Þjóðviljinn - 08.11.1959, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 08.11.1959, Blaðsíða 3
Sunnudagur 8. nóvember 1959 — ÞJÓÐVILJINN Ferðabókim r Islandi Margir íslendingar munu kannast við þýzka fornleifa- fræðinginn og málarann Haye W. Hansen, enda hefur hann dvalizt hér langdvölum og ferð- azt mikið um landið á siðustu 10 árum. Síðast i haust kom hann hingað og hafði þá sýn- ingu á verkum eftir sig í sýn- ingarsalnum að Freyjugötu 41. Haye W. Hansen er nú á för- um aftur til Þýzkalands. en í síðustu viku ieit hann inn á ritstjórnarskrifstofur Þjóðvilj- ans og blaðamaður notaði þá tækifærið tii þess að rabba of- uriítið við hann um fslands- ferðir hans og bók. sem hann ætlar að fara að gefa út um ísland. — Hvenær komst þú fyrst til íslands? — Ég kom hingað fyrst í ágúst 1949 og dvaldist þá hér til ársins 1952. Á árunum 1953 til 1954' dvaldist ég hér öðru sinni og 1956 kom ég hingað í þriðja skipti og svo siðast nú í haust. Hefur ferðast um allt ísland Þú hefur ferðazt mikið um hér á landi. , — Já, ég' hef ferðast um allt ísland, farið mikið á hestum, en svo hef ég líka farið um- hverfis landið með Esju. Ég hef teiknað og málað margar myndir á þessum ferðum mín- um, éihkum af gömlum sveita- , ■ • i . bæjum, svo sem Grenjaðarstað og Glaumbæ, einnig hef ég mál- að rnikið í Fljótshlíðinni og víð- ar. ' :— Þú hefur haldið nokkrar sýningar hér í Reykjavík. — Fyrstu sýninguna hélt ég í Listamannaskálanum í nóV- ember 1951. 1953 hélt ég aðra sýningu í Bogasal Þjóðminja- safnsins og þá þrið.ju núna í haust í sýningarsalnum að Freyjugötu 41. í febrúar 1952, þegar ég var kominn til Þýzka- lands úr fyrstu íslandsferð minrii með 150 olíumálverk og 250 teikningar, er ég hafði gert hér, hélt ég iíka sýningar þar ■ á’súmúm þeirra. Ég hafði sýn- ingar í Cuxhaven, Bremerhav- en, Hannover, Husum, Heide, Maldorf. Schleswig, Rendsburg, Lúbeck og Erlangen og ég hélt einnig fyririestra um ísland á öllum stöðunum og sýndi lit- skuggamyndir. Fyrsta bókin um ísland í 20 ár —i Ég hef heyrt sagt. að þú ætiir að fara að gefa út bók um ísland. er það rétt? — Já, segir Hansen og dreg- ur um leið þykkt vélritað hand- rit upp úr tösku sinni, það er handritið að bók hans um ís- land. Hún á að heita Island, Insel von Feuer und Eis. Bókin skiptist í 10 kafla. er fjalla um jarðfræði íslands, landfræði, landnám. Þingvelli, sögu Is- lands, málið. atvinnuvegi, ís- lenzka torfbæi, Reykjavík og loks ferðir Hansens hingað. Aft- an við bókina verða margar teikningar frá íslandi og mynd- ir af málverkum, sem Hansen hefur gert hér. — Hvenær kemur bókin út? — Hún kemur út í Berlin í vetur. Þetta er fyrsta bókin um ísland, sem gefin er út í Þýzkalandi í 20 ár, að undan- skildum myndabókum. — Þú hefur ferðazt mikið viðar en hér á íslandi. Hefurðu skrifað bækur um þær ferðir þínar? — Nei, þetta er fyrsta ferða- bókin, en ég hef ferðazt um Norðurlöndin öll og einnig víða um Vestur-Evrópu. Á næsta ári- kemur út eftir mig bók um Færeyjar og síðar skrifa ég ef til vill líka um Noreg og Sví- þjóð. — En þú hefur skrifað bækur um önnur efni. — Já, ég er fornleifafræðing- ur að menntun og fyrsta bók mín var doktorsritgerð, er ég skrifaði um fornleifarannsóknir í nágrenni Hamborgar. Einnig hef ég skrifað bók um „Cuxhav- en — Hadeln — Wursten“. Fyrsta ferð mín tili íslands var farin til þess að rannsaka forn- minjar hér, t.d. rannsakaði ég rústirnar á Stöng í Þjórsárdal, c VARAHLUTIR Nýkomið fyrir kælikerfið Vatnsdælur, vatnsdæluþéttar og allir vatns- dæluvarahlutir, vatnshosur, allar gerðir. EINNIG