Þjóðviljinn - 08.11.1959, Side 12
Læknahúsið - domus medica -
bæfa til muna starfsaðstöðu lækna
Leyfi til að hefja smíði þess væri kærkomnasta af-
mælisgjöf Læknafélags Rvíkur 50 ára, segja læknar
Þaö gegnir nokkurri furöu, aö læknasamtökin skuli
enn ekki hafa fengiö leyfi fjárfestingaryfirvalda til fram-
kvæmda viö byggingu fyrirhugaös læknahúss — domus
medica — í Reykjavík, enda þótt beiðni um slíkt hafi
verið íterkuð þrásinnis undanfarin fjögur ár, sögöu
stjórnarmenn Læknafélags Reykjavíkur, er þeir ræddu
við fréttamenn í fyrradag í tilefni 50 ára afmælis félags-
ins. Og þeir bættu viö: En við væntum þess að úr þessu
rætist nú á hinum merku tímamótum L.R.
Læknafélag Reykjavíkur var
stofnað 18. október 1909 og
var Guðmundur Hannesson, þá
ungur læknir nýkominn til
■Reykjavíkur, aðalforgöngumað-
ur að stofnun þess, auk Guð-
mundar Björnssonar landlækn-
is. Fyrsti formaður félagsins
var Guðmundur Magnússon
prófessor, en aðrir stofnendur
voru Matthías Einarsson, Jón
Rósinkranz, Sigurður Magn-
ússon, Sæmundur Bjarnhéðins-
son, Júlíus Halldórsson, Þórð-
ur Thoroddsen, auk Guðmund-
anna sem fyrr voru nefndir.
Félagið var fyrst og fremst
stofnað til þess að setja á-
kveðnar reglur um samskipti
Guðnnmdur Magnússon
fyrsti formaður L.R.
lækna 'í starfi. gera þeim 'kleift
að hafa sameiginlega áhrif á
gang almennra heilbrigðismála,
efla 'gagnkvæma fræðslu og
koma fram sem samningsaðili
fyrir þeirra hönd. Það var
sérstaklega síðastnefnda atrið-
ið, sem hratt félagsstofnuninni
af stað, því að Sjúkrasamlag
Reykjavíkur — fyrsta almenna
sjúkrasamlagið hér á landi —
hafði verið stofnað 12 sept.
1909 og gat ekki hafið starf-
semi fyrr en gengið hafði ver-
ið frá samningum við lækna
um þjónustu handa meðlimum
samlagsins.
Annar meginþáttur í starfi
L.R. var að halda uppi fræðslu
meðal lækna um læknisfræði-
leg efni og hvers konar heil-
brigðismál Félagið efndi fyrst
til fræðslufunda árið 1911 og
fjórum árum síðar hófst út-
gáfa Læknablaðsins. Aðal-
hvatamaður að stofnun þess
og fyrsti ritstjóri var Maggi
Júl. Magnúss. Læ'knablaðið
kemur út 10 sinnum á ári, flyt-
ur aðallega frumsamdar grein-
ar eftir ísl. lækna, skýrir frá
félagsmálum þeirra og einnig
birtast þar þýðingar úr er-
lendum læknaritum, einkum
varðandi nýjungar í almennri
læknisfræði. Fyrirhuguð er
breyting og stækkun á Lækna-
blaðinu um næstu áramót,
mun það koma út ársf jórðungs-
lega og flytja mun meira les-
efni en nú. Aðalritstjóri blaðs-
ins er Ólafur Bjarnason.
Læknafélag Reykjavíkur var
fyrsta læknafélagið á landinu
og út frá því hafa önnur
læ'knafélög vaxið. Fyrir for-
göngu félagsins var Læknafé-
lag Islands stofnað 1918 Var
það einkum skipað læknum ut-
an Reykjavíkur og hefur aðal-
lega haft með höndum mál-
efnj héraðslækna. Hélzt þessi
skipan til ársins 1952, en þá
var gerð gagnger breyting á
Framhald á 11. síðu.
Lambavinurínn
ir Þegar Vilhjálmur Þór
kærði skatt sinn í fyrra og
krafðist þess að hann yrði
íelldur niður, færði hann fram
sem rök stórfellt tap á bú-
rekstri sínum í Ketlu. Ræddi
hann 'í bréfi sínu nokkuð um
það hvers vegna hann stundaði
búskap þrátt fyrir þetta stór-
tfellda tap og gaf m.a. þær
skýringar að hann hefði al-
veg sérstakt yndi af kvikfé.
★ Blessuðum manninum
þykir sem sé svona vænt um
lömbin.
ÞlÓÐVILJINN
Sunnudagur 8. nóvember 1959 — 24. árgangur — 245. tölublað,
Októberbyltingarinnar minnzt
með fagnaði í Lídó á morgun
Á morgun, mánudag, efna Menningartengsl íslands og
Ráðstjórnarríkjanna til fagnaöar í Lídó, þar sem minnzt
veröur 42ja ára afmælis októberbyltingarinnar í Rúss-
landi.
