Þjóðviljinn - 07.05.1959, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 07.05.1959, Blaðsíða 6
ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudag"ur 7. maí 1959 þlÓÐyiLJINN Útgefandi: Sameiningarflokkur alliýðu - Sósíalistaflokkurinn. - Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. — Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. — Blaðamenn: Asmundur Sigurjónsson, Eysteinn Þorvalcsson, Guðmundur Vigfússon,, ívar H. Jónsson. Magnús Torfi Ólafsson, Sigurður V. Friðþjófsson. — Auglýsingastjóri: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn, af- greiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími 17-500 (5 línur). — Askriftarverð kr. 30 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 2. Rannsókn nauðsynleg Oú fregn Þjóðviljans að Is- lendjngi hafi um tíu mán- aða skeið verið haldið nauðug- ';im á Kleppi fyrir tilstilli log- :■ égluyfirvaldanna en án nokk- ■nrrar lagaheimildar hefur að ' onum vakið mjög mikla at- hvg'i. Bæði Alþýðublaðið og Tíminn taka fréttina upp í gær og skýra frá því að mað- urinn sem fyrir þessum ósköp- um varð sé Vilhjálmur skáld írá Skáholti. Vjlhjálmur hafði full mannréttindi þegar bet+a gerðist, bæði sjálfræði ( g fjárræði, en samkvæmt lög- um er algerlega óheimilt að taka mann nauðugan hér á landi, flytja hann á geðveikra- hæii og halda honum þar, án þess að svipta hann fyrst fjár- ';æði og sjálfræði með dómsúr- skurði. Ekkert slíkt hafði gmf i máli Vilhjáims, og hjá lög- reglunni fyrirfundust ekki (ipföidustu bókanir um með- íerðina á honum. Hér er sem é um mjög alvarlegt mál að . æða, hina frek'egustu skerð- jngu á ákvæðum stjórnarskrár jg' iaga. Fjess er að vænta að dóms- *■ málaráðherra fyrirskipi án tafar opinbera réttarrann- sókn út af þessu alvarlega rnáli, láti kanna það til hlýtar g geri síðan viðeigandi ráð- Ltafanir gagnvart þeim emb- a^ttismönnum sem hér eiga hli't að-máli. Það er þeim mun rmeú'i nauðsyn sem meðferðin a Vilhjálmi frá Skáholti mun ekki vera neitt einsdæmi. Þjóðviljinn hefur ástæðu til að ætla að það muni oftar hafa komið fyrir að lögreglan hafi flutt menn á Klepp á al- gerlega ólöglegan hátt. þótt l’/'ir og aðstandendur þeirra hafi síðar kosið að láta at- burðina liggja í þagnargildi. Þó er ekki langt síðan Banda- ríkjamaður einn fór í mál út af því að hann hefði verið leikinn á þennan hátt, fluttur á Klepp án heimildar og hald- ið þar í sólarhring', -og voru honum dæmdar verulegar skaðabætur. jC'kkert er íslendingum ógeð felldara eða fjarlægar. en dæmi um lögregluríki, oj það almenningsálit ætti a < vera nokkur trygging gegn þv að valdi laganna sé bej.tt ti að brjóta lög og stjórnarskrá En jafnframt ber að minnasl þess að í embætti lögreglu. stjóra í Reykjavík hefur valizj maður sem frá unga aldri hef- Ur dáð lögregluríkið og mynd; fagna því mjög að geta látic þær ,.hugsjónir“ rætast hér i landi. Þjóðviljinn hefur á und- anförnum árum oft haft á- stæðu til að gagnrýna hvernig hann hefur misnotað vald sitl á herfilegasta hátt í samband: við pólitíska stórviðburði héi á landi, auk þess sem sannazj hefur að hann er mjög óhæfui embættismaður innan sinnai