Þjóðviljinn - 26.10.1960, Síða 10

Þjóðviljinn - 26.10.1960, Síða 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 26; október 1960 Hæða lúhí F'rarnhaia af 7. sí8u. ' á að tapa íbúðum sínum vegna lánsfjárkreppunnar og vaxtaokursins. Viðreisnin hefur þannig: lamað atvinnuvegina, skert lífskjör almennings, dregið úr æskilegum fram- kvæmdum, MilliEiðakostnaðurinn íþyngór framleiðslunni og lífskjörum En hverjir græða á við- reisninni ? Það er augljóst, að það er- Jenda peningavald, sem mest i’éði um, að hin nýja stefna í viðskiptamálunum var upp tekin, það græðir. Og innanlancls mun banka- kerfið stórgræða, einkum þó Seðlabankinn. iBókfærður gróði bankanna verður varla undir 150—209 milljónum króna á þessu ári. Gróði bankanna kemur að verulegu leyti fram sem bók- haldslegt tap á atvinnuvegum landsins. 'Þá er enginn vafi á þv'í, að nokkur iðnfyrirtæki hafa stórgrætt á gengislækkuninni. Er þar fyrst og fremst um þau fyrirtæki að ræða, sem lítil útgjöld hafa, sem eru i beinum tengslum við erlent verðlag, en hafa þó fengið að hækka útsöluverð framleiðslu sinnar til samræmis við erlent verðlag, Þá er vitað, að skipafélög þau, sem starfa á erlendum flutningatöxtum, hafa stór- grætt á gengislækkuninni þar sem vinnulaunin á þeim hafa fremur lækkað, en hækkað. Og enginn vafi leikur á þvþ að ýmsir heildsalar hafa grætt vel á verðsveiflu geng- isbreytingarinnar. Þessir aðilar hafa allir grætt, þeir hafa fengið sinn drjúga liluta af j>ví, sem al- menningur í landinu hefur tapað á hinum nýju efna- hagsráðstöfunum. Það hefur lengi verið 'klif- að á þvi, sem aðalvanda ís- ienzkra efnahagsmála, að það sé tap á sjávarútvegi okk- ar. I sífellu er talað um tap bátaflotans, tap fiskiðnaðar- ins, tap togaranna o.s.frv. Almenningur í landinu er löngu orðinn þreyttur á því að heyra um þessi töo út- gerðarinnar og verða að þola ýmist þessar ráðstafanir eða aðrar til þess að bjarga aðal- atvinnuvegi þjóðarinnar úr jþe3sum sífellda taprekstri. Það er auðvitað rangt í fgrundvallaratriðum að tala um taprekstur sjávarútvegs- ins á þann ihátt sem gert er. Tap útgerðarinnar er bók- haldslegt, en raunverulega hefur þjóðarbúið hagnað af •sjávarútveginum. Tap útgerðarinnar stafar af því að ýmsir milliliðir í þjóðfélaginu fá að skattleggja Esjan seld úr lands og styrkur tekönn af blinda fólkinu Hæstvirtur fjármálaráð- herra hefur hér gert grein fyrir öðru fjárlagafrumvarpi aum ræ knúið þjóðina í • f.éJiag: txð viðskiptak jör, og leifct af sér ýmiskonar öfugþróun í atvinnulífi jijóðarinnar. Afleiðing viðre;snarinnar verða minnkandi þjóðartekj- ur. Þjóðin seni heild tapar. hana langt úr hófi. Tap útgerðarinnar kemur m.a fram sem 150 millj. kr. grcði bankanna 'í landinu. Tap útgerðarinnar kemur fram í 40—50 millj. króna gróða olíufélaganna í landinu. Tapið 'kemur fram í gróða vátryggingafélaga, í gróða skipafélaga, og síðast en ekki sízt í gróða heildsala og ann- arrá slíkra milhliðá. Það er þýðingarlaust með öllu fyrir núverandi ríkis- stjórn