Þjóðviljinn - 11.10.1958, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 11.10.1958, Blaðsíða 12
ff hundraði um nœstu áramót! Samt hefur iSnverkamaðuur á 6. þúsund kr. lœgra árskaup en DagsbrúnarmaSur Allsherjaratkvæðagreicslan í Iðju hefst klukkan 10 fyrir há- sgsöriaarmann, ðjuféSagar, tré- smiðir XA degi í dag á skrifstofu félagsins, Þórsgötu 1, og stendur til klukkan 7 í kvöld; á motgun verður kosið frá klukkan 10 fyrir hádegi til klukkan 11 eftir hádegi. Reynslan af yfirráðum ílialdsins í Iðju er þegar orðin sú að það er í vörn í félaginu og óttast mjög að lcosningarnar í dag og á morgun sýni lirakandi fylgi þess; allt stéttvíst iðnverka- fólk mun try.ggja það að sá ótti breytist í veruleika, þrátt fyrir kosningavél úhaldsins, bílakost og fjáraustur. X-A Guðjón Sigurðsson formaður Iðju birtir miklar hólgreinar um sig í Morgunblaðinu í gær ásamt venjulegum rógburði um fyrri stjórnir félagsins. Einn- ig hefur hann gefið út fregn- miða þar sem sami málflutning- ur er borinn á borð. Af því tilefni hefur Þjóðviljinn snú- ið sér ti! Arngrims Ingimundar- sonar í Hörpu og rætt við hann um málefni félagsihs: Tekjuaígangurinn hvarí! — Guðjón talar um óreiðu- stjórn kommúnista í fjármál- um félagsins, sagði Arngrím- ur, og endurtekur hinn gam- alkunna róg sinn. Ljósasta dæmið um það efni er að bera saman fjármálastjórn hans og þeirrar stjórnar, sem var í fé- laginu áður en hann tök við. Gfðjón er nú búinn að skila reikningum félagsins fyrir eitt ár, og á því eina ári var tekjuafgangur sama sem eng- !nn eða talsvert á annað luindr- oð þúsuud króniun minni en lijá fyrri stjórn. Vilja Alþýðuílokks- menn una því? — En vegna hinna síend- urteknu rógskrifa Guðjóns, edðan hann kom í Iðju, vil ég nefna dæmi um það að það eru ekki aðeins andstæðingar Guðjóns sem fyrir róginum verða. Að afloknum síðasta að- alfundi urðu umræður um fjár- imál félagsins í kaffistofu! Hörpu, þar sem við vinnum ibáðir. Þá sagði Guðjón yfir allt fólkið að ekki væri hægt að neita því, að Ingimundur hefði verið lélegur í innheimt- unni. Eg vil beina því til Al- þýðuflokksmanna í Iðju, seni Ingimundur er foringi fyrir.j íhvort þeir vilja ölhi lengnr vera skóþurrkur Gnðjóns í í'é- laginu og una þvj að luinnj Jkenni þeim um það sem aílaga fer en liæli sjálfum sér ef hann telur eitthvað hrósvert. 2000 kr. kauplækkun um áramót — Hvað er um kjaramálin að segja? — Guðjón talar um að hann sé búimi að bæta kjör Iðju- fólks og ber afrek sín saman við samninga Dagsbrúnar. í því sambandi má behda á það að maður, sem ræður sig til vinnu samkvæmt Iðjutaxta og vinnur í eitt ár, ber á sjötta þúsund lcrónum minna úr být- um en maður sem vinnur eitt ár á Dagsbrúnarkaupi. Og þar sem kaupið er ekki meira en þetta, er rétt að benda á að nú um ára- mótin, þegar lífeyrissjóður- inn tekur til starfa, lækkar útborgað kaup um 4% — eða fulit Iðjukaup lækkar mn nálega 2.000 krónur á ári. Atvinnurekendur ráða lííeyrissjóðnum — Guðjón hælir sér mikið af framtaki sinu í húsbygging- annálum. möOVUHMH Laugardagur 11. október 1958 — 23. árgangur — 229. tbl. Sér alstaðar 6% ! Anngrímur Ingimundarson — Já, hann státar af því að vera búinn að stofna bygging- arfélag sem eigi að fara að byggja íbúðir fyrir félagsmenn. Áformin svífa þó alveg í lausu lofti, þar sem ekki er búið að útvega neitt fjármagn til fram- kvæmdanna og aðeins búið að birta eina mynd í Morgunblað- inu! í því sambandi segir Guð- jón að verið sé að athuga möguleika á því að fá ]án út á væntanlegan lífeyrissjóð; — lionum virðist þannig helzt hafa komið til hugar að fara að eyða þessrnn sjóði áðnr en haiui er orðinn til og þá í þágu þeirra einna sein eru í byggingarfélaginu. Venjulega er sá liáttur þó á hafður um lífeyrissjóði að þeir eru látn- ir eflast í nokkur ár, til þess að þeir megni að gegna hlut- veúkum sínum. En samkvæmt hugmynd Guðjóns virðast lán- Framhald á 5. síðu. Einn helzti forustumaður 6%-manna í Dagsbrún nefnist Magnús Hákonarson og hann vitnar í Morgunblaðinu í gær. Minnir hann þar á verkfallið mikla 1955 og segir svo: „Það var háð verkfall um þessar kröfur, en að lokum sömdu kommúnistar um 6% kaup- hækkun“. Það ætti að vera lágmarksskylda að frambjóð- endur í Dagsbrún kynnu skil á aðalatriðunum úr nýjustu sögu félagsins. 