Þjóðviljinn - 18.12.1958, Síða 14

Þjóðviljinn - 18.12.1958, Síða 14
*Jf) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 18. desember 1958 Æskulýðssíðan F ramhald af 5. siðu. úr bænum. Þar sem Hafnar- strætið éndar á brekkubrúninni, stendur lítið og sérkennilegt hús. Það vav heimili hins látna völundar Guðmundar frá Mos- dal. Hann var mikill hagleiks- maður á tré og gerði marga á- gæta gripi. Hann arfleiddi bæ- inn að húsinu, með því skilyrði, að þar yrði aðsetur byggðasafns. Nú hefur verið horfið frá því og húsið selt. Við höldum á, leggjum leið okkar upp Urðarveg og upp í hlíðina fyrir ofan bæinn. Við tyllum okkur á stein í Stórurð- inni, þar sem ísfirðingar hafa löngum iðkað skíðaíþróttina á vetrum og þar sem mörg og merkileg skíðamót hafa farið fram. Og nú skulum við líta yfir fyrirheitna landið. Bærinn liggur að mestu leyti á fótlagaðri eyri, með langri og boginni totu framúr tánni. Totan heitir Suðurtangi og lok- ar næstum firðinum á fjöru. Þar sjáum við, fremst mann- virkja, mikið hús úr steini. Það var byggt sem flugskýli fvrir sjóflugvélar en er nú not- að sem fiskhús. Það er ekki að spyrja að því. Nokkru ofar er skipasmíða- stöð Marzellíusar Bernharðs- sonar. Fáir munu þeir útgerð- arstaðir á íslandi, sem ekki gera út bát byggðan hjá Marz- ellíusi. Þar í kring standa Neðstakaupstaðarhúsin, gömul og virðuleg, flest fiskhús eða vsrkstæði. Þá tekur við hafnargarður- inn nýi, mikil uppíylling innan við stálþil og kostaði mikinn. svi'ta og: margar krónur. A uppfyllingunni stendur ný- byggt íshús togarafélagsins ís- firðings h.f. Við hafnarbakk- ann liggur togari, önnur Borgin nýkomin úr velheppnaðri veiði- ferð á Nýfundnalandsmið. Færiböndin ffytja karfann, þennan dýrmæta fisk, upp á bílana og í útréttar hendur verkafólksins í frystihúsunum. Skammt frá er vélsmiðjan Þór og tankar olíufélaganna og þar fyrir ofan byrjar stóratáin með annarri rækjuverksmiðju bæj- arins. Þaðan, sem við sitjum, sjáum við vítt og breitt yfir bæinn, og við tökum eftir, að götuskip- an er dálítið sérkennileg. Tvær aðalgötur liggia niður eftir eyr- inni sitt hvoru megin, Hafnar- stræti og Fjarðarstræti. Síðan ganga stuttar götur þvert yfir éyrina og iengja saman aðal- göturnar. Þarna í miðjum bæn- um stand.a menntastofnanir bæjarins, barnaskólinn og gagnfræðaskólinn, og autt svæði á milli. Á minum sokka- bandsárum geisaði erfðastyrj- öld milli nemenda í þessum tveim skólum. í frímínútum voru háðar harðar og lítt mann- skæðar orrustUr á einskis- mannslandi milli skólanna, og skólastjórarnir, Hannibal Valdi- marsson og Björn H. Jónsson, stóðu við glugga sína sitt hvor- um megin vígvallar og fylgdust með framgöngu sinna manna að hætti generála. „Niður með gaggarana“, hrópuðu mjóróma barnaskólanemar. „Niður með barnarana', hrópuðu gaggararn- ir á móti, flestir í mútum, og sigu saman fylkingar. Um þá frækilegu sigra, sem unnust af báðt^m aðilum, mætti skvifa bækur ekki ófrægri sögum fé- lag’a Hendriks Ottóssohar af „Gvendi Jóns og mér“. Líklega er þarna ennþá víg- völlur, ég veit það ekki, enda orðinn algjör friðarsinni siðan Jón Fóstri fór að ganga með atómsprengjuna í skammbyssu- vasanum. Ofarlega á eyrinni, Fjarðar- strætismegin, stendur stórt hvítt hús. Það er eitt af þremur frystihúsum bæjarins og þeirra frægast. Það var bæjarfyrir- tæki til skamms tíma, en um®- áramót í fyrra samþykkti meiri- hluti