Þjóðviljinn - 24.11.1959, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 24.11.1959, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 24, nóvember 1959 — ÞJÓÐVILJINN — Á fundi bæjarstjórnar Reykjavíkur s.l. fimmtudag flutti Alfreð Gíslason svo- hljóðahdi tillögu frá fulltrú- um Alþýðubandalagsins: ..Bæjarstjórnin telur nauð- syií til bera að ramisakað verði hvað einkum veldur því, að Reykjavíkurbæ geng- ur langtum ver og seinna að ganga frá futlkominni gatna- gerð í bænum en sambæri- legum bæjuin í nágranna- löndunum. Einnig telur bæj- arstjórn nauðsynlegt að rannsakað sé, hvaða ráð myndu vænlegust til að tryggja eftirleiðis fullkomna lagningu gatna um svipað leyti og ný hverfi rísa af grunni, og að gatnagerð verði framkvæmd sem fyrst í beim bæjarhlutum. sem að- eins búa við ófullkomnar bráðabirgðagötur og greini- legt er, að ekki verða að- njótandi fullkominnar gatna- gerðar í nánustu framtíð, nema nýiar og sérstakar ráð- stafanir komi til. í þessu skyni ákveður bæjarstjórn að skina 5 manna nefnd sérfróðra manna, samkvæmt tilnefn- ingu þeirra flokka, sem full- trúa eiga í hæjarstjórn. ^immta manninn skipar borgaxstióri. og skal hann vera formaður nefndarinnar. Leggur bæiarstjórn áherzlu á, að nefudin hraði störf- um or skí'i álí.ti og tiUögnm til baoíarstjórnar hið allra fyrsta". í framsöguræðu fyrir til- lögunni fórust honum m. a. svo orð: Gatnakerfið er einn þáttur í skipulagi borgar og raunar mikilvægur þáttur, og sé heildarskipulagið verulega gallað á einhvern hátt, má ganga að því vísu að gatna- kerfið sé það líka. Það er ekkert efunarmál að Reykjavík er með fádæmum óskipulega byggður bær svo að til stórlýta er og stór- tjóns. Þetta sjá allir sem sjá vilja þótt aðkomumenn helzt reki augun í það. Útlending- um, sem hingað koma, er þessi lélega - skipulagning stöðugt undninarefni. Brezk- ur blaðamaðar, sem boðinn var hingað í sumar og talaði i ríldsútv'arp'ð í lok heim- sóknarinnar, Iííiti Reykjavík við ljótt úthverfi stórborgar. Fleiri erlendir gestir hafa látið sv.'paða skoðun í ljós opinberlega. Það eru þeir hreinskilnu, og sá er vinur sem tíl vanuns segir. Flestir kjósa að þegja um það sem miður fer, og kemur þar til velvild til góðs gestgjafa. En það þarf enga aðkomu- menn til að segja Reykvík- ingum að bærinn þeirra er illa skipulagður, öll uppbygg- ing hans handahófskennd og nýting bæjarlandsins með af- brigðum slæm. Allir, sem op- in hafa augun, sjá að bæjar- hverfunum hefur verið peðr- að út um holt og hæðir, en geng:ð framhjá stórum land- svæðum óskipulögðum og ó- byggðum, þeir sjá einnig skipulagsleysið í því að í einu og sama hverfi ægir saman óskyldustu hlutum. I sama hverfinu iná Iíta hlið við hlið verksiniðjur, íbúðarhús og danshús, og til er það, að stór grútar- bræðslustöð standi meðal íbúðarliúsa í þéttbýlu hverfi. Stækkun Reykjavíkur hef- ur á ýmsan hátt farið fram eftir einkennilegum reglum. Eitt sinn er bygging nýs hverfis var ákveðin, var því valinn staður svo fjarri byggð sem mögulegt var, og stóð það lengi í margra kíló- metra fjarlægð frá sjálfum bænum. Á sú ráðstöfun og aðrar slíkar sinn þátt í lengd gatnakerfisins i þessum bæ. Þá hecur það mótað mjög svip bæjarins, að þegar ný svæði eru tekin i notkun, er alla jafna ekki byrjað á skipulagningu þeirra, heldur á úthlutun nokkurra lóða. Eru vildarvinum ráðamanna bæjarins þá látnar i té eftir- byggð og slæm hagnýting fs bæjarlandsins því, að götur eru hér miklu lengri en vera ætti að réttu lajgi. Mun láta