Þjóðviljinn - 11.10.1958, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 11.10.1958, Blaðsíða 6
C) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 11. október 1958 IIIÓÐyiUINN OtKefauai. oameininMArxioJCC'ar alÞÝOa — Sóslalistaflokkurlnn. — Ritstlórar, Maprnús KJartansson áb.). BlgurOur Guðmundsson. - Fréttarltstjóri: Jón BJarnason. - BUðamenn: Ásmundur SiKurJónsson. Guðmundur Vigfósson ívar H Jónsson Magnús Torfl Ólafsson. Sigurjón Jóhannsson. Slgurður V FHSbjófsson. - AuglýsingastJórl: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn. af» srreiðsla. auglýslngar. prentsmiðJa: Skólavörðustíg 19. — Síml: 17-500 (B llnurV - ÁskrlftarverÖ kr. 30 á mán. i Reykjavík og nágrennl; kr. 27 ann arsstaðay Lausasöluverð kr. 2.00. — Prentsmlðja ÞJóðvilJana V.__________________________^ Málefnin verða að ráða TJorustugreiníU' Alþýðublaðs- *• ins eru einhve-r marklaus- ustu plögg sem birtast á Is- landi. Skoðanir þar stangast einatt harðlega dag frá degi, og sá sem les þessar ritsmíð- ar til þess að fá vitneskju um stefnu Alþýðuflokksins kemst fljótlega að þeirri — hárréttu — niðurstöðu að Alþýðuflokk- urinn hafi enga stefnu í neinu máii. í leiðara í gær kemst Alþýðublaðið til að mynda þannig að orði: „Hagsmunum verkalýðshreyfingarinnar er tvímælalaust bezt borgið með því að hún verði sjálfstæðari og óháðari gagnvart stjórn- málaflokkunum en verið hefur undanfarin ár og að dregið sé úr flokkspólitískum átökum innan verkalýðsfélaganna á hinum ýmsu stöðum og sam- takanna í heild. Alþýðusam- band íslands þarf að verða sterkara og áhrifameira út á við, en það getur því aðeins tekizt, að bræðravígin í verka- lýðshreyfingunni hætti og sam- starf komi í stað sundrungar“. Skyldu ýmsir lesendur Al- þýðublaðsins ekki hafa rek- ið upp stór augu þegar þeir lásu þetta? Undanfamar vik- ur og mánuði hefur það sem sé verið eina kenning Alþýðu- blaðsins um kosningarnar til Alþýðusambandsþings, að þær ætti að heyja á flokkspólitisk- um grundvelli. Aðstandendur blaðsins hafa hamazt við að setja flokksstimpil á hvern ein- asta mann sem kosinn hefur verið og hefur með nokkurra daga millibili birt tölur um að svo og svo margir „kommún- istar“ hafi verið kjömir og svona margir „andstæðingar kommúnista“. Þetta hefur ver- ið eina áhugamál Alþýðublaðs- ins, og það hefur forðazt að minnast á að málefni og hags- munir verkalýðshreyfingarinn- ar sjálfrar komi nokkuð við sögu í kosningunum, aðeins gengi stjórnmálaflokkanna. /~Vg Alþýðublaðið hefur meira að segja uppburði í sér til þess að minnast á „bræðravíg- in í verkalýðshreyfingunni"! Þó er það hægriklíka Alþýðu- flokksins sem ein hefur skipu- lagt þau „bræðravíg“ og þverneitað öllum hugmyndum um samvinnu. Þar hefur hatrið og ofstækið eitt ráðið ríkjum og hægri mennimir ekki hikað við að afhenda atvinnurekenda- f’okknum úrslitavöld í einu verklýðsfélaginu af öðru; ýms- ir ráðamenn í „verklýðsmála- nefnd“ Alþýðuflokksins hafa hreinlega verið á launum hjá íhaldinu, og í dag hefst t. d. kosning í þremur stórum verk- lýðsfélögum í Reykjavík, þa: sem Alþýðuflokksmenn eru framboði á listum íhaldsins o, fyrir náð þess. Og svo segi; Alþýðublaðið í leiðara í gæ að það sé stefna Alþýðuflokkí ins að „samstarf komi í stað sundrungar"! að er óþarfi að velta því lengi fyrir sér af hverju síðasti snarsnúningur Alþýðu- blaðsins stafar. Framkoma hægri klíkunnar hefur vakið reiði og andúð heiðarlegra og einlægra