Þjóðviljinn - 26.10.1960, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 26.10.1960, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 26. október 1960 — ÞJÓÐVILJINN — (5 Flagarinn iaðir minn Ævisaga Lloyd George forsœfisráBh. eftir son hans vekur stórhneyksli i Bretlandi Stjómmálamenn eru eins og annað fólk, þeir þurfa „Ég var vanur að veðja að hafa eitthvað til að dunda við í tómstundum, við- sjáifan mig um hvenær faðir fangsefni sem hjálpar þeim að dreifa huganum frá ™nn og áiitiegasta konan stjómaráhyggjum og valdastreitu. Sumir iöka íþróttir, sem íólk var saman aðrir spila, drekka eða lesa reyfara. Það eina sem,myndu torezki forsætisráöherrann Lloyd George sinnti fyrir utan ‘segir stjámmálin var kvenfólk. Fyrir þessu eru orð elzta son- ar forsætisráðherrans, Richards, sem flettir heldur betur ofan af íöður sinum í nýútkominni ævi- aögu. Sigurhöfundur Bretar eru hneykslaðir yfir þessari bók. Það liefur verið á xnargra vitorði að Lloyd George 'Var ekki við eina fjöl felldur í ástamálum, en engm ástæða hef- ur þótt til að hafa hátt um breyzkleika hans. Þegar aílt kemur til alls er hann eirii brezki stjómmálamaðurinn á Ðavid Lloyd George þessari öld sem getur staðið jafnfætis Winston Churrhill, for- sætisráðherrann sem tók við í heimsstyrjöldinni fyrri miðri og færði þjóð sinni sigurinn, einn ;af fjórmenningunum sem mót- uðu heim millistríðsáranna méð friðarsamningunum í Versölum. Mesti kvennabósinn „David Lloyd George var mestí kvennabósi í brezkri stjórnmálasögu, segir Richard lávarður í ævisögu föður síns. „Alla ævina út var hann flækt- ur í hvert ástarævintýrið af öðru. Sum voru saklaus, önnur rómantísk, enn önnur ástríðu- þrungin, allmörg kvikindisleg og ílestum fylgdu afleiðingar“. Fyrsta hórbarn forsætisráð- herrans tilvonandi kom undir þegar kona hans gekk með ann- að barn þeirra. Lloyd George hafði kynnzt kátri ekkju í Wales og sótti tónlistarkvöld á heimili hennar. Þau sungu tvísöngva öðrum gestum til skemmtunar og „kvöldinu lauk í enn nánari eindrægni í svefnherbergi ekkj- unnar“. Þegar ekkjan ól barn átti Lloyd George í mestu vandræð- um að þagga málið niður. Hann greiddi ekkjunni árlega fjárhæð til að þegja um faðerni barns- ins og fyrir að láta aldrei Ijós- mynda það. Þetta barn er lif- andi eftirmynd Lloyd George, segir hálfbróðir þess í bók sinni. Missti skeggið f næsta skipti tókst Lloyd George ekki eins vel að fara á bakvið konu sína. Þá kom hann heim úr Suður-Afríkuferð og hafði misst yfirskeggið sem hann lét sér mjög annt um. Konunni varð ljóst að eitthvað alvarlegt hafði skeð og lét mann sinn ekki I friði fyrr en hann ,gaf játningu. Það kom á daginn að Lloyd George hafði komizt í vinfengi við gifta konu, en maður henn- ar komst að því og skoraði hjónadjöfulinn á hólm að suður- amerískum sið. Lloyd George kærði sig hinsvegar lítið um að standa í vopnaviðskiptum og laumaðist burt af hóteli sínu i Buenos Aires með aðstoð vina sinna. Þeir sannfærðu hann um að eina leiðin til að komast burt án þess að kennsl væru borin á hann væri að hann fórnaði skegginu. Meinsæri „Ég þekki varla manneskjuna, ég man tæpast eftir henni“, var i alltaf afsökun Lloyd George gagnvart konu sinni. í hvert skipti sem komizt hafði upp um hann og í rimmu sló með þeim hjónum þverneitaði hann í fyrstu, en svo varð hann að játa og lofaði „að gera þetta aldrei aftur“. Meðan Lloyd George var fjár- málaráðherra lá tvívegis við op- inberu hneyksli. Æsifréttablaðið The People birti árið 1908 sögu- sagnir um kvenhylli ráðherrans, en greiddi skaðabætur án þess að málið kæmi til dóms þegar hann stefndi því fyrir meiðyrði. Nokkru siðar hafði blaðið meiri vitneskju við að styðjast. Þá staðhæfði það að Lloyd Ge- orge væri valdur að hjónaskiln- aði sem mikla athygli hafði vak- ið. iEnn stefndi Lloyd George, en nú var hann hræddur. Hann fékk koriu sína til að bera vitni fyrir réttinum að hún bæri fullt traust til hjúskapartryggðar manns síns, og sjálfur vann hann eið að því að hafa aldrei verið í tygjum við konuna sem í hlut átti. Hann fékk dæmdar bætur, gaf þær góðgerðastofnun, en var fljótur að útvega sér nýja hjákonu. rata hvort til annars" sonurinn í bók sinni. „Hann fékk alltaf þá sem hann Kéttarhöldin yfir 505 glæpamönnum vildi. En ekki vöru þáð allt verandi forsætisráðherra Tyrklands fegurðardísir. Þegar konur áttu í hlut var Lloyd George alæta“. Kvennabúrið Dag nokkurn þegar frú Lloyd George kom heim og fann kven- nærföt og snyrtivörur sem hún kannaðist ekki við í svefn- herberginu fór hún alfarin. Eft- j Í£ það settist forsætisráðherr- ann fyrrverandi og foringi Frj áls- lynda flokksins að á búgarði sinum. Þar hafði hann í kringum sig heilan hðp ritara, bckrv-rð-. a'ðstoðarfölks og kaUpafciks v!