Ókleift reyndist að fá nægi-
lega stórt húsnæði til fagnað-
arins á afmælisdegi byltingar-
innar, í gær 7. nóvember, og
verður því að minnast bylting-
arafmælisins annað kvöld.
Hefst fagnaðurinn klukkan
hálf níu. '
Talstöðvar verða settar í
bíla næturlækna bæjarins
Þess mun væntanlega ekki mjög langt aö bíöa, aö
teknar verði í notkun talstöövar í þeim bílum lækna,
sem annast næturþjónustu.
Læknafélag Reykjavíkur hef-f
ur lengi barizt fyrir því, að
talstöðvar fengjust í læknabíl-
ana, en að sögn Arinbjörns
Kolbeinssonar, formanns fé-
lagsins, eru leyfi fyrir þeim
nú fengin.
Talstöðvar í bílum lækna á
næturvakt eru að sjálfsögðu
hin mestu þarfaþing og í
rauninni ekki síður nauðsyn-
legar en talstöðvar í sjúkra-
flutninga- og slökkviliðsbílum.
Með talstöðvum þessum getur
næturlæknir haft stöðugt sam-
band við læknavarðstofuna, en
hún sjðar gefið honum fram-
haldssamband við símanúmer
þau sem vitjanabeiðnir hafa
borizt frá. Getur læknirinn því
strax fengið vitneskju um þau
sjúkdómstilfelli er alvarlegust
eru og hagað ferð sinni um
bæinn í samræmi við það.
Kristhm
Thor
Dagskrá er hin fjölbreytt-
asta. Kristinn E. Andrésson
magister flytur ræðu, Thor
Vilhjálmsson rithöfundur seg-
ir frá ferð um Sovétríkin,
Rögnvaldur Sigurjónsson leik-
ur einleik á píanó og Kristinn
Hallsson syngur einsöng. Að
lokum verður dansað. Jón Múli
Árnason kynnir dagskrár-
atriði.
Aðgöngumiðar að fagnaðin-
um eru seldir í bókabúðum
Máls og menningar Skóla-
vörðustíg og KRON Banka-
stræti; einnig í MlR-salnum
Þingholtsstræti 27 og við inn-
ganginn.
Á föstudagskvöldið var fjöl-
breytt tízkusýning í Lídó. Elín
Ingvarsdóttir og Rúna Brynj-
ólfsdóttir önnuðust undirbún-
ing og sáu um framkvæmd
sýningarinnar. Sýndur var
fatnaður á börn, unglinga og
fullorðna af báðum kynjum,
bæði íslenzk framleiðsla og er-
lend. Ennfremur plastbátur
frá Skipasmíðastöð Njarðvík-
ur.
Sýningarstúlkur, átta tals-
ins, sýndu nýjustu kvenfata-
tízku, allt frá unidirkjólum að
skíðafötum. Meðal sýningar-
stúlknanna voru tvær fegurð-
ardrottningar svo þær voru
sannarlega augnayndi. Tvö
börn sýndu hentugan skóla-
klæðnað og fjórir ungir pilt-
ar sýndu herrafatnað, því að
karlmennirnir hlaupa ekki síð-
ur eftir duttlungum tízkunn-
ar en konur. í ár munu þeir
stytta jakkana og efni með
glitþræði ofnum í eru vinsæl
meðal þeirra.
Frú Elín Ingvarsdóttir
stjórnaði sýningunni. Á milli
atriða voru skemmtiþættir.
Fiskaflinn 487 þixs,
lestir í lok september
Samkvæmt upplýsingum Fiskifélags fslands nam heild-
araflinn í septemberlok liölega 487 þús. lestum og er það
64 þús. lestum meiri afli en á sama tímabili í fyrra.
Það er síldaraflinn eem veld-
ur aukningu heildaraflamagns-
ins. í fyrra nam síldarafli á
tímabilinu 94 þús. lestum, en
í ár 160 þúsund lestum. Þorsk-
aflinn á þessu ári er hinsvegar
nær 18 þús. lestum minni en í
fyrra; ýsuaflinn einnig
nokkru minni. Áf karfa veidd-
ust á tímabilinu í fyrra 63
þús. lestir, en í ár 85 þús.
Af þorskaflanum hefur lang-
mestur hlutinn eða 206 þús.
lestir farið í frystingu, 62 þús.
lestir hafa verið saltaðar, 40
þús. lestir farið í herzlu.
Myndin hér að ofan sýnir atriði úr sovézku kvikmyndinni Dóttir höf-
uðsmannsins, sem Bæjarbíó í Hafnarfirði er að hefja sýningar á. —