Þjóðviljinn - 23.12.1956, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 23.12.1956, Blaðsíða 5
Sunnudagur 23. desember 1956 — ÞJÓÐVILJINN — (5 Gísli. H. Erlendsson fimmtugur Skúli Þorsteinsson fimmtugur Fyrir tveim árum bárust mér í hendur tvær ljóðabækur eftir islenzka alþýðumenn, er mér þóttu mjög athyglisverð- ar og hlutu að styrkja trú manna á hinn dýra kjarna er í þjóð vorri býr Önnur bókin hét „Hið töfr- aða land“ eftir Baldur Ólafs- son, hvem ég vissi þá ekkert um. En samkvæmt ljóðum þessum gat hanr verið há- menntaður heimsborgari og stórskáld. Hin bókin hét „Ljóð“ eftir Gísla H. Erlendsson, og má um hana svipað segja. Svona er íslenzk þjóð mikil í eðli sínu, svo rík af andlegum auði, að hún hefur fyrirtaks efni á að iáta þessa, og þeirra líka, moka skít allt sitt líf. Kannski það eina sem hún virkilega telur sig hafa efni á. Hún talar ekki einu sinni um slíkt, það er svo sjálfsagt að í hverjum 5—10 manna vinnu- flokki sé að minnsta kosti einn snillingur á einhverju sviði. Ljóð hafði ég séð eftir Gísla H. Erlendsson í blöðum og tímaritum undanfarin ár og ávallt vel líkað, enda ætla ég að aðeins hans snjöllu lausa- vísur geti orðið nafni hans drjúgar til langlífis, t. d. þess- ar: Ástatundri af ég hlaut illa sundrað hjarta, mig í hundrað mola braut moldarundrið bjarta. og svo — Ætli það verði enn á ný örlög vona minna að drukkna einhvern daginn i djúpi augna þinna. Ljóð Gísla lýsa heilbrigðum huga, góðu brjósti, og mál hans er aðal þeirra. ,,Sonur dalsins“ og ,,Heiðaljóð“ eru slungin ást útskagamannsins til heimaskaga og djúpri nátt- úrukennd, er fellur vel í geð okkar, er sömu rótum erum bundnir útnesjum en búum nú „í steini \úð borgarhjarta“. Ætli margur borgarbúinn í dag finni ekki brot úr eigin sögu í ljóðinu „Einyrkinn" og mætti svo lengi telja. Gísli H. Er- lendsson er fimmtugur í dag. Eg nota tækifærið og þakka honum yndisstundir er „Ljóð“ hans veita, og óska afmælis- barninu til hamingju. K. f. B. G/eð/'/eg jól! TDBAKSSmán iauGAVEG 12 GleSileg ]6I! Bókbindarafélag íslands GleÓileg jól! Múrarafélag Reykjavíkur GleSileg ]öl! Hið íslenzka prentarafélag GleÓileg jól! Þórscafé GleÓileg jól! Saadblástur og málmhúðun, Smyrilsvegi 20 Láta mun nærri að sá, sem fæddur er á aðfangadegi jóla 1906 muni hafa lokið fimm- tugsaldri sínum um þessi jól 1956. En því tek ég svo til orða, að allt í einu kom mér í hug kunningi minn einn á Austfjörðum, en það veit ég með sæmilegri vissu, a’ð fram- angreind ártöl eiga við hann, þó að fleiri kunni að geta tek- ið það til sín. Sá sem ég hef í huga, er Skúli Þorsteinsson, skólastjóri á Eskifirði. Hann er fæddur og uppaiinn í systkina- hópi að Óseyri við Stöðvar- fjörð, en þar bjuggu foreldrar hans, Þorsteinn Mýrmann, sem mun hafa verið Skaftfellingur að uppruna, og kona hans Guðriður dóttir Guttorms prests í Stöð. Vigfússonar prests að Ási í Fellum, Gutt- ormssonar prófasts að Vaila- nesi, Pálssonar. Þorsteinn Mýr- mann er dáinn fyrir nokkuð mörgum árum, en Guðríður er enn á lífi. Þannig gæti hafizt ævisaga, en svo skal ekki hér. Kynni mín af Skúla Þor- steinssyni hófust í kennara- skólanum veturmn 1931—32. Tók ég fljótt eftir manni þeim. Ekki var sú eftirtekt sprott- in af því, að maðurinn var hinn vörpulegasti og hafði þá þegar dvalið erlendis nokkuð. Eftirtektin var vegna hins, þess, sem var á bak við þetta og er nú ekki meh'a um það að segja. Mörg næstu árin höfðum við síðan samflot dá- lítið um tilveruna: Það var ætlun mín að nota þetta sér- staka tilefni og þakka Skúla nú loksins fyrir framúrskar- andi viðkynningu þessi ár, en nú hefur mér snúizt hugur og mun því ekki þakka neitt. Skúli er maður hreinn og beinn og eins og hann kemur fi'am, þannig er hann. Skoðun mín er sú, að þeim einum skuli þakka góða viðkynningu, sem átt hafa stirt með hana, en sífellt orðið að sitja á strák sínum. Eg get fallist á að það sé mér að kenna að hægt er að skrifa betri grein um Skúla ■ Þorsteinsson en þessi verður. ! Hitt er algjörlega hans sök, að ! hægt er að skriía um hann ! miklu lengri grein Veldur þar j mestu um, hve víða hann get- ur komið við og hve margt hann lætur sig varða. Ungur að aldri hreifst hanr, af hugsjón- um