Þjóðviljinn - 07.05.1959, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 07.05.1959, Blaðsíða 12
sj@3fianna( sem eru hérf auralðiisar mánuðum saman Yfirfœrslur Fœreyinga sem veriS hafa 3 mánuSi á fogurum BÚR eru enn i óskilum Á mörg'um. heimilium í Færeyjum hefur verið þröngt í búi á þessum vetri. Vikur og mánuðir hafa liöið án þess að björgin bærist, — aurarnir sem von var á frá íslandi. Með hverri póstferð hefur vonin glæðzt á ný, en brugðizt jafnoft. Þetta eru heimili þeirra fær- eysku fiskimanna sem í vetur réðu sig á togara Bæjar- útgerðar Reykjavíkur. Þjóðviljinn frétti það fyrst af tilviljun að færeyskum há- setum á togurum Bæjarútgerð- arinnar hefðu borizt bréf og skeyti að heiman um að engir peningar hefðu horizt þangað, þótt langt væri um liðið síðan þeir hefðu átt að vera komnir. Rétt þótti að grennslast nán- ar fyrir um þetta áður en frá þvx yrði skýrt og var því sent skeyti til Fiskimannafélags Færeyja, sem fær sendar yfir- fæcslur færeysku sjómannanna og annast dreifingu þeirra í Færeyjum. 1 svarskeyti Fiski- mannafélagsins var sagt: „Til Fiskimannafélags Fær- eyja alls engir peningar komnir frá BÍFR eins og um samið“. Var blaðinu ráðlagt að spyrjast fyrir um það hjá Bæjarútgerð- inni „hvernig á þessum óskil- um stæði“. 21. og 29. apríl Var það gert. í viðtali sem blaðið átti í gær við skrifstofu Bæjarútgerðarinnar var því skýrt svo frá að hér hlyti að vera um einhvern misskilning að ræða, þar sem Bæjarútgerð- in hefði sent tvisvar til Fær- eyja yfirfærslur fyrir þá fær- eyska sjómenn sem hefðu verið ráðnir á togara hennar í meira en tvo mánuði. Þegar að því var spurt hve- nær þær yfirheyrslur hefðu verið sendar var svarað að það hefði verið 21. apríl og 29. apríl, þ.e. fyrir hálfum mánuði Og einni viku. Aðspurður kvaðst starfsmaður útgerðar- innar telja það mjög eðlilegt, Norræn leikara- vika í Reykjavík N.k,- sunnudag koma hingað 5 norrænir leikarar, einn frá hyerju landanna Danmörku, Noregi og Svíþjóð og tveir frá Finnlandi, og dvelja hér í vikutíma á svokallaðri „nor- rænni kynningarviku“, sem Fé- lag íslenzkra leikara stendur fyrir. Slíkar kynningarvikur hafa undanfarin ár verið hafð- ar á öllum hinum Norðurlönd- unum á vegum leikarasamtak- anna þar og hefur íslenzkum leikurum verið boðið til þeirra allra, en þetta er í fyrsta sinn að slíkt mót er haldið hér á landi. Leikararnir, sem koma hing- að nú, eru: Kjeld Petersen, frá Danmörku, Stig Egede Nissen, frá Noregi; Herman Ahlsell, frá Svíþjóð; Christina Paiseheff, frá Finnlandi. Um nafn annars fulltrúans frá Finnlandi er enn ekki vitað. Leikararnir eru gestir Félags íslenzkra leikara meðan þeir dvelja hér. að yfirfærslurnar hefðu ekki verið sendar fyrr en þessa til- teknu ídaga, — og var enn þeirrar skoðunar þótt honum væri bent á að hér væri um að ræða háseta sem ráðnir Þau syngja í dag I dag kl. 1,15 og 3 e.h. verður fyrsta söngmót barna- skólanna í Reykjavík þar sem 6 skólakórar syngja, samtals 350 ungir söngvarar og 2 strengjahljómsveitir. — Myndin