að halda því lengur fram, að orsáka hins bók- haldslega taps útgerðarinn- ar sé að leita i of háu kaup- gjaldi verkafólks og sjó- manna. Nú liggur það svo ljóst fyrir sem verða má, að kaup íslenzkra verkamanna í fiskiðnaði okkar er lægra, en verkamanna 'i fiskiðnaði Noregs. Og það liggur líka fyrir, að fiskverðið sem fisk- iðnaðurinn í Noregi greiðir er mildu hærra, en íslenzki fis'kiðnaðurinn getur greitt. Skýringin á taprekstrinum hér og hinu lága fiskverði, liggur því ekki í of háu kaup- gjaldi eins og ríkisstjórnarlið- ið hefur reynt að halda fram, heldur í því, að hér liggja milliliðirnir með meiri þunga á framleiðslurini en þar. Þar taka, ibankarnir 2—3% vexti, en hér 11—12%. Þessi mismunur einn gæti lyft fiskverðinu hér upp um 30—40 aura á hvert fiskkíló. Það kostar mikið að halda uppi i þjóðfélagi 170 þúsund sálna 7 bönkum, eða svip- aðri bankastarfsemi og ger- ist með stórþjóðunum. Það kostar nokkuð að halda uppi þremur olíuhringum og þreföldu dreifingarkerfi um allt land. 'Það kostar nokkuð að halda uppi '15—20 vátryggingarfé- lögum. Það kostar mikið að gera út 300—400 heildsala. Og það er kostnaðarsamt fyrir litla þjóð, að gera út rikisstjóm sem eyðir 41 milljón króna á ári í beinan reksturskostnað og sem eyðir 77 milljónum í dóm- og löggæzlu á hverju ári. Það er sl'íkur milliliðakostn- aður sem þessi, sem verið hefur og er of þungur á fram- leiðsluatvinnuvegunum og heldur niðri lífskjörum al- mennings í landinu. Það er þennan milliliða- kosinað sem þarf að minnka. viðreisnarinnar. Auðvitað er þetta frumvarp eins og hið fyrra, fullkomlega í anda . yjðreisnarstef.ri.ú.hijia!rj;,J Hið fyrra sem lagt vár fram á s.l. vetri hækkaði rík- isútgjöldin um marga tugi milljóna, þrátt fyrir raun- verulegan samdrátt í verkleg- um framkvæmdum. Þetta frumvarp boðar enn hækkuð ríkisútgjöld og enn aukinn samdrátt í verklegum fram- kvæmdum og stuðningi við at- vinnuvegina. Þegar fyrra fjárlagafrum- varp viðreisnarinnar var lagt fram, sagði Morgunblaðið að það stefndi að stórfelldum sparnaði í rekstri ríkisins. Sá stórfelldi sparnaður snerist brátt upp í aukin út- gjöld á flestum sviðum emb- ættiskerfisins. En fjármáiaráðherranii lof- aði sparnaði og sagðý að nú skyldu slí'kar tillögur undir- búnar. En hvar er sparnaðinn að finna í þessu frumvarpi, sem þó boðar hækkuð ríkisútgjöld þegar al't kemur til alls? Jú, sparnaðurinn er á nokkr- um liðum. En á hvaða liðum ? Mestur á sparnaðurinn að verða á samgöngum á sjó, þar á að spara 5 milljónir króna. Sparnaðarleiðin mun vera sú að selja Esjuna úr landi og láta það fólk, sem nú hef- ur fengið póstinn sinn og vörur einu sinni í mánuði, eða kannski hálfsmánaðar- lega, hafa eftirleiðis 1/3 eða helmingi lakari þjónustu, en það hefur haft. Vissulega er þetta sparnað- ur og ber að meta að verðleik- um. Þá á að spara 1 milljón 950 þús. krónur á lækkun fjárveitinga til hafnarfram- kvæmda. Hér er l'íka um athyglis- verðan sparnað að ræða. Þá á að lækka útgjöld við jarðboranir um 3,6 miiljonir ,Þá,. á að,.. lækka rútgjaLd. tiU laindfeelgisgæzlu nm 3 . millj. 