Þjóðviljinn - 18.12.1958, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 18.12.1958, Blaðsíða 9
----Fimmtudagur 18. desember 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (9 Vegurinn til líisins Það er rgikið sagt með slíku bókarheiti, og þó finnst . rrsanni ekkert ofsagt, þegar maður hefur rennt í gegnum 800 drjúgletraðar blaðsíður og vart slitið sig frá þeim neana af aðkallandi nauðsyn, þar til runnið var að lokum, • Þetta er ekki skáldsaga, og þó bíður maður eftir atburð- um næstu blaðsíðu í slíku ofvæni sem væri þetta ein af sögum Agötu Kristí. Þetta er ekkj fræðirit í eiginlegum skilningi, miklu fremur óslitin barátta við viðurkenndiar fræðisetningar, þar sem eng- ar nýjar koma í staðinn. Þó fær maður svo víðtæka og fjölþætta fræðslu um völund- arhús mannlegra örlaga, mennskra viðbragða og mann- iegrar viðleitni til að móta og skapa sögu lífsins og örlög þess, að leitun mun á annarri bók, sem auðugri er þeirra verðmæta. ■’• Höfundur bókarinnar er rússneskur maður, Anton Semjonovitzj Makarenkó að nafni, kennari og uppeldis- fræðingur að mennt. Frásögn hans hefst haustið 1920, er fræðslumálastjórinn í Kar- koffhéraði kallaði hann á siim fund og fól honum á hendur stofnun fyrir börnin og unglingana, sem reikuðu athvarfslaus um götur og þjóðvegi, rænandi og ruplandi sér til lífsviðurværis, þegar heimsstyrjöld, borgarastyrjöld og margar innrásarstyrjaldir hðfðu svipt þá mæðrum og feðrum, húsum og heimilum og ómótað þjóðfélag var að taka fy'rstu handtökin til að lyfta sér úr rústunum. Bókin er þróunarsaga þessarar stoffnunar, hins víðfræga Gorki-hælis, um átta ára skeið. Það var grundvallað á rústum vandræðabarnahælis frá keisaratímunum, þar sem ekkert var -eftir skilið annað en gluggalaus og hurðalaus kuanbaldi og borðskápur í hes'bergi fyrrverandi forstöðu- manns, og hafði það verið hans hlíf, að í nágrenninu voru engar dyr svo miklar, að hægt væri að koma honum þar inn, svo að enginn hafði ásteðu til að stela honum. Og þessu hæli fylgdi ékk- ert ræktanlegt land. En með nýju vori hafði Anton náð í nýjan stað fyr- ir hælið sitt. Það var yfir- gefið óðal, allmikið af bygg- ingum, lygn á sléttunnar um- kringdi býlið á þrjá vegu, og þar voru meira en hálft ann- að hundrað ekrur ræktaniegs lands. Það tók langan tíma að búa nýja staðinn svo með handafli fyrrverandi afbrota- baraa, að hælið gæti flutzt þangað að fullu og öllu, en eftir fimm ár voru þar 120 vifitmenn og miklir akrar og hjarðir svina og kúa. Þá flulti það sig enn um set og tók að sér hæli vandræða- barna skammt frá Karkoff. Eitt hundrað og tuttugu manna sveit Gorkí-drengja tók að sér 280 manna hóp grálúsugra letingja, sem eng- inn hafði áður getað mjakað upp úr fullkomnu siðleysi, og þeir skópu þá í sinni mynd og líkingu, prúða, vinnugefna og glaða menn, sem eygðu takmark í lífinu og gæddust vilja til að ná því takmarki. 