Þjóðviljinn - 18.12.1958, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 18.12.1958, Blaðsíða 8
S) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 18. desember 1958 þlÓÐVIUINN Útfreíandi: Ramelnlngarflokkur alÞýðu — SóBÍalistaflokkurlnn. — RltstJórar; Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.). — Fréttaritstjóri: Jón BJarnason. — Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson. Guðmundur Vigfússon, Ivar H Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson, Sigurjón Jóhannsson, Sigurður V. FrlðbJófsson. — AuglýsingastJóri: Guðgeír Magnússon. — Ritstjórn, af- greiðsla. auglýslngar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími: 17-500 (5 linur>. — Áskriftarverð kr. 30 á mán. í Reykjavík og nágrennl; kr. 27 ann- arsstaðar. — Lausasöluverð kr. 2.00. — Prentsmiðja Þjóðvlljana. Herðum sóknina T allmörg ár hefur Sósíalista- flokkurinn efnt til happ- trættis í því augnamiði að 'afna hallann sem orðið hefur á útgáfu Þjóðviljans. Leitast hefur verið við að hafa í happdrættinu eftnirsóknarverða og eiguiega vinninga og hefur hað gefið góða raun. Flokks- :nenn og velunnarar blaðsins hafa sýnt áhuga og fórnfýsi ryrir viðgangi happdrættisins ag lagt mikið starf af mörkum. Með þessum hætti hefur reynzt iært að tryggja útgáfu blaðs- :'ns og hindra skuldasöfnun. T^etta árlega happdrætti * er einnig i gang; nú. Eins og fyrr hefur verið leitað til :lokksmanna og iesenda Þjóð- viljans um liðsinni við happ- irættið. Mönnum hafa verið sendir happdrættismiðar, og har nokkuð stuðst við reynslu undanfarinna ára. Þvi er treyst af flokki og blaði, að oeir, sem miðana hafa fengið j hendur kaup; þá og selji og geri sem fyrst skil. En jafn- framt er þess vænzt að áhuga- samir og dugandi sósíalistar •áti ekki við það sitja að selja eða gera skil fyrir það magn eitt er þeir hafa fengið i hendur. Þvert á móti er á það reyst að sem flestir taki happ- lrættismiða til viðbólar og nýti alla þá möguleika til sölu sem 3 þeirra valdi stendur. TT’lum velunnurum Þjóðvilj- ans skal það sagt af fullri hreinskilni að á ótrúlega miklu veltur fyrir framtíð og við- gang blaðsins að vel takizt tí 1 um útkomuna af happdrættinu að þessu sinni. Allur tilkostn- aður við blaðaútgáfu hefur mikið hækkað að undanförnu og Þjóðviljinn hefur ekki á öðru að byggja en áskrifenda- gjöldum og auglýsingatekjum. Verulega vantar á að þessar tekjur hrökkvi fyrir kostnaði við útgáfuna. Eina leiðin til að jafna þennan mismun er að duga í sölu happdrættismið- anna og afla blaðinu þannig þeirra tekna sem á vantar. Sé það ekki gert er útgáfu blaðs- ins stefnt í augljósa hættu og •mikla tvísýnu. T^essari hættu hafa sósíalistar um allt land og aðrir á- hugamenn fyrir útgáfif Þjóð- viljans bægt frá á undanförn- um árum með sameiginlegu á- taki fyrir happdrætti blaðsins. Þjóðviljinn hefur fundið það í þessu starfi mörg hundruð al- þýðumanna um allt land að framlag hans í liagsmunabar- áttu og menningarsókn alþýð- unnar er mikils metið og að margir hafa lagt hart að sér til þess að sýna í verki þann skilning og þakkarhug. Þetta hugarfar ísienzkrar alþýðu í garð Þjóðviljans hefur einnig komið greinilega fram í því á- taki sem nú stendur yfir til þess að tryggja útkomu blaðs- ins. En nú er lokaspretturinn framundan, aðeins 6 dagar eru þar til dregið verður. Þjóðvilj- inn treystir því að hinir mörgu vinir hans liggi ekki á liði sínu þennan stutta tíma, heldur al- efli sókn sína, nýti alla mögu- leika sem til eru til sölu happ- drættismiðanna. Ósjálfslæði Álþýðuflokksins A iþýðublaðið á ekki sjö dag- ana sæla, Alþýðufiokkur- nn hefur enga ákveðna fast- nótaða stefnu í þjóðmálunum