er af barnakór Laugarnesskól- ans. hefðu verið hjá útgerðinni í nær þrjá mánuði. Slæmt samband Engin skýring fékkst á því hvemig á því gæti staðið að peningar sem héðan hefðu ver- ið sendir fyrir hálfum mánuði væru enn ekki komnir til Fær- eyja, — önnur en sú að þeir væru sendir í pósti og færu þá væntanlega fyrst til Danmerk- ur og þaðan með fyrstu skips- ferð til Færeyja. Virðist það satt að segja furðulegt að velja slíka krókaleið og liggja beint við að láta jafnáríðandi pen- ingasendingar fara símleiðis. En þetta er sem sagt skýring Bæjarútgerðarinnar. Dregið af kaupi hásetanna mörgum xikum áður En hvernig segist þá fær- eysku sjómönnunum frá? Þeir Framhald á 11. siðu þlÓÐVILJINN Fimmtudagur 7. maí 1959 — 24. árgangur — 101. töloblað. Bankasfjóri vill segja Al- ! fyrir verkum Gegndarlaus írekja Vilhjálms Þórs í sambandi ,við Sogslánið Ég tel að Alþingi eigi að segja Seðlabankanum fyrir verkum en hvorki aðalbankastjóri hans né aðrir embætt- ismenn eigi aö segja Alþingi fyrir verkum, sagði Einar Olgeirsson á þingfundi í gær er rætt var um frumvaxp varðandi skuldabréfalán til Sogsvirkjunarinnax, sem ganga á til þess aö greiða áfallin opinber gjöld. Fór Einar hörðum orðum um framkomu aðalbankastjóra Seðla bankans sem hefði aftekið að bankinn lánaði Sogsvirkjuninni þessa upphæð og neitaði að taka að sér og tryggja sölu skulda- bréfa í þessu skyni nema Alþingi setti inn í frumvarpið um lánið heimild til að tengja skulda- bréfin við vísitölu rafmagns- verðs. Var ákvæði um það tekið út úr frumvarpinu í efri deild en i neðri deild var því bætt inn 4- Önnur umræðð k jördæma málsins i ef ri deild í gær Meirihluti stjórnarskrárnefndar deildarinn- ar legur til að frumvarpið verði samþykkt Stjórnarskrárnefnd efri deildar Alþingis klofnaði og hefur skilaö tveimur nefndarálitum. Skipa meirihlutann Gunnar Thoroddsen, Björn Jónsson og Eggert G. Þor- steinsson. Minnihlutann skipa Karl Kristjánsson og Her- mann Jónasson. Leggur meirihlutinn til að frumvarpið verði sam- þykkt, en minnihlutinn flytur sams konar tillögur og Framsóknarmenn í neðri deild. því úrelta og ósamstæða skipu- lagi, sem vér nú búum við.“ Onnur umræða málsins hófst í efri deild í gær og fluttu fram- sögumenn nefndarhlutanna, Gunnar Thoroddsen og Karl Kristjánsson ýtarlegar framsögu- ræður á ný vegna kröfu Vilhjálms Þórs. Einar minnti á að hægt hefði verið að fá lán með góðum kjörum til Sogsvirkjunarinnar, einnig til þess hluta kosfnaðar sem þama er fjallað ura. Vil- hjáhnur Tór hafi hindrað að það lán væri tekið. Hann hefði svo verið sendur til að fá lán annars staðar og ekki tekizt betur en svo, að þessa upphæð sem talin er um 30 milljónir króna, vant- aði. Fyrir Seðlabankanum vekti það eitt að trygeja sér eða þeim sem skuldabréfin kejrptu gróða, Framkoma Vilhjálms t>órs gagn- vart Alþingj í þessu máli væri með öllu óviðeigandi. . Flutti Einar skriflega breytingartiUögu um að skylda Seðlabankann til að annast sölu skuldabréfanna. Þetta var 3. umræða málsins. Lauk