Þjóðviljinn - 08.11.1959, Side 1

Þjóðviljinn - 08.11.1959, Side 1
Kvenfélag sósíalista Kvenfélag sósíalista helilur félagsfund n.k. miðviku- dagskvöld í Tjarnargötu 20. Dagskrá auglýst síðar. Stjórnin. Gunnar Thoroddsen heimtar að verða forsœtisróðherra Vísir heíur í hótunum, verði ekki látið að vilja hans Eins og Þjó'öviljinn skýr'ði frá í gær er bitizt um ráö- herraembætti en ekki um málefni í viðræðum Sjálfstæö- isflokksins og Alþýðuflokksins um stjórnarmyndun. Kem- ur þar ekki aðeins til ágreiningur milli flokkanna, held- ur og innan þeirra hvors um sig. Þannig leggur Gunnar Thoroddsen á þaö ofurkapp innan Sjálfstæ'öisflokksins að verða forsætisráðherra hinnar nýju stjórnar. Gunnar heldur því að von- um fram að nú sé röðin loks- ins komin að sér að verða ráð- herra; Ölafur Thors og Bjarni Benediktsson hafi verið það svo off og lengi. Einnig legg- ur Gunnar áherzlu á það að hann sé öilum öðrum betur til þess fallinn að vinna með Al- þýðuflokknum eftir samstöð- una í forsetakosningunum sæll- ar minningar og einatf síðan, og vísar til þess hvernig hann hafi innbyrt Alþýðuflokkinn gersamlega í stjórn Reykja- víkurbæjar. Gunnar bendir á Birgi Kjaran sem eftirmann sinn í borgarstjóraembættið. Hræddir við Gunnar Margir leiðtogar Sjálfstæð- isflokksins eru hins vegar sér- staklega hræddir við að láta einmitt Gunnar Thoroddsen stjórna samstarfi við Alþýðu- flokkinn. Þeir benda á hvernig Gunnar hafi stjórnað aðstoð- inni til Alþýðufloksins í kosn- ingunum í júní, en þann liðs- auka gat Sjálfstæðisflokkurinn ekki endurheimt, heldur jókst Aðalfundur ÆFR á morgun Aðalfundur Æslíulýðsfylk- ingarinnar í Reykjavík verð ur haldinn annað kvöld og liefst klukkan 9. Dagskrá: 1. Inntaka nýrra fé- laga. 2. Aðalfundarstörf. 3. Félagsmál og starí'iö í vetur. Mikilvægt er, að þeir fé- lagar, sem gengið hafa í fé- lagið í sumar, mæti á fund- inum. Stjórn ÆFR. hann til muna í kosningunum í haust. Þeir benda einnig á að í kosningunum í haust hafi ýmsir nánustu samstarfsmenn Gunnars Thoroddsens úr for- setakosningunum, kjarni Lýð- veldisflokksins, tekið virkan þátt í kosningabaráttu Alþýðu- floksins og meira að segja starfað á kosningaskrifstofu hans á kjördqg. Og enn ótt- ast þeir að Gunnar Thorodd- sen hugsi sér að nota Alþýðu- flokkinn í valda-baráttu þeirri sem fram fer innan Sjálfstæð- isflokksins — með því hrein- lega að hóta að ganga í Al- þýðuflokkinn með allt sitt lið ef hann fái ekki metnaðaróSk- um sínum framgengt. — Leið- togar Alþýðufloksins hafa þeg- ar látið í ljós að þeir myndu telja það mjög vel ráðið að Gunnar Thoroddsen yrði for- sætisráðherra í næstu stjórn. Hefur í hótunum Hin harkalegu átök innan Sjálfstæðisflokksins birtast glöggt í Vísi í gær, en Visir er sérstakt málgagn Gunnars Thoroddsens og Birgis Kjar- ans. Þar er birt á áberandi hátt grein eftir Ingólf Möller skipstjóra og segir þar m.a. S5Vo: „Sjálfstæðisflokknum