Þjóðviljinn - 07.05.1959, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 07.05.1959, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 7. maí 1959 — ÞJÓÐVILJINN — (9 RITSTJókl: Glímcm við Frímann Frimann Helgason telur að ég hafi skorað á sig, og sé sér því nokkur vorkunn. Aðrir mundu telja að hann hefði fyrr kastað hanzkanum, og það sé vonum seinna, að ég tók hann upp. Eg hef alltaf gaman af glímum, en skemmtilegri þætti mér glíman ef ofurlítið væri fimlegri vörn- in hans Frímanns. Það skal þá fyrst tekið fyrir. að hann hefur grein sína á umræðum, sem fram fóru í Íþróttasíðúnni fyrir um það bil tveimur árum. Ekki var ég staddur á þeárri glímu, hvorki sem áhorfandi eða dómari, svo þau skrif koma mér ekkert við. Svo getur Frímann þess í feitu letri að ég sé sjálfum mér sam- kvæmur, og þar er ég honum innilega sammála. en svo rugl- ast hann eitthvað í sagnfræðinni þegar kemur að næstu fyrirsögn: „Löghelgun Gríms á níði“. Þá verður frásagnarmáti Fr.ímanns eitthvað ábekkur talsmáta Kot- strandarkvikindisins frammi fyr- ir Torfa í Klofa. í þau full tutt- ugu ár, sem ég glímdi. var ég aldrei níddur og níddi engan og aldrej vissi ég dæmda vítabyltu. Hitt kom fyrir, að ég fengi verð- laun fyrir fagra glímu og drengi- lega. Snemma var mér það ljóst, að allar iþróttir koma til með að fylla út i þann ramma, sem þeim er sniðinn með viður- kenndum og staðfestum reglum. Og gh'man hlaut að snillast, ef ákvæðið, sem ég vitnaði í frá 1927 yrði langlíft. Þess vegna hóf ég undirúning til þess, að fá þessu breytt. Viðaði að mér rökum og fróðleik í nokkur ár og sendi Í.S.f. breytingatillögur 1938, til þess að fá löghelginni svift af níðinu. Þessum tiliögum fylgdu meðmæli eftirtalinna manna; Skú'f Þorsfeinss. form. UMSK Gestur Andrésson fyrrv. form. ÍK Njáll Guðmundsson glímu- kappi Kiósarsýslu í 3 ár Skúli Þorleifss. fyrrv. glímuk. Hja't.i Þórðarson glímukappi Kjósarsýslu í 5 ár Þorkell Þorkelsson frá Valda- stöðum Jóhannes Bjarnason sigurveg- ari í kaonglímu verzlunarm. ‘38 Ingim, Guðmundss. g'ímuk. Kjartan Bergmann glímusnill- ingur Lárus Halidórsson skólastj. Ólafur Pétursson íbróttak. Ólafur Þórðarson form. ÍK Lárus Salómonsson fyrrver- andí glimukóngur Halldór Guðmuodsson glímu- snilljngur Kjósarsýs'u í 5 ár Sieb.; Guðmundsson Fellsmúla Sigurð.ur Norðdahl í stjórn ,,Ármanns“ Þorgeir Jónsson frá Varma- dal fvrrv. glímukóngur og glímu- snillingur Páll Þorláksson glímudómari. Eg gat haft þá fleiri, en mig öraði ekki fyrir því bá, að þessi rökstuðningur mundi ekki nægja til þess, að koma fram laga- breytingu, sem ekki er nema kvöldstundarverk að fram- kvæma. Svo liðu tvö áT. Frímann og sessunautar hans í stjórn ÍSÍ komu því ekki í verk, að leiðrétta þetta. Árið 1940 birti ég tillögurnar í „Morgunblaðinu“. Og til þess að sýna, að ég er sjálfum mér samkvæmur vitna ég í þá grein. „Glíman er þjóðaríþrótt,- sem hefur þroskað sín óskráðu lög um lanpan aldur. Þegar þessi lög eru færð í letur, er reynt að gera það með sem mestri samvizkusemi. En öll frumsmið stendur til bóta. -V ; .V y ‘ • ' . ■: ‘Þegar enciúfskoðunin fer fram tekst svo illa til. að reglunum er spillt. Eg er sannfærður um að bað ákvæði, að sá sem eigi braeðið og verði ofan á (svo smekklega sem það er orðað) skuli hafa sigur, er orsök þess hve oft er fast glimt: „Nú bregður maður keppinaut sínurn og gerir honum rétta bylfu, en fellur sjálfur á hann ofan og nemur niður meira en leyfilegt er. skal þó dæma hon- um unna glímuna. ef hann nam ekki vj.ð jörðu nema lítið eitt og réð að ful'u niðurlögum hins.