Þjóðviljinn - 23.12.1956, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 23.12.1956, Blaðsíða 8
.V ötó J#Í iy t 8) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 23. desember 1956 vr ÐVIUINM Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýöu — Sósíalvstaflokkurinn Endnrheimtum sóma okkar að þykir ef til vill fánýtt að tala um hugsjón friðarins þegar vopnin virðast hin einu endanlegu rök í samskiptum þjóða. Og þó hefur aldrei ver- ið brýnna að tala um frið og starfa í þágu friðar en ein- mitt nú. Morðtæknin er komin á það stig, að jafnvel síðasta styrjöld verður einberir smá- munir hjá heimstríði sem nú kynni að skella á; í kjarn- orkustyrjöld yrðu ekki aðeins tugir miiljóna sviptir lífi held- ur myndu heilar þjóðir verða afmáðar af yfirborði jarðar, stórir hlutar heims yrðu ó- byggilegir með öllu, og ætti mannkynið sér nokkra fram- tíð að aflokinni slíkri styrjöld yrði hún býsna ófýsileg. Því er friðurinn öllu æðri; öll önn okkar, öll barátta okkar fyrir betra og hamingjuríkara lífi, framförum og velmegun og andlegum þroska yrði að engu gerð í einu vetfangi ef bál styrjaldarinnar yrði kveikt á nýjan leik. annað, yfirgangur einnar þjóð- ar verður rökstuðningur fyrir ofríki annarrar; ef þessari þróun verður haldið áfram er stefnumarkið aðeins eitt: ný heimsstyrjöld. /\kkur greinir á um það ” hverjir beri ábyrgð á þess- ari þróun og afleiðingum hennar. Um hitt er enginn ágreiningur hjá góðviljuðu fólki hvar sem er í veröldinni, að það verður að binda endi á þessa stefnu, kveða niður ægi- vald vopnanna. Það verður aldrei skynsamleg og jákvæð þróun í heiminum fyrr en hver þjóð fær rétt til að ráða málum sínum sjálf, fyrr en öll hernaðarbandalög hafa verið leyst upp, allar herstöðvar lagðar niður og samið um af- vopnun. Þá bíður mannkyns- ins öryggi í stað ótta, og þró- unin til velmegunar verður ör þegar byrðar hervæðingarinn- ar hafa verið leystar af þjóð- unum. etta eru staðreyndir sem hver ábúandi jarðkringl- unnar þarf að geyma innst í huga og hagnýta í allri breytni sinni. En því fer mjög fjarri að þetta óhjá- kvæmilega raunsæi hafi ein- kennt þróun heimsmála und- anfarinn áratug. Ár eftir ár og mánuð eftir mánuð hefur óttinn við styrjöld legið eins og mara á mannkyninu, hvað eftir annað hefur friðurinn verið eins og týra á skari og engum dylst að þar hefur vaidstefnan verið að verki, hin ofstækisfulla en óraun- sæja trú á rök morðtólanna. Vi-5 höfum fylgzt með því hvernig Bandaríkin hafa safn- að sér herstöðvum um allan lieim — einnig hér á landi — og beina árásartækjum sínum gegn Sovétríkjunum úr öllum áttum. Við höfum séð hvernig Bretar og Frakkar hafa háð linnulausar styrjaldir frá lok- um heimsstríðsins til þess að undiroka nýlendur sínar og svipta hundruð þúsunda lífi. Við vitum að Sovétríkin sitja sem fastast með heri sína í Austurevrópulöndunum og telja rök valdstefnunnar stað- reyndir sem ekki megi rifta. essi stefna hefur leitt harð- rétti og kúgun yfir fjöl- margar smáþjóðir um allan heim. Og einnig íbúar stór- veldanna sjálfra verða að búa við hliðstæða nauð, tortryggni og ofstæki og stórskert lífs- kjör vegna hins tröllslega víg- búnaðar. En valdstefnan er nú komin í algera sjálfheldu. Eitt ofbeldisverkið kallar á 17 n þótt orðin séu til alls fyrst, hrökkva þau skammt ein; þau verða að vera hvöt til dáða. Og við íslendingar erum engir á- horfendur að þessum örlaga- ríku átökum, við erum þátt- takendur og enginn okkar fær skotið sér undan fyllstu ábyrgð á gerðum sínum. Við höfum nú í meira en hálfan áratug flekkað heiður okkar með því að gera ísland aðila að valdstefnunni, með því að leigja ættjörð okkar und- ir erlent víghreiður. Smán okkar er þeim mun meiri sem það