Þjóðviljinn - 08.11.1959, Blaðsíða 7
Sunnudagur 8. nóvember 1959 — ÞJÓÐVILJINN — (7
UNGUR LEIKARI
Á FRAMABRAUT
Lclksviðið er und'r beru
lofti, vík^á Eystrasaltseynni
Riigen. í baksýn er sjórinn,
þar sem Ilansakuggar og
ræningjaskip heyja sjó-
omstu. Tugir þúsunda áhorf-
enda, fólk úr Eystrasaltshér-
uðum Austur-Þýzkalands og
sumargestir ofan úr landi
sem sótt hafa til baðstrand-
anna .horfa á leikritið um
sjóræningjann mik'a Klaus
Störtebeker.
Einn aðalleikand'nn á þessu
þýzka leiksviði er ungur Is-
lendingur, sem fyrir nokkr-
um árum- hélt utan til að
mennta sig í ie'klist. Nú hef-
ur liann hlotið eftirsótt verð-
laun iistaakademíunnar í Vín-
arborg og verið ráðinn til
starfs hjá Bas Rostocker
Volksíheater í Þýzkalandi.
fslendingur þessi er Jón
Lan.lal, yngstur þrettán
barna sjómannahjóna á Isa-
firði. Þýzkt blað hefur eftir
honum, að hann hafi frá
unga aldri verið staðráðinn í
að verða listamaður. Fyrst
áttu tónlistin og málaralistin
huga hans, en efni skorti til
hann fengi kostað sig til
mennta í þeim greinum.
Hann varð ungúr að vinna
fyrir sér, var þjónn, verk-
smiðjuverkamaður og leið-
sögumaður ferðafólks.
I tvö ár flakkaði Jón Lax-
dal víða um meginland Ev-
rópu og vann það sem til féll.
Svo fór hann að langa heim.
og gerðist aukaleikari til að
vinna sér fyrir fargjaldinu.
Hann hafði ákveðið að gerast
leikari, og hlaut inntöku í
Leikskóla Þjóðleiksússins
haustið 1952. Þar lauk hann
námi vorið 1954.
Jón Laxdal gerði sig ekki
ánægðan með leikmenntun
Hann ákvað að leita úr landi
og bar niður í Vínarborg.
Þar starfar Max Reinhardt-
Seminar, kennt við annan
frægasta og áhrifamesta leik-
hússmann sem uppi hefur
verið á þessari öld. I raun
og veru er þessi stofnun leik-
listarskóli ríkisins í Vínar-
borg, og Max Reinhardt var
fyrsti forstöðumaður skólans
í hans núverandi mynd.
Islendingar sem voru um
þessar mundir í Vínarborg
og kynntust Jóni Laxdal eru
enn furðu lostnir yfir
frammistöðu hans. Aðsókn er
mikil að Max Reinhardt-
SC!nina,r og inntökuprófið
strangt. Jón Laxdal kunni
ekki mikið í þýzku, en ein-
tálsþætt’ná tvo sem liann
þurfti að flytja á inntöku-
prófinu iærði hann svo ræki-
lega og flutti þá af svo mikl-
um tilþrifum að hann hlaut
inngöngu í skólann.
I fyrrasumar kom Jón
Laxdal heim til að vinna fyr-
ir sér í sumarleyfinu. Hann
réð sig á togara frá Isafirði,
fæðingarbæ sínum. Um
Jón í hlutverki Wigbold
magisters.
haustið lá leiðin á ný til Vín-
arborgar ,og í sumar kom
svo lokaprófið. Þá sýndi það
sig hverja hæfileikará leik-
arinn ungi frá Islandi hefur
til brunns að bera, og hvern-
ig hann hefur stundað nám-
ið undir handleiðslu austur-
rísku kennaranna. Jón hlaut
ríkisverðlaun Listakademí-
unnar í Vínarborg fyrir leik-
listarmenn, sem nefnd eru
Bundespreis. Aðéins ein slík
verðlaun eru veitt við hvert
Atriðj úr „Grosse
Welttheater“. Betl-
arinn (Jón Laxdal)
og fegurðin (Sonja
Maréll)
iokapróf, og Jón er fyrsti út-
lend'ngurinn sem hlýtur þau.
Strax eftir prófið í Vínar-
borg var Jóni boðið starf við
leikhúsið í Rostock í Austur-
Þýzkalandi, og hann réð sig
þangað. Fyrsta verkefnið var
að leika Wigbold magister í
Klaus Siöríebeker, leikriti
skáldsins Kuba um uppreisn-
armann og sjóræningja frá
m:ðöldum.
. Jón Laxdal segir svo sjálf-
ur frá í bréfi heim:
.......Það voru svokölluð
Riigenfestspiele. Leikið var á
stóru útileiksviði með hafið
sjáift sem bakgrunn. Byggð
voru raunveruleg hús og
borgarhlið í leiktjalda stað.
Þátttakendur í sýningunum
voru m.a. 2000 statistar —
eyjaskeggjar sjálfir —, 25
góðhestar, sex herskip —-
éftirlíkingar af Hansa-skip-
um —, 150 dansarar frá öllu
Austur-Þýzkalandi og allt
starfslið Alþýðuleikhússins í
Rostock; einnig söngvarar og
le’karar frá ýmsum helztu
leikhúsum Þýzkalards.