Alþýðuflokksmanna um land allt. Flokkurinn sem alltaf hefur verið að klofna er þverklofinn enn. Alþýðublaðið veit fullvel að mikill hluti þeirra fulltrýa sem stimplaðir hafa verið sem „fylgjendur AIþýðuflokksins“ að undan- fömu eru algerlega andvígir þeim vinnubrögðum sundrung- ar og bræðraviga sem hægri klíkan hér í Reykjavík hefur ástundað Ætli hægri klikan að halda þeirri stefnu áfram á Alþýðusambandsþingi er hætt við að fylgi hennar yrði í næsta miklu ósamræmi við tölumar sem Alþýðublaðið hefur verið að birta að undanfömu! Og þess vegna er nú reynt að snúa við, reynt að afmá með einu pennastriki allt það sem ráða- menn Alþýðuflokksins í Reykjavík hafa prédikað og starfað vikum, mánuðum og árum saman. P’ins og bent hefur verið á hér í blaðinu frá upphafi, er fullvíst að tjlraunirnar til að draga fulltrúana á Alþýðu- sambandsþingi í pólitiska dilka munu mistakast. Á Alþýðusam- bandsþinginu verður rætt um málefni, fjallað um þau mik- ilvægu vandamál sem nú blasa við alþýðusamtökunum. Þar verður tekin ákvörðun um það hvernig verklýðssamtökin geti hafið gagnsókn til að hrinda þeirri kjaraskerðingu sem orð- ið hefur vegna verðhækkan- anna síðustu mánuði, Þar verða lögð á ráðin um það hvemig hnekkja skuli þeim fyrirætl- unum afturhaidsins, að afnema vísitöluuppbætur, lögbinda kaupið — að ógleymdri gengis- lækkuninni. Þar verður kjörin stjóm með tilliti til þess hverj- um sé bezt treystandi til að hafa forustu fyrir þessari gagn- sókn verkiýðssamtakanna. Al- þýðublaðið getur verið fuil- komlega öruggt um það, að öll ht’n pójitíska sundurgreSning þess raun gersamlega riðiast. Það verða málefnin sem ráða, eins og óhjákvæmilegt er ef verklýðshreyfingjn á að geta gegnt hlutverkum sínum af reisn og með árangri. JBgjM Séð yfir Páfaríkið og mannfjölda í forgarði Péturskirkjunnar. Valdastreifa bakvsð sfól Sankfi-Péturs Vinsfri og hœgri fakasf á viS páfakjör \ viðhafnarbörum fj’rir fram- an háaltari Péturskirkjunn- ar í Rómaborg hvíljr á við- hafnarbörum smurt og skrýtt lík Eugenio Pacelli, hins tólfta páfa með Píusamafni. Fram hjá líkbörunum streyma raðir sorgarklæddra trúaðra, sem margir eru komnir um langan veg til að votta hinztu lotn- ingu manni sem þeir teija að verið hafi um nær tveggja ára- tuga skeið staðgengill Krists á jörðinni. í löndum þar sem rómverskþaþólska kirkjan er á- hrifamikil hefur verið lýst yfir þjóðarsorg, og allt er gert sem unnt er til að innræta hlýðnum bömum kirkjunnar að þau hafi orðið fyrir persónulegum missi við lát öldungsjns í Rómaborg. Meðal gestanna sem streymt hafa til borgarinnar eilífu síð- an páfa leið eru nokkrir menn með rauð höfuðföt og gimstein- um setta gullkrossa á brjósti. Á flugvöllum og jámbrautar- stöðvum taka blaðaljósmyndar- ar þeim með blossaljósum, og allra augu beinast að þeim þá sjaldan þeir iáta sjá sig á al- mannafæri. Þetta eru kardínál- arnir. Innan þriggja vikna verður að líkindum einhver úr þeirra hópi orðinn nýr páfi. Díus XII. setti mark sitt á æðsta ráð kirkjunnar. Árið 1946 rauf hann þá fomu hefð að kardínálasamkundan skyldi að meirihluta skipuð ítölum. ít- alir einir hafa setið á páfa- stóli síðan 1523. Kardínálar geta fiestir verið 70, en sú tala er sjaldan full, meðalald- ur í kardíneiasamkundunni er hár og langur tími liður milli þess sem fyllt er í skörðin. Nú eiga þar sæti 55 menn, og at- kvæði tveggja þriðju þeirra og eins betur þarf til að val nýs páfa sé gilt. Meðan