ungmennafélaga. Fyrir þann félagsskap hefur hann unnið æ síðan af mikilli ósér- plægni og framúrskarandi dugnaði, enda notið trausts þar, gegnt þar óteljandi trún- aðarstörfum og orðið þjóð- kunnur maður ekki hvað sízt fyrir störf sín þar Skúli og nokkrir aðrir for- vígismenn ungmennafélaga virðast standa stöðugir í þeirri trú sinni, að það þurfi endi- lega að gera eitthvað og vilja þess vegna endilega gera eitt- hvað. Þeir vilja skapa gróandi þjóðlif með auknum mannfé- lagsumbótum, aukinni mennt- un, aukinni líkamsrækt og aukinni andlegri og líkamlegri heilbrigði. Til þessa vita þeir ungmennafélagskapinn beztan. Mér finnst þessi trú þeirra saga til næsta bæjar. Skúli Þorsteinsson er mála- fylgjumaður mikill og funda- maður með ágætum. Vegna þeirra eiginleika hefði honum verið frami vís í hvaða stjórn- málaflokki sem vera skal. Út á þá braut hefur hann ekki farið að neinu ráði og hefur að líkindum gert rétt í því. Það er tvennt ólikt að berjast vígreifur fyrir hugsjón sinni eða vera laginn að slá af henni, unz sannfæring er ekki lengur til. Eg er ekki viss um, að Skúii hefði kunnað vel til vígs í þeim þætti stjórnmála- lífsins. Skúli Þorsteinsson er kvænt- ur Önnu dóttur Sigurðar Þór- ólfssonar skólastjóra og konu hans Ásdísar Þorgrímsdóttur. Þau Skúli og Anna eiga þrjú börn og munu þau öll fædd á Eskifirði, en þar hefur Skúli verið skólastjóri síðan 1939. Skúli Þorsteinsson hefur alla tíð látið mjög að sér kveða í félags- og menningarmáhnn kennarasamtakanna og vcrið öruggur talsmaðui hverrar stefnu, sem hann taldi til urn- bóta í uppeldismálum. Dálítið hefur hann gefið sig að rit- störfum og hafa m. a. tvær barnabækur komið út frá hans hendi. Enda þótt finna megi þann, sem þar þykir vera far- ið inn á sitt svið skal það viðurkennt að maðurinn er rit- fær. Það er næsta lítið frásagnar- vert, þó að þeir verði fimmtíu ára, sem aldrei hafa hugsað um annað en hanga einhvern veginn í tilverunni. Svo er ekki um vin minn Skúla, bví er það. að ég sendi honum og fjölskyldu hans hamingjuósk- ir vegna áfangans og siian jóla og nýársóskii góðar. Stefán Jónsson TILKYNNING Innflutningsskrifstofan hefur ákveðið, að eftirtaldar vörur skuli háðar verðlagsákvæðum í heildsölu, hvort sem þær eru fluttar inn eða framleiddar innanlands, og má álagning ekki vera hærri en hér segir. Innlendir framleiðendur skulu fá staðfest heildsöluverð á fram- leiðslu sinni í skrifstofu verðlagseftirlitsins. Matvörur: 1. Hveiti, rúgmjöl, haframjöl, sigtimjöl, fóður- mjöl, fóðurlcorn .......................... 7% 2. Sykur .......................................... 7% 3. Kartöflumjöl, hrísmjöl, hrísgrjón, baunir, sagógrjón, sagómjöl............................ 7% 4. Kaffi .......................................... 6% 5. Haframjöl, hrísgrjón og baunir í pökkum .. 8% 6. Allar aðrar matvörur og nýlenduvörur, svo og allar aðrar vörur matarkyns í glösum, dósum og pökkum ót. a................................ 10% Ávextir: 1. Epli og appelsínur ............................ 10% 2. Sítrónur, vínber, melónur ................... 12,5% 3. Þurrkaðir ávextir ............................. 10% Vefnaðarvara, fatnaður o.fl.: 1. Léreft, sirz, flúnel, tvisttau ................ 10% 2. Karlmannafataefni, frakkaefni, dragtaefni, húsgagnaáklæði, gólfteppi, gólfdreglar, metravara, prjónagarn, ót. a................... 11% 3. Frakkar og kápur allskonar, ennfremur karl- mannafatnaður, dragtir, kjólar, blússur, pils, barna- og unglingafatnaður ..................... 12% 4. Olíufatnaður, einnig sjóklæði úr gúmmí .... 9% Skófatnaður: 1. Gúmmístígvél og karlmannaskóhlífar .............. 9% Búsáhöld: 1. Leir- og glervörur ............................ 16ú 2. Suðuáhöld allskonar, pottar, pönnur, katlar, o. s. frv. .................................... 10% 3. Öll önnur búsáhöld, borðbúnaður, eldhúsá- höld, einnig handverkfæri, jámvörur, bursta- vörur, ót. a.................................... 12% Rafmagnsrör; ........................................ 12% Bifreiðavarahlutir: ein álagning .................... 35% Álagning á söluskatt er óheimil. Reykjavik, 22. desember 1956. Innf lulningsskrií stof an. I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.