krata og framsóknar- manna í bæjarstjórn að selja það einstaklingum. Mörg undur gerðust í sambandi við þessa sölu. Eitt var það, að íhalds- menn greiddu atkvæði á móti sölunni. Annað var, að útgerð- íarfyrirtæki; einu, sem þetta sama íshúsfélag átti mikinn hlut í, voru seldir hlutir í ís- húsinu. Gagnkvæmara gat það ekki orðið. Þriðia var, að tog- arafélagi, sem átti að stofna, voru seldir hlutir. Að því er ég bezt veit, er enn ekki búið að stofna togarafélagið. Eitthvað heyrðist minnst á, að hægri hendin hefði selt þeirri vinstri, ekki veit ég. Já, þeir eru miklir þjóðnýt- .ingarmenn, kratarnir, og mikið gera þeir af samvinnurekstri, framsóknarmerm. Von að íhalds- menn staðarins geri bæði sárt og klæja, þegar svona er þjóf- stolið stefnunni þeirra. Hérna fyrir neðan eru ís- firðingar að fylla upp með ösku og mold grunna vík skammt innan við eyrina. Þar á að koma nýr íþróttavöllur, og verður varla annað betra gert við sorp bæjarins. Hinum megin fjarðarins er byrjað að ryðja spildum úr hlíðinni niður í sjó. Á þeirri uppfyllingu kemur flugvöllur, og glaðir verða ísfirðingar þann dag, sem fyrsta flugvélin lendir þar. Já, þetta er ísafjörður, bær- inn við Pollinn. í þessum bæ hafa fæðst margir vælandi strákpattar, sem seinna komust í röð duglegustu sjómanna þjóð- arinnar. ísfirðingar eiga góða sjómenn, sem og önnur sjávar- þorp á Vestfjörðum. Þeir hafa líka þurft þess með, því bar- áttan um þorskinn er um leið baráttan fyrir lífinu. Vestfirð- ingar sækja nú líf sitt og til- veru í veg fýrir brezka þjófa og morðingja, sem stunda glæpi sína undir vernd „sigurvegara baráttunnar um Atlanzhafið'. En það skulu hetjurnar frá Kýpur og Keníu vita, að komi þeir einhverntíma til ísafjarð- ar, þá eiga þeir á hættu að mæta venjulegum íslenzkum sjómanni, sem hefur fengið sér neðan í því í tilefni af landlegu. Þeir gætu átt erfitt með á eftir að standa upp og drekka skál Filipusarbetu með viðeigandi grátstaf í kverkunum af hrifn- ingu. Og nú bíða ísfirðingar eftir því, að íslenzkir ráðamenn hafi sig upp í að fylgja landhelgis- málinu fram til sigurs, og láti af að tvístíga eins og þeir séu að gera í buxurnar af skrið- dýrshætti fyrir ensku og ame- rísku auðvaldi. Þann dag, sem Bretar hverfa úr íslenzkri fiskhelgi, munu ís- firzkir sjómenn aftur líta á þá sem jafningja, fyrr ekki. ÞJOÐVILJANN vantar böm til blaðburSai á Kársnes, Laugames, Kvistbaga, Nýbýlaveg Þjóðviljinn Jólatorgsalan byrjuð Seljum eins og að undanförnu mikið úrval af all3 konar jólaskrauti: — Mikið úrval af gerfiblómum, blómakörfum, skálum og klossum, — Skreyttar hríslur á leiði. — Einnig mikið af gerfiblómum í gólfvasa. Sendum um allt land. Seljum í heildsölu til kaupfélaga og kaupmanna. Gerið pantanir sem fyrst. — Sendum um hæí gegn póstkröfu hvert á land sem er. — Fljót og góð af_ greiðsla. — Sími 16-9-90. BLÓMA- 0G GRÆNMETISMABKAÐURINN, Laugavegi 63. Kærkomin nýjung fyrir Reykvíkinga Bókhlaðan, Laugaveg 47 sendir með jólasveinum jólagjalir — keyptar í verzlun vorri — heim til viðtakanda — kl. 2 til G á aðfangadag. Móttaka til klukkan 22 á laugardagskvöld. Bókhlaðan, Laugaveg 47 Góð bók er bezta jélagjöfín og bókin íæst hjá okkui Ennfiemui mikið úrval af jólakortum, jólapappír, jólamerkimiðum, jólalímböndum o. fl. BÓKABÚÐ MÁLS 0G MENNINGAR Skólavörðustíg 21. — Sími 1-50-55.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.