómari á að dæma. 3. Stjórn KDR forðist, þegar hún raðar dómurum á leiki sumarsins, að ætla dómara að dæma í sama flokki og líklegt er að hann leiki í, og einnig að ætla honum að dæma sömu daga og flokkur hans leikur. Félögin ábyrgist KDB Því hefur lengi veiið haldið hér fram, að til þess að fá KDR til þess að starfa með ábyrgðartilfinningu, verða knattspyrnufélögin að bera á- byrgð á starfsemi félagsins, og var lögð fram tillaga um það í Dómarafélaginu á sínum tíma, en hún var felld. Þessar til- lögur KDR (till. no. 1) miða að því að þetta komist á, hvort sem það kann að vera betra að velja til þess menn sem standa utan við stjórn KDR eða að stjórnin sjálf annist það verk. Reynslan sker úr því. Knatt- spyrnufélögin geta ekki sloppið við það að tryggja þennan þátt í knattspyrnunni eins og það að undirbúa flokka undir keppni. Á fundinum var kosin nefnd til þess að taka saman fram- komnar tillögur og tilmæli og annað það er gæti orðið til þess að finna lausn á vandamálinu og leggja svo tillögur fyrir aukafund síðar í vetur. Stjórnin endurkjörin Þrátt fyrir allt var stjórnin svo að segja öll endurkjörin einróma. I henni eru nú: Ingi 'Eyvinds formaður, Þorlákur Þórðarson, Jörundur Þorsteins- son, Magnús Pétursson, Guð- mundur Sigurðsson, og í vara- Framhald á 10. síðu. O’Brien bleypur 100 m á 10.7 sek. og hámar í sig hunang milli þess sem hann varpar kúlunni Olíumálin rædd á þingi Framhald af 1. síðu sainnijigar uni að fá ca. tveggja mánaða- notkun af birgðum í Hvaltirði og enn væri í athugun að tryggja t'íutuingaskip. Það væri því ekki ástæða til að örvænta um að nægar birgð- ir yrðu fyrir hendi. Farmgjöldin hafa hækliað gífurlega, Þá upplýsti ráðherra að sjálft olíuverðið í mnkaupi hefði sáralítið breytzt enn sem komíð væri og hefði verið á síðustu fönnum sem hér segir fob. í útskípunarhöfn: Fuelolía. (svartolía) kr. 242,88 tonnið Gasolía kr. 422,24 tonnið Ben.zín kr. 600,45 tonnið. Hinsvegar væru fanngjöldm nú gífurlega óhagstæð og hefðu hækkað upp úr öllu valdi, þótt svo virtist að nú væri komið yfir það versta. Þannig hefðu farmgjöld fyr- ir flutning á tonni svartoliu verið 83 sh. 6 p. áður en ó- kyrrðin varð við Súez en tilboð um flutninga hefðu farið upp í 280 sh. á tonn. Síðan það til- boð hefði borizt hefði þó sam- izt um einn farm og væru farm- gjöld þar 220 sh. Þótti rétt að taka því tilboði þegar út- séð varð að erfiðleikarnir af Súezstríðinu yrðu. langvarandi. Ekki þuríti þá stríð við Súeæ. Afskiptum mimim af störfum olíufélaganna er mjög á annan veg farið, sagði ráðherrann, en Morgunblaðið og fulltrúar olíu- félaganna irman þings og utan vilja vera láta. Af hálfu viðskiptamála- ráðimeytisíns liefur ekki ver ið gripið inn í störf olíufé- laganna. Hinsvegar liefur það verið og mun verða stcfna rítósstjórnarinnar að lvalda verðlagi á olíunni niðri ettir því sem frekast e'r unnt. Vitað er að olíufé- Hinn heimsfrægi kúluvarpari Ó’Brien, sem hefur unnið kúlu- varpið á tveim olympíuleikjum í röð, og mun hafa verið ör- uggasti gullverðlaunamaður á leikunum í Melbourne, getur líka sprett úr spori. Hann veg- ur rösk 100 kg, en þrátt fyrir það hleypur hann 100 m á 10,7 sek. I frétt frá Melbourne segir frá því að hann hafi haft með sér lítinn bauk með hunangi í þegar hann fór til keppninnar og hámaði í sig milli þess að hann varpaði kúlunni! Eftir keppnina sagði hann með grín- fullu brosi að hunang gæfi viljastyrk. Hann var þó ekkert ánægður með afrekið. „Kúlan var ekki góð“, sagði hann með óánægjutón. „Hun var of hál, og það var merkilegt að mér skyldi takast að ná toppárangri með henni“. Blaðamaður spurði hann, hvort hann væri giftur eða trúlofaður. „Eg er hvorki giftur né trú- lofaður”, sagði O’Brien, „en ég hef gefið stúlku í Los Angeles íþróttamerkið mittj en mein- ingin með þvi er svolítið meiri en að ganga með hvaða stúlku O’Brien sem er, og svolítið minni en að vera trúlofaður henni“, sagði O’JBrien kíminn. lögín hafa vonazfc fcil að þelm verði unnt að veltai sem mestu af verðhækbun- um yfir á bak úfcgerðariiuiap eftir áramótin, þegar verð- festingarlögin binða ekkl lengur hendur þeirra eins og ITO. Gegn því mun verða staðið. Það mun ekki reynast jafra auðvelt nú og fyrir tæpu ári að hækka olíuverðið sem svarar 2000 á dag fyrir hvern togara, nema- óhjákvæmilegt sé, en þá þurfti ekkert Súez-stríð til að slík hækkun rynni í gegn. Ekki verður enn fullyrt hvað gert verður í þessum efn- um en. ég vil vona að þær ráð- stafanir sem gerðar verða til að skapa réttlátt olíuverð mæl- ist jafn vel fyrir hjá fulltrúum oiíufélaganna og hjá almenn- ingi og að þeir verði jafn glað- ir og þjóðin öll, ef unnt reyn- ist að ná góðum árangri í þá átt. Irlsitd tíðindi Framhald af 6. síðu. um er komið. í flokki Mollefs, sósíaldemókrataflokknum, hef- ur brotizt út uppreisn gegn stefnunni í málum Norður- Afriku. Foringi uppreisnar- manna er André Philip, eiim kunnasti forustumaður flokks- íns. Fulltrúar franskra sósíal- demólrrata gengu af fur.di framkvæmdaráðs Alþjóðasam- bands sósíaldemókrata f Kaupmannaliöfn á sunnudag- inn, þegar borin var fram og samþykkt tillaga, þar eem árásin á Égyptaland er for- dæmd. Fréttamenn í París segja, að í frönsku hægri flokkunum heyrist nú enn einu sinni háværar raddir um að „sterkur maður“ þurfi að taka við stjórnartaumunum. I þeim herbúðum mæna flesfcra. augu á de Gaulle hershöfð- ingja, en hann hefur nú látið stjórnmál afskiptalaus um smn. M. T. 6. Seekerssilk! Brokadé elsii Glæsilegasta úrvati samkvæmis- kiélaeína, er sézt heínr hér á lanái Kaínarsiræti 11

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.