Þjóðviljinn - 23.12.1956, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 23.12.1956, Blaðsíða 11
Sunnudagur 23. desember 1956 — ÞJÓÐVILJINN — (11 HARÐJAXLAR Hörkuspennandi ný ensk mynd um mótorhjólakapp- reiðar, hnefaleikakeppnir og cirkuslíf. Aaðalhlutverk: Susan Shaw, MaxwelL Reed og Laurenee Harvey. Sýnd klukkan 5, 7 og 9. Bönnuð börnum. HLATURSPRENGJAN Sprenghlægileg sænsk gamanmynd. Sýnd í dag klukkan 3. Miðasala hefst klukkan 1. I ÖLAMYND: DROTTNARIINDLANDS (CHANDRA LEKHA) Fræg indversk stórmynd, sem Indverjar hafa sjálfir stjórnað og tekið og kostuðu til of fjár. Myndin hefur allstaðar vakið mikla eftirtekt og hefur hún verið sýnd, óslitið á annað ár í sama kvikmyndahúsi í New York. Sýnd á annan jóladag klukkan 3, 5, 7 og 9. Miðasala hefst klukkan 1. GLEÐLEGJÓL JÓLATRÉS- SKEMMTUN FELAGS IABNIBNASARMANNA ver'ður haldin í Skátaheimilinu sunnudaginn 30. desember kl. 3 e.h. Aö'göngumió’ar veröa seldir fimmtudaginn 27. desember kl. 5 til 7 og sunnudagimi 30. desember kl. 10 til 12 á skrifstofu félagsins. NEFNDIN. IBI : f r : f í : h * b fyrir börn í Skátaheimilinu laugardaginn 29. þ.m. kl. 3 e.h. Aögöngumiöar fást 1 verzlun Magnúsar Sigurjónssonar, Laugavegi 47. Um kvöldiö verður skemmtisamkoma fyrir fulloröna, hefst kl. 9. STJÓRNIN. Jilatrés- skemntuR Átthagafélag Stranda- manna % ÍÞRÓTTIR RITSTJÓRI: FRtMANN HELGASON Kúts hleypur 5000 metra Það er mánudagur hinn 13. ágúst og 9. dagur Spartakiata hér í Moskva, sem haldin er með þátttöku allra 15 sovét- lýðveldanna. Ég er á leið um kl. 19 til Lenin-leikvangsins eftir að hafa kvatt Polikarpo verkfræðing, sem hefur ann- azt smíði þessa feikna leik- vangs og smíði 3ja annarra stórra íþróttamannvirkja, auk fjölda æfingasvæða fyrir frjálsar íþróttir, knattspyrnu, körfuknattleik, blak, sund og barnaleikvangs (stadion) á 40 ha landsvæði á bökkum árinn- ar Moskvu, og gert þetta á 16 mánuðum. Þessi ágæti at- hafnamaður, sem er gamall hlaupari og hefur áunnið sér ,,Master-sporta“ gráðu og iðar af fjöri og starfsliæfni, hefur í dag eytt á mig og íslenzk íþróttamál 4 tímum athafna- dags síns til þess að sýna mér og skýra fyrir mér ýms atriði sem mér var forvitni að vita um. Leið mín liggur frá Valdimir Kúts (til hægri) tek- ur við blómvendi úr liendi d..nska lilauparans Gunnars Nielsen. Myndin var tekin að loknum sigri Kúts í 5000 m. hlaupi á íþróttamóti sem háð var í Kaupmannahöfn á sl. sumri skrifstofu hans í nokkurn krók til leikvangsins, en mér liggur á að komast þangað sem fyrst, því að úrslit fara þar fram í frjálsum íþróttum og undanúrslit í knattspyrnu milli Leningrad og Moskva. Ég stytti mér því leið eftir stíg, sem liggur meðfram litlu æfingasvæði. Á grasvellinum eru nokkrir hlauparar í æf- ingafötum á sífelldum hlaup- um, skokki og göngu. Meðal þeirra er ljóshærður, lágvax- inn maður í gulum æfinga- búningi og í peysu. Er þetta ekki Vladimar Kuts? Er mað- urinn byrjaður á að hita sig upp og samt um klukkustund þar til úrslit í 5 km hlaupi hefjast? Jú, svo sannarlega. Hring eftir hring hleypur hann á jöðrum grasvallarins. Hann færir sig úr peysunni á hlaupunum og heldur á henni þar sem hann heldur hlaup- unum áfram. Þetta þætti al- deilis klæðnaður heima á ís- landi á hlýju og lygnu sumar- kvöldi og einhverjum myndi þykja réttara að spara kraft- ana, þegar framundan væri f----------------------------N A sl. sumri buðu sovézk íþróttasamtök Þorsteini Einarssyni, íþróttafulltrúa, til Sovétríkjanna. Var hann m.a. viðstaddur hin miklu íþróttahátiðahöld sovétlýð- veldanna í ágústmánuði og lýsir í eftirfarandi grein úrslitakeppninni í 5000 m. hlaupi mótsins v_________________________ j þátttaka í 5 km hlaupi fyrir augum 100 þús. áhorfenda, ætlast til af manni að setja heimsmet. Ég slít mig frá vellinum þar sem Kuts hleyp- ur og held til leikvangsins, og er ég ætla að setjast fer fram heiðrun þeirra sem unnið hafa í kúluvarpi