Þjóðviljinn - 11.10.1958, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 11.10.1958, Blaðsíða 3
Laugardagm* 11. októbar 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (3 Losið ykkur við iágkúru íhaldsins! ,,LýSrœ5issinnaha" sem þverbrjóta lög félags sins og ofsœkja menn fyrir aS ver a ,,móti stjórninni"! Fulltrúakjör hefst í Trésmiöafélagi Reykjavíkur klukk- an 2 e. h. í dag og stendur til klukkan 10 í kvöld. Stjórn íhaldsins á félaginu hefur veriö með dæmafáum lágkúruskap, hefur hún ekki þorað aö halda fund í fé- laginu þrátt fyrir áskorun félagsmanna. Á síðasta aöalfundi upplýstist aö halli á rekstri fé- lagsins var nær 10 þús. kr. og eru reikningar ekki komn- ir úr endurskoðun enn — og taliö að aðalfundir félags- ins mún’í' riá saman! h u (\ Innheimtan hefur veriö rekin meö þeim endemum að nær helmingur félagsmanna er ekki á kjörskrá! Lærdórhsríkt er að rifja upp afrek og lýðræðisreglur stjórn- ar Tfesiniðáfélags Reykjavíkur. Öllum eru í ’fersku minni upp- hrópanir . Alþýðublaðsins og Morgunbíaðsins frá í vetur, fyrir stjórnarkjör, undir fyrir- sögnununí ,,Kommúnistar iána sjálfum sér 150.000 kr. úr sjóðum félagsirxs" .Jáfnframt var látið að því liggja að stjórnir félags- ins á á.runum 1954—57 hefðu farið óffjálsri hendi um sjóði félagsins. • .'ii.íiófe' . , . • Alger fölsuif'* 'r''” ' Þarna var um algera fölsun að ræða og voru þessi ósannindi márghrakin þá og á aðalfundi, og stjprnin jafnframt vítt fyrir framferði sitt í sambandi við þetta mál með um % atkvæða á aðálfundi. Þeir menn sem urðu fyrir þ,gs§ari fólskulegu aðdrótt- un skoruðu á stjórnina að halda fund fyrir kosningar um þetta mál, en það er skylt samkvæmt félagslögum ef 10 menn krefjast þess og geta um ástæðu. íhalds- stjórnin sá sitt óvænna og þorði ekki að halda fundinn þó hús- næði væri fyrir hendi og næg- ur 'timi. skap og sýnir vinnubrögð nú- verandi ráðamanna Nær 10 bus. kr. halli Fjárstjórn þeirra var með þeim hætti að í raun og veru var halli á rekstri félagsins sem nam 9.771,50 kr. En árið 1956 síð'asta stjómarár fyrrverandi formanns var hagstætt um kr. 23.584,88. Þetta gerist. á sáma síma og L *, - 3"' þvi er haldið iram áð illai hafi verið farið með fé. Freístandi er að spyrja: er þ.4 'bétur farið með fé i tíð núverandi for- Innheimtan í svo ágætu lagi! Hjá þessum möhnum, sem svo mjög hrópuðu; u'm; fjármál og fjármálastjóm er innh'eimtán í svo ágætu lagi að hæstum' helm- ingur félagsmanna er ekki á kjörskrá vegna skúlda. „í andstöðu við stjórn- ina'' ■.itiAhijr. Eitt af mestii afrekum nuver- andi stjórnar vár' að rek’á' riræl- ■■■' ;■.