Þjóðviljinn - 18.12.1958, Qupperneq 1
Funmtudagur 18. desember 1958 — 23. árangur — 289. tbl.
Olafur gafst upp eftir níu daga án
þess að hafa gert nokkra tilraun!
Tókst ekki a<$ ná samkomulagi i sínum eigin flokki um
a<S reyna að ná samkomulagi v/ð aðra flokka!
Fimm í Eand-
helgi í gœr
í gær voru 5 brezkir togarar
að ólöglegum veiðum hér við
land.
Á verndarsvæðinu við Seyðis-
fjörð voru 2 togarar að ólögleg-
um veiðum, en eftir hádegi í
gær fóru þeir af svæðinu. Munu
togararnir hafa ætlað norður að
Langanesi.
Á verndarsvæðinu útaf Langa-
nesi voru í gær 3 brezkir togarar
að ólöglegum veiðum.
Útaf Austurlandi eru nú 3
brezk herskip ásamt birgðaskipi.
Þá er Landhelgisgæzlunni
kunnugt um brezka togara, sem
veiða utan fiskveiðitakmarkanna
við Austurland en hinsvegar er
ekki kunnugt um neina brezka
togara að veiðum annars staðar
hér við land.
Ólafur Thors gafst í gær upp á tilraun sinni til stjórn-
armyndunar eftir aö' hafa í 9 daga átt í árangurslausum
samningavið'ræðum — við sína eigin flokksbræður! Bar
Sjálfstæöisflokkurinn ekki fram neinar skriflegar tillög-
ur við aðra flokka og ræddi aðeins um það' bil þrjá
klukkutíma við fulltrúa þeirra hvers um sig á þessu níu
daga tímabili.
Skrifstofa forseta íslands sendi
í gærkvöld frá sér svohljóðandi
fréttatilkynningu um málalokin
hjá Ólafi Thors: ,.Formaður
Sjálfstæðisflokksins. Ól. Thors,
gekk á fund forseta íslands síð-
degis í dag og tilkynnti honum
að hann teldi sig hafa gengið úr
skugga um að eigi sé — að svo
stöddu — auðið að niynda meiri-
hlutastjórn á grundvellj þeirra
lágmarksskiiyrða sem Sjálfstæð-
isflokkurinn setti fram í önd-
verðu um stöðvun verðbólgunnar
og lausn kjördæmamálsins.“
Bar ekki fram neinar
formlegar tillögur.
Það var 9. desember s. 1. sem
forseti íslands fór þess á leit við
Ólaf Thofs að hann gerði tilraun
til stjórnarmyndunar. Tók Ól-
afur sér umhugsunarfrest í tvo
daga en notaði tímann til fundar-
halda í flokki sínum. 11. desem-
ber tók hann síðan formlega að
sér að reyna stjórnarmyndun.
12. desember átti Ólafur svo
sturtan viðræðufund við fulltrúa
Alþýðuflokksins, og næsta dag
fundi með fulltrúum Alþýðu-
bandalagsins og Framsóknar-
flokksins; stóðu fundir þessir um
tvo tíma hver. Ekki hafði Sjálf-
stæðisflokkurinn neinar tillögur
fram að færa á þessum fundum,
enga stefnu sem flokkurinn vildi
beita sér fyrir. Eftir þetta hófust
svo fundarhöld í innsta ráði
SjálfstæðisfJokksins, og stóðu
þau samfleytt laugardag, sunnu
dag, mánudag og þriðjudag. í
gær áttu Ólafur Thors og Bjarni
Benediktsson svo stutta fundi
með fulltrúum hinna flokkanna,
og stóðu þeir hálfan til einn
tíma hvar. Þar endurtók það
sama sig að Sjálfstæðisflokkur-
inn hafði engar skriflegar tillög-
ur fram að færa, aðeins takmark-
aðar munnlegar liugmyndir, sem
flokksleiðtogamir vissu fullvel
að ekki gætu orðið grundvöllur
neinna viðræðna. Síðan flýtti Ól-
afur Thors sér að gefast upp!
Harðvítugar deilur í
Sjálfstæðisflokknum
Könnun Ólafs á möguleikun-
um til stjórnarmyndunar fór
þannig fyrst og fremst fram
Framhald á 3. síðu.
Bretar ákweðair csð
hengja tvo Mglingo
Brezku nýlenduyfirvöldin á Kýpur hafa ákveöiö aö
tveir grískir unglingar skuli liengdir.