nærri að þær séu samanlagt helmingi lengri en tíðkast í vel sldpulögðum og vel byggð- um borgum á Norðurlöndum og er þá miðað við sömu í- búatölu og liér. Afleiðing þessarar óeðlilegu gatnalengd- ar er m.a. mikill og marg- háttaður kostnaðarauki og mun þar að finna eina af á- stæðum til þess hve seint sækist um gatnagerð í þess- um bæ. Þeir sem Reykjavík unna og vilja hennar heill og sóma gera sér ljóst að margt fer hér aflaga og að margt er með meiri ómenningarbrag en vera þyrfti. Bæjarbúar greiða árlega mikið fé til almanna þarfa en sjá furðu lítinn ávöxt þeirra fórna. Reykja- vík er höfuðboi’g og miðstöð verzlupar og viðskipta og Verkainenn að vinna við malbikun á götu í Reykjavík. Hvenær verða teknar hér upp nútíma aðferðir við gatnagerð? þær liolóttar og forugar, fullar af stöðupollum og jafn hvimleiðar gangandi sem akandi fólki og raun- ar oft hættulegar. Strax og upp styttír gerast þær rykugar, þyrlast þá Við getmn ekki beðið 65 ár Mmðfi Alfreðs Gíslason-ar uwn gatna- gerðarmál á síðusta hæjarstjórnarfundi sóknarverðar lóðir á viðkom- andi svæði, og þe'm leyft að byggja. Síðar, og oft löngu síðar, er farið að skipuleggja og verður þá einatt að miða skipulagið við þau hús sem þegar eru komin, venju- lega til mikils óhagræðis fyr- ir hverfið í heild. Bæjarfulltrúar þekkja vel hringlandaháttinn í skipulag- Alfreð Gíslason inu, hvernig unnið er eftir ósamþykktum drögum til skipulagsuppdrátta, hvernig stöðugt er verið að víkja frá gerðu skipulagi einstakra hverfa yfirleitt hvernig allur undirbúningur nýrra byggða- svæða er óful'kominn og fálmkenndur. Þessi afkáraskapur allur í skipulagningu bæjarins hef- ur m.a. leitt til þess að gatnagerð er hér miklu erfið- ari og dýrari en ella væri. Lega gatna, gerð þeirra og hæð er einatt ekki fastákveð- in fyrr en húsbyggingum við þær er lokið, og fyrir ksmur að nauðsynlegar jarðvegs- rannsóknir eru ekki gerðar fyrr en löngu eftir að gata er tekin í notkun. Má nærri geta um hagsýni slíkra vinnu- bragða. Þá veldur hin dreifða færir það bænum auðvitað drjúgar tekjur. En fjármagn- ið virðist einhvernveginn renna út í sandinn. Opinber- ar byggingar bæjarfélagsins eru fáar og smáar og má spgja áð flest vanti á því sviði. Gömul bæjarhverfi eru látin drasla í megnustu nið- urníðslu og ekkert hirt um endurbyggingu þeirra. Reykja- víkurhöfn er fyrir löngu orð- in lítil, en engir tilburðir hafðir til stækkunar hennar aðrir en óraunhæfir kosn- ingakippir fjórða hvert ár. Stöðugt sverfur íbúðaskort- urinn að fátæku fólki og mun hvergi á byggðu bóli jafnmik- ið af heilsuspillandi húsnæði og í Reykjavík, sé miðað við siðmenntað þjóðfélag. Þannig mætti halda áfram að telja upp það sem úrhendis fer, og er það allt að mestu leýti að kenna langvarandi óreiðu og óstjórn þeirra sem völdin hafa haft. Talandi tákn þess sem að Reykvíkingum er rétt og þeir bera úr býtum fyrir framlög sín eru göturnar í bænum. Göturnar gefa stjóraarvöld- um bæjarins þann vitnis- bruð sem ekki verður ve- fengdur og eem ekki verður falinn fyrir neinum bæjarbúa. sem sjáandi er. Það er vitn- isburður um frámunalegt hirðulej'Si og jafnframt um ó- afsakanlegt virðingarleysi fyrir íbúum þessa bæjar. Eitt er nú það, að göt- urnar eru úr hófi fram Iangar og því tafsamt og dýrt að ferðast imi bæinn. Hitt er óþægilegra að göt- urnar eru slæniar og miklu verri en annarsstaðar ger- ist. Mestur lxluti gatna- kerfisins eru malar- sand- og moldargötur, lausar í sér og síbreytílegar eftir veðurfari. 