“ Glímuregl. ÍSÍ bls. 3 (fellt niður 1951). Þetta er I.iót setnin'g í reglum um íslenzka glímu. Að glíman er ekki ver komin, en raun ber vifni er því að bakka. að erm lifir mikið af hinum heilbrieða glímuanda rneðal þjóðarinnar.“ ,.En frá því vil ég ekki hvika, að bvltan sé aðal kepDÍkeflið og að brögð og vamjr eigi sér engin laun, ef bau ekki valda eða verja byltu. Það er að segja braeð. sem ekki veldur byltu ' misheonnast Og braeði, sem t.ek ið er illa eða aðeins til að sýn- ast er ekki skvlt að svara með vöm. Ai'tli menn að standa af sér eóð brögð, er bað verst fyrir bann sem það reyoir. Glíman er karlmannlegur kannleikur, bar sem sá sterki. snari og kunnátt.usami, þolgóði og liðuei hefur mesta mögu- leika til að vjnna. Það er svo með al'ar íþrót.tir. að bær útheimfa vissa líkam- lega eijiMeika og þeir, sem bafa hlotið þá ejeinleika í vöeeugíöf. eða áunnið sér þá. hafa mest.ar líkur t.il að vinna oe við bví er ekkert, að segja.“ Enn líða árin. Frímann oe sessunaut.ar hans i stjóm ÍSI voru athafnalitljr. að visu skio- uðu beir nefnd. -en höfðu ekki myndueleik ti.l að setja henni nein skynsamleg .tkilyrði um verkhraða, og þar var lengi dundað yfir lit.lu efni. Eg hélt áfram að ónáða ÍSÍ með bréfum og umsögnum mætra manna, t.d. Kolbeins í Kollafirðj sem saeði: „Eg hefi lesið glímureglur Gríms S. Norð- dahls, og athugað litilsháttar. Hefi ég borið þær saman við það, sem ég hefi áður lesið um íslenzku glímuna og þær regl- ur, sem mér voru í æsku minni um hana kenndar, og tel ég regl- ur þessar í fullu samræmi við það.“ Oft ræddi ég við forsetann, Ben. G. Waage sem alltaf tók þessu máli vingjarnlega og af skilningi, en framkvæmdir drógust allt th 1951. Þá fyrst eru tillögur mínar teknar ti 1 greina og gerðar að lögum ÍSÍ. Og þar með eru lög ÍSÍ um það hvernig bylta sé rétt gerð komin í samræmi við hin fornu . ó- skráðu lög glímunnar, sem eru eldri en íþróttasámband íslands. Trúi nú hver sem trúa vill Frímanni, að ég dæmi eftir öðr- um ákvæðum, en þeim, sem ég eftir baráttu í ræðu og riti á annan áratug loks fékk lögtek- in? Þettó starf mítt verður á máli Frhnaniis að feitletráðri fyrirsögn: „Löehelgun Gríms á níði.“ Er nú furða þó að mér detti í hug málaflutningur Kotstrand- arkvikindisins. Frímann segir: „Til frekara öryggis hef ég nú blaðað í gegnum glímulög ÍSÍ sem samin voru af glírpubókar- nefnd ÍSÍ á sínum tíma og gef- in út 1951, og kem ég hvergi auga á þá grein, sem Grímur vjtnar i og samþykkt var 1928, að hans sögn.“ Til ‘ frekara öryggis um hvað er maðurinn að blaða, til öryggis um, að það sé lýðum ljóst, að hann viti ekkert hvað hann er að skrifa um. Það bykir engum merkilegt. sem til þekkir, þó hann finni ekki ólögin. sem ég vitnaði í, eftir að búið er að fella þau og gera tillöeur mínar að lögum ÍSÍ. En þetta átti nú hann Frí- manna að vita. Nú lægi beint fyrjr mér að bregða Frímanni um, að fara vísvitandi með rangt mál í öll- um seinni hluta greinar sinnar, bar sem hann staðhæfjr, full- yrðir blákalt út í loftið. að bað j séu ejnhver ótaljn einkalög mín, sem ég dæmi eft.ir. en HANN fari eftir lögum ÍSÍ. Við höfum báðir sömu lög og burfum ekki að s'íta friðinn fyrir þær sakir En með þessu geipi sínu renuir hann sterkum stoðum undir þá skoðun mína. að það skorti mikið á. og meira en ég hélt í unphafi þessarar deilu, að hann hafi þekkingu á við mig, í því sem glímunni við- kemur, hvað þá aðra, sem meira hafa til brunns að bei'a. Fyrst það ruglast allt fyrir Frímanni, sem er til í skjal- festum heimildum. hversu miklu fremur' vefst þá hitt fyrir hon- um, sem gerist í harðri keppni og verra er að henda reiður á. Nei, hann Frímann mei/nar ekkert illt með þessum skrifum sínum og ég hefi aldrei vænt hann