1955 var ekki samið um nein 6% — lieldur um 11% beina kauphæklcun, 1% hækkun í orlofsfé og 4% framlagi í atvinnuleysistrygg- ingar; samtals 16%. Ef til vill er það skýringin á framkomu 6%-manna að þeir kunna eklci að telja nema upp að sex og geta ekki liugsað sér hærri tölur. 13 fagnar I gær skýrir Alþýðub'aðið frá úrslitum fulltrúakjörsins í Hreyfli undir fagnap^lj.^yr- irs"gn: „Glæsilegur sigur í Hreyfli“. Alþýðublaðið, er.gð fagna því , að eng'inn þeirra sjö fuíltrúa Hreyfils, sem kosnir voru á Alþýðusambandsþingið, er Alþýðuflokksmaður. að eina Alþýðuflokksmann- inum, sem kosinn var á síðasta sambandsþdng, Sófusi Bender, var nú sparkað. að kosnir voru 5 íhaldsifienjn. og 2 hægri Fi’amsóknaí'- menn. Já það má nú segjá! Fagnaðarefnið er fyrir hendi hjá Alþýðublaðinu! Trésiniðir! Fylkið liði í dag og á morgun um A-listann í dag er kosið írá klukkan 2 til 10 síðdegis ★ Kosning fulltrúa á Alþýðusambandsþing í Trésmiða- félagi Reykjavíkur hefst í dag klukkan 2 síðdegis og stendur yfir til klukkan 10 í kvöld. ★ Á morgun, sunnudag, heldnr kjörfundur áfram kl. 10 f. h. og kosningu er lokið klukkan 10 síðdegis. Mikill hugur er nú í reykvískum trésmiðum að relca ílialdsþjóuana af höndum sér með því að tryggja A- listamun sigur í fulltrúakjörinu. Stuðningsmenn A- listans eru beðnir uð kjósa snenuna og snúa sér súðan að ötulu starfi fyrir sigri listans. — X-AIistiun. Atvinnurekendur og heildsalar til starfa í verklýðsfélögum! Áríðandi Fulltrúaráðs- fundur í Sjálfstœðis- húsinu í kvöld kl. 8, STJÓRN Fulltrúaráð's SjáUstæðisfélagar.na í Beykjavík heflr ókveðið að efna til áríðandi fundar fyrir fulltrúa og trúnaðar- menn Sjálfstæðisflokksins í Sjálfstæðisbúsinu í kvöld kl. 8.30. Þetta er fyrsti fundur Fulltrúaráðs SjáHstæðisfélaganna á pessn hausti og verða þar tekin til umræðu þau mái, sem uú eru mjög ofarlega á baugi. Þessi auglýsing birtjst áber- andi í Morgunbladlnu í gær og hún glumdi í ríkisútvarpinu í allan gærdag. íbaldið kallar full- trúaráð sitt til sfarfa: það beitir kosningavélinni alveg eins og i bæ.iarstjórr.arkcsningiinuin síð- ustu. Og liverjir eru svo í full- tniaiáðinu? Það eru ékki I)ágs- brúnarmenn, Iðjufélagar eða tré- sniiðir — heldur atvinnurckend- ur. lieildsalar og kaupnienn; auð- mannastéttin i Reykjavík. Þess- ir menn eiga að beila allri sinni orku fil að reyna að tryggja at- vinnurekenduni sem beztan ái‘- angur í kosningu verklýðsfélaga á fulltriuun til A1 þýðusambands- þings- Allir reykvíslrir verklýðssinn- ar þurfa að taka þátt i aí svara þessu herlilaupi á sera eftirmirnilegastan hátt og búa sig undir að venja atvinmirek- endur cg auðnvenn af því að skipta sér af málefnuvn verk- lýðsfélaganna. Kosnimjaskriístoíur A~tístanna í Dagshrún og Iðju eru í Tjarmrgötu 20 og verða opnar klukkan 10 fyrir hádegi í dag (laugar- dag) og þar til kosningu lýkur á sunnudagskvöld. Stuðningsmenn iistanna eru beðnir að koma til starfa á skrifstofurnar, sem munu veita allar upplýsingar og aðstoð í sambandi við kosningarnar. Sími vegna Dagsbrúnar 1 75 11 Sími vegna Iðju 2 36 40 og 1 82 82 Bílasími 2 38 57 Almennar upplýsingar í síma 1 75 11 -J

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.