“Q- ■'-- ingamann félagsins frá starfi. Það var gert með ónóguni fyrir- vara og því ólöglegt. Þannig koma „lýðræðissinnar“ fram við félaga sína Skorað var á formaam og stjórnina að tilgreina ástæðu fyrir brottrekstri þessum, en það stóð venju fremur mikið i formanni i það skiptið, —- þar til hann stundi því upp að maður þessi væri í andstöðu við stjórnina og léti slíkt í ljós á fundumO) Þá höfðu menn það: „]ýðræðissinnar“ þola ekki að menn séu með gagnrýni, slikt samrýmist ekki þeirra lýðræðis- reglum, — og ekkert minna dugði en brottrekstur úr starfi. Þótt þeir geri félagi sínu skaða og skömm skiptir það þá ekki máli, í mælingastarfið völdu þeir svo einn af gæðingununj, lúagn- ús Jóhannesso'n kosningdsmála og bæjarfulltrúa íhaldsins, þótt margir sem til þekkja eigi bágt með að trúa því enn í dag að svo fátæklega hafi til tekizt. Víttir íyrir aíglöp Enda þótt íhaldsstjórnin þyrði ekki að verða við áskorunum fé- lagsmanna urn að halda fund um brottrekstrarmálið komst það þó inn á fund í félaginu, þar sem samþykkt var með yfirgnæfandi meirihluta að taka málið á dag- skrá, og stjórnin harðlega vítt fyrir afglöp sín í þessu máli. Eí lögin ílækjast fyrir þeim Síðasta afrekið er að þver- brjóta lög og láta sinn ]ista í félaginu vera B-lista, enda þótt liann kæmi fyrr fram Þess kát- lega árátta lil að hafa bókstaf- inn B er einungis gerð til að þóknast yfirboðurum þeirra sem treysta ekki Úði sinu í dag til að ruglast ekki nema ihaldið hafi allsstaðar B-lista. Stikt er traust húsbændanna á þessum mönnum. Fulltrúar á þingi A.S.Í. Verkalýðsfélag Djúpavogs hef- ur kosið Ásbjörn Karlsson full- trúa sinn á þing Alþýðusam- bands íslands. Þá héfur Bíl- stjórafélagið Fylkir í Keflavík kosið Ketil Jónsson sem aðal- fulltrúa sinn, til vara Stefán Valgeirsson. Aðalfulltrúi Iðn- sveinafélags Keflavíkur er Magnúrs Þorvaldsson, varafull- trúi Magnús Jóhannsson. Full- trúi Verkalýðsfélags Seiln- hrepps í Skagafirði er Björn Gíslason, til vara Guðmur.dur Tobíasson. Félag atvinnuflugmanna kaus á Alþýðusambandsþing í gær Gunnar Frederiksson var kosinn aðalfulltrúi. Gengið úr kirkju til Aiþingishússins að lokinni guðsþjónustu. Fremstir fara Ásgeir Ásgeirsson forseti og séra Páll Þorleifs- son á Skinnastað, er prédikaði. á eftir þeim ganga ráðherrar. (Ljósm. Sig. Guðm.) Forseti Íslands i ávarpi viS setningu Alþingis i gœr: Gengur illa að umgang- ast lög og reglur Þarihi'g er þeirra lýðræði, énda vita þeir sem til þekkja og fylgzt hafa með störfum þess- ara manna að lýðræði þeirra er aðeins í orði en ekki á borði. Vegna þess brosa menn góðlát- lega þegar Margunblaðið, og fylgihnöttur þess Alþýðublaðið, kalla þá lýðræðissinna! Það vill svo til að það er algert öfugpiæli hváð 'þ’cssa menn snertir. Þeim gengur ákaflega erfiðlega að um- gangast lög og reglur, hvort sem það er nú af ásettu ráði, eða fyrir barnaskap, nema hvort- hveggja sé! — Aðalfundur krafð- ist þess einnig að stjórnin léti fará fram rannsókn í umræddu máli. Síðast þegar fréttist var þetta mál hjá sakadómara og er vonandi að gefist timi til á þeim virðulega stað að afgreiða það sem fyrst. Ná aðalfundir saman?! Á aðalfundi var einnig ástæða til að senda • reikninga til end- urskoðunar fyrir árið 1957—58. Nú eru komnir 6 mánuðir og ekki farjð að samþykkja í'eikn- inga