kúplingsdiskar, kúplingsvírar, mótor- púðar, startarar, startaravarahlutir, stuðarai að framan og aftan o.m.fl. i/ Ifoimki t/MÝRARVEö • SIMf kynnti mér gamlar byggingar hér o.fl. Hansen talar íslenzku all- vel og blaðamaðurinn spyr, hvort hann hafi lært hana hér á ferðum sínum. — Já, ég hafði ekkert lært í málinu áður en ég kom hing- að, það er bezt að læra ís- lenzku í sveitinni. Það er ekki hægt að skrifa bók um ísland nema skilja málið, geta talað við fólkið og lesið íslenzkar bækur. — Þú ert á förum til Þýzka- lands núna. Býstu við að koma aftur til íslands? — já, ég kem fljótlega aft- ur. Sá sem hefur séð fsland einu sinni getur ekki slitið sig frá því. Ég á líka marga góða vini á íslandi. Það er ekki að efa, að bók Haye W. Hansens verður góð landkynning fyrir ísland í Þýzkalandi. Hann hefur kynnzt landi og þjóð vel af eigin raun og ber hlýjan hug til hvort tveggja. Um leið og hann kveð- ur blaðamanninn segir hann: Ég skil vel baráttu íslendinga ívrir 12 mílna fiskveiðilögsög- unni, að það þarf að vernda ungfiskinn. Og hann bætir við i Síðasti sýningar- dagur Veturliða Málverkarsýningu Veturliða Gunnarssonar í Listamanna- skálanum lýkur kl, 11 í kvöld. Um 1200 manns hafa skoðað sýninguna og 42 m\m.dir selzt. Sýning’n verður ekki fram- lengd. Byltingarafmælið Framhald al 1. siðu. framkvæmd, v> meðan ekki væri gengið að tillögum henn- ar í þá átt, og meðan haldið Væri uppi herstöðvahring um- liverfis Sovétríkin, myndu þau efla varnarmátt sinn á allan hátt. með nokkru stolti í röddinni: Þjóðverjar hafa heldur ekki veitt innan 12 mílna markanna. — Gesti, sem skilja svo vel að- stöðu og sjónarmið íslendinga .'(3 Gunnar Thoroddsen \ Framhald af 1. síðu. floksins hefur á síðasta miss- eri haldið margar opinberar ræður, er tvúmælalaust hafa boðað stjóriunálastefnu, se«i ] liggúr svo nálægt stéfnu Sjpíf- stæðisflokksins, að þar úr er auðvelt i að flétta j sterka stefnu. — Leiðtogar sem tap- að hafa höfuðorustu verða að minnsta kosti að hlusta á varn- aðarorð þeirra fylgismanna sem enn standa uppi.“ Þetta eru mjög hreinskiln- ar hótanir Gylfi Þ Gíslason er nefndur með mikilli aðdáun og virðingu, og því er hótað að ef Sjálfstæðisflokkurinn: fari ekkj að vilja Gunnars Thoroddsen muni hann einnig missa þá fylgismenn ,,sem enn 'standa uppi“ — og þá að sjálf- sögðu til Alþýðuflokksins! Fjölmörg önnur hliðstæð ágreiningsmál eru uppi. Þannig gerir Guðmundur 1. Guðmunds- son það að ófrávíkjanlegu skil- yrði að hann verði utanríkis- ráðherra áfram. Veldur því að sjálfsögðu fjárhagsleg nauð- syn Alþýðublaðsins, en Guð- mundur hefur nú um skeið útvegað blaðinu feikilegar fjár- fúlgur úr leyndum uppsprettu- lindum. Kröfu sína rökstyður Guðmundur hins vegar með því að Alþýðuflokkurinn hafi unnið á í koswipgunum en Sjálfstæðisflokkurinn tapað, og ef Alþýðuflokkurinn eftirláti Gunnari Thoroddsen forsætis- ráðherratign verði hann að sem Haye W. Hansen, er gott sjálfsögðu að halda utanríkis* að hýsa. málunum! ý>- Allt á sama stað CHAMPION kraftkerin fáanleg í alla bíla Það er sama hvaða tegund bifreiða þér eigið, það borgar sig að nota það bezta —■ CHAMPION-KRAFTKERTIH Skiptið reglulega um kerti Egill Vih|áimsson h.f. Laugavegi 118, sími 22240 Leikfélag Kópavogs MÚSAGILDRAN eftir Agöthu Christie. Spcnnandi sakaraálaleikrit í tveim þáttum. Sýning á þriðjudagskvöld kl. 8,30 í Kópavogsbíói. Aðgöngumiðasala á morgun og þriðjudag eftir kl. 5. Sími 19185. Pantanir sækist 15 mín. fyrir sýningu. — Strætis- vagnaíerðir frá Lækjargötu kl. 8,00 og tii baka frá bíóinu kl 11.05

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.