óbreytt safnaðarfólk syrgir látna páf- ann, ástunda kardínálarnir valdastreitu og baktjaldamakk um eftirmann hans. Undir fornum hvelfingum og súlna- göngum Vatikansins eru djúp ráð ráðin, þar takast hyggn- ir og kaldrifjaðir menn á um stefnu og framtíð elztu stofn- unar Evrópu, sem mótar hugs- un og breytni hundraða milij- óna manna í öllum heimsálfum. Öfi utan sjáifrar kirkjunnar kotna ; e{nnigvið sögu. Ríkis- stjórnir, st jórnmálaflokkar, Erlend tíðindi auðfélög og önnur þjófélagsöfl í kaþólskum löndum eiga ítök í þeim sem sitja í kardínála- samkundunni og vilja fá að hafa hönd í bagga með hver verði næstur eftirmaður Péturs postula. Eitt sinn þegar Winston Churchill vildi að tekið væri tillit til vilja páfastóls- ins við. stríðsreksturinn í heimsstyrjöldinni síðari, varð Jósef Stalín að orði: „Hvað margar herdeildir hefur páf- inh?“ Þettta þtV.ti ófróðlega spurt. Engum getur blandazt hugur um að rómverskkaþ- ólska kirkjan er nú voldugri en hún hefur veríð síðan á þrettándu öld. Einræðisherrar : sem styðjast við kirkjuna sitja að völdum á Spáni og í Portú- •gal. Kirkjan hefur úrslitaáhrif í stjórnmálum margra ríkja í Suður- og Mið-Ameríku. Ilún er vaxandi afl í bandarískum stjórnmálum Kaþólskir flokk- ar hafa stjórnað Vestur-Þýzka- landi og Ítalíu óslitið síðan striði lauk, kaþólskur flokkur lagði til utanríkisráðherra Frakklands mestalla lífdaga fjórða lýðveldisins og kaþólskir flokkar hafa stjórnað Belgíu og átt þátt í stjóm Hollands af og til undanfarinn áratug. Kaþólskum stjórnmálamönnum og klerkastéttinni hefur í sam- einingu 'iekiýt' áð reisa þessa valdaaðstöðu á kosningarétti kvenna, sem viða komst a 1 kaþólskum löndum um og eftir heimsstyrjöldina síðari. Það hefur sýnt sig að þar sem verkamenn og smábændur að- hyllast sósíalistíska flokka, greiða konur þejrra hópum saman kaþólskum fiokkum at- kvæði af hjátrúarkenndri lotn- ingu fyrir boði prestanna. I7yrir tæpum 90 árum hefðu fáir þorað að spá því að rómverskkaþólska kirkjan væri fær um að ganga í endurnýjun lífdaganna. Klerkavaldið gekk hvarvetna í bandalag við aft- urhald og aðal, sem leituðust við að kæfa allar frelsishræring- ar eftir Napóleonsstyrjaldirn- ar. Páfastóllinn barðist eftir mætti gegn sameinirigu Ítalíu, og þar ríkti hvergi önnur eins kúgun og óstjóm og í Kirkju- rikinu. Enn þann dag í dag eiga kjrkja og klerkavald hvergí eins erfitt uppdráttar á Ítalíu og í Emilia og Toscana, þar sem páfarnir réðu áður. Þegar Rómaborg var gerð höf- uðborg hins nýja, ítalska rík- is 1870, leitaði páfi á náð- ir Napóleons III. og fékk hjá honum herlið til að reyna að verja ítölskum þjóðernissinn- um borgina. Eftir það töldu páfarnir sig fanga í höll sinni, þangað til Mussolini gaf þeim landið undir henni og Péturs- kirkjunni til ^ð stofna af páfa- ríkið. Mestallur auður páfa- stólsins hafði verið bundinn í landeignum, sem voru gerðar upptækar 1870. Kirkjan var því ekki aðeins rúin verald- legum völdum, heldur einnig nær gjaldþrota. Á því varð skjót breyVng eftir að Leó XIII. varð páfi 1878. Hann sá að aðallinn var ekki lengur nein stoð að styðjast við óg að gjöfulli auðsuppspretta en jarðeignir var komin til sög- unnar. Leó páfi gerði banda- lag við upprennandi fjármála- og iðnaðarauðvald Evrópu og festi fé kirkjunnar í hlutabréf- um í fyrirtækjum þe-ss. Jafn- framt mótaði hann félagsmála- Framhald. á.._10,.. síð'i.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.