Þjóðviljinn - 23.12.1956, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 23.12.1956, Blaðsíða 9
Sunnudagur 23. desember 1956 — ÞJÓÐVILJINNl^H Á öræfum eru veðrabrigði stundam snögg. Maður áir til dæmis í Biskupsbrekku einn blíðviðrisdag um hásumar — og slær þar upp tjaldi sínu. Og skyndilega — eins og hendi sé veifað, skellur norð- anstormurinn á. Sandurinn byrjar að rjúka og á skammri stund byrgir hann aila útsýn í kolmórauðum mekki. Það er engin Skjaldbreiður leng- ur, enginn fagur fjallahring- ur. Það sér varla glýja fyrir sól um hádegi á miðjum sól- mánuði. Og þó var heiður himinn fyrir örskömmu. Fok- sandurinn fyllir loftið og smýgur inn í vit manns. — Hér innarlega í brekkunni gegnt Kvígindisfelli höfðu tékkneskir náttúrufræðingar bækistöð sína nokkrar vikur þetta sumar. Komi maður heim að tjaldbúð þeirra fyr- ir forvitni sakir er gestinum óðara boðið 1 bæinn að skoða í smásjá hina undurskæru liti íslenzkra heiðarblóma: holtasóley, melskriðnablóm, eyrarrós. En brátt vikur tal- inu að biskupi þeim, sem átti sinn síðasta áningarstað hér fyrir ofan þessa heiðarbrekku. Hinir útlendu menn þekkja söguna um örlög hans, sem urðu til þess að brekkunni var gefið þetta hafn. Örnefnið Hallbjaraarvörður á Kaldadalsvegi þekkja þeir einnig og söguna hræðilegu sem því er tengd. Á meðan öræfamistrið byrgir sýn til f jalla látum við hugann reika til hinnar þús- iind ára gömlu sögu, sem gerðist hér á þessum öræfum og í byggðinni næstu. Hatlbjarnarvörður. Öraefn- ið geymir minninguna um mikinn harmleik og meinleg bjöm fékk Hallgerðar dóttur Tungu-Odds. Þau voru með Oddi inn fyrsta vetur. Þar var Snæbjöm galti. Óástúð- legt var með þeim hjónum. Hér er ekki fjölyrt um til- finningar, en þó má renna grun í harmsöguna að baki þessum stuttu setningum. Þegar þau Hallbjörn skyldu flytja búferlum að fardögum um vorið vill Hallgerður ekki fara með honum. Hún svarar engu er hann biður hana bú- ast. Þögnin er svar henn- ar. Af vísu er Hallbjörn orti má skilja hversu sambúðin hefur gengið honum nærri: Bíða nœwnik af brúSi alúregi toótir. Snertwmk harmur í hjaria rót. Líklegt er að Hallbirai hefði verið virt það tii smán- ar ef kona hans vildi. ekki fylgja honum. En samt er verk hans óheyrilegt. Svo sem í harmleikjum Shakespeares liggja höfuðpersónur sögunn- ar fallnar í valnum í leiks- lok líkt og fyrir ásköpuð ó- umflýjanleg örlög. Hallbjörn vinnur konu sinni bana, heggur af henni höfuð- ið þar sem hún situr í dyngju sinni og ríður á brott síðan við þriðja mann — til fjalls, líklega áleiðis til Kiðjabei’gs. Snæbjörn galti fer eftir honum og eru tólf saman. Þeir ná þeim Hallbirni við vörðuraar hjá Brunnum. Þar fellur Hallbjörn og menn hans tveir og auk þess fimm af Snæbimi að því er sagan segir. Sjálfur er Snæbjörn veginn nokkru síðar af félögum sín- um, skömmu eftir að hann stígur á land á Grænlandi fyrstur islenzkra manna. — Oskar B. Bjarnason: Tvö örneíni á fíaldadalsvegi örlög manna á öndverðri ís- landsbyggð, fyrir um það bil þúsund áram. Saga Hallbjarnar Oddsson- ar og Hallgerðar er einhver ógnþrungnasti harmleikur sem til er í öllum bókmennt- um heimsins. Um þá sögu segir Jón Trausti: „Svona stuttan, ein- faldan og átakanlega fagran sorgarleik hefur hvorki Sófö- kles né Shakespeare eftir sig látið". Þessi saga nær aðeins yfir réttar tvær blaðsíður í Land- námu. En öllu styttri mætti hún líklega ekki vera án þess að missa marks. Þriðja höfuðpersóna sög- unnar er Snæbjörn galti. Landnáma segir fyrst frá upprana hans og frá því að Hallgerður er gefin Hallbirai Oddssyni frá Kiðjabergi: Hall- Aldirnar líða hjá. Oft eiga menn leið um f jallveginn milli Boi’garfjarðarhéraðs og Ár- nesþings og minnast hiixnar gömlu harmsögu. — En það er sérstök mannaferð um f jallveg þennan, sem við mun- um nú hyggja að. Atburðirnir eru miklu nær en þeir sem nú var sagt. frá; þó era tvær ald- ir og fjórðungi betur fram til vorra daga. Það er að á- liðnu sumri árið 1720 að bisk- upsfrúin í Skálholti, Sigríður Jónsdóttir, ríður