eigin stofnunar. Fer mælii þessá manns ekki að fvllast ei nú bætast enn við nýjar og stórfelldar sakir? „Frjálslynd stefna” Dirgir Kjaran, sérfræðingur ^ Sjálfstæðisflokksins í efna- hagsmálum, birtir í gær grein -■ V.isi, bar sem hann lýsir efna- haesráðstöfunum franskra ■ tjórnarvalda sem sannri fyr- •jrmynd og ber mikið lof á de ■lau’Ie og ejnkum Pinay fjár- rná’aráðherra hans. ,,Frakkar hafa valið leið hinnar frjáls- ’Jyndu stefnu í efnahagsmálum”, íeg'r hann, og það hafa þeir gert með gengislækkun og eft- irtöldum ráðstöfunum' sem hatrfræð’þgurinn rekur með hrifnj.ngu: ..liulunni hefur verið svipt ?f innviðum fransks efna- bagslífs, og strangleikinn feiur í sér afnám niður- greiðslna, verðbófa, styrkja, skattaívilnana og vísitölu- uppbófa, að viðbættum rýj- um skötíum.‘‘ ■ .rjpv.th I T^að er samskónar ■••„frjáís- * lvndi“ sem Sjálfstæðjs- fiokkurinn stefnir að hér á landi. Fulltrúaráðsfundur hans •g landsfundur fóru ekkert lult' með það áð stefna flokks- ns værj sú að lækka gengið vo stórlega að -gersamlega ■æri hiegt að leggja uppbóta- kerfjð niður, en við bað myndi erlendur gjaldeyrir meira en tvöfaldast í verði og verð á öllurn innfluttum vörum hækka að sama skapi. Lands- fundurjnn tók það einnig skýrt fram að jafnframt þyrfti að hætta öllum niðurgreiðslum á vörúverði, en þær ná sem kunnugt er til landbúnaðaraf- urða og fisks, þannig að þær nauðsynjar myndu hækka á- móta mikið og innfluttu vör- urnar. Þá var lögð á það á- herz’a á landsfundjnum, m. a. í ræðum Bjöms Ólafssonar og Birgjs Kjarans, að því aðeins gerðu þessar ráðstafanir gagn að kaupgjald yrðj bundjð og hætt við vísitölugreiðslur á kaup. Þarf ekki að leiða get- um að því að þvílíkar ráðstaf- anir m.vndu hafa í för með sér svo stórfellda kjaraskerðingu, að það „fyrsta skref“ sem þeg- ar hefyr verið stigið yrði hamagaman eitt. jp»etta er sem sé hin „frjáls- * lynda stefna“ Sjálfstæðis- flokksins í efnahagsmálum, sniðjn eftir fyrirmyndum franska afturhaldsins. Hversu margir launþegar vilja kalla hana' yfir sig?. ....... Hugh Gaitskell (fremst á myndinni til hægri) ávarpar útifund Verkamannaflokksins á Trafalgartorgi í London. Gaitskell varar Bandaríkizt við íhlutun um brezk stiórnmál Bandarlsk aflaga gegn Verkamannaflokkn um myndi hafa alvarlegar afle’ÍÖingar ÍT'yrsti maí er ekki almennur frídagur í Bretlandi, þann dag vinna verkamenn eins og aðra daga, en kröfugöngur eru farnar og útifundir haldn- ir í brezkum borgum fyrsta sunnudag í maí. Síðastliðinn sunnudag var kröfuganga far- in i London. Þar var í fylk- ingarbrjósti Hugh Gaitskell, foringi Verkamannaflokksins, með sextán ára gamla dóttur sína, Cressida að nafni, sér við hlið. Gaitskell var einnig aðalræðumaður á útifundi í skemmtigarðinum Hyde Park. I iBretlandi eru margir þeirr- ar skoðunar, að Gaitskell verði forsætisráðherra eftir næstu kosningar, sem úr þessu geta eklci dregizt leng- ur en í eitt ár. Það sem liann hefur að segja á hátíðisdegi verkalýðsins vekur því at- hygli. /'illum á óvart kaus Gaitskell ” í þetta skipti að helga mikinn hluta ræðu sinnar sambúðinni milli Verkamanna- ftókksins og Bandaríkjanna. Ekki er svo að