Þjóðviljinn - 07.05.1959, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 07.05.1959, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 7. maí 1959 »**» ÆSKULÝÐSS1ÐAN Söngffélag verklýðssamtakanna í Reykjavík flytur kantötu^a Þjóðhvöt, eftir Jón Leifs á- samt Sinfóníuhljómsveit íslands í. Þjóðleikhúsinu 30. fýrra mánaðar. Ahuginn óx því sem á Á liátíðíirtónleikum er haldnir voru í Þjóðleikhús- inu 30. f.m. vegna sextugsaf- mælis Jóns Leifs var fiutt í fyrsta skipti hér á landi lcantatan Þjóðhvöt, verk í sjö þáttum, samið við erindi xir Alþingishátíðarljóðum Davíðs Stefánssonar. Flytjendur voru Söngfélag verklýðssamtak- anna í Reykjavik ásamt nokkrum félögum úr Samkór Reykjavíkur o,g Sinfóníu- hljómsveit Islands. Undanfarið hefur lítið heyrzt af stafi Söngfélags verklýðssamtakanna, svo að fréttamenn æskulýðssíðunnar fóru á stúfana. Það tókst að ná í ritara félagsins og nokkra aðra unga meðlimi kórsins — og svo var fyrst spurt. Hver voru tildrög þess að kórinn tók að sér flutning kantötumiar? í byrjun marzmánaðar kom beiðni um að kórinn tæki að sér flutning þessa verks und- ir stjórn dr. Hallgríms Helga- sonar. Við fengum strax mik- inn áhuga á verkefninu. Starf- semi kórsins hafði verið nokk • uð í molum síðan Sigursveinn D. Kristinsson fór norður til Siglufjarðar á öndverðum vetri 1957. 1 vetur höfðum við þó æft undir stjórn Ásgeirs Ingvarssonar frá því um miðj- an janúar. Það var þó ein- róma samþykkt að láta .þau verkefni víkja fyrir þessu. Söngstjórinn og verkið Hvað olli því einíkum að þið lögðuð út í þetta erfiða verk- efni ? Við töldum mikinn ávinn- ing að fá að njóta leiðsagn- ar dr. Hallgríms Helgasonar í svo erfiðu en jafnframt skemmtilegu viðfangsefni og einnig væri ánægjulegt að geta heiðrað svo ötulan for- ystumann íslenzkrar tónlistar, sem Jón Leifs. Eins og allir vita er býsna erfitt fyrir ís- lenzk tónskáld að koma verk- um sínum á framfæri, ekki sízt þeim verkum sem veig- ur er í. Og söngstjórinn og verkið ■hafa þá ekki brugðizt vonum ykkar? Nei, síður en svo. Verkið virtist nokkuð óaðgengilegt í fyrstu en vann á við nánari kynni og okkur tókst ekki að verða leið á því, enda þótt æft væri daglega síðustu vik- urnar. Það eru ekki svo lítil meðmæli með tónverki. Hversu ánægjulegt var að vinna að þessu verkefni, er þó ekki sízt söngstjóranum að þakka. Það var mikið lán fyrir kórinn að kynnast svo frábærum tónlistarmanni. Af honum höfum við mikið lært. Og það er ekki sízt honum að þakka að áhuginn óx eftir því sem á leið. Framtíðarhorfur — söngfélagið og verka- lýðssamtökin Hvað viljið þið svo segja um framtíðarhorfur söngfé- lagsins? Kórinn nefnir sig Söngfé- lag verklýðssamtakanna í Reykjavík. Undanfarin ár hefur hann þó ekki komið fram á vegum verklýðssam- takanna í höfuðstaðnum og notið lítils styrks frá þeim. Ef ekki tekst betri samvinna við þau eru allar horfur á að dagar söngfélagsins sem slíks verði allir, áður en langt um líður. Við misstum söngstjóra og forystumann kórsins, Sig- ursvein D. Kristinsson, norður á Siglufjörð, vegna þess að þar sýndu verkalýðsfélögin á- samt öðrum aðilum fullan skilning á starfi hans. Eins og kunnugt er leggur Sigur- sveinn áherzlu á félagslegt tónlistaruppeldi, kennir nótna- lestur og æfir kóra og hljóm- sveitir. Verkalýðsfélögum ætti að vera ljúft og skylt að styrkja slíka starfsemi, bæði til þess að meðlimir þeirra og annað áhugafólk eigi 'kost á þeim félagslega og andlega. þroska sem starf í kórum og hljómsveitum getur veitt og einnig vegna þess að þá geta þau notið og eiga að njóta ávaxtanna af slíku starfi, þegar þau gera eitthvað til hátíðabrigða. Fyrsta skilyrði til þess að kórinn geti starfað áfram er jú að hann hafi ráð á að hafa góðan söngstjóra. Fjar- lægari framtíðardraumur er svo að eignast einhvern stöð- ugan samastað, þar sem hægt væri að hafa æfingar og svo það sem félagið kynni að geta eignazt af hljððfærum, plöt- um, nótum og öðru sliku, sem nauðsynlegt er fjölbreyttu og öflugu starfi. Þá gætum við vænzt meiri endurnýjunar og fjölgunar í kórnum og fengið með meira af ungu fólki, sem hefur áhuga á söng og tón- list. H.B. Fleiri liflar