1 rigningu eru mold og sandur víða vegu og sezt fyrir í vitum manna og í húsakynnum þeirra. Þegar klaki fer Úi jörðu myndast víða djiip hvörf, sem eru stórhættu- leg í umferðinni. Um hitt þarf ekki að fjölyrða, að akbraut og gangbraut er eitt og hið sama á þessum malargötum, þar sem þús- undir bifreiða þjóta um daglega, og má nærri fara um þá lífshættu sem þeirri tilhögun fylgir. Þessar slæmu götur valda vegfarendum ekki aðeins ó- þægindum heldur einnig beinu fjárhagstjóni. 1 því sambandi má minna á það mikla slit og miklu skemmdir sem bif- reiðir verða fyrir á vondum vegum. Það er dýrt spaug að hafa vondar götur áratug eft- ir áratug. Þær Reykjavíkurgötur, sem þessi lýsing öll á við, eru hvorki meira né minna en 110 km á lengd sanianlagt, Hér er því ekki um neina smáspotta að ræða heldur meg:nhluta alls gatnakerfis- ins. í árslok 1957 var saman- lögð Iengd gatna í gatnakerfi bæjaríns 157,4 km og var allt ómalbikað að frátöldum 50 km. Þannig er meginhluti gatnanna í ástandi sem ó- þekkt ætti að vera í höfuð- borg menningarþjóðar. Sökin á þessu ófremdarástandi hlýt- ur að leggjast á yfirvöld liæj- arins, nema einhver vilji halda því fram að það sé sök hæjarbúa sjálfra, því að þeir hefðu aldrei átt að þola slík yfirvöld deginum lengur. Góðgjarnir bæjarbúar vilja nú kannski segja sem svo: Þetta er slæmt en stendur það ekki til bóta? Bærinn hefur vaxið ört og því hef- ur margt orðið útundan, en alltaf er eitthvað verið að malbika, svo þetta hlýtur að lagast með tíð og tíma. Bjartsýni er ekki ámælisverð, nema hún leiði menn sofandi að feigðarósi, og það genr hún í þessu tilfelli. Gatna- gerðinni í Reykjavík miðar ekki fram lxeldur afturábak. Það sýnir reynslan. Árið 1340 var samasnjögð lcngd gatna í Reykjavík 48 km., og ]:á voru 44% þeirra malbik- uð, en 17 árum síðar, eða í árslok 1957 var aðeins 31% gatnanna malbikað. Þessi samanburður sýnir svo vel hvert stefnir að ekki verð- ur um villzt. Gatnakerfið lengist árlega og malbikunin hefur hvergi nærri undan. Ef gert er ráð fyrir að gerð nýrra gatna yrði engin á kom- andi árum og gatnakerfið þannig óbreytt að lengd frá því sem nú er, en malbikun ha'dið áfram með sama gangi og verið hefur, þá myndi það samt taka 65 ár að fullgera malbikun allra gatna í bænum. Sextíu og finun ár tæki það að ljúka malbikun þeirra gatna sem þegar eru lagðar og ómalbik- aðar eru. 1 bæjarhverfum sem full- byggð voru fyrir 20—30 ár- um eru enn malargötur af frumstæðustu gerð, þar eru engar malbikaðar akbrautir og þar mótar hvergi fyrir gangbrautum, hvað þá hellu- lögðum gangstéttum. Með eömu tilhögun og verið hef- ur fá ný hverfi að bíða leng- ur og lengur, fleiri og fleiri áratugi, unz þar koma götur sem boðiegar eru og ættu að réttu lagi að vera í hverfun- um frá upphafi. Haustið 1958 kom ég í nýtt íbúðarhverfi utan við Kaup- mannahöfn. í því hverfi voru stór sambýlishús, öll nýsmíð- uð og í þau flutt á því sama ári. Hvernig var gatnagerðin þarna? Akbrautir allar voru malbikaðar og gangstéttir steinlsgðar á sama árinu og húsin voru fullsmíðuð. Lóðir umhverfis húsin voru sléttað- ar og þeim þannig skilað eig- endum íbúðanna til ræktunar að vild. Allt var fágað og hreint í þessu spánnýja íbúða- hverfi og götur fullgerðar þegar inn í húsin var flutt. Þessi mun reglan vera á Norðurlöndum nú á tímum og mér ski’st að sama regla gildi annarstaðar meðal ná- grannaþjóða okkar. Af eili- hverjum ástæðum eru yfirt Framhald á 10. eíðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.