Þjóðviljinn - 04.05.1957, Blaðsíða 1
Laugardagur 4. maí 1957 — 22. árgangur — 99. tölublað
Stðraukin fjárframlög til landnáms og
þeirra jarSa sem hafa litla ræktun
Um 60% /arða i obú3 með minna
tún en 10 hekfara
■ Með hinni nýju löggjöf er nú liggur fyrir Alþingi um
landnám, ræktun og byggingar í sveitum, er hækkað um
helming framlag ætlað að skila nýbýli.ngum í byggöar-
hverfum fullræktuðu 10 ha. túni, í stað 5 ha. til þessa.
Sömu réttindi eiga þeir að njóta, sem reisa einstaklings-
nýbýli utan byggðahverfanna. Leggja rkal fram minnst
IV2 milljón kr. árlega til þess aö veita nýbýlingum allt að
25.000 kr. framlag til íbúðarhúsabygginga. Auk þess er
fyrirhuguð öflug opinber hjálp til að auka ræktun þeirra
bvla er minnsta ræktun hafa.
. Stjórnarfrumvarpið um land-
nám og nýbyggingar í sveitum
kom til 2. umræðu í neðrideild
1 gær, og urðu um það allmiklar
umræður. Ásgeir Bjarnason
háfði framsögu af hálfu landbún-
aðarnefndar. Mælti nefndin öll
m'eð frumvarpinu en þingmenn
Sjálfstæðisflokksins Jón Pálma-
son og Gunnar Gíslason báru
íram yfirboðstillögu um fjár-
framlög Voru þær felldar með
16 atkvæðum gegn 10, en all-
margar sameiginiegar breytingar-
tillögur nefndarinnar samþykkt-
ar. Stjórnarflokkamenn í nefnd-
inni eru Ásgeir Bjarnason,
Gunnar Jóhannsson og Ágúst
Þorvaldsson.
f nefndaráliti er allýtarlega
skýrt frá nýjungum þeim sem
í frumvarpinu felast, og fer hér
á eftir aðalefni þess:
Frumvarp það, sem hér um
ræðir, felur í sér mörg nýmæli,
ásamt stórauknu fjárframlagi
þess opinbera til nýbýla og
þeirra býla, sem hafa litla rækt-
un. Er það fagnaðarefni fyrir
alla, sem hlut eiga að máli, að
áfram skuli miða á þeirri braut,
sem þegar er mörkuð, þ.e. auk-
in nýting á gróðurmoldinni, sem
áður fyrr skapaði þau verðmæti,
sem heita mátti, að aliur lands-
lýður lifði á. Þótt með sanni
megi segja nú, að hafið umhverf-
ís landið færi okkur aðalgjald-
eyristekjurnar, þá rýrir það á
engan hátt gildi landbúnaðarins
fyrir þjóðarbúskapinn, þar sem
fækkandi fólki til sveita hefur
tekizt að stórauka landbúnaðar-
framleiðsluna, svo að nú er flutt
út bæði kjöt, gærur, osta o.fl
Auk þess er ekki annað sýnilegt
en að landbúnaðurinn geti séð
íslenzku þjóðinni fyrir því, er
Framhald á 3. síðu.
Fyrsta maí-hátíðahöld á
Siglufirði og fsafirði
Fyrsti maí var hátíðlegur haldinn á nokkrum stöðum
uti á landi, eins og venja hefur veriff undanfarin ár.
Lúther Jónsson
Siglufirði. Frá fréttaritara
Þjóðviljans.
Fyrsta maí-hátiðahöldin hér
hófust 30. apríl með dansleik í
Alþýðuhúsinu.
Fyrsta maí, kl. 1.30 var safn-
azt við Verkalýðshúsið og hófst
kröfuganga kl. 2. Éljaveður var
......1 °g t>ví horfið að því ráði að
*WS I halda fund i bióhúsinu i stað
útifundar á torginu. Fundinn í
bíóinu setti Jóhann G Möller
með ávarpi. Ræður fluttu Sig-
Lúther Jónsson iðnnemi
kosinn formaður Æ.F.R.
Affalfundur Æskulýösfylkingarinnar, félags ungra sós-
íalista í Reykjavík, var haldinn í fyrrakvöld í Tjarnar-
götu 20.
í fundarbyrjun gaf Einar
Gunnar Einarsson, fráfarandi
formaður ÆFR, skýrslu um
störf félagsins og Einar Ás-
geirsson gjaldkeri las upp
roikninga þess. Ber skýrsla for-
manns með sér að allmikið líf
hefur verið í félagsstarfinu á
liðnum vetri, en væntanlega
verður skýrt nánar frá því síð-
ar á æskulýðssíðu blaðsins.
Því næst fór fram stjómar-
kjör. Fonnaður var kjörinn
Lúther Jónsson prentnemi,
varaformaður Gunnai Gutt-
ormsson járnsmíðanemi, ritari
Hulda Hallsdóttir tannsmiður,
gjaldkeri Ingi Hilmar Ingi-
mundarson menntaskólanemi
og meðstjórnendur Erla Jóns-
dóttir skrifstofumær, Hrafn-
kell Ársælsson verkamaður og
Sigurjón Pétursson verkamað-
ur. I varastjórn vom kjömir
Jóhannes Bjarni Jónsson raf-
virkjanemi, Sigurður Oddgeirs-
son menntaskólanemi og Úlfar
Hjörvar monntskólanemi.
