Þjóðviljinn - 07.05.1959, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 07.05.1959, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 7. maí 1959 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Önnur Noregsferð Sfefóns •( Stefán f'rá Hvítadal: Frá Jlidne (5|agar. Dikt í ntval. — Norsk onidiktning ved Ivar Orgland. — 128 Maðsíður. — Fonna for- f llag 1958. NTorski sendikennarinn við Háskóla Islands, Ivar Org- iand, ihefur lagt sérstaka rækt við Stefán frá Hvítadal og skáldskap hans. Hann hefur nú um nokkurt skeið haft í smíðum mikið ritvehk u:m Stefán; en ekki veit ég, live langt því er -komið né hvar þvi er ætlað að birtast. En hvað sem þess híður, þá er sú bók sem hér um ræðir ó- rækur vitnisburður um á- stundan Norðmannsins á ís- landi. Nú er Stefán frá Hvíta- daf kominn til Noregs í ann- að sinn. Bókin geymir 30 kvæði Stef- áns í þýðingu Orglands. Hann hefur snúið þeim á nýnorsku, sem. ýmsir telja miklu huggu- legri tungu en afbrigði það af sjálenzku er 'kallast norskt ríkismái. Röskur helmingur kvæðarma, eða 16 talsins, er úr fyrstu bók Stefáns, Söngv- um förumamisins; sex úr Óði einyrkjans, fjögur úr Hels- ingjum, og loks önnur fiögur sem ekki birtust í bók um daga Stefáns. í safninu eru samankomin ýms kunnustu og fremstu kvæði skáldsins; Hjartarím, Hún kyssti mig, Bjartar nætur, Þér skáld, Þér konur, Það vorar, Fornar dygðir. Að upphafi standa tvær greinar um Stefán: hin gamla ritgerð Kiljans, þýdd af Ivar Eskeland, og önnur eftir þýðandann; „Stefán frá Hvitadal og Noreg“. Bókin er sett þekkilegu letri, hún er skýrlega prentuð og sóm- ir sér vel 'í hvívetna. Eg hef borið þýðingu Org- lands á nokkrum kvæðunum saman við frumtexta, og hafði refsivöndurimi í undirrituðum iítið að gera á meðan. Þýðand- inn þræðir hugsun Stefáns oftastnær fjarska ná'kvæm- .lega; skilningur hans á text- anum verður sjaldan vefengd- 'ur. Eg er ekki að breiða mig •! út nm það, heldur birti ég sönnunargagn í málinu — eitt erindi úr Þér konur, frum- texta og þýðingu (og má þó að sönnu fetta fingur út í fjórða vísuorðið): Þér leidduð hinn volduga og / vísa að vizkunnar göfga brunni, — þér Zíons sólbrenndu dætur, er Salomó konungur unni. Og málminn fylltuð þér l mildi, ! og musterið reis við yl. i .. . . Og því loga Salomós < söngvara. t iað Súlámít hans var til. i De ieidde den sterke og kloke , dit yisdomen har sine roter, i -— de solbrende dotrer át Zion, som lág ved kong Salomos foter. Med mjukleik fylte de malmen og templet med varme mild. . . . Og di logar Salomos songar, for Sulamitt hans var til. Og hefur það vissulega auð- veldað verk þýðanda á ýms- um stöðum, hve nýnorskan ber ríkan keim af þeirri ljóm- andi tungu sem forðum var töluð í Noregi: íslenzkunni. Ég vænti þess að ekki sé neinn málsvindill í lokalínu þýðingarinnar? En nákvæmnin er einungis önnur langhlið þýðangar. Hin er sú að búa henni almenni- legt mál; þýðing getur verið hremmilegt hnoð, þótti hinni nöktu hugsun frumtextans sé ekki sýnd nauðung. Mér virð- ast þýðingar Orglands á eðli- legu og hispurslausu máli; ég