Þjóðviljinn - 23.12.1956, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 23.12.1956, Blaðsíða 16
YaiS að meginhluti sovézka hersins í Úngverjalandi hafi verið fluitur þaðan VerkamannaráSin skipa menn i nefnd sem endurskipuleggia á atvinnulif i landinu Haldið er áfram að flytja burt sovézkar hersveitir frá Ungverjalandi og í óstaðfestum fregnum sem bárust í gær frá Vín var sagt aö talið væri að meginhluti sovézka hersins í Ungverjalandi hefði verið fluttur þaðan. Ungverska stjórnin hefur skipað 30 manna nefnd sem gera á tillögur um endurskipulagningu í efnahagslífi landsins og eiga fulltrúar í verkamannaráöum sæti í henni. Fréttamaður brezka útvarps- ins sem er nýkominn til Búda- pest skýrði frá því í gær, að lítið bæri á sovézkum lier- mönnum á leiðinni frá austur- rísku landamærunum til höfuð- borgarinnar og á götum henn- ar. Sovézkir skriðdrekar væru Fredriksberg senciír Hafnarfirði jólatré að gpf Vinabær Hafnarfjarðar í Danmörku, Fredriksberg, hefur sent iHafnarfjarðarbæ jólatré að gjöf í annað skipti. Fer af- hending þess fram við hátíð- lega athöfn kl. 4 síðdegis í dag, Þorláksmessu, á Thors-planinu við Strandgötu. Mun ambassa- dor Dana á íslandi afhenda tréð og dönsk kona, sem lengi hefur búið í Hafnarfirði, frú Hansen, kveikja á því. Þá flytja ávörp Stefán Gunnlaugs- son bæjarstjóri og séra Garðar Þorsteinsson, en Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur og barna- skólakór syngur. þó enn á verði um þinghúsið og við brýrnar yfir Dóná. Hætta allri íhlutun, Stokkhólmsútvarpið sagði í gær þær fréttir frá Vín, að margt benti til þess að Sovét- ríkin ætluðu að forðast alla frekari íhlutun í ungversk mál, en taka upp sömu stefnu í Ungverjalandi og þau hafa i Póllandi. Aðeins tiltölulega fá- mennar sovézkar hersveitir muni verða eftir í landinu og þeim verði komið fyrir á af- mörkuðum svæðum, en síðan verði samið um tímabundna staðsetningu þeirra í landinu. Útvarpið hafði einnig eftir Ungverjum sem nú eru í Vin að járnbrautarlestir flyttu nú stóra hópa sovézkra hermanna úr Ungverjalandi. Eiiginn matarskortur. Brezki útvarpsfi'éttamaður- inn sem áður er nefndur skýrir frá því, að í allri borginni sé nú unnið af kappi að því að bæta það tjón sem varð í bar- dögunum þar, hreinsa múr- steina af götum, og gera við hús og önnur mannvirki. Unn- Allir Bretar og Frakkar nú farnir frá Port Said Búizt við að hreinsun Súezskurðarins muni geta haíizt þegar í dag í gær lauk brottflutningi brezka og franska innrásar- liðsins frá Egyptalandi, en þá voru liðnir 47 dagar síðan það gekk þar á land. Brottflutningurinn frá Port Said gekk að óskum. Hermenn úr löggæzluliði SÞ voru á verði í borginni. Skotið var af riffl- um úr þeim hluta borgarinnar, sem hefur alla tíð verið á valdi Egypta, en engan mann sakaði, og svo virtist sem skotið hefði verið af handa hófi. Eftir því sem svæði það við höfnina minnkaði, sem hinar brezku og frönsku hersveitir höfðu á valdi Gera ekki við olíuleiðslor Utanríkisráðherra Sýrlands sagði í gær, að sýrlenzka stjómin myndi ekki leyfa við- gerð á dælustöðvum olíuleiðsl- unnar