Að stjórnarkjöri loknu flutti
Einar Olgeirsson alþingismaður
stórmerkt erindi um hernáms-
málin og stjórnmálaviðhorfið
og ræddi jafnframt um hin al-
þjóðlegu viðhorf. Loks sagði
Sigurjón Einarsson íréttir af
undirbúningi heimsmóts æsk-
unnar í Moskvu.
ríður Þorleifsdóttir, formaður
Brjmju og Óskar Garibaldason,
varaformaður Þróttar. í fundar-
byrjun og milli ræðnanna lék
Lúðrasveit Siglufjarðar undir
stjóm Björgvins D. Jónssonar.
Kl. 5 var kvikmyndasýning fyrir
börn, en kl. 8.30 hófst skemmti-
fundur í Alþýðuhúsinu.
ísafirði. Frá fréttaritara
Þjóðviljans.
Skemmtifundur var haldinn í
Alþýðuhúsinu 1. maí og hófst
hann kl. 4 síðdegis. Lúðrasveit
ísafjarðar iék undir stjórn Harry
Herluvsen. Jón Guðmundsson,
formaður Sjómannafélags ís-
firðinga hélt ræðu. Tveir menn
léku á mandolin og nokkrar
stúlkur sungu og léku undir á
gítara. Sigurður Kristjánsson
sjómaður flutti frumort kvæði.
Að lokum var sýnd kvikmynd.
Reykvísk alþýða fylkir sér f
Vonarstraeti til kröfugöng-
unnar 1. niaí.
Innl í blaðinn %
„Snjókarlínii viðurstyggi- |
Iegi“ mannæta, segir olíu-
milíjónari. 5. síða,
íbúðabyggingar í Noregi,
Srfþjóð og Danniörku.
7. slðá«
Álþýðubiaðið hamast gegn
verkl ýðssamtökunum
Bergmálar áratugagamalt ráð úr málgagni
atvinnurekenda
Það er auðséð á blöðunum í gær að afturhaldinu
svíður sárt hirtirg sú sem alþýða. Rey’ajavíkur veiiti því
1. maí. Afturhaldsblöðin þc|ra ekki að áætla neinar tölur
um mannfjöldann 1. maí — eins og löngum hefur þó
verið háttur þeirrra — og ekki birta þau neinar myndir
til að ,,sanna“ mál sitt um að fámennt hafi verið! Fyrir-
sögnin á frétt Morgunblaðsins hljóðar svo: „Aðeins
þrír féalgsfánar blöktu í kröfugöngu konmiúnista fyrsta
maí“. Og fyrirsögn Alþýðublaðsins var þessi: „Aðeins
þrír félagsfánar bornir i kröfugöngu kommúnista.“.
Fyrirsagnimar voru þannig smíðaðar sameiginlcga. og
þær gefa raunar rétta. mynd af deginum: Það \ar hægt
að læsa nokkra félagsfána inni, en fóikið kom.
Annars vakti það sérstaka athygli rranna í gær að Al-
þýðublaðið réðst á kröfugöngu og hátvðahöld verkalýðs-
ins af langtum íiieiri heift og ofstæki en nokkurntíma
Moi'gunblaðið, og málflutningur þess var nákvæmlega
sniðinn eftir munnsöfnuði atvinnurekendablaðsins i upp-
hafi verkalýðsbai áttu á íslandi. Berum t.d. saman þessar
tvær tilvitnanir:
Morgunblaðið, 2. maí 1923, um fyrstu
kröfugöngu verkalýðsíns í Reykjavík:
„Verkalýðsfélögin hér höföu efnt til kröfugöngu
í gær, 1. maí, og fóru hana. En furðulega pótti
mönnum hún fáliðuð, svo mikið sem á hafði geng-
ið í Alþýðublaðinu um hana dagana áður. Voru
par á að giska 40—50 fullorðnir menn og konur,
en hitt smábörn, sem lofað hafði verið með til
skemmtunax og uppfyllingar. Rauðir fánar blöktu
yfir þessum famenna flokki., og allmörg spjöld
voru borin í honum með ýmsum upphrópunum á.
Er pað til sóma verkamönnum, að þeir létu ekki
pvæla sér út í pennan leikaraskap“.
Alþýðublaðið, 3. maí 1957, um krofugöngu
verkalýðsfélaganna 34 árum siðar:
„Kommúnistar hömuðust með öllum aðferðum
til að fá fólk til að koma í göngu sína, og fór
bíll um bæinn með hátalara til að minna fólic á að
koma. Auk þess voru neyðarköll send í tilkynn-
ingapátt útvarpsins. Árangurinn mun pó lcngi í
minnum hafðvr, pví að svo aumkunarverðan
skrípaleik hafa Reykvíkingar ekki séð og pessi
ganga var. Börn og unglingar voru fengnir til
að bera rauöa fána og borða, en mestur hluti
verkalýðs höfuöstaðarins lét ekki hafa sig til að
marséra um stræti i sa{nfylgd kommúnista“.
Þarna ber öllu saman: Það gekk ntikið á í Alþýðu-
blaðinu þá; kommúnistar hömuðust nú. Þátttakendur
voru aðallega börn þá; börn og unglingar nú. Kröfu-
gangan var leikaraskapur þá; skrípaleikur nú. Verka-
menn létu ekki þvæla sér út í gönguna þá; létu ekki
hafa sig til að marséra í henni nú!
Eftir er svo aðeins að óska Alþýðablaðinu til ham-
ingju með hið nýja hlutskipti.