vestur að Staðai’stað að hitta bróður sinn, síra Þórð. Undanfarin ár hafa verið meistara Jóni örðug, einkum vegna deilna við Odd lög- mann. En nú virðist honum bjartara framundan. Á þessu vori kom út stiptamtmaðurinn nýi. Biskup reið strax til Bessastaða að hitta þennan æðsta valdsmann landsins og féll vel á með þeim. Yfiraaldið treystist eigi að mæta að al- þingi að því sinni, en biskup telur sig eiga stuðning hans vísan. Sjálfur reið biskup til þings og auk þess voru aðrar annir sem kölluðu að. Sem sagt, þetta hefur verið annasamt sumar og biskup er dálitið þreyttur. Hann er raunar ekki gamall maður, aðeins fimmtíu og fjögurra ára. Biskupsfráin er réttum áratug yngi'i. Einnig henni finnst lífið með bjartari blæ en verið hefur um skeið. Þó er erfitt að gleyma því að þau hafa misst bæði börnin, annað fætt andvana, hitt dó í pest- inni miklu um árið. Og það er reyndar ekki líklegt þeim bæt- ist fleiri börn úr þessu. Þeg- ar á allt er litið virðist bisk- upi ekki úr vegi að húsfrá hans reyni að njóta ofurlítið þessa síðsumars, fyrst nú eru bjartari horfur. ■— Og hún gerir ferð sína úr Skálholti vestur að Staðarstað. En þá dynur ógæfan yfir. Sama kvöldið og hún kemur að Staðarstað, leggst Þórður bróðir hennar banaleguna og er andaður eftir fáa daga. Boð eru send í Skálholt til biskups. Hann leggur strax af stað vestur. Þeir séra Þórður mágar höfðu heitið þvi hvor öðram að sá sem lengur lifði skyldi jarðsyngja hinn. Það heit varð að efna. Heldur biskup af stað vestur með föraneyti hinn 26. ágúst þótt hann fyndi til nokkurs las- leika. Segir séra Jón Halldórs- son: Kenndi hann verkjar fyr- ir brjóstinu, helzt þá hann kom vestur á Sleðaás, svo hann komst með þjáningu um kveldið í sæluhús. Þróaðist vei’kui’inn svo um nóttina að hann treysti sér ekki að ferð- ast lengra. Þarna er hann þá kominn í sinn síðasta áningarstað, meistari Jón, í sæluhúsið í Brunnum hérna fyrir ofan bi'ekkuna sem siðan er við hann kennd. Oft hafði hann farið um öræfi íslands, og fundizt þau fögur og hann hafði einmitt oft sagt sér þætti lxvergi fallegra en í sæluhúsinu. Og segir séra Jón Halldórsson: Þann 29. ágústí jókust óþægindin fyrir hans brjósti. — Að morgni þess þrítugasta, sem var föstudag- ur di’ó mjög af öllum hans likamskröftum og burtsofnaði hann nokkru fyrir dagmál. Strax og biskup varð veikur vora send boð um það vestur að Staðarstað til ltonu hans. Brá hún þá við og reið til móts við hann í sæluhúsið. Eigi hitti hún mann sinn lif- andi og eigi frétti hún lát hans fyrr en hún kom í sælu- húsið um nóttina eftir hann dó, þreytt og mædd. Þynndi þá yfir hana og barst lítt af. Voru harmar hennar svo þungir að biskups- sveinar héldu hún mundi deyja. Mánudaginn 2. sept- ember var biskupsins lík flutt úr sæluhúsinu með velmann- aðri fylgd yfir Skjaldbreiðar- hraun, austur um Helluskarð, heim í Skálholt um kvöldið. — Þegar lygnir síðdegis þenn- an sumardag í Biskupsbrekku og mistrinu léttir er mér sem ég sjái líkfylgdina liðast austur Skjaldbreiðarhraun, og stefnir á Helluskarð. G/eð/7eg jói! Farsælt nýtt ár, þökkum viðskiptin á því liðna. " Fiskbúðin Bústaðahverfi og Sogavegi 158 GleSileg jól! Farsælt nýtt ár, þökkum viðskiptin á því liðna. Nærfataefna- og prjónlesverksmiðj- an h.í., Sokkaverksmiðjan h.f., Bræðraborgarstíg 7 GleÓileg jól! Farsælt nýtt ár. þökkum viðskiptin á því liðna. Ingólfur Kristjánsson, klæðskeri, Laugavegi 27 GleÓileg jól! Farsælt nýtt ár, þökkum viðskiptin á því liðna. Lövehandrið h.f. Vetrarhjálpm öskar öllum bæjarbúum gleðilegra jóla og farsæls nýárs Vetrarhjálpin IIAPPDKÆTTI dvalarheimilis aldraðra sjémanna Óskar öllum viðskiptavinum sín- um gleðilegra jóla og farsæls komandi árs og þakkar viðskiptin á liðna árinu. GleBileg jól! ' quumdi, GleBileg jól! Viðtækjaverzlun ríkisins GleBileg jól! GleÓileg jól! Matarbúðin Laugavegi 42 GleSileg jól! Breiðfirðingabúð GleSileg jól! _ Farsælt nýtt ár, þökkum viðskiptin á því liðna. Verzlunin Manchester

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.