frá írak fyrr en allir erlendir hermenn væru á brott úr Egyptalándi. Hann tók fram, að hann ætti hér einnig við ísraelska hermenn, en Isra- elsstjórn hefur skýrt frá því að hún muni ekki flytja her sinn aftur burt af Gazasvæð- inu. sínu, tóku hermenn SÞ við stjórn á því. Mikil fagnaðarlæti. Þegar síðustu brezku og frönsku hermennirnir voru komnir um borð í skip þau sem flytja munu þá burt frá Eg- yptalandi, hófust mikil fagnað- arlæti í hinum egypzka hluta borgarinnar. Flestir brezku hermannanna verða fluttir beint til Bret- lands, en nokkur hluti þeirra verður sendur til Kýpur. Flest- ir frönsku hermannanna verða fluttir til Alsírs. Hreinsun Súez- skurðarins. Menn úr liði SÞ tóku í gær við 10 brezkum og frönskum skipum sem unnið hafa að hreinsun Súezskurðarins að undanförnu og er búizt við að hreinsunarfloti SÞ geti hafið starf sitt þegar í dag. Búizt er við að það muni taka lang- an tíma að ljúka því að fullu. Hins vegar er ekki óhugsandi að skurðurinn verði fær minni skipum áður en langt líður. ið er í öllum verksmiðjum, en skortur á eldsneyti og rafmagni háir enn rekstri sumra þeirra. Nægar matarbirgðir eru í borginni, og skortur á kolum og olíu er enn ekki tilfinnan- legur, að sögn þessa frétta- manna. Almannaflutningar eru með eðlilegu móti, en oft er þröngt í sporvögnunum. Verzlanir eru fullar af fólki sem er að kaupa til jólanna og biðraðir eru fyrir framan sum- Framhald á 14. síðu. ör. Jqím Otio JoEtn hiaui 4 ára fangelsi Vesturþýzki stjórnlagadóm- stóllinn í Karlsruhe dæmdi í gær dr. Otto John, fyrrverandi yfirmann vesturþýzku öryggis- þjónustunnar, í 4 ára hegning- arvinnu. Dr. John flúði til Austur- Þýzkalands um mitt sumar 1953 og dvaldist þar eystra í 17 mánuði. Dómstóllinn taldi sannað að hann hefði farið austur af frjálsum vilja, og hefði hann aðstoðað austui-þýzk stjórnarvöld í áróðri þeirra gegn stjórninni í Bonn og lát- ið þeim í té ýmsar upplýsingar. Þetta athæfi taldi dómstóllinn jafngilda landráðum. Það ár sem dr. John hefur setið í haldi dregst frá refsitíma hans. Jolasveinarnir reyndust Oiafur | Thórs og Bjarniíj Þegar þingmenn komu sarnan í sameinuðu þingi í gær til að fresta þingi og óska hver öðrum gleðilegra jóla fundu þeir þar nýjar tillögur um þingrof og nýjar kosningar. Varð þá flest- um að orði að hér hlytu að hafa komið einhverjir jólasveinar. — Þegar betur var að gáð reynd- ust flutningsmenn að þessu jóla- sveinafrumvarpi vera þeir Ólaf- ur Thórs og Bjami Ben.! ! SUðÐmilNN Sunnudagur 23. desennber 1956 — 21. árgangur — 293. töhiblað Gleðileg jól! Sameiningarflokkur al})ýðu — Sósíalistaflokkuriiin GleðUeg jól! Sósíalistafélag Reykjavíkur GleHIIeg jól! Æskulýðsfyikmgin — sainband ungra sósíalista Gleólleg jól! Kvenfélag sósíalista Gleðileg jól! Prentsmiðja Þjóðviljans ÞjóSvíljinn óskar islenzkri alþýðu gleðilegra jóla Eins og skýrt hefur verið frá fó,r jólasveinninn Kertasník- ir til Vestmannaeyja með Gljáfaxa um síðustu hélgi og skemmti börnumim par á vegum Flugfélags íslands. Myndin er af Kertasníki við flugvélina.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.