Þjóðviljinn - 11.10.1958, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 11.10.1958, Blaðsíða 9
4) ÓSK-ASTUNDIN Laugarúa.gur 11. október 195S — 4, árgangur 32. tölublaft. í/V( % % ® , a. 1 © T7v7 £1 ET PÓSTHÓLFIÐ Kæra Óskastund! Mér datt í hug að skrifa þér og biðja þig að birta fyrir mig text- an Lína segir stopp. Mig iangar til að læra hann. svo sendi ég þér mynd af húsinu heima. Eg téiknáði hana sjálf. Vertu svo blessúð og sæl. Hvernig er skrift- in? . Unnur, 10 ára. Skriftinn^j þína er ekki gott að dæma um eftir bréfinu, Jiví að það er skrifað ‘ttieð’ kúlupenna. Ódýrir kúlupennar gefa öft svo illa, að það þarf Heinlínis átak til að skrifa með þeim, og þann- ig verður skriftin gróf og klunnaleg. Þú skrifar ékki i'lla eft- ir aldri, en réttritunina SKRÍTLA Móðirin: Skelfing hef- ur þú fengið slæman vitnisburð i skólanum í dag, Geiri minn. Geiri: A-á. Kennarinn sagði þó, að hann væri allt of góður handa mér. þarftu að laga. Þú skrif- ar hvergi y og greinar- merki vantar. Bezta ráð- ið er að skrifa upp ljóð. Ljóð en ekki texta. Text- arnir flestir, þó þeir séu vinsælir, spilla málsmekk og tilfinningu svo ekki sé meira sagt. Textinn, sem þú biður um er svo lélegur að við viljum ekki að nokkurt barn læri hann. FæTeysk skrítla Jeggvan: Það hlýtur að vera gott að búa á Suð- urhafseyjum. Þar er sagt að veður sé alltaf eins. Janus: Um hvað talar þá fólkið? HEILABROT Pabbi segir: „Gefi ég hverju barnanna minna 6 epli, þá á ég 14 eftir, en.gefi ég hverju þeirra aðeins 4, þá verða 26 eft- ir. Hve mörg eru eplin og hve mörg eru börn- in?“ Lausn á orðaþrautinni Orðin á að setja þann- ig saman: skólakennari, bamabók, 'ljósmérki, frí- dagur, stundaklukka, skemmtiskrá, tóbak, eft- irvinna, tímabil, línurit, ferðataska, vinnuföt, þvottavél, baðker, ólund og áveðurs. D-Ab B Ó K I N- M I N Akaflega margar stelþ- ur skrifa dagbók. Það getur verið mjög skemmtilegt, sem þær skrifa, en því miður e'r það hérum bil alltaf lok- að niðri í skúffu og eng- inn fær að iesa dagbók- ina, nema kannski allra bezta vinkonan. Stundum fer svo illa fyrir dag- bókinni, að þegar hún er útskrifuð, er henni brennt af ótta við að einhver komist í hana. Þið, sem skrifið dagbækur, eigið að geyma þær, jafnvel þó það komi að ykkur að fínnast skrifin heimsku- leg eða leyndarmálin of viðkvæm. Seinna öðlast dagbókin aftur gildi fyrir ykkur og jafnvel gæti hún reynzt hafa bók- menntalegt gildi. Nú langar okkur til að efna til samkeppni um bezta dagbókarkaflann. Ef þess yrði óskað birt- um við kaflann undir duinefni. Keppninni lýk- ur 1. des. og verðlaunin verða óskabók gagn- fræðaskólastelpna Ung og aðlaðandi. Þann 3. október var opnuð sýning í Lista- mannaskálanum íReykja- vík. Þetta er hibýla- og tómstundasýning er Æskulýðsráð Reykjavik- ur efnir til í samvinnu við einstaklinga og fé- iagssamtök. Þetta er í fyrsta skipti að við- fangsefni og áhugamál unglinga eru kynnt hér á landi, og það má.telj- ast menningarlegur við- burður Færustu menn kynna margþætt tómstundastörf