Þjóðviljinn - 08.11.1959, Blaðsíða 4
4) — ÞJÖÐVILJINN — Sunnudagur 8. nóvember 1959
Kandidatamótið
Kandidatamótinu er nú lok-
ið,' og verður hver og einn
. um úrslit þess að dæma eftir
sínum srnekk. Óneitanlega var
það skemtilegt, að næstyngsti
keppandinn, aðeins 22 ára að
aldri skyldi hreþpa sigur-
• kransinn. Tal er harðskeyttur
skákmaður, það getur eng-
in af honum skafið, þótt sum-
um finnist ha.nn hafa nokkra
liappasæld í verki með sér á
stundum. í því sambandi
■ skvldum við og minnast mál-
tækisins, að s.ialdan hlýtur
hikandi happ Sá sem bíður
þess hálfvolgur og aðgerða-
lítill, að andstæðingurinn
teygi sig í höggfæri við hann,
verður ósjaldan fyrir von-
brigðum, því fæstum er líf-
tóran sérlega útbær. Tal er
snillingur í því að ná frum-
kvæðinu í sínar hendur,
gjarnan með mannsfórnum,
og beita því til að rjúfa
jafnvægisstöðu skákarinnar
og skapa „opin tækifæri".
SUkt hefur auðvitað oftast
nokkra áhættu í för með sér,
en þá áhættu er hinn ungi
v'ígreifi heimsmeistarakandi-
dat venjulega fús að taka á
herðar sér.
Við getum því sagt að
1 ,,heupni“ Tals sem sumir
nefna svo sé fyrst og fremst
fólgin í eindæmahæfileikum
hans til að koma andstæð-
ingnum úr jafnvægisstöðu og
síðan greiða honum rothögg-
ið, begar þeirri aðstöðu hefur
' verið náð.
Líklega er Michail Tal'
mesti vígahnöttur, sem fram
hefur komið á skákhimninum
síðan stjarna Bandaríkja-
mannsins Paul Morphys hneig
til viðar fyrir tæpum hundr-
að árum. Virðist þeim það
' meðal annars báðum sameig-
inlegt að vera langt á und-
an samtíð sinni hvað sóknar-
tækni snertir.
! Vonandi endist Tal skák-
listinni betur en hinn frægi
fyrirrennari hans, sem nefnd-
' ur hefur verið jöfur allra
skákjöfra, en hann hætti
unsmr að tefla meðal annars
1 fvrir þá sök, að hann fann
sér thvergi verðugan and-
stæðing.
Það kemur nú ’í hlut heims-
1 meistararans Michail Botvinn-
iks, að sjá til þess að sömu
! örlög biði ekki hins lettneska
undramanns. Einvígi þeirra
fer fram í marz næstkomandi
og verður að venju 24 skák-
! ir.
Verður áreiðanlega fylgzt
með því af spenningi um
heim allan, því Botvinnik
hefur reynzt mörgum hinum
yngri meisturum erfiður við-
ureignar Að þessu sinni hníga
þó flest rök að þvi, að hann
hitti fvrir ofjarl sinn.
Hvað frammistöðu Friðriks
Ölafssonar snertir, þá má
segja, að hún sé að vísu ekki
glæsileg, en iþó mjög sóma-
: samlegt. Hann byrjar illa og
fær aðeins 3Vá vinning út úr
14 skákum 'í fyrra helmingi
mótsins, en tekur sig síðan
á og hlýtur 6V2 vinning eða
nærfellt 50% vinninga út úr
síðara hlutanum. Honum
hefur þannig vaxið ásmegin
eftir því sem á mótið leið og
ekki látið mótlætið buga sig.
Er það mjög mikilvægt, að
Gligoric
sjálfstraust hans virðist ekki
hafa beðið þann hnekki er
gæti orðið honum til trafala í
framtíðinni. Á slíku var meiri
hætta, ef hann hefði farið
þokkalega af stað, en gefið
sig þegar á mótið leið.
Við athugun á skákum
Friðriks frá kandidatamót-
inu verður heldur ekki séð
að hann hafi teflt miklum
mun lakar nú í heild en á
þeim mótum, sem hann hefur
verið sigursælli á. Mismun-
urinn er einungis fólginn í því,
að þetta mót er jafnsterkara
en nokkurt þeirra móta, sem
hann hefur áður tekið þátt
í. Þarnar var enginn veikur
hlekkur, enginn andstæðingur,
sem hægt var að slappa af á
móti. Þeir sem hafa einhvern
ikunnugleika af kappleikjum
yfirleitt, munu geta gert sér
í hugarlund, hv.e gífurleg sál-
ræn og líkamleg raun þetta
nærfellt tveggja mánaða mót
hefur verið
Eg held þapnig, að við
landar 'Friðriks getum eftir
atvikum verið allánægðir með
frammistöðu hans á mótinu.
Hann veitti öllum andstæðing-
um sínum harðvítugt viðnám,
þótt hann yrði að lúta i
lægra haldi fyrir velflestum
þeirra. Engum þeirra tókst að
vinna allar skákirnar geg.i
honum og oft sluppu þeir
nauðuglega með „skrámur á
vanga eða bláan fót“. En
mikilvægust er þó sú reynzla
og þjálfun sem Friðrik hefur
hlotið á móti þessu, en hún
ætti að endast honum um
mörg ókomin ár og falla ís-
lenzkri skákíþrótt í heild til
tekna.
Er því full ástæða til að
bjóða stórmeistararann okk-
ar velkominn heim úr þessari
mestu orrahríð, sem íslenzkur
skákmaður hefur nokkru
sinni lent í.
Hér birtist svo skák þeirra
Tals og Gligorics úr 16. um-
ferð. Skýringar eru eftir
Freystein Þorbergsson.
Hvítt: Tal — Svart: Gligoric
Drottningar-indversk vörn
1. d4 Rf6
2. c4 e6
3. Rf3 b6
4. Rc3 Bb7
5. Bg5 Bb4
Þessi staða getur einnig
komið upp úr Nimzo-ind-
verskri vörn.
6.e3 h6
Svartur beitir varnarkerfi,
sem komst í tízku á Áskor-
endamótinu í Sviss 1953.
7. Bh4 ,g5
8. Bg3 Re4
9. Dc2 BxcSj-
10. bxc3 d6
11. Bd3
Veikara er 11. Rd2, eins
og leikið var í skákinni
Evans-Reshewsky Dallas ’57.
11. -----Rxg3
1 skákinni Gligoric-Taiman-
off á Áskorendamóti 1953
varð framhaldið 11.------f5
12. 0—0, Rd7, 13. Rd2, Rd-
f6 með jöfnu tafli. En í skák-
inni Tal — Duckstein Ziirich
1959 kom Tal með endurbót:
11.------f5, 12 d5!, exd5,
13. cxd5, Bxd5, 14. Rd4, Df6
15. f3, Rxg3, 16. hxg3, Rd7,
17. Bxf5, með yfirburðastöðu
á hvítt. Þessvegna víkur Gli-
goric hér af leið,
12. hxg3 Rd7
■s
l
13. a4
Gerir svörtum erfitt fyrir
með langa hrókun síðar mcir.
13. ----- a5
14. Hbl g4
Veiking, en hvað á svartur
að gera ?
15. Rli4 Rf6
16. d5!
Sannarleg Tal-fórn! Ekki er
auðvelt að sanna, að hún sé
rétt, en líkur benda til að
svo sé. Ef svartur drepur á
d5, nær hvítur hinum þýð-
ingarmikla reit f5 á sitt vald.
16. -----De7
17. 0—0 Rd7
Ef nú 17.-------exc!5 kæmi
riddarinn til f5 með tíma-
vinningi, en leikur sá, sem
Gligoric velur er veikur.
18. dxe6 Dxe6
19. Bf5!
Með þessari peðsfórn vinn-
ur hvítur bæði tíma og rúm.
Staða svarts er nú þegar ill-
verjandi.
19. — — Dxc4
20. Hf-dl Rf6
Til þess að valda a.m.k.
reitinn e4, Hvítur hótaði: 21.
Hd4, Dc5, 22. Hb5, Dc6?, 23.
Be4.
21. Hd4 Dc6
22. Be6!
Falleg tálfórn. Svartur
má vitaskuld ekkj drepa bisk-
upinn vegna 23. Dg6j osfrv.
22. -----Hg8
23. Bc4 Kf8
Hv'ítur hótaði 24. Bb5. Ef
24.-----Dd7, 25. Bb5, Bc6,
26. Hf4, Ke7, þá vinnur hvít-
ur með 27. Df5!
24. Bb5 Dc5
25. Hc4 De5
26. Hxc7
Hvítur hefur nú unnið peð-
ið aftur, og svarta staðan er
í rústum.
26. Be4
27. Bd3 d5
28. Hc6 Hb8
29. c4! Hg5
30. c5 ' •*
Nú fær hvítur hættulegt
frípeð.
30. d4
31. exd4 Dxd4
32. Bxe4 Dxe4
33. cxb6 Dxc2
34. Hxc2 Rd7
35. b7! Rc5
36. Hb5 Rxb7
37. Hc-b2 Hxb5
38. Hxb5 Ke7
39. Rf5t Kd7
40. Rxh6 Kc7
41. Rxf7 Hf8
42. RI16 Hd8
43. Hg5 Hdlf
44. Kh2 Hal
Hér fór skákin í bið. Glig-
oric gefst ekki upp þar eð
hvíta a-peðið hlýtur að falla
og fr'ípeð svarts verður vara-
samt
45. Hxg4 Rc5
46. Hc4 Kc6
47. Rf5 Hxa4
48. Rd4f Kb6 r
49. Hxa4 Rxa4 ^
50. g4 Rc3
51. Kg3
Sjálfur foringinn skerst i
leikinn.
51. a4 T
52. Kf4 a3
53. Rc2 a2
54. g5 Kc5
Framhald á 10. siðu.
BWG innrauðar Wta — rafmagnsperur.
Hentugar til lýsingar í hænsna- og svínabúum.
t
BWG innrauðar hita — rafmagnsperur eru
gerðar úr sérstöku rauðbrúnu gleri, sem hleypir að-
eins í gegn næringarríkum geislum eins og þeir finnast I
náttúrunni og láta þannig búpeninginn
dafna betur.
Peran er í lögun eins og fleigbogi (parabóla)
og ennfremur útbúin með spegli, sem ræður í hvaða átt
geislamir stefna — í áttina að dýrunum.
ÁBYRGÐ ER MINNST 3000 TfMAR.
Seljum til heildverzlana.
WEB Berliner Gliihlampen-werk, Berlin
— Dutscho Demokratische Republik. 1 1