held það sé ekki mikið um orðahröngl eða forskrúfað setningalag. „Þér skáld“ væri merkilegt kvæði, ef það væri frumort á norsku Orglands. Hann mun sjálfur vera dá- gott skáld, og þess njóta nú þýðirgar hans. Ef það er á annað borð einhvers virði að list og kveð- skap sé haldið á lofti, þá sýn- ist fara vel á því að Ivar Orgland halidi áfram að snúa íslenzkum kvæðum á norska tungu. B.B. Geðfelld kvæði Skáldið — og þýðandinn Einar M. Jónsson: Þallir; Ijóð. — 237 blaðsíður. — Ileígafell, Víkingsprent, 1958. Höfundur þessa ljóðasafns hefur dvalizt langdvölum á sjúkrahúsum og ekki alltaf átt sjö dagana sæla; það er sízt að undra, þótt flest kvæði hans séu alvarleg í bragði og sum þeirra jafnvel raunamædd á svip. Hitt kemur einmitt notalega á óvart, að hann beitir á nokkrum stöðum þægilegri kímni, skopast að mótlætinu, gabbar alvöru sína: Pegasus hleypur upp af jöfnum gangi og fer að stökkva í gáska. Þvílík kvæði í ósviknum gamantóni eru: Ekki er sopið kálið, Töfrar tveggja handa, I fótspor meistarans. Þau auka hókinni að sönnu ekki listgildi, en þau víkka landnám hennar og gera það fjölbreytilegra yfir að líta. Hún verður skemmtilegri aflestrar fyrir vikið. En þessi kvæði eru undan- tekningar; hugur skáldsins og listræn viðleitni eru bundin al- vörunni. Það er vissulega ekki margt um frumlegar hug- myndir í ljóðum hans; hann hefur ekki fundið þann per- sónulega tón, sem greini kvæði hans augljóslega frá verkum annarra skálda. Hins- vegar er höfundi gefin lipur hagmælska, einlægni hans er öldungis fölskvalaus, mál hans er vítalítið og stundum fallegt. Fyrir allt þetta eru mörg kvæði hans geðfelldur lestur, og hókin í heild andar þekkum ilmi; hún skirir höf- und sinn ekki nafni stór- skálds, en er honum til sóma. Einar M. Jónsson lyftir ekki tilfinningum sínum í hærra veldi í kvæðum sínum, en lýs- ir þeim með hreinu hugar- fari og góðri smekkvísi. Og raunar ber það við innan spjalda bókarinnar, að við nemum þann fjarlæga þyt af flugtökum hærri anda, sem Einar Benediktsson getur á einum stað. Eg hef hér eink- um í huga kvæðin Ásýnd fjallsins og Vetrarblóm, þótt hvorugt þeirra sé að vísu gallalaust. Skynjun af því tagi, sem birtist í síðasta er- indi fyrrnefnda kvæðisins, er aðeins á fárra færi. Formið á kvæðum Einars M. Jónssonar verður sjaldan minnisstætt. Þau eru flest kveðin í hefðbundnum stíl; en í nokkrum ljóðum ástund- ar skáldið meira frjálsræði í meðferð bragarhátta — og nær góðum árangri. Meðal þeirra er Skógurinn, fyrsta kvæði bókarinnar og í hópi þeirra sem farnast bezt. Það gefur hugmynd um þann stíl sem við metum mest nú ran sturliir, þessir sem aldrei lærðum að hvísla sléttubönd- um ebegar hrynleysum að Rúnunum okkar. Sum kvæðin í Þöllum ná vitaskuld ekki landi: það er ems og gengur í bókum. Eg sé til dæmis ekki betnr en huemvndin í Hræreks jafna sé giörsamlega út í bláinn: að líkja renns’i .Tökulsár á FiöllJ um við ævi Hræreks konungs á Kálfskinni. Endirir>n á Skipum er óhæfilega snubbótt- Framhald á II. síðu. <S>- Fi7 Hafa sýnt íslenzkum yerklýðssamtökum eijn éyirli