karla. Á efsta þrepi heiðurspallsins er mað- urinn í svörtu peysunni, sem ég rakst á í gangi búnings- herbergjanna fyrr um daginn. Hann er á hæð við mig og gæti verið strákur utan af ís- landi. Þessi ofur venjulegi ungi maður hefur kastað 17,35 m og á lægri þrepunum standa menn, sem hafa kastað 16,79 m og 16,77 m. Það er gaman að hugsa til þess meðan þjóð- söngurinn hljómar að hið fá- menna ísland skuli hafa átt mann sem var næstum því á borð við þessa garpa. Heiðr- unin er liðin og er garparnir halda í röð burt af vellinum, kemur tvöföld röð rauð- klæddra og grænklæddra manna inn á völlinn. Það eru liðin frá Leningrad og Moskva. Á undan þeim ganga þrír svartklæddir menn sem nema staðar á miðju vallarins og leggja knött á miðdepil og bíða komu liðanna. Það er valið um mörk. Leikmenn raða sér til leiks og eins og fyrr í rússneskri knattspyrnu halda línuverðirnir tveir til annarar hliðarlínunnar, þar sem þeir með flöggum sínum eru bæði dómarar og línu- verðir, hvor á sínum vallar- helmingi, meðan dómarinn er línuvörður og dómari með flautuna við hina hliðarlínuna á báðum vallarhelmingum. Leikurinn hefst og er fljótt fjörugur. Moskva setur 2 mörk og í lok hálfleiks skor- ar Leningrad 1 mark. Hálf- leik er að ljúka, þegar sést til hóps frjálsíþróttamanna, sem tekur sér stöðu við boga- dregna línu — rásmark — og um leið og dómari í knatt- spyrnuleiknum flautar hálf- leik þá ríður rásskotið af og 12 hlauparar leggja af stað í 5 km. hlaup eftir 400 metra Klaupabraut. Þetta eni þeir 4 beztu úr hverjum hinna þriggja undanrásariðla seim hlaupnir voru á laugardaginrt, Urval 51 hlaupara, sena aftur voru úrval frá hverju hinna 15 lýðveldanna og Moskva og Leningrad. Sá sem sigraði í 1. riðli hljóp á 14.31 mín. 1 öðrum riðli hljóp Krits og hélt sig lengst af í miðj- um hóp, en hljóp um síöir uppi lítinn mann frá einu Ásíu-lýðveldanna, Riaboff, að nafni, sem hafði forystuna lengst af. Við hlið hans hljóp Kuts um tvo hringi en rétt við markið hlupu tveir fram úr þeim en sýnilega hafði Kuts verið búinn að sjá hversu fara mundi því að á síðustu 200 m leit hann tví- vegis við. Vildi hann sj'nilega hvetja þennan ötula hlaupara og setja í hann kjark því hann laut nokkrum sinnum að honum á hlaupunum. Kuts lét sig dragast aftur úr er að marki kom svo að hann varð fjórði á 14.26.6, en hinir á undan höfðu 14.23, 14.24.0 og 14.26.4. Þriðji riðill var unninn á 14.37.8. Ég reýndi að kenna þessa meiin sem unn'ið höfðu riðlana, þar sem þeir nú geistust af stað til 5 km hlaups en sjónaukirm vildi ekki víkja frá þeim sem fyrstur fór og lagði vel undir sig brautina í hverju spori, svo að hann hafði þegar eftir fyrsta hring unnið sér 30— 40 m forskot og hljóp 400 metrana á 59 sek. (1.5 sek betri tíma en í fyrri hlaup- um). Næstur kom hlaupagarp- ur frá Ukraínu, Ivanerantskjr að nafni, þá Klykoff sem vanffi riðil Kuts á laugardaginn og 4. Sokoloff. Rökkrið er að færast yfir. Við rauðan vest- urhimininn bærast í kvöld- golunni rauðir fánar, græni litur grasvallarins er orðinn grár og rauða hlaupabautin mórauð, en þá færa allt í einus 1200 Ijóskastarar völlinn í lit- skrúð sitt. Birtan og litskrúð- ið og vonin um að verða vottur að heimsmeti setur líf í fólkið svo að lófaklappið og köllin fylgja Kuts um völliunr eins og skuggi eða ölduhreyf- ing frá skipsstafni. Fólkið vill sýnilega örva hann með hróp- um sínum úr rökkri áhorf- endasvæðanna úr því kepp- endurnir ætla að bregðast a© veita Kuts keppni. 1500 m. af og þeir hlaupnir á 4.02.5. Þætti víða gott í einstökr. 1500 m hlaupi. 2000 m «ef — 5.27.0, sami tími og á met- hlaupi. 2400 m af og Kut;r; er 0.5 sek undir methlaups- tíma. Það brýst út fagnaðar- óp frá öllum áhorfendaskar- anum og þau vara við, þvii að nú taka þau til við Ukra- ínugarpinn, sem hefur spret~ úr spori og vill minnka 90 r.t. Framh. á 13. síðis.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.