skilja að af- staðan til Bandaríkjanna liggi í þagnargildi í Verkamanna- flokknum, vinstri mönnum flokksins verður einmitt tíð- rætt um að flokkurinn verði þegar hann kemst til valda að kosta kapps um að vera sem óháðastur Bandaríkjun- um, svo að hann geti fylgt sjálfstæðri stefnu útávið og innávið, en eigi eklki undir högg að sækja hjá bandarísk- um auðhringum og ríkisstjórn sem þeir ráða. Þ&ð sem kom flatt uppá menn var að Gait- skell, leiðtogi hins bandarísk- sinnaða hægri arms flokks- ins, skyldi nú setja þetta mál á oddinn. Hingað til hafa málsvarar hægri manna í Verkamaiinaflokknum haidið því fram að afstaðan til Bandaríkjanna sé ekki ann- að en gervivandamái kreddu- fastra æsingamamia, sem ekki geri sér ljósar breytingarn- ar í Bandaríkjunum síðustu áratugi, þar svifi nú yfir vötnunum slíkur frjálslyndis- og víðsýnisandi, að gersam- lega sé útilokað að banda- rísk ríkisstjóm reyni að bregða fæti fyrir Verka- mannaflokksstjórn í Bretlandi eða nokkurt stefnumál henn- ar. Dæða Gaitskells á sunnudag- ** inn sýnir að hann vill ekki láta telja sig í hópi þeirra V ehkamannaf lokks- manna, sem virðast álíta að þeir sem á hverjum tíma sitja ' á valdastólum í Wash- ington hljóti að vera samval- inn hóour flekklausra dýr- linga. Gaitskell lagði útaf grein, sem birtist nýlega í hinu áhrifamikla blaði Christ- ian Science Monitor, einu frjálslyndasta borgarablaði Bandaríkjanna. Skrif þess sýna, sagði Gaitskell, að tíma. bært er að vara Banda-, ríkjamenn við að skipta sér af stjórnmálabaráttunni í Bretlandi, veita öðmm stóm flokkanna sem berjast um völdin en vinna gegn hinum. Gaitskell kvað sig hafa rek- ið ! rogastanz, þegar hann sá í Christian Science Moni- tor að undirrót erfiðleikanna sem Herther, nýji utanríkis- ráðherrann í Bandaríkjunum, á í með að samræma stefnu Vesturveldanna fyrir væntan- legar viðræður við Sovétríkin væru þingkosningarnar sem fara í hönd í Bretlandi. ÍBlað- ið sagði: „í neðri deild brezka þingsins verður stefna ibrezku stjórnariniiar fýrir . á- hrifum sem koma henni úr samræmi við stefnu annarra bandamanná. . 1 Wasliington verða menn að taka tillit til þess sem gerast kann í brezk- um stjórnmálum og veita Macmillan forsætisráðherra allt það fulltingi sem unnt er. Þetta er mergur vanda- málsins sem Herther á nú við að glima“. TTugh Gaitskell lét áheyrend- * ur sína í Hyde Park á sunnudaginn óspart heyra, að hann ætlar ekki að taka því með þögninni að það verði eitt af helztu stefnumiðum bandarískrar utanríkisstefnu að hann fái aldrei að flytja inn í hin fornfálegu en sögu-< frægu húsa'kynni Downing Sbreet 10. ,,Sem ötull mál- svari vinfengis milli Banda- ríkjanna og Bretlands vil ég benda Herther á, að ekkert myndi spilla eins rækilega samibúð rfkja okkar og ef þess sæjust hin minnstu merki að Bandaríkjastjórn væri að skipta sér af þingkosningum í Bretlandi,“ sagði Gaitskell. Jafnframt ítrekaði hann þau atriði í utanríkisstefnu Verka- mannaflokksins, sem verst eru séð meðal bandarískra herforingja og embættismanna í utanríkisráðuheytinu í Washington, eri liafá fuiidið Framhald á 11. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.