Þjóðviljinn - 04.08.1961, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 04.08.1961, Blaðsíða 2
2) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 4. ágúst 1961 StjRielíisngorflokkur alþýðu - Sósíalisfaflokkurinn Flokksskriístoíur í Tjarnargötu 20 '' i ? •:• )■ rr 111 t'. i .. w Félagsheimilið verður lokað um verzlunarmannahelgina. Salsnefnd. Verzlunarmannaheigin Um verzlunarmannahelgina efnir Æskulýðsfylkingin til ferða á Kjöl. Lagt verður af stað kl. 2 á laugardag og farið inm í Kerlingarfjöll og tjaldað þar. Á sunnudag verður farið á Hveravelli. Gengið á Snækoll á mánudag og síðan haldið heim um kvöldið. Tryggið ykk- ur far í tíma. Tekið. á móti pöntunum í s'ima 17513 kl. 10— Sósíalistar í Reykjavík og nágrenni eru beðnir að taka happdrættisblokkir hið fyrsta í skrifstofu Afmælis- happdrættis Þjóðviljans, Þórsgítu 1. Sósíalistaflokkurinn Sósíalistar. Vegna sumarleyfa verður skrifstofa Sósíalistafélags Reykjavíkur aðeins opin kl. 6—-7 síðdegis daglega alla virka daga nema laugardaga fyrst um sinn. Fanfani og Krústjoff sam- m M Framhald af 1. síðu. ríkisstjórnin er að framkvæma með gengislækkuninni. Raunar verður útflutningurinn mun meiri í ár en í fyrra; nú þeg- ar er ljóst að framleiðslan eykst um 200—300 milljónir króna, og verður þá aukagróði útflytjenda þeim mun meiri. Síðast en ekki sízt kemur svo hagnaður verðbólgubraskar- anna, mannanna sem ævinlega fá að vaða í banka þjóðarinn- ar; taka stórar krónur að láni en borga með miklu minni krónum. Fasteignir þeirra hækka í verði á hliðstæðan hátt og erlendur gjaldeyrir, en skuldin helzt óbreytt í krónu- lölu. Gróða þessara manna horga sparifjáreigendur sem hafa séð peninga sína brenna upp æ ofan í æ á síðustu ára- tugum. Auk þess er alkunna að snöggar verðbreytingar gefa hin f jölbreytilegustu tæk'færi til fjársvika; heildsalar og ikaupsýslumenn geyma gamlar foirgðir og setja á þær gengis- lækkunarverð á hentugum tíma í samba'-ili við hverja nýja kollsteypu eru þvílík ibrcgð ósnart leikin og færa milljónir í r.ðra hönd. Enn ein bráða- birgðalög Stjcrnin gaf í gær út enn ein ibráðabirgðalög um framkvæmd gengislækkunarinnar. Er þar ikveðið á um ýms atriði varð- andi bankastarfsemi og inn- flytjendui'. Emfremur er þar ákveðið að birgðir af útflutn- ingsafurðum sem nú eru í land- inu — og munu nema um 700 milljónum króna að verðmæti — skuli greiddar útflytjendum samkvæmt gamla genginu en mismunui’inn fari til að greiða upp í skuld ríkissjóðs vegna gengistaps af skuldum. Þá er ákveðið að útflutnirigsgjald af sjávarafurðum skuli nema 6% af fob-verði afurða re'knað á nýju gengi og skuli tekjurnar renna til ýmissa sjóða og fram- kvæmda sjávarútvegsins. Ýms fleiri ákvæði eru um fyrirkomu- lagsatriði varðandi hlutatrygg- ingasjóð, gjald vegna fersk- fiskeftirlits o fl. Moskvá 3^8 —■ Sovéístjórriin svaraði í dag síðustu orðsend- ingu vesturveldanna um Berlín. Jafnframt skoraði Krústjoff for- sætisráfilierra á vesturveldin til samningaviðræðna um Berlínar- deiluna og Þýzkalandsmálin. Orðsendingin til vesturveld- anna þriggja var afhent amb- assadorum þeirra í Moskvu í dag af Gromyko utanríkisráð- herra. Efni svarsins verður ekki þirt fyrr en á morgun. í ]ok heimsóknar Fanfani for- sætisráðherra Ítalíu til So.vét- ríkjanna fluttu bæði hann og Krústjoff ræður í dag. Fanfani kvað samningaviðræður um Berlínarmálið bæði æskilegar og mög’ulegar. Það væri stór hætta fólgin í beirri tortryggni, sem nú færi stöðugt vaxandi VW á nr. 2341 í hzppdr. Krappa- meinsfélcgsins í gærmorgun var dregið í happdrætti Krabbameinsfélags- ins. Upp kom nr. 2341.. Vinn- ingurinn er Volkswagenbifreið. Að öllum líkindum hefur mið- inn verið seldur einhvern sein- ustu dagana við bílinn á Lauga- vegi 7. Vinningsins má vitja í skrifstofu Krabbameinsfélags Reykjavíkur í Blóðbankanum við Barónsstíg. iölfun á Seyðisfirði 25 iræðsla Seyðisfirði í gær •— í dag Iest- aði síldarflutningaskip Hjalteyr- arverksmiðjunnar Aska og fékkst nú til að lesta úr bát- unum eftir riið. Einnig er ann- að skip síldarverksmiðja ríkis- ins að ljúka lestun, er það M.s. Una frá Osló. Saltað er á öllum þrem síld- arplönunum í dag og er búið að salta í 25 þúsund tunnur. Þótt síldin sé feit virðist unn- ið lýsismagn verksmiðjunnar ekki aukast að sama skapi. Or- sakast það af hinni löngu bið bátanna eftir löndun. Síldin rýrnar og geysimikið lýsismagn fer í sjóinn. Síidarverksmiðjan hefur nú tekið á móti 50 þúsund málum, en um 12000 mál bíða enn í bátunum eftir löndun. Veður er ágætt og veiði hefur verið svipuð og að undanförnu. Síldin virðist vera að færa sig sunnar, en aðallega halda skip- in sig í Reyðarfjarðarál. I 1 l lafe. ■ vegna bess að deiluaðilar sett- ust ekkj. ,að samningaborðinu. Fanfani kvað stjórn sína myndu vara við öllum vanhugsuðum aðgerðum, sem vesturveldin hefðu í hyggju vegna þessa máls. Að lokum sagði Fanfani fagna því að þeir Krústjoff hefðu í viðræðum sínum orðið sammála um að tímabært væri að hefja sem fyrst samningaviðræður um lausn Berlínarmálsins, sem ylli einni mestri ófriðarhættu í heiminum nú. Krústjoff sagði í ræðu sinni að ekki kæmi til greina að fresta friðarsamningum við ^ýzkaland til næda árs, enda myndi bað enn auka ófriðar- hættuna. Meðan ekki væru gerðir friðarsamningar gætu hernaðarsinnar og landvinninga- menn leikið lausum hala í V- Þýzkalandi og krafizt breytinga á austurlandamærunum, eins og þeir gera nú. Þióðir Evrópu geta ekki setið hjá os horft upp á þessa þróun og uopgang hern- aðarstefnunnar í Vestur-Þýzka- landi. Það verður að tryggja friðinn einmitt með friðarsamn- ingum, sagði Krústjoff. Stöðvun wep Kaupmannahöfn 3/8 — Vegna gengislækkunar