hefur verið sæmd okkar í fjölskyldu þjóð— anna að hafa hafnað rök- semdum vopnanna; það er Islendingum mikill heiður að hafa engan her, og þótt stéttaátök hafi orðið harðvít- ug hér á iandi hefur enginn maður látið lífið í þeim átök- um. Þessi arfleifð leggur okk- ur skyldur á herðar, og þeim skyldum brugðumst við á lít- ilmótlegasta hátt er við leyfð- um erlendu herveldi að velja morðröksemdum stað á landi okkar. Sómann endurheimtum við ekki fyrr en við höfum hrakið hvern vígamann úr landi og búum einir og frjáls- ir í landi okkar, þjóð sem hefur frið og mannhelgi að hugsjónum sínum. í þeim tímamótum þegar myrkrið hörfar fyrir bjart- ara degi skulum við strengja þess heit að láta ljósið verða okkur hvöt til baráttu fyrir frelsi og sóma Islands. Þjóðviljinn óskar íslenzkri alþsjðu gleðilegra jóla Vísindamaður og herfræðistgur rekur sögu kczldci stráðsins Brezki prófessorinn Blackett gefur úf nýia bók um k]arnorkuvopn og alþjóSamál ¥7inhver mesta heiðursstaða " sem brezkum vísinda- manni getur hlotnazt er að vera kjörinn forseti The Brit- ish Association, allsherjarsam- taka vísindamanna, sem með þinghaldi einu sinni á ári vinna að því að koma á fram- færi við almenning árangri og niðurstöðum nýjustu vísinda- rannsókna. Þegar forsetakjöri var lýst á þingi vísindafélags- ins í haust kom í ljós, að fyrir vali hafði orðið prófessor P. M. S. Blackett Engum kom kosning hans á óvart, hann hefur lengi verið viðurkennd- ur einn fremsti eðlisfræðmgur í Bretlandi. Hann endurbætti þokuklefa þann sem kenndur er við Wilson og tókst með því tæki að ná Ijósmyndum af efnaferlum í atómkjamanum. Það afrek var undirstaða mik- illa framfara í kjarneðlisfræði og geimgeislarannsóknum. Að launum hlaut Blackett' eðlis- fræðiverðlaun Nóbels árið 1948. • lllackett er ekki einn af þeim ** vísindamönnum, sem ein- skorða starf sitt við þröngt rannsóknarsvið. Meðal almenn- ings mun hann enn kunnari fyrir rit sín um hernað og alþjóðamál en vísindaafrekin. Árið 1948 sendi hann frá sér bók: Hemaðarlegar og póli- tískar afleiðingar kjarnorkunn- ar, sem vakti mikla athygli og deilur. Þar hélt Blackett því fram, að Bandaríkjamenn hefðu ekki varpað kjarnorku- sprengjum á Japan til þess að koma því ríki á kné, heldur til þess að sýna sovétstjóminni mátt sinn og skjóta henni skelk í bringu. Einnig varaði hann við tilhneigingu stjóma Vesturveldanna tit að reiða sig á kjarnorkuvopn, þau væru máttug, en megnuðu ekki ein sér að ráða úrsiitum í stór- styrjöld. Ýmsir herfræðingar og stjórnmálamenn risu önd- verðir gegn kenningum Black- etts. Nú er búið að staðfesta svo ekki verður um villzt, að Blackett hafði á réttu að standa um eitt atriði að minnsta kosti, kjainorkuárás- irnar á Japan voru ástæðu- lausar frá hreinu hemaðar- sjónarmiði. Bandaríska her- stjór'nin hafði ráðið dulmál Japana og gat fylgzt með öll- um stjómarskeytum þeirra. Með þessu móti komust Banda- ríkjamenn að því að japanska ríkisstjómin hafði ákveðið að gefast upp með þeim skilmál- um, sem settir höfðu verið á ráðstefnu bandamanna í Pots- dam í júní 1945 Fjórum dög- um síðar var bandarísku kjarnorkusprengjunni varpað á Hiroshima. Frá öllum atvik- um sem að þessu lúta hefur nýlega verið skýrt í sjötta bindi opinberrar sögu heims- styrjaldarinnar síðari, sem brezka ríkisstjómin gefur út. TTm svipað leyti og þessi op- ^ inbera staðfesting á einni umdeildustu staðhæfingu Blacketts birtist, og nokkru eft- ir að hann varð forseti brezka vísindafélagsins, kom út eftir hann önnur bók um alþjóða- mál og hernað Hún nefnist Atomic Weapons and East- West Relations (Kjamorku- vopn og sambúð austur- og vesturveldanna) og tekur upp þráðinn úr fyrri bókinni. Blackett rekur atburðarás