Þjóðviljinn - 11.10.1958, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 11.10.1958, Blaðsíða 7
Laugardagur 11. októbor 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Morgunblaðið segir að Dags- brúnarinenn hafi svikið Hlíf! Heldur því enn fram að Dagsbmn hefði átt að semja um 2—6% Morgunblaðið ber í fyrrad. fram tvær athyglisverðar spurningar til Dagsbrúnar- manna. Sú fyrrj er svohljóð- andi: ,,(íeta þeir menn með nokkrum rétti kallað sig einingarmenn“ sem svíkjast þítnnig undan merkjum og' neita algjörlega samstöðu við öimur stéttarfélög, svo sem Dagsbrún gerði gagn- vart Hlíf í Hafnarfirði ?“ Þjóðviljinn eftirlætur verkamönnum að svara þess- ari spurningu Morgunblaðs- íhs, hvort það sé Dagsbrún sem hafi svikið Hlíf í á- tökunum við atvinnurekend- ur í sumar. Þeir svara henni í kosningunum nú um helg- ina. Hin spurning Morgun- blaðsins er svohljóðandi: „Getur bað verið að á meðan önnur verkalýðsfélög voru að semja Aið atvinnu- rekendur um 2—6%, liafi Dagsbrún á bak við tjöld- in verið að semja um enn meiri hækkun sér til lianda?“ Ófróðlega er spurt. Allir vita að Dagsbrún var ein- mitt að semja „um enn meiri hækkun sér til handa“ en 2—6%. Það gerðist hins vegar ekki „á bak við tjöld- in“ heldur opinskátt, og ár- angurinn varð sá að Dags- brúnarmenn fengu 9.5% kauphækkun í staðinn fyrir 2—6%, auk annarra veiga- mikilla breytinga. Morgun- blaðið ber fram spumingu sína til að rökstyðja þá skoðun að Dagsbrúnarmenn hefðu átt að láta sér nægja 2—6%. Þeirri afstöðu svara verkamenn einnig í kosning- unum um helgina. Bókamenn nbfms öXIflJEJÍíí: ;q jsq?í Opnum í dag ÍBÖKAMARKÁÐ í Ingólfsstræti 9. Mörg hundruð fáséðra bóka. og tímarita. Þetta er tvímælalaust fjölskrúðugasti bókamark- aður er hér hefur verið haldinn í áratugi. Bókamannamarkaður. jntiö Stefán íslandi, óperusöngvari heldur söngskemmtun í Gamla bíói, sunnudaginn 12. þ.m., klukkan 3 e. h. og mánudaginn 13. þ. m. kl. 7,15 e.h. Við hljóðfærið Fritz Weisshappel. Aðgöngumiðar seldir hjá Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar Breytfc söngskrá. Siðustu söngskemmtanir að þessu sinni. iijialeíi , c jtóq §o • ' /sn Se Sinfóníuhljómsveit íslands Tónleikar ■ufd 6i ujov í Þjóðleikhúsir.u n. k. þriðjudagskvöld klukkan 9. Viðfangsefni eftir Beethoven, Brahms og Sjostakovicz. Stjórnandi: Hermann Hildebrandt.. Einleikari; Guðmundur Jónsson. Aðgöngumiðar seldir í dag í Þjóðleikhúsinu. Skartgrifiaverzliniin ?£;; MENIÐ Ingólfsstræti 6 Skartgripir, úr og klukkur áva,llt fj'rirliggjandi. Gjörið svp vel og lítið inn og reynið viðskiptin Skargripaverzlunin MENIÐ, Ingólfsstrætí 6. Þér norrænu Detjur Herm í ' Morgunblaðinu 5. sept. s.l. gat að líta fréttaskeyti frá Lundúnum sem hófst á þessa leið: — „Fréttamaður Reuters í Reykjavík átti í dag samtal við Lúðvík Jósepsson og spurði hann m.a. hvort ís- lendingar mundu fara úr NATO vegna landhelgisdeil- unnar. Ráðherrann svaraði því fil, að það væri heimsku- legt að blanda saman land- helgisdeilunni og aðild íslands að Atlanzhafsbandalaginu“. Ég beið lengi vel eftir leið- réttingu ráðherrans á þessari frétt, þar sem ég átti bágt með að trúa að allskostar rétt væri með orð hans farið. En sú leiðrétting lét á sér standa. Vitaskuld féllst ég algerlega á þá kunnu afstöðu ráðherr- ans að fjarstæða hefði verið að láta andstæðinga okkar í NATO fara að stjórna samn- ingamakki um landhelgismál- ið, þar sem ríkisstjórnin hafði lýst því yfir að ákvörðun hennar væri endanleg og því ekki um neitt að semja. Mér var og ljóst að nauðsyn bar til að beina allri orku að þessu máli einu, unz úrslit í því voru fengin. Hitt kom mér æði spánskt fyrir sjónir að heimskulegt væri að oðru leyti að blanda saman landhelgisdeilunni og aðild íslanids að Atlanzhafs- bandalaginu. Það varð mér því mikið gleðiefni þegar viðtal við ráð- herrann birtist í Þjóðviljanum fyrir skömmu, þar sem hann greindi frá ferð sinni norður og austur um land og tók und- ir kröfur fólksins þar um að