ennþá! Erfiðlega hefur gengið um endurskoðxm, en af þessum sökum er ekki búið að ljúka aðalfundi enn! Eru uppi tilgátur um að aðalfundir nái saman, en það er met í slóða- Hvorki herfloti Breta né nokkur verðiir Íátlhn ráia landheh m ,n rp. Jóhann Þ. Jósefsson aldursforseti stjórnaSi þingsetn- ingarfundi, kosningum fresfaS fram á mánudag Aiþingi var sett í gær. í ávarpi við þingsetninguna rædai forseti fslands, herra Ásgeir Ásgeirsson, einkum landhelgismálið', og lét svo um mælt aö allir íslendingar standi saman um það sem einn maöur aö hvorki her- floti Breta né nokkur annar herskapur verði látinn ráða því máli til lykta, hverju sem fram vindur. Þingsetningarathöfnin hófst að lokinni euðsþjónustu í dómkirkj- unni, Er þing,menn höfðu geng- ið í þingsalinn og tekið sér sæti. gekk forseti íslands inn og til ræðustóls. Las hann fyrst for- setabréf um að Alþingi kæmi saman 10. október og lýsti því yfir að Alþingi væri sett. Að því loknu flutti forseti ræðu og sagði m. a.: „íslendingar sætta sig ekki lengur við þóf um ófyrirsjáan- legan tíma. Reglugerðin um tó!f milna landhelgi gekk í gildi fyrsta septgmþer síðastliðinn. Vér undrumj«t, það ekki sérstak- lega, Þó. .ýjgjgr hrykkju við af þessum tíðindum. Einn árangur- inn mætti veroa sá, að vekja aðrar þjóðir til þess 'að sinna hinni .aðkallandi nauðsyn strand- í-íkj.a um fiskveiðar, og láta ekki dragast úr hömlu, að setja al- þjóðalög, þar sem engin eru til. og forðast þannig hættulega á- rekstra í framtíðinni. Er þetta eitt af liinum sjálfsögðu við- fangsefnum Hin;na Sameinuðu þjóða, og íslendingar háfa nú öðru sinni lagt til að Hinar Sameinuðu þjóðir leiddu land- helgismálin í heild sinni til lykta. Það hnykkti að vísu ýmsum við, þegar hin nýja fiskveiði- reglugerð gekk í gildi, en þó engum meir en íslendingum sjálf- um. Það mun vera í fyrsta sinn, sem herflota er beint gegn stækkun fiskveiðilandhelgi, þegar Bretar sendu herskip sín, veiði- skipum til trausts og halds inn- an íslenzkrar landhelgi. Vér höfðum vænzt þess, að njóta fiskisældar og friðsældar, sem fylgt hefur Iggu landsins í miðju Norðui'-Atlanzhafi, og gerðum ráð fyrir því ef einhver teldi brotin á sér lög, að þá myndi það mál sótt á alþjóðavettvangi. Sjálfir höfum vér verið vopnlaus þjóð um margar aldir, og ætlum oss engan hlut í vopnaviðskipt- um. En Bretar hafa að sinni, kosið sér vopnað sjálfdæmi um hagsmunaágreining við banda- lagsþjóð. Eg harma það að góð- ir og gamlir nágrannar skuli „svo mikla ógæfu saman eiga“. En gott tækifæi'i hafa Bretar til að hætta þessum hættulega leik nú þegar Hinar Sameinuðu þjóðir taka málin í heild aftur til athugunai*, Um hitt standa allir íslendingar saman sem einn maður, að hvorki herfloti Breta, né nokkur annar herskapur, verður látinn ráða þessum mál- Fi*amhald á 5, síðu. Asgeir Ásgeirsson forseti ís- lands flytur þingsetningarræðu sína í sær. — (Ljósm. Sig. Guðm.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.