eigi ndiim og til sýnis er fjöldi handunna gripa, svo hver unglingur getur þar fundið eitthvað við sitt hæfi. Enn fremur eru sýnd átta hei'bergi búin hús- gögnum handa ungling- um. Sýndur er faílegur og hentugur klæðnaður og kennsla í snyrtingu og umgengni. Þá eru kvikmyndasýningar og iistkynning. í dag klukkan 16 30 er taflkynning Taflfélags Reykjavíkur. Friðrik Ól- afssrm sér nm hana. í kvöld klukkan 20,30 er skemmti- kvold Æskulýðs- ráðs Reykjavíkur, Sýningunni lýkúr 14. október. Myndirnar sem eru hér á síðunni eru teknar á sýn- ingunni. Efst merki sýningarinn- ar til hægri sézt sýningargestur sem er að skoða falleg- an grip, en í borð- anum er nafn sýn- ingarinnar og mynd af Jóni Pálssyni. % ÍÞRÖTTIR mrsTJúiu, niMAHn hclcasos Þjóðverjarnir sigruðu íslands- ’ ' y>" "•'*/ *• ’i! ’ meistarana ineð 81 st. gegn 38 — Laugardagur 11. október 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (9 Frá enskri knattspyrnu England-trland 3:3 — Sex stig millijeísta og neðsta liðs í 1. deild Það iei't’!fekki vel út fyrir ís- landsmeisturunum frá Keflavík til að bvrja með í leiknum við Austur-Þjóðverjana, því að nokkuð var liðið á leikinn þeg- ar leikar stóðu 12:2., en svo tóku þeir sig nokkuð á og þeg- ar Jéikár' któðrr -20.fyrir þá jajjzku höfðu Keflvikingar náð 8 stigum. Það virtist sem þeir yæru óöruggir á körfunni og það þó þeir fengju vítaköst, og ónýttust mörg slík köst fyrir þeim. Þjóðverjarnir voru mjög Öruggir, sérstaklega í byrjun leiksins. Keflvíkingarnir voru líka oft gleymnir þegar um var að ræða að gæta mótherjans og yfirleitt ekki nógu hreyfanlegir. Vafalaust enx þeir ekki komnir í æfingu, enda varla við því að húast svona snemma. — í hálfleik stóðu leikar 49:20 fyr- 5r géstina. Leikur Þjóðverjanna var mun hraðari og öruggari, og að öllíi leyti nákvæmari. Það var líka slæmt fyrir Kefla- vík og bezti maður þeirra varð að yfirgefa völlinn, hann hafði fengið of margar villur. Beztu menn Keflvikinga voru Friðrik Bjarnason, Hjálmar Guðmunds- son og Ingi Gunnarsson. Þeir höfðu 6 menn og var það of litið til þess að hvíla, og sízt þegar liðið var ekki í æfingu. Þó var það svo að það sótti sig er á leikiun..I.eið, þótt því tækist aldrei að ná neinum tökum á leiknum. Þeir sem skoruðu flest stig fyrir Kefla- vikurliðið voru: Óli Markússon 10, Hjálmar Guðmundsson 8, og Villy Petersen og Fxiðrik Bjarnason 6 hvor. Lið Þjóðverjanna var miklu jafnara, þó voru beztir þar Weiss, Lendert, Huss, og Yank. Mestur var munurinn á liðun- um er komið var upp að körf- unni en þar skákuðu þeir þýzku Suðurnesjamönnunum i leik sínum. Þeir sem skoruðu flest stig fyrir Þjóðverjana voru: Weiss 26, Huss 17, Yank 11, Lendert 8 og Lori 6. Dómarar voru Ingi Þór Stef- ánsson og Neubert Verner far- arstjóri Þjóðverjanna. Sveinameistara- mót Reykjavíkstr I dag klukkan 3 hefst nýtt mót í frjálsum íþróttum, sem hefur fengið nafnið „Sveina- meistaramót Reykjayíkur“ og er haldið að tiihlutan Frjáls- íþróttaráðs Reykjavíkur. Svein- ar eru þeir sem eru 16 ára