bretar skyldu kærðir fyrir Sameinuðu þjóðunum, sendi- herra Islands í Lundúnum kallaður heim, bandaríkjaher vikið úr landi og aðildin að NATO endurskoðuð. Líiðvík Jósepsson sjávarút- vegsmálaráðherra hefur ein- mitt reynzt sú hetja í land- helgismáli okkar á sjó að eðli- legt er að þjóðin geri meiri kröfur til hans en nokkurs annars manns í landhelgismáli okkar á landi. Honum hlýtur og að vera manna minnisstæð- ast að hin svokallaða vinstri stjórn sem hann á sæti í lýsti eftirfarandi í málefnasamn- ingi sínum þegar hún tók við völdum: „Ríkisstjórnin mun í utan- ríkismálum framfylgja álykt- Fjórða grein un. Alþingis 28. marz s.l. (1956), um stefnu íslands í utanríkismálum og með- ferð vamarsamningsins víð Bandaríkin“. En í þeirri álylítun var einmitt ákveðið að „varnar- samningurinn“ frá 1951 yrði endurskoðaður og herinn lát- inn hverfa af landi hurt. All- ir vita um efndir „vinstri stjórnarinnar“ á þessu ský- lausa loforði. Nú er komið fram á haust árið 1958 og enn situr herinn sem fastast í landinu — að því er virð- ist með góðu samþykki með- ráðherra Lúðvíks Jósepsson- ar. Er nú hans brýnasta skylda að knýja þessa menn til að efna það loforð sem búið er að svíkja hátt á þriðja ár — með þeirri kröfu verður hann að standa eða falla. Dæmin eru nú orðin það ljós að „heimska" væri að blanda ekki saman landhelg- isdeilunni og aðikl okkar að Atlanzhafsbandalaginu — uppsögn hemaðarsamnings- ins og úrsögn okkar úr NATO er eínmitt orðið hið eina beina og eðlilega fram- hald landhelgisútfærs'unnar og heilög skylda þeirra sem nú fara með völd á Islandi. Deilan hefur fært okkur ó- véfengjanleg rök fyrir því að ekki ein einasta banda- lagsþjóð okkar í NATO við- urkennir sjá'fa lífshagsmuni okkar þegar á revnir. Enn- fremur hefur aðgerðaleysi bandaríska setuliðsins sann- að átakanlega að það gerir ekki einungis neina tilraun til að verja okkur fyrir of- beldi, heldur sér það beinlín- is i gegnum fingur við það, eins og dæmið um upnskipun nímenninganna staðfestir. Hitt skal að vísu ekki dreg- ið í efa að amerísku tindát- amir hefðu verið ræstir al1- hressilega ef þa.ð hefði verið rússneskur vigdreki sem renndi unp að íslandsstr'-'nd að kvöldi þess tólfta sept- ember. En Rússar hafa nú líka gerzt sekir um að kaupa af okkur fisk og viðurkenna nýju landhelgina okkar. Vinstri hönd núverandi ríkisstjórnar virðist ekki alltaf hafa vitað hvað eú hægri var að gera og nægir þar að minna á hinar furðu- legu ráðstafanir hennar í efnahagsmálunum. Ljósasti punkturinn á starfsferli hennar til þsssa — að und- anteknum utanríkisráðherra — er afgreiðsla landhelgis- málsins. En hún á að vísu eftir annan sterkan leik: að taka rögg á sig og efna nú þegar loforð sitt í her- stöðvamálinu. Ef rikisstjórn- in skilar þjóðinni ekki ein- ungis. sjónum, heldur líka landinu sem búið er að ste'a af henni, þá þykist ég nokk- umveginn viss um að mörg- um yrði ljúfara að bera all- ar þær drápsklyfjar verð- hækkana sem á mann hefur verið dembt að undanförnu. En auk þess er fullvíst að þrátt fyrir uppgjöfina í inn- anlandsmálum yrði henni þá skipaður sess á epjöldum sögunnar sem einni hinni merkustu baráttustjórn fyrir íslenzku sjálfstæði. Ef svo ólíklega vill t'l að stjórninni sé þetta ekki Ijóst sjálfri, þá verður þqóðin að gera henni það ljóst þegar í stað. Þjóðin má ekki lát i þann einhug og hetjumóð sem henni svellur nú i brjósti fjara út í þumbarr- legri þolinmæði gagnvart sjóræningjunum. Nú verðrr hún líka. að rísa gegn laru1- ræningjunum. Henni er ek’ 'i nóg að fondæma ofbeld- ið. Hún verður líka eð fyrirlíta mútur. Það er «nnr- arlega kominn tími t;l að endurskoða hinn siðferð;,eg'a falsreikning undange'ioónra ára. Það er sannarleera 1rArr- inn tími til að við siáu-i sjálfir wn okkar frelsi. K'x- ræði og frið, en látum ekbi út'enda hermangara cg dollarajöfra gera það. Það er þjóðin sjálf c-°"i ein getur varið hvort heldrr land sitt eða sjó.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.