750 þúsuíid krónur og fer ekki illa á því eins og ráðgert er að halda á landhelgismál- inu. Og svo á að spara 100 þús. kr. byggingarstyr'k til Blindra^élagsins og verður að .ssgja. að þröngt hefur verið fyrir dyrum fjármálaráðherra og mikill vandi á höndum að finna einhverjar sparnaðar- léiðir, þegar gripið hefur ver- ið til þess að spara á hinum blindu. Það er auðvitað reginfjar- stæða að tala um sparnað í ríkisrekstrinum samkvæmt .íyrirliggjandi fjárlagafrum- varpi. Þar eru hins vegar teknir upp ýmsir heimsku- legir eyðsluliðir eins og t.d. Kvíabryggju-úthaldið sem enn er komið á ríkið og kost- ar nú um eina milljón á ári. En það sem mestu máli skiptir er, að raunveruleg þjónusta ríldsins við atvinnu- vegi landsins fer minnkandi vegna vaxandi dýrtíðar. Tökum t.d. framlög til fiski- leitar og fiskirannsókna. Sama fjárhæð er veitt í þessu skyni árið 1961 og var árið 1958,^ en það þýðir að raunverulega verður dregið úr fiskileit og fiskirannsóknum um 1/3 frá þvi sem þá var. Skip i leit- arleiðangra kostar nú að minnsta kosti þriðjungi meira, en það kostaði þá. Svona er raunverulega háttað framlög- um ríkisins til stuðnings at- vinnuvegunum og til verk- legra framkvæmda. Þetta er stefna viðreisnar- innar Þetta er eirikenni þeirr- ar stefnu, sem nú er að reka atvinnuvegi þjóðarinnar í strand og sem þjarmar að lífskjörum fólksins í landinu. Framtíðarhagsmunum þjóðarinnar fórnað með svikasamningum Miklar hættur steðja nú að þjóðinni. Aðalatvinnuvegirnir eru að lamast vegna rangrar efna- hagsstefnu. Útgerðarmenn boða stöðvun fiskiskipaflotans um næstu áramót. Launastéttir landsins eru að rísa upp. Þær una ekki lengur lífskjaraskerðing- unni. Verkföll eru fyrirsjáan- leg. Erlent vald sækir að þjóðinni með vaxandi áfergju. Það erlenda vald, sem hugsað hefur sér ísland sem fram- varðsstöð í stríði og hentugan vígvöll og heldur landinu her- setnu, hefur nú einnig knúð fram stefnu síoa í viðskipta- og efnahagsmálum þjóðarinn- ar. Það er þetta sama erlenda vald sem nú treður yfir hund- flata íslenzka ríkisstjórn og krefst sér til handa fiski- miðanna við strendur lands- ins, sjálfa lífsbjörg þjóðar- innar. Og rikisstjórn Island hefur gengið til samninga við hina erlendu ofbeldismenn, við þá menn sem lítilsvirt hafa ís- lenzk lög, traðkað á rétti okkar og boðið okkur upp á að skjóta okkur eins og hunda í okkar eigin íslenzku land- ihelgi. Svikin 5 landhelgismálinu eru undirbúin. Þar er aðeins 'beðið eftir tækifæri. Af fullkomnu siðleysi er stefnt að því að kljúfa þjóð- ina í landhelgismálinu. Það á að fóma vissum landshlut- um, vissum íbúum landsins, vissum hluta af landhelginni, en aðrir eiga að sleppa svona á yfirborðinu. En auðvitað sleppur enginn landsmaður, auðvitað er með slíkum svikum verið að tapa landhelgismálinu sem heild og ,fóma framtíðarhagsmunum allrar þjóðarinnar. Auðvitað er það aðeins blekking að lýsa yfir viðbótarfriðunar- svæðum fyrir utan 12 mílurn- ar á vissum svæðum við land- ið undir þvi yfirskini að ver- ið sé að friða meira af land- igmnninu, þegar semja á við erlenda aðila á sama tíma um veiðar innan 12 mílna mark- anna annarsstaðar og minnka því stórlega friðun land- gmnnsins þar. Ef einlægur vilji væri til þess að auka friðun fiski- miðanna á landgrunninu um- fram það sem nú er, þá ætti hvergi að gefa eftir af land- gmnninu innan. 