sem bau hafa ©rSi HarSorS mótmœli Björns Th. Björnssonar i útvarpsráSi vegna dagskrárinnar 1. maí Á fundi útvarpsráðs 5. maí s.l. lét Rjörn Th. Björnsson, fulltrúi Alþýðubandalagsins, bóka eftirfarandi mótmæli vegna útvarpsdagskrárinnar 1. nwí: „I gildandi lögum um út- varpsrekstur ríkisins er út- varpsráði gert að skyldu að gæta þess „að við útvarpið ríki skoðanafrelsi og fyllsta óhlutdrægni gagnvart öllum . . . stefnum í almennum mál- um, . . . félögum og einstak- lingum". í dags'krá þeirri 1. maí, sem meirihluti útvarpsráðs sam- þykkti og útvarpsstjóri ann- aðist, voru öll þessi ákvæði þverbrotin og með því fram- ið hið freklegasta trúnaðar- brot gagnvart þeirri megin- skyldu, sem ofangreindum að- ilum er á herðar lögð. Til rökstuðnings þessa skulu hér tekin upp nokkur.. atriði úr ræðu þeirri, sem útvarpsstjóri fékk hr. Jóhann Sigurðsson til að flytja þetta kvöld. a) Ræðumaður kallaði for- ystumenn verkalýðshreyf- ingarinnar „einræðisöfl“ og ásakaði þá fyrir „mis- notkun“ samtakanna: „Sérgóð, annarleg öfl, hafa lengst af reynt að . . . misnota verkalýðssamtök- in til framdráttar pólitísk- um ihagsmunum sínum. Á ég þar við þau einræðis- öfl, sem lengst af undan- farin ár hafa svo að segja ráðið verkaíýðshreyfing- unni og misnotað aðstöðu sína sem slíkir (svo) og gætt þess, að erigin fast- mótuð stefna festi rætur“. h) Ræðumaður kallaði nefnd kosna einróma á þingi A.S.I, „umboðslansa nefnd- arklíku“, er starfaði án „minnsta ’ eamráðs við launþegana sjálfa“: „Hámarki náði þessi starf- semi í tíð vinstri stjórn- arinnar svonefndu, þegar Alþýðusambandið var látið þjóna stjórnarherrunum og umboðslausar nefndarklík- ur lejTðu sér að skammta launþegum kaup og kjör, án minnsta samráðs við launþegana sjálfa“. c) Ræðumaður kallaðj núver- andi stjómarmenn alþýðu- samtákanna „ofstækisfulla hentistefnumenn“; „Það verður . . . að draga verka- lýðssamtökin undán yfir- ráðum ofstækisfullra hentistefnumanná“. d) Ræðumaður fullýrti, að ekki ríkti málfrelsi rié lýð- ræði í mörgum vei’kaíýðs- félögum: „Til þess . . . verður að tryggja lýðræði innan launþegasamtak- anna, vernda málfrelsi á fundum þeirra, en það er raunverulega ekki til í allt of mörgum félögum“. e) Ræðumaður lét meira en að því liggja, að kjörskrár væru falsaðar í „mörgum helztu verkalýðsfélögum landsins" og kosningar færu ekki að lögum; „Tryggja verður að kjörJ skrá og kosning séu lög- mæt, . . . en.mikið skort- ir á að svo sé í mörgum helztu verkalýðsfélögum landsins“. f) Loks felldi ræðumaður þann dóm yfir verkalýðs- samtökunum, að þpu væru „áhrifalítill leiksoppur póli- tískra ævintýramanna". Enda þótt fleiri dæmi séu ekki tékin, munu þessi nægja til sönnunar því, að meiri- hluti útvarpsráðs og útvavps- stjóri haf,a ekki einasta brot- ið öll ákvæði laga um óhlut- drægni í 'iagskrá ríkisútvarps- ins, heldur sýnt íslenzkum verkalýðssamtökum einhverja mestu óvirðu, sem þau hafa orðið fyrir af opinherrj hálfu, — og það í dagskrá á sjálfum hátíðis- og baráttudegi sam- takanna.“

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.