ældur er stefnan ein í dag g önnur á morgun, allt eftir jví hvaðan vindurinn blæs eða ivaða hópur innan flokksins .erður ofan á hverju sinni. Ai- jýðufiokkurinn er eins og gam- ílt hús sem leikur á reiði- íkjálfi og alltaf má búast við íð hrynji. T^essa rugiingslegu „stefnu" ■■• verður Alþýðublaðið að verja frá degi til dags og þarf þá engan að undra þótt rit- ítjórinn komist i nokkur vand- ;æði þrátt fyrir hæfni sína til sð þjóna mörgum herrum í senn. En ekki fer hjá því að Vessa heimiiisástands gæti í tkrifum blaðsins enda eru þau cft hin furðuiegustu. í gær eru íesendurnir t. d. fræddir á því sð sá munur sé á verkalýðs- hokkunum „að Alþýðuflokkur- :.nn vill stöðva dýrtíðarskrið- ma, en Aþýðubandalagið horfa upp á það aðgerðalaust, eð hún skelli yfir landið". T»etta er nú sagnfræði sem * segir sex. Eða er Alþýðu- blaðið búið að gleyma því að Alþýðuflokkurinn studdi Fram- sóknarfiokkinn öfluglega í deil- um stjórnarflokkanna í vor um hvort halda skyldi áfram á grundvelii verðstöðvunarstefn- unnar eins og Alþýðubandalag- ið vildi, eða hvort gefa ætti verðbólgunni iausan tauminn eins og var krafa Framsóknar og Alþýðuflokksins. Sama hef- ur enn orðið uppi á teningnum, Þrátt fyrir samstöðu Alþýðu- bandalagsmanna og Alþýðu- flokksmanna um efnahagsmál- in á Alþýðusambandsþingi sneri A'þýðuflokkurinn alger- lega við blaðinu á flokksþingi sínu og gekk inn á allar kaup- lækkunarkröfur Framsóknar. Alþýðuflokkurinn barðist sem sagt ekki fyrir stöðvun dýrtíð- arskriðunnar heldur hinu að*1" henni yrði hieypt yfir almenn- ing án bóta. Hann studdi kröfu Framsóknar um 8% kauplækkun en hafnaði niður- greiðsluleiðinni og sparnaði í ríkisrekstrinum af því hann óttaðist reiði Eysteins Jóns- GulLströndin hefur eins og fieiri Afríkulönd skipt um húsbændur síðan nýlenduöldin hófst. Yf- irráð Breta á þessum slóðum hófust með því að þeir lögðu undir sig danskia nýlendu, þar sem nú stendur liöfuðborgin Accra. Kristjánsborg, kastalmn sem Danir reistu, stendur þar enn eins og myndin sýnir. Afríkumenn fylkja liði Samstillt barátfa hafin fyrir afnámi nýlendukúgunar og kynþáttamisréttis Qjöttu ráðstefnu Afríkuþjóða ^ lauk um helgina í Accra, höfuðborg Ghana. Þær fimm ráðstefnur sem á undan eru gengnar voru allar haldnar ut- an Afríku, vegna þess að full- trúarnir áttu hvergi griðland í sinni eigin álfu. Margir þeirra voru útlægir frá ættjörð sinni og aðrir fóru huldu höfði, hund- eltir af leynilögreglum nýlendu- veldanna. Er.n sitja stjóm- málaforingjar margra Afríku- þjóða í dýflissum og aðrir eru landfiótta, en þeir sem frjálst höfuð strjúka eiga þess kost að bera saman ráð sín á afr- ískri grund sunnan Sahara síð- an fyrsta svarta nýlenduþjóð- in heimti sjálfstæði sitt með stofnun Ghana. Einmitt meðan ráðstefnan sat í Accra bættist annað sjálfstætt svertingjariki við á sömu slóðum, Gínea var tekin í tölu SÞ þrátt fyrir and- stöðu Frakka, sem eiga erfitt með að fyrirgefa landsmönnum þar að þeir tóku de Gaulle á orðinu, höfnuðu stjórnarskrá hans og franskri nýlendustjórn í haust og ákváðu að setja á stofn sjálfstætt ríki. TT'yrirsjáanlegt er að sjálfstæð- * um svertingjaríkjum mun fjölga í Vestur-Afríku á næst- unni. Brezka stjórnin hefur fallizt á a'ð veita Nígeríu, lang- fjöhnennustu ríkisheild álfunn- ar, sjálfstjórn innan samveldis- ins á árinu 1960. Eftir áramót- in kemur þing SÞ saman til að ræða frámtíð verndargæzlu- svæðanna Togolands og Kamer- ún, sem áður voru þýzkar ný- lendur en verið hafa undir brezkri og franskri stjórn síðan heimsstyrjöldinni fyrri lauk. Fullvíst er talið að ákveðið verði að Togoland og Kamerún skuli fá sjálfstæði 1960. Þeir 200 fulltrúar