12 mílnanna en reyna sérstaka friðun fyr- ig utan samkyæmt-laridgrunns- logunum frá 1948. „^^„Jjfyiðtinin, sera., ráðgerð ■er .fyrir utan 12 mílna mörk- in er ætluð til þess að villa Islendingum sýn á meðan verið er að semja um undan- liahl í landlielgismálinu oig hleypa hinu erlenda yfirgangs- valdi upo á viðkvæmustu upp- eldisstöðvarnar við landið. Verndun fiskimiðanna við str.endur landsins er veiga- mesta undirstaðan í efnahags- málum Islands. Þessa undir- stöðu á nú að" færa úr skorð- Þannig ætlar hið erlenda yfirgangsvald að tryggja stöðu sína i víghreiðrinu hér með lömuðu atvinnulífi landsins og undirstöðuveiku efnahags- lífi. Það er margt sem bendir til þess, að íslenzka þjóðin sjái betur í dag en oft áður, ihvað raunverulega er að ger- ast j íslenzkum stjórnmálum að hún sjái nú loppu hins er- lenda valds sem teygir sig eftir Islandi öllu, og ætlar sér að ráða öllum þess málum. Fyrsta verk þjóðarinnar til varnar verður að losa sig við núverandi ríkisstjóm — um- bjóðanda 'hins erlenda valds. Moskvubréf Framhald af 4. síðu 'þeirra einkum fólginn í rúss- neskum málurum seinni hluta 19. aldar. — þá er hætt við að þeim hlutum fækki mikið, sem merin vilja telja fagra. Hinsvegar: þegar menn horfa á Rúbljof, já, eða á indverska list eða japaoska (sem Eren- búrg reyndi að útskýra mönn- um) þá em menn annaðhvort ósnortnir, eða hljóta að neyð- ast til einhvers endurmats á þeim skoðunum sem þeir hafa skapað sér. Og þá veita þeir máski athygli þeirri stað- reynd, að skólar, þjóðir, tíma- bil skapa ekki einungis mjög márgbreytilega list, heldur á öll þessi list mörg stórfeng- leg leyndarmál sameiginlega. Eg má fullyrða að ungir menn bera mikla virðingu fyr- ir formi, formvilji þeirra hef- ur styrkzt. Það hafa ýmsir skemmtilegir smámunir komið ,fram á sýningum, aðallega hlutir til skrauts og skemmt- unar. (þróttir Framhald af 9 síðu lega góðu fyrir handknattleik- inn i framtíðinni. Þó eru þau engan veginn í þeirri þjálfun sem þau verða síðar í vetur, þar er Ármann þó lengst kom- inn. En hafið í huga ungu menn að æl'ing og aítur æfing er það sem skapar meistarann. Þess má að lokum geta að í þau þrjú leikkvöld, sem liðin eru, þegar þetta er skrifað, hafa allir dómarar sem skipaðir hafa verið á leikina komið að ein- um undanteknum, og er það góð byrjun miðað við síðasta leik- tímabil. Dómarar voru þetta kvöld: Sveinn Kristjánsson, Eyjólfur Karlsson, Gunnar Jónsson og Karl Jóhannsson og Daníel Benjamínsson sem dæmdu i forföllum.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.