kalda stríðsins með sérstöku tilliti til kjarnorkuvopnanna. Eins og fyrri daginn er þróf- essorinn vantrúaður á kenning- ar herforingja og stjórnmála- manna. Að hans dómi er það firra, sem stjórnir Vesturveld- anna halda fram að einokun Bandaríkjanna á kjarnorku- vopnum frá 1945 til 1949 hafi haldið árásarhneigð sovét- stjórnarinnar í skefjum. Þvert á móti varð kjamorkuvopna- eign Bandaríkjanna til þess að magna kalda stríðið, segir Blackett. Sovétstjórnin óttaðist kjamorkuárás og leitaðist við að afstýra þeirri hættu með því að þenja út yaldsvið sitt til nágrannaríkjanna til þess að auðvelda varnir móður- landsins við lofthemaði, og beina allri crku heima fyrir P. M. S. Blackett að því að verða kjarnorku- jafnoki Bandaríkjanna á sem skemmstum tíma. 'C'rá því 1949, þegar það vitn- aðist að Sovétríkin réðu yfir kjarnorkusprengjum, vör- uðu margir ráðamenn Vestur- veldanna við því. að Sovétrík- in myndu hefja árás þegar þau stæðu jafnfætis Bandaríkjun- um, og þess vegna ætti að hefja „fyrirbyggingarstyrjöld" gegn þeim meðan enn væru tök á. Blackett minnir á þetta, og bendir jafnframt á, að þessir spádómar rejmdust rangir. Árið 1953 náðu Sovét- ríkin Bandaríkjunum í fram- leiðslu kjarnorkuvopna, en af því hlauzt ekki árás af þeirra hálfu, heldur tók nú að draga úr viðsjám. Tilefni þess var, að áliti Blacketts, ekki fyrst og fremst dauði Stalíns, heldur að stefna sovétstjómarinnar í landvamamálum hafði borið árangur og við bað dró úr ótt- anum við árás. Jafnframt slaknaði spennan í sovézku þjóðlífi. A f þessu mati á hernaðarað- stöðunm dregur Blackett þá ályktun, að kjarnorkujafn- vægið hafi dregið úr hættunni á kjarnorkustyrjöld. Ekkert ríki er líklegt til að verða fyrra til að beita kjarnorkuvopnum, því að slíkt væri sama og þjóð- arsjálfsmorð. Hanr hefur ekki trú á þeirri kenningu sumra herfræðinga, að hægt sé að '--------------—------- Erlend tíðindi ——---------------------* beita smærri kjamorkuvopn- um á vígvöllum án þess að af hljótist alger kjarnorkustyrj- öld. ,,Mitt álit er“, segir Black- ett, „að brýnustu vandamálin várði sem stendur smástyrjald- ir“, og hann telur að helzta verkefni stórveldanna eigi að vera að hindra að til slíkra st.yrjalda komi. áin kynni af hernaði urðu þess valdandi, að prófessor Blackett fór að hugs um her- mál jafnframt fræðigrein sinni. Alla heimsstyrjöldina fyrri var hann sjóliðsforingjánemi í brezka flotanum og tók þátt i sjóorustunum við Jótlandssíðu og Falklandseyjar Árið 1919 fékk hann sig lausan úr sjó- hernum og hóf nám í Cam- bridge, þar sem Rutherford, hinn mikli fiumherji kjarneðl- isfræðinnar, var kennari hans, En þegar heimsstyrjöldin sí‘5- ari hófst var Blackett kallaður frá kennslu við Manchesterhá- skóla, þar sem hann hafði stofnað mikla deíld til að .ann- ast rannsóknir á geimgeislum, og settur yfir rannsóknadeild flotamálaráðuneytisins. Það er ekki sízt bakkað starfi hans að Bretum tókst að vinna bug á kafbátahernaði Þjóðverja. Árið 1945 var hann skipaður í ráðgjafarnefnd brezku stjórn- arinnar um kjarnorkumál og átti þar sæti þangað til 1948, þegar nefndin var lögð niður. T ritdómi um hina nýju bók Blacketts segir Michael Howard, hernaðarsérfræðing- ur New Statesman and Nation, að búast megi við að hún verði fyrir engu minni árásum af hálfu málsvara viðhorfs yf- irvaldanna en sú fyrri. Hann váfengi allar þær forsendur, sem stefna Vesturveldanna í landvarnamálum hafi byggzt á. Síðan segir í ritdómnum: „Pró- fessor Blackett lætur ekki eins og hann sé þess megnugur að segja fyrir óorðna atburði, hann lætur sé nægja að sýna okkur það sem þegar hefur gerzt í nýju ljósi Lítill vafi Framh. á 13. síðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.