fjöldasamtaka í 25 löndum sem sátu ráðstefnuna í sonar. Þannig brást Alþýðu- flokkurinn alþýðunnj og verka- lýðshreyfjngunni og sýndi enn einu sinni þá reikulu afstöðu og það furðulega ósjálfstæði sem er að gera hann að mesta viðundri íalenzkra stjómmála. Accra fögnuðu að vonum þess- um árangri baráttu sinnar, en strengdu þess jafnframt heit að herða tun allan helming róðurinn fyrir fullu frelsi til handa öllum Afríkubúum. TlTerkasta ákvörðun ráðstefn- Tiunnar í Accra er sú að koma á föstum samtökum sem eiga að vinna að því að sameina allar Afríkuþjóðir í baráttunni fyrir freisun Afríku undan oki heimsvaldastefnu og nýlendu- stefnu. í aðalályktun ráðstefn- unnar er drottnun evrópsku nýlenduveldanna Bretlands, Frakklands, Portúgals, Belgíu og Spánar yfir þjóðum Afríku fordæmd og lýst yfir að um sannkallaðan nýlendufasisma sé að ræða þar sem verst er. í ræðum á ráðstefnunni kom fram að þar er einkum átt við þrælaríki Portúgalsmanna í Angola og Mozambique og Belgisku-Kongó, þar sem öll stjórnmálastarfsemi er bönnuð og borgararéttindi engin til. Ráðstefnan í Accra komst að þeirri niðurstöðu eftir sex daga umræður, að nýlenduþjóðir sem „eiga kost lýðræðislegra ráða“ gætu heimt sjálfstæði sitt með friðsamlegu móti, Jafn- framt var þeim nýlenduþjóðum heitið fullum stuðningi „sem verða að mæta ofbeldi kúgara sinna og arðræningja með því að gjalda líku líkt.“ Það er sem sagt undir nýlenduveldun- um komið hvort frelsisbaráttan í Afríku verður friðsamleg eða blóðug. TTorfurnar á friðsamlegri þró- un til sjálfstæðis eru væn- legastar í nýlendum Breta og Frakka um norðanverða Vest- ur-Afríku. Stefna Breta er að gera helztu nýlendurnar á þessu svæði að samveldislönd- um, og eftir blóðbaðið á Mada- gaskar, þar sem franskar her- sveitir brytjuðu niður 80.000 manns 1946; hvarf franska stjórnin að því ráði að veita frönskum Afríkunýlendum tak- markaða sjálfstjórn. Stjórnar- skrá de Gaulle, sem fékkst sam- þykkt með misjöfnum ráðum allstaðar nema í Gíneu, veitir nýlendunum heimild til að ger- ast lýðveldi „inrian franska sambandsrikisins1'. Svipmót þess er enn að mörgu leyti óljóst, en svo mikið er víst að Frakkar ætla áfram að fara með fjármál, dómsmál, utan- ríkismál og landvarnamál ný- lendnanna, þótt þær gerist lýð- veldi. Stjórnir frönsku nýlendn- anna í Vestur og Mið-Afríku hafa flestar ákveðið að notfæra sér þetta ákvæði stjórnarskrár- innar, svo langt sem það nær. Enginn þarf að ímynda sér að látið verði þar við sitja. Kwame Nkrumah og Sekou Touré, for- setar Ghana og Gíneu, hafa þegar ákveðið að mynda sam- bandsríki af löndum sínum og búa þar með í haginn fýrir stofnun Bandaríkja Vestur- Afríku, þegar fleiri nýlendur hafa fengið frelsi. Fyrst um sinn verður sjálfstæðisbaráttan háð innan hverrar nýlendu um sig, en margir áhrifamestu for- ingjar Afríkumanna telja eðli- legt að þau lönd sameinist síð- an í stærri ríkisheildir. TTáðstefnuna í Accra sátu full- ** trúar sjálfstæðishreyfingar Alsírbúa, sem undanfarin ár hefur háð fórnfrekt frelsisstríð gegn Frökkum. : Reynslan frá Alsír sýnir hvernig farið getur í Afríkulöndum, þar sem veru- legur fjöldi fólks frá nýlendu- veldunum í Evrópu hefur num- ið land. Þannig er ástatt í brezku nýlendurtum Kenya' og Rhodesíu og samveldislaridinu Suður-Afríku. í Kenya drekktu Bretar fyrir skömmu uppreisn Afríkumanna í blóði. Helzti for- ingi þeirra Jomo Kenyatta, ;sit- ur í brezkri dýflissu. Eitt af helztu vitnunum gegn honum, Rawson Macharia, játaði ný- lega að embættismenri brezku nýlendustjórriarinnar hefðu mútað sér til að bera ljúgvitni. F.ramhald. á 15. siðu, ,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.