1 bókinni eru mikil átök og hörð. Átök í brjósti for- stjórans milli fræðikenninga, sem hann hafði numið í upp- eldisfræðinni, og viðfangsefn- anna, þegar hann stóð frammi fyrir hópi ímglinga, sem lífs- aðstæður höfðu gert að glæpa- mönnum. Og það voru ekki kennisetningamar, sem björg- uðu út úr vandanum, heldur næmleiki mikils persónuleika fyrir því, sem hæfði hverju sinni, jafnvel harður hnefi, öxi í hönd og sbammbyssa undir belti voru tæki, sem hann forsmáði ekki á frum- skeiði baráttunnar fyrir end- urfæðingu æskunnar til nýs lífs. Og það var baráttan við eysteinskuna við ríkiskassann, enda var þar ekki tugmillj- óna tekjuafgangur á hvert hundrað þúsund íbúa. Það var barátta við fræðslumálaskrif- stofur, sem kunnu reiprenn- andi fræðisetningar um upp- eldismál, en höfðu takmark- aðan skilning á því ofboðslega viðfangsefni, sem Anton hafði með höndum. Og svo var það baráttan við vandamál dag- legs lífs á hælinu. Bókin kemur okkur í kynni við tugi og aftur tugi manna af hvers konar gerðum, upp- eldisfræðinga, lifandi og stein- runna, stjórnmálaleiðtoga, viðsýna og starblinda, starfs- fólk hælisins af öllu tagi, sem kiknar undir þunga dag- legs vanda, en gefst aldrei upp, afbrotaunglinga, sem vart verður bjargað, og aðra, sem fyrr en varir eru orðn- ir mennaðir foringjar i hópi æskulýðs, sem vitandi vits eru að leggja fram krafta sína til að byggja upp nýtt þjóð- félag. Höfundurinn þekkir hverja persónu út og inn og dregur upp mynd hennar sem meistari í sinni list. 1 einum smákafla er heil saga, úrslita- barátta um líf eða dauða einhvers unglingsins, sem lærifaðirinn hefur kynnt okk- ur á þann veg, að okkur þyk- ir vænt um hann og við heyj- um stríðið með honum i of- væni eins og barni okkar, þar til yfir lýkur. Fjöldi persóna og atburða verður lesanda ó- gleymanlegur, frá viðureign hælisstjómar við nemendur, nemenda við bænduma, ná- granna sína, forstöðumannsins við yfirboðara sina í skrifstof- unum, er aldrei sátu á sátts höfði við þennan uppalanda, sem var reiðubúinn að þver- brjóta hváða k-ennisetningu uppeldisvísindanna sem var, ef það aðeins hentaði honum til að ná tökum á æskumanni, sem hann vildi leiða við hlið sér veginn til lífsins. Bókin er þrungin af mann- úð og manngöfgi, hetjulund og karlmennsku, hugsjóna- auðgi og bjartsýni frammi fyrir tröllslegum vanda. Hún er lofsöngur um þann sigur, sem staðföst trú á göfgi mannlifsins veitir í hverri raun og þá stærstan, þegar svart- ast skyggir í álinn. Þessa bók ætti hver sá að lesa, sem fæst við uppeldis- mál, ekki til að læra kenni- setningar, heldur til að kynn- ast sálfræðilegum fyrirbæmm, sem hér eru sýnd við ó- venjulegar aðstæður, sem draga þau fram í stækkuðum myndum frá því sem við kynnumst þeim í velsæld og allsnægtum. Og þessa bók ættu allir að lesa, sem njóta þess að lifa sig inn í drama- Framhald á 15. síðu. iillili 8% 3- :¥ =í Dropi í hafið „Þessi litla skáldsaga er vissulega töjrandi þjóðlífs- lýsing“, sagði norskur ritdómari. ' Norsk alþýðusaga. Lífið eins og það gerist í fiskiþorpi, frumstætt erfitt og hörkulegt, sjáum við Ijós- lifandi fyrir okkur í aðalpersón- unni, Stínu. Það er vafalaust, að þeir sem lifað hafa við sjávarsíðuna og í tengsl- um við sjóinn hafa nautn af að lesa þessa yfirlætislausu hók. ÆGISÚTGÁFAN y- •: íslandsferðin 1907 Svenn Poulsen og