íbúðir! Það er alltaf verið að tala_ um húsnæðisvandræðin. Það er sagt að ekki sé hægt að byggja nóg, því að það vanti gjaldeyri, fjármagn, lóðir o. S.frv. Það kann ýmislegt að vera til í þessu. En það er að mimista kosti hægt að byggja öðruvísi en nú er gert. Það þarf að byggja fyrir liag ungs fólks sem er að setja saman heimili, það þarf að byggja smærri íbúðir, ,þá verða þeir fleiri, sem fá viðundandi hús- næði. Það á ekki að miða bj'gg- ingarstarfsemina við þá stönd- ugu borgara, sem eru orðnir léiðir á 5 herbergja íbúðiani sinni í Hliðunum og vilja fá að byggja 6 herbergja íbúð í Laugarásnum. Það er einmitt það sem nú er gert. í nefndaráliti meirihluta Húsnæðisnefndar 1956, „Gulu bókinni", áreiðaniega merk- asta riti, sem gefið hefur ver- ið út um húsnæðismál á Is- landi siðustu ái’atugi, má finna sláandi dæmi um stefnu- leysið og vitleysuna í bygg- ingaimálum höfuðstaðarins. Það kemur sem sagt í Ijós að næstum önnur hver ný íbúð sem byggð liefur verið síð- ustu árin er 5 herbergja eða stærri. Árin 1941—1945 voru slíkar íbúðir 12,5% nýrra í- búða og má það kallast eðli- legt hlutfall, en 1953 eru þess. ar stóru íbúðir orðnar 49,6% nýrra íbúða og 1954 eru þær 49,7%. Slík þróun nær auðvitað ekki nokkuni átt á sama tíma og húsnæðiseklan verður stöðugt tilfinnanlegri. Þessi þróun hefur fyrst og fremst komið niður á ungu fólki, vegna þess að eftir því sem byggt hefur verið meira af hinum stóru lúxusíbúðum hefur hlutur 2ja og jafnvel 3ja herbergja íbúða orðið meira og meira útundan, en élíkar ibúðir henta oftast vel ungu fólki, sem er að stofna heimili, Þessi þróun á því ekki hvað sízt sök á íbúðaskortin- um og fylgifiskum hans, okur- leigu og fyrirframgreiðslum. Hjá þjóðum, sem reyna að taka á húsnæðisvandamálum þéttbýlisins af einhverri skyn- semi og berjast skipulega við íbúðaskortinn, er auðvitað reynt að fá sem flestar í- búðir út úr byggingarstarsem- imii, og allur þorri íbúðanna byggður að tilhlutan hins op- inbera, og tiðkast það nú orð- ið einnig á Norðurlöndum. Árið 1954 voru t.d. aðeins 2,3% nýrra íbúða í Osló 5 herbergja og stærri, en 22,6% tveggja herbergja (Reykja- vík 8,8%) og 43,4% íbúðanna var þriggja herbergja (Rv. 19,1%). Er þá fljótséð hví- líkur reginmunur er á aðferð- um, þar sem skipulagning og markviss barátta við húsnæð- isskortinn er ofan á og hins- vegar þar sem afskiptaleysið ríkir og svínaríið dafnar. Það er krafa unga fólksins að þessari þróun verði snúið við. Braskarar og lífsleiðir peningamenn fái ekki lengur að spreða út gjaldeyri og fjár- magni þjóðarimiar í lúxus stofur fyrir hanastélaveizlur, meðan ung hjón verða í æ ríkara mæli að búa við okur- leigu eða liggja uppá foreldr- um síiium. Ijað þarf að gera og fram- kvæma heiklaráætlun um út- rýiningu húsnæðisskortsins og miða þar byggingarstarfsem- ina við það, að til verði nóg af hæfilega stórum íbúðum fyrir ný heimili. Þröskuldur. ^ ^ ^ ^ ^ ^ ^ ^ ^ ^ ^ ^ ER ÞETTAEKKIOF BILLEGT — VILHJÁLMUR? Eg ætla ekkert að skamma þig, Villi minn, fyrir dagskrána í útvtirp- inu þínu 1. maí, I»að vita livort eð er allir, að Rík- isútvarpið er orðin prív- atáróðursmiðstöð íslenzks afturlialds — enda þótt auglýsingin um söluna hafi ekki komið enn í IJigbirtingarblaðinu. (Mik- ið var það nú annars fal- lega gert af nýju eigend- unum að lofa Eysteini litla að vera með í NATO- páskaóratóríinu —■ það var svo fallegur vottur um göfgi flialdslilutleys- isins). En livað er ég að þvæJa? Eg ætlaði btara að spyrja þig um eitt, Vilhjálmur. Það var út af honum Þor- steini Thorarensen blaða- manni Morgunblaðsins, sem flutti hjá þér þáttinn „Um daginn og veginn“ sl. mánudag. Hann var að tala um landhelgismálið, eins o.g þú mannst. Sko — mig tangaði bara að vita, hvort það væri ekki of billegt við öflun útvarpsefnis, að fara bara onS Morgun- blaðsprentsmiðju með seg- ulbandið, þegar blaða- menn eru að lesa prófiirk- ir? (En andskoti var það nú klárt hjá ykkur að hækka afnotagjaldið ein- mitt 1. maí. So látiði nátt- úrlega hækkunina renna beint í Lifeyrissjóð verk- \ fallsbrjóta). F. \ Ritstjóri: Franz A. Gíslason.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.