Sir Hugh Foot, landstjóri
Breta á Kýpur, staðfesti dauða-
dóminn yfir unglingunum í
fyrradag. Þeir voru dæmdir til
dauða fyrir að bana landa sín-
um.
Staðfesting dauðadómanna hef-
ur vakið mikla gremju á Kýpur,
sérstaklega vegna æsku þeirra
sem í hlut eiga. Nemendur í
grískum skólum á eynni geng-
út úr kennslustundum í gær til
að mótmæla hinum fyrirhuguðu
aftökum. Borgarstjórinn i Nic-
osia segir að ákvörðun Foots
sýni að hefnigirni stjórni gerð-
um brezku nýlendustjórnarinn-
ar. Gríska stjórnin hefur skor-
að á þá brezku að hindra aftök-
urnar. Mæður piltanna tveggja
sem bíða dauðans í gálganum
hafa sent Elísabetu Bretadrottn-
ingu skeyti þar sem þær biðja
hana að þyrma lífi sona sinna.
Fréttamenn á Kýpur töldu í
gæikvöldi að böðull Breta yröi
látinn. bregða snörunni um háls
piltanna tveggja í sólarupprás í
dag. Marka þeir það af því að
öllum Bretum á Kýpur hefur
verið skipað að vera sérstaklega
varir um sig.
Nýtt stökk fram á
við í Kína 1959
Tilkynnt var opinberlega í Peking í gær að mið'stjórn
Kommúnistaflokks Kína heföi fallizt á tillögu Maó
Tsetúngs um a'ö hann veröi leystur frá embætti forseta
RögnvalcEur
Sigurjónsson
í Leníngrad
Rögnvaldur Sigurjónsson
píanóleikari fór fyrir
nokkru til Sovétríkjanna
til liljómleikahalds í boði
menntamálaráðiineytisins
þar. Fyrst kom hann
fram á sinfóníuhljómleik-
um í Leníngrad með borg-
arhljómsveitinni, og sýnir
myndin hljömsveitarstjór-
ann Nikolaj Rabinovits
þakka einleikaranum eftir
hljómleikana. Þjóðviljinn
hefur ekki enn fengið
nárjari fréttir af þessum
hljómleikum, en síðar
mun Rögnvaldur koma
fram í Moskva og víðar.
Látið bréfin í póst
í DflG!
í dag, fram til kl. 10 í kvöld,
er síðasta tækifæri fyrir Reyk-
víkinga til að láta í póst þau
bréf sem menn vilja láta kom-
ast í hendur viðtakenda á að-
fangadagskvöld.
Bréf sem látin eru í póst síð-
Framhald á 15. síðu.
ríkisins.
I tilkynningu um miðstjórnar-
fundinn, sem stóð frá 28. nóv.
til 10. des., segir að ákveðið
hafi verið að verða við ósk
Maós, svo að hann geti alger-
lega helgað sig forustu flokksins
og því að móta stefnu hans
og ríkisins.
Á miðstjórnarfundinum var
rætt um árangurinn af fram-
kvæmd framleiðsluáætlunar yf-
irstandandi árs, sem gengur
undir nafninu ,,Stóra stökkið
fram á við“. Niðurstaðan var að
árangurinn sýndi að skilyrði
væru fyrir hendi til að taka
annað stórt stökk á næsta ári,
auka framleiðsluna að miklum
mun. Árið 1959 á samkvæmt
nýju áætluninni að auka stál-
framleiðslu Kína úr 11 milljón-
um lesta í 18 mihjónir eða um
63%, kolaframleiðsluna úr 270
milljónum lesta í 380 milljónir
(40%), kornuppskeruna úr 375
milljónum lesta í 525 milljónir
(40%) og baðmullaruppskerun-a
úr 3,25 milljónum lesta í fimm
milljónir lesta (50%).
Miðstjórnin ræddi einnig
framleiðslukommúnurnar svo-
nefndu, se-m myndaðar hafa ver-
ið í sveitahéruðum Kína. í sam-
þykkt hennar segir að komm-
únuhreyfingin hafi mikla sögu-
lega þýðingu og nauðsyn beri til
að þeim verði komið á traustan
grundvöll fyrir næsta vor.
Samkomulag um
fjórðti grein
A ráðstefnunni í Genf um
stöðvun tilrauna með kjarnorku-
vopn náðist í gær samkomulag
um fjórðu grein samnings um
tilraunastöðvun og eftirlit með
henni. Þessi grein fjallar um
net’nd sem á að hafa stjórn eftir-
litsins með höndum.
6
dagar
eftir
Kaupið miða strax
HAPPDRÆTTI ÞIÓÐVILIANS