ð búskapinn, allt saman kO"”~. Þegar eiginkonan dó árið l"'l giftist Lloyd George einkarit- ara sínum, sem lergi k"fði v'r- ið í kvennabúri hans. Eitt £:"n kom hún heim úr fcrj til rrrt'i inlandsins með „fósturdótiu:" í reifum. Ævisöguhöfundurinn Rickari er nú sjötugur. Hann erfði iá- varðstignina en ekki eyri af eignum föður síns og ekki held- ur elzta systirin. Þau voru gerð arflaus vegna þess að þau létu í ljós vanþóknun á líferni föður síns. Hefði verið um raunverulega ást að ræða hefðum við getað fyrirgefið honum, segir sonur- inn, En hafi hann nokkru sinni elskað nokkurn þá var það kon- an sem hann sveik sífellt og börnin fimm sem hann átti með henni. úr klíku Menderes fyrr- stonda enn yfir. Hinir ákærðu eru sakaðir um margskyns glæpi og óhæfuverk svo sem hverskonar spillingu. Á myndinni sjást nokkrir hinna ákærðu. Frá hægri talið sjást Bayar fyrrverandi forseti, Adnan i Menderes, Bir.gin Berk fyrrverandi innanrikisráðherra. Birgin Yardimci, Ethem Menderes og Zorlu fyrrv. utanríkisráðherra. Wilson keppir við Gaitskell ura forystuna í Verkamilokknum Áhrif Gaitskells fara itiinnkandi 1 flokknum Bræðrastríðið innan brezkaboðið sig fram til forystu í Verkamannaflokksins heldur flokknum á móti Gaitskell. áfram. Fjármálasérfræðingur Wilson varð ráðherra aðeins 31 flokksins, Harold Wilson, fyrr- árs að aldri, en hann er nú 43 verandi fjármálaráðherra, hefm- Aukaþing SÞ um afvopnun Lögð hefur verið fram tillaga um ,að aukaþing Sameinuðu þjóðanna verði kailað saman í vor, ef ekki hefur náðst sam- komulag um algjört bann við kjamavopnatilraunum á Genf- arráðstefnu austurs . og vesturs í aprílmánuði n.k. Tillagan var borin fram í stjórnmálanefnd Allsherjarþings S.Þ. af Adam Rapatskí, utan- ríkisráðherra Póllands. í ræðu sem Rapatskí hélt sakaði hann vesturveldin um að herða á víg- „Gáfur hans hefðu nægt tylft' búnaðarkapphlaupinu. Minnti venjulegra manna“, segir hann á kröfu NATO-hershöfð- Richard lávarður. „Hann átti . ingjans Lauris Norstads um ,að hugsjónir eins og Churchill, en ■ Atlanzhafsbandalagið verði gert var ólíkur honum í því að hann að kjarnavopnastórveldi, þar hafði enga samvizku, enga á- j sem m.a. Vestur-Þjóðverjar fái byrgðartilfinnipgu“. I slík múgmorðsvopn til umráða. Louis Armstrong í Afríku ára og er í vinstra armi flokks- ins. Arthur Greenwood, sem einn- ig er i vinstra arminum, dró framboð sitt til baka þegar Wil- son gaf kost ó sér. Kosningarnar eru leynilegar og Veðjaði við sjálfan sig Svona gekk það ánn sem Lloyd George var forsætisráðherra, og hélt áfram eftir kosningaósigur- inn sem hann beið 1922. Hann kom sjaldnar og sjaldnar á þing- fundi, aldurinn var farinn að færast yfir, en vífnin var söm og áður. Helzta breytingin var tekin 'l London þegar Louis var á leið til Afríku. Sagt er að að nú sóttist hann einkum eft- Louis l>yki vænst um konu sína Lucille og trompetinn og sést ir konum sem voru 30 árum llaun með þeim báðum á myndiimi, Þau hjónin héldu hátíðlegt Louis Armstrong er nú á ferðalagi í Afríku ásamt hljómsveit sinni. Hann ætlar að leika og syngja í flestum Afríkulöndiun, þar á meðal Kongó. Hinsvegar hafa yfirvöld fasistaríkisins Suður-Afríku bannað honum að Iáta sjá sig þar. Myndin er yngri en hann sjálfur. 120 ára hjúskaparafmæli sitt í London. Haroldi Wilson úslitin munu verða kunn hinn 2. nóvember. Stjórnmálafréttarit- arar eru yfirleitt þeirrar skoð- unar að Wilson takist ekki í fyrstu lotu að safna um sig nægu atkvæðamagni til að steypa Gaitskell af stóli. En ef Gaitskell fær aðeins örjftinn meirihluta, sem talið er lik- legt, þá er aðstaða hans og á- hrif orðin svo veik að hann hlýtur að verða að draga sig til baka áður en lar.gt um líður. Það eru hinir 90 þingmenn, sem eru beinir fulltrúar verka- lýðshreyfingarinnar, er hafa raunverulega úrslitaáhrif í for- mannskosningunni. Þessir verka- lýðsfulltrúar greiða atkvæði í samræmi við óskir félaganna í viðkomandi verkalýðsambönd- um. Gaitskell hefur lýst yfir því, að hann muni hafa að engu vilja flokksþingsins um að Bretar af- sali sér kjarnorkuvopnum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.