Holger Rosenberg: ÍSLANDS- FERÐIN. Frásögn um för Friðriks áttunda og ríkis- þingmanna til Færeyja og: íslands sumarið 1907. Geir Jónasson bókavörður þýddi. ísafoldarprent- smiðja h.f. 1958. ★------------- íslandsferð Friðriks áttunda og 40 ríkisþingmanna sumarið 1907 var annað og meira en venjuleg opinber heimsókn þjóðhöfðingja til fjarlægra þegna. Hið fjölmenna fylgdar- lið danskra þjóðfulltrúa frá löggjafarsamkomu Danmerkur var óbrigðull vottur þess, að tilgangurinn var ekki einskær kurteisisheimsókn, heldur við- leitni til að leysa gamalt og snúið vandamál danska kon- ungsveldisins. Og þótt árangur- inn yrði fyrst í stað ekki slík- ur, að til sátta drægi með Dön- um og Islendingum, þá er þó enginn vafi á, að Islandsför konungs og hinna dönsku þingmanna átti ríkan þátt í að auka skilning Dana á þjóð- réttarkröfum okkar, og réð þar miklú ferðasaga þeirra Svenns Poulsens og Holgers Rosen- bergs, sem birtist nú í íslenzkri þýðingu, réttum fimmtíu árum eftir að för þessi var farin. Danskur almenningur hafði verið furðu ófróður um hagi íslands og ísJenzkrar þjóðar og því varð hin lipra og læsi- lega ferðasaga hinna dönsku blaðamanna hin ágætasta land- kynning, sem kostur var á um þetta leyti. Hálfri öld eftir útkomu ís- landsferðarinnar hefur gildi hennar aukizt um allan helm- ing, að því er íslendinga sjálfa varða'r. Þeir sem muna kon- ungskomuna, stálpaðir menn eða fullorðnir, eru nú óðum að týna tölunni, og sú kynslóð, sem alin er upp við benzín- stybbu bifreiða og flugvéla hefur gott af að kynnast hrossaþef íslandsfararinnar. í þessari ferðasögu ilmar sæt- lega af íslenzkum hestum. Frá- sögnin er öll í léttum stíl, svo sem dönsk blaðamennska ger- ist bezt, en í sama mund fróð- leg lýsing á menningu, at- vinnuvegum og lífsháttum þjóðarinnar. Sögulegt heim- ildagjldi bókarinnar er þó ekki sízt fólgið í hinum fjölbreyttu mýndum, ér prýða • textann, Friðrik konung- ur áttundi heils- ar klerkum og yfirmönnum kirkjunnar við komuna til Reykjavíkur 1907. myndum af viðburðum ferðar- innar, náttúru landsins, göml- um húsum í Reykjavík, senx nú eru brunnin eða rifin. Hver gleymir t.d. hinum breiða baksvip Tryggva gamla Gunn- arssonar þegar hann málar hi& alþjóðlega salemismerki á kamrana hjá Geysi og ruglast dálítið í stafagerðinni? Eða myndinni „Fiskþvottur“ á bls. 279 — þessum dökkklæddu konum á ísafirði, sem eru að- þvo þorskinn hjá Ásgeiri et- atsráði, sú mynd gæti verið málverk eftir Repin, hina rússneska. Það er óblandin ánægja að lesa þessa bók og blaða í myndasafni hennar. Hér rís hið gamla kyrrláta ísland upp í öllum sínum einfaldleik, rétt farið að kenna erils og hraða 20. aldarinnar, ísland í ljósa- skiptum nýs tíma og gamals. Þetta ætti að geta orðið góð jólalesning öldruðum sem ung- um, þeim sem enn muna þessa dánu hátíðisdaga, og ekki srð- ur hinum, sem sáu aldrei Stejnbryggjuna í Reykjavík né hinar síðklæddu peysufata- meyjar, sem slitu þar skóm, æsku sinnar. Geir Jónasson bókavörður hefur þýtt . íalandsferðina á gott og viðfeldið mál. Sverrjr Kristjánssom.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.