á því ári sem mótið fer fram eða yngri. Keppt er í: 60 m hlaupi, 80 m grindahlaupi, 300 m hlaupk >' 600 m hlaupi, 4x100 m hlaupi, kúluvarpi (4 kg. kúla), kringlukasti, sleggjukasti, há- stökki, langstökki og stangar- stökki. Starfsmenn við mót þetta eru nemendur þeir sem nú taka þátt í frjálsíþróttadómaranámskeiði sem Benedikt Jakobsson stjórn- ar og annast. Þetta er stiga- keppni milli Reykjavíkurfélag- anna, en hver einstakur má ekki taka þátt í nema takmörk- uðum fjölda keppnisgreina. Það félag sem flest stig fær, hlýtur bikar að launum. Það félag sem unnið hefur bikarinn oftast á 10 árum hlýtur hann til eign- ar. Sigurvegari í hverri grein fær pening en nr. 2 til 6 fá sérstök verðlaunaspjöld sem á er letrað afrek hans og röð í keppninni. Um síðustu helgi kepptu England og Norður-írland í knattspyrnu og fór leikurinn fram i Belfast. Það kom flest- um á óvart að England mátti þakka sínu sæla að tapa ekki fyrir írunum. Ef þakka má ein- um manni að Englandi tókst að bjarga jafntefli' þá var það Bobby Charlton sem skoraði 2 af mörkunum, en úrslitin urðu 3:3, eftir harðan og spennandi leik í hellirigningu. Þrisvar hafði N-írland for- ystuna og þrisvar tókst Eng- iandi að jafna og gerði Charl- ton það tvisvar og Finney einu sinni. N-írland sannaði að frammi- staðan í HM í Svíþjóð var eng- in tilviljuh, en þar komust Ir- arnir í gegnum fyrstu lotu en Englendingarnir voru slegnir út, og þó höfðu þeir sitjandi á varamannabekk Charlton sem ýmsir þá gagnrýndu og það ekki að ástæðulausu eftir að hafa séð leik miðherjans sem lék í liðinu. Annars virðast landsleikir Bretanna ganga erf- iðlega, því að þétta var sjö- undi landsleikurinn sem þeir hafa leikið án þess að sigra. Eftir ellefu leiki er það gamla Arsenal sem er efst i fyrstu deild en fjögur félög eru með sömu stigatölu. Þessi velgengni Ax-senal hefur komið sérfræðingunum á óvart, því að í sumar og raunar eftir síðasta. keppnistimabil. var spáð illa fyrir félaginu, nema að það keypti marga nýja menn. Fé- lagið lagði þó ekki í mikil kaup til að byrja með, það keypti þó Docherty framvörð frá. Preston. En það fékk sér nýj- an framkvæmdastjóra sem þó var gamalkunnur á Heighbury, George Swindin, og lék þá í marki hjá Arsenal. Swindin hefur aftur tekið upp harðan og áður kunnan Arsenal-aga, Hann hafði krafizt að fá frjáls- ar hendur um þetta aferiði og fékk það. I fyrra var talað um æfingaleiða og að leikmenu Arsenals temdu sér ekki sém heppilegastar lífsvenjur. I ár ríkir liinn gamli góði andi frá dögum Allisons Chapman og Whittaker yfir Highbury. Þessi endurvakning í Arsenal hefur einnig valdið auknum áhuga hinna mörgu áhangenda félags- ins, sem fjölmenna nú meir en. þeir hafa gert um langt skeið, og þetta gefur ,,kassa“ félags- ins miklar tekjur, en það sem er mest virði: nú ríkir hin rétta stemning á áhorfendapöllum á Ilighbury. Sem sagt, þessi byrj- un Arenals kom mörgum á ó- vart, en að sjálfsögðu er langt Framluild á 1.1. síðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.