umræðunni en atkvæða- greiðslu var frestað. Nýtt leikrit frum- sýnt á Akurcyri Akureyri í fyrradag. Frá fréttaritara ÞjóðviJjans. Síðastliðinn laugardag frum- sýndi Leikfélag Akureyrar sjón- leikinn Vakið og syngið eftir Clifford Odets. Þetta er fjórða og síðasta verkefni Leikfélags Akureyrar á þessu leikári. Með Framhald á 5. siðu í nefndaráliti meirihluta stjómarskrárnefndar segir m. a.: „Tiigangur þessa frv. er að jafna kosningarréttinn meir en nú er bg gera Alþingi fslendinga réttari mynd af þjóðarviljanum. Miðar frv. að því að draga úr því mikla misræmi, sem er um áhrifavald byggðarlaga og stjómmálafiokka í landinu á skipan Aiþingis. Til þess að komast sem næst þessu marki Bazar — Bazar Kveníélag sósíalista heldur sjnn árlega bazar í Tjarnar- götu 20, n.k. laugardag kl. 3 siðdegis. Allt góð og ódýr vara, þar á meðal tnikið af ullarnærfötum. virðist heppiiegust leið og rétt- látust að stækka kjördæmin, skipta landinu ; nokkur kjör,- dæmi með hlutbundnum kosn- ingum og hafa auk þess þingsæti til jöfnunar milli þingflokka, svo að hver þeirra hafi þingsæti i sem fyllstu samræmi við at- kvæðatölu sína við almennar kosningar. Er þessi tilhögun ná- skyld þeirri skipan, er um lang- an aldur hefur gilt hjá frændum okkar á Norðurlöndum, hinum traustu lýðræðisþjóðum, Norð- mönnum, Svíum, Finnum og Dönum, og gefizt vel. Meiri hluti stjórnarskrár- ijefndar telur, að sú kjördæma- sl^pun og kosningatilhögun, sem þetta frv. gerir ráð fyrir, muni Verða til verulegra umbóta frá Þingsályktun um ný b j örgunartæki Á fundi sameinaðs þings í fyrradag var afgreidd sem ályktun Alþingis tillaga er flutt var í vetur skömmu eftir sjóslysin miklu, og voru flutningsmenn úr öllum flokkum þingsins, Bjarni Benediktsson, Eggert G. Þor- steinsson, Einar Olgeirsson og Steingrímur Steinþórsson. Er þingsályktunin þannig: Alþingi álykfar að skora á ríkissfjómina að láta í sam- ráði við Slysavarrfarfélag ís- lands fara fram aíhugruti á möguleikum til öflunar nýrra björgunartækja og fullkomn- avi útbúnaðar skipa til auk- ins öryggis íslenzkra sjó- manna og sjófarenda. Benedikt Gröndal hafði fram- sögu af liálfu aiisherjarnefndar sem lagði ejnróma til að tihagan yrði samþykkt. Alfreð Gíslason skrifaði undir nefndarálitið með fyrirvara og gerði þannig grein fyrir honum í umræðunni:, „Eg er að sjálfsögðu samþykk- ur bví, sem í þessarí tillögu fellst og mun greiða henni at- kvæði, en ég tel, að þurft hefði að orða skýrar veigamikil atriðj, sem efni hennar snerta. Sú athusun, sem tillagan ráð- gerir, snertir öflun nýrra björg- unartækja og fullkomnari ör- yggisútbúnaðar skipa yfirleitt- En auk þess þarf hún einnig að snúast um það, hvemig bezt verði við komið eftirliti með því, að allur öryggisútbúnaður skipanna sé á hverjum tíma í fullkomnu lagj og virkur, hvenær sem á barf að halda. Á það hef- ur stundum þótt bresta, Á þetta hefði mátt leggja áherzlu . í til- lögunni, og eins það, að áhöfnum Framhald á 11. eíðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.