og Al- þýðuflokknum ber sameiginleg skylda til að mynda tveggja flokka ríkisstjórn . . . Þeir menn sem leyfa sér að nefna hugsanle.ga samvinnu við kommúnista hljóta að liafa orðið fyrir einliverju áfalli . . . Ljái Sjálfstæðisflokkurinn máls á að mynda stjórn, sem á ein- livern liátt er tengd kommún- istum, þá veit ég að fylgi floksins verður í næstu kosn- ingum aðcins hrot af því sem það er nú. — Ritari Alþýðu- Framhald á 3. síðu. Sovétþjóðirnar minntust í gær 42 ára afmælis byltingarinnar Þjóðir Sovétríkjanna minnt- ust þess í gær, 7. nóvember, að þa voru liðin 42 ár frá upp- hafi októberbyltingarinnar, og reyndar var þess atburðar minnzt í flestum löndum heims. Mest voru hátíðahöldin að venju í Moskvu Hundruð þús- unda manna úr öllum vinnu- stéttum og frá hinum ýmsu hlutum Sovétrikjanna tóku þátt í hinni voldugu skrúð- göngu yfir Rauða torgið, fram hjá grafhýsi Leníns, þar sem forystumenn sovétstjórnarinn- ar og kommúnistaflokksins stóðu. Malínovskí marskálkur, land- varnaráðherra Sovétríkjanna, ávarpaði hinn mikla manngrúa, ítrekaði friðarvilja sovétþjóð- anna sem enga ósk ættu heit- ari en geta helgað sig óskiptar friðsamlegu starfi, friðsamlegri samkeppni við hinn kapítalíska heim. Sovétstjórnin beitti sér nú sem fyrr fyrir ]jiví að víg- búnaðarkapphlaupið yrði stöðv- að og allsherjar afvopnun Framhald á 3. síðu Happdrætti Þjóðviljans 1959 Þessa daga eru áskrifendr iir Þjóðviljans að fá í hend- ur happdrættismiða blaðsins fyrir árið 1959. Eins og áður er vel til happdrættisins vandað, vinningsnppliæðin er alls 120.000 kr., en vinning- ar eru þessir: ★ Volkswagenbifreið, að verðmæti 90.000 kr. ★ Vörur eftir eigin vali fyrir 5.000 kr., tveir vinningar. ★ Vörur eftir eigin vali fyrir 2.000 kr., fimm vinningar. ★ Vörur eftir eigin vali fyrir 1.000, tíu vinningar. Ein og áður er verð mið- ans 10 kr., og dregið verður 23. desember, en drætti alls ekki frestað. Þjóðviljinn hefur að und- anförnu leitað árlega til les- enda sinna með beiðni um kaup á happdrættismiðum. Hafa undirtektir yfirleitt ver- ið mjög góðar og almennar, og væntir Þjóðviljinn þess að svo verði einnig í ár. Islenzkur leikari vinnur sigra erlendis Ungur Isfirðingur, Jón Laxdal, hefur getið sér orðstír fyrir leiklist í Austurríki og Þýzkalandi. I fjögur ár hefur hann stundað nám við ríkis- leikskólann í Vínarborg, og á prófinu í sumar vann liann fyrstur út- lendinga eftirsóttustu verðlaun sem leiklistar- nema í Austurríki geta hlotnazt. Nú er Jón ráð- inn til Alþýííuleikliúss- ins í Rostock, en í sumar var hann í leikflokki skóla síns, sem sýndi „Grosse Welttheater“ Hoímannsthals víða um Þýzkaland. Myndin er úr þeirri sýningu. Betlarinn (Jón Laxdal) lýtur yfir auðmanninn (Harald Hartli) en dauðinn (Aml- reas Adams) horfir á. Á sjöundu síðu Þjóðvilj- ans birtist í dag grein um Jón Laxdal og fleiri myndir.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.