um hlutdrægni eða vondan tilgang, en hitt sagði ég, að bann hefur haldið uppi níðskrif- s* um, um glímuna, glímumenn og dómara. En hann veit ekkert hvað hann er að gera, frekar en kviarollan, sem eyðileggur nyt- ina sína, og jafnvel annarra í hugsunarleysi. Allt þetta tal, að glíman sé orðin „rekald“, og jafnvel naga; neglumar yfir þeim vandræðum, | að ekki sé hægt að fá erlenda kennara er mjög fjarstæðu- kennt og neikvætt. Það er vitað mál, að íslend-1 ingar hafa vaxið að vexti og afli með batnandi lífskjörum. Fjöldi manna hefur æft glimu lengi og samvizkusamlega, und- ir handleiðslu hinna færustu kennara og við betri skilyrðu, en þekktust fyrir nokkrum ára- tugum. En það er ekki hægt að bera afrek glímumanna saman með því að skrásetja met, en auðvelt að rausa um eilífa aft- urför. Mig furðar ekki þó hann Frí- mann finni, að þessi vöm hans ihúiii ék'ki veija hann ef tir-. mirmilegri skfokkskjóðu,. og íj fallinu rekur hann upp emjan þvílíka að berst um land allt, og heitir á einhver máttarvöld, að dæma mig i vítabyltu af verstu tegund. samkvæmt glímulögum ÍSÍ. (Þar er nú raunar ekki nema eina tegund að hafat Hér sannar Frímann sem oftar hve ósýnt honum er, að hugsa og bera sig sem glímumaður. Hver hefur heyrt glímumann krefjast refsidóma yfir g’ímu- bróður sínum. Hitt eru glímulög að takast i hendur að leikslok- um, hver sem úrslit hafa orðid Kópavogi, 15. apríl 1959. Grímur S. Norðdahl ATHUGASEMD Það g’eður mig að Grímur S. Norðdahl skpli hafa komizt að raun um það, ,að búið værj að afnema níðið úr glímulögunum, og að það hafi verið gert í þarn tíð sem ég átti sæti í stjóm ÍSÍ, og þá, .að menn mega ekki níða. HRt hryggjr mig að Grímur S. Norðdahl skyldi ekki nota tíma sinn og blaðrými til rökræðna um það, hvernig vinna skuli áð vexti o$ viðgangi glímunar, en það kom mér raunar ekki á ó- vart, og kveð. F. II. Mjaðmarhnykkur. Tekst Reykjavíkurúrvalinu að sigra Þjóðverjana annað kvöld? Annað kvöld fer fram síðasti .lejkur þýzka handknattleiksliðs- ins frá Hamborg, og keppir það þá við Reykjavíkurúrval. Það er nú orðið nokkuð langt síðan hreint Reykjavikurúrval hefur leikið við erlent lið og verður gaman að sjá hvernig bví vegn- ar. Effír öllum sólarmerkjum að dæma ætti lið það sem valið hefur verið að sigra, ef það fellur saman, og margt bendir til þess að það geri það. i Að þessu sinni leikur hinn roskni, snjalli landsþðsmaður Þjóðverjanna, Singer Heinz í marki, en hann var í marki í þýzka lands'iðinu sem sent var á heimsmeistarakeppnina 1954. Hann hefur hingað til leikið sem framherji í liðinu í stað manns sem ekki gat komið, og liðið saknar nú mjög. Verður : gaman að sjá þennan aldna meistara (36 ára) í markinu. Singer fór með landsliði Þjóð- verja 1956. Singer hefur látlð 1 svo ummæl t að það komi lionum alveg á óvart hve handknatt- leikur sé hér vel leikinai og a3 sjá snjallar skyttur, tvær og fleirrj í hverju liði, það var meira en hann liafði búizt við. Reykjavíkurliðið sem mætir Polzei Hamburg annað kvöld er þannig skipað: Guðjón Ólafsson KR, Sól- mundur Jónsson Val, Bergur Adolphson KR, Guðjón Óláfs- son Fram. Karl Jóhannsson KR, Reynir Ólafsson KR, Karl Bene- diktsson (fyrirliði), Hermann Samúelsson ÍR, Geir Hjartarson Val, Pétur Sigurðsson ÍR. Flokksstjóri verður Pétur Bjarnason óg hefur hann valið lið þetta og stjórn HKRR sam- þykkt. Hinir ágætu þriðju flokkar Ármanns og FH keppa á undan, og getur það líka orðið skemmti- leg keppni, því að þessir ungu menn leika góðan handknattleik. Þá verður í leikhléi sýnd á- haldaleikfimi sem um daghaij vakti sérstaka athygli.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.