Herskipin háðu grimmileg-
ar sjóorustur undan strönd-
inni aftur af leiksviðinu, sem
var um það bil 300 fermetrar
á stærð, — sem sagt: engin
þrengsli. Stórkostlegasta
,,show“ sem ég hef séð, hvað
þá heldur tekið þátt í . . .
Hlutverið sem ég lék var
e:nn af brautryðjendum mót-
mælendahreyfingarinnar fyr-
ir Lúther, sem gerðist
grimmilegur sjóræningi og
slóst í för með Klaus Störte-
beker, frægasta sjóræningja
norðurhafanna, í hatri sínu
gagnvart „piparsekkjunum",
hinum forríku Hansakaup-
mönnum, sem otuðu kristin-
trúnni sem skildi fyrir kúg-
un sinni og fégræðgi. Hlut-
verkið var geysi-interessant
og mikill prófsteinn á það
sem ég hef lært á undanförn-
um þrem árum.
Áhorfendasalurinn var
. ,,smálaut“, sem rúmaði tíu
þúsund manns á hverju
kvöldi, og við lékum án há-
talara! . . .“
Jóni var ekki til setunnar
boðið, þegar starfi hans við
útileiksýningarnar á Riigen
lauk. Hann seg'r í bréfinu:
,,Að loknum þessum hátíðar-
sýningum fór ég aftur suð-
ur til Vínar. Þar voru fimm
upprifjunaræfingar, og síð-
an var haldið af stað um
þvert og endilangt Vestur-
Þýzkalar.ii; Við lékum í 28
borgum“. Þessa leikför fór
Jón Laxdal með le;kflolcki
frá leikskóla sínum. Undir
stjórn kennara síns, prófess-
ors Hans Jaray, sýndu ungu
leikárarnir leikrit austurríska
skáldsins Hugo von Hof-
mannsthal Bas Salzburger
grosse Wélttheater. Betlar-
ann, erfiðasta hlutverkið, fól
leikstjórinn Jóni.
Dómur þýzku blaðanna um
Jón .Laxdal
leik Islendingsins gætu vart
lofsamlegri verið. „Hlutverk
betlarans var falið mesta
hæfileikamanni leikflokks-
ins“, segir Die RheinPfalz.
„Geta verður Jóns Laxdals í
hlutverki betlarans . . . Frá-
bært afrek listamannsins,
sterkt í túlkun og framsögn,
leikafrek sem ekki missti
marks“. (Mescheder Rund-
scliau). „Áhrifamest var
frammistaða Jóns Laxdals í
hlutverki betlarans“. (Bad-
ische Zeitung). „Jón Laxdal
var frammúrskarandi sem
betlarinn“. (Fránkisclie Landr
eszeitung). Svona mætti lengi
telja.
Nú er Jón tekinn til starfa
í Rostock. I bréfinu heim
segir hann: „Fyrsta hlutverk
mitt hér er Schweizer í
„Ræningjunum" eftir Schill-
er, og seinna í vetur mun ég
líklega leika Hinrik prins í
„Hinriki fjórða“ eftir Shake-
speare, óskahlutverk mitt . .“
Vonandi þurfa íslenzkir
le:khúsgestir ekki að bíða
alltof lengi eftir að fá að sjá
á sviði þennan unga lista-
mann, sem getið hefur sér
svona góðan orðstír með
tveim vandlátustu leiklistar-
þjóðum Evrópu.
Síðara bréf Sveinbjarnar
fil Þorsteins fró Hamri
Þökk fyrir bréfið Þorsteinn.
Þú átt ekki að láta svona
í orðunum hjá mér drengur.
Þú tekur góð og gegn orð
og sérð í þe'm allskonar for-
ynjur til að berjast við. Ég
segi nú bara einsog einn
vondur sýslumaður fyrir
austan — Pílatus hét han;i
víst —: Það sem ég hef
skrifað það hef ég skrifað.
Mér þykir leitt ef ég hef
spillt ljóðamarkaði fyrir vest-
an, en ég efast nú um að það
sé rétt. Svo er ég á móti því
að reyna að koma sökinni af
skáldunum á bak þeirra sem
gefa út sorprit, Þessi rit eru
ekki bókmenntir og gegna
engu menningárhlutverki.
Þess vegna eru þau ekki
nefnandi í sama máli. „Nú-
tímafólk á ' íslandi“ liatar
ekki nýjan skáldskap, en það
finnur þar ekkert við sitt
hæfi og lætur hann því eiga.
Fólk leitar ekki til skáldskap-
ar til að halda samhengi í
bókmenntasögunni. Það vill
sækja sér kraft og þroska x
listina, og þegar það bregzt,
þá einangrast skáldin; fólk
hefur ekkert að sækja til
þeirra í bili. Sama sagan hef-
ur gerzt hér á íslandi í trú-
málum: fólk finnur ekki
lengur styrk og skjól í kirkj-
unni, þess vegna kemur það
ekki í þessar nýju og fínu
kirkjur. Trúarbrögð og
skáldskapur eru skyl.dar
hneigðir sem eiga fullan rétt
á sér í huga mannsins. En á-
hrifslaus trú og dauður
skáldskapur er til engra
hluta nytsamlegt, þrátt fyrir
dýrar k:rkjur og ný ljóð-
förm. Þetta er ekki þræta
um rím eða formbyltingu,
einangrun eða víðsýni, það er
sjálf staðreyndin um liuga
mannsins í skáldskap sínum
og lífi.
Ég man svo engar fréttir
þér að segja, en óska þér og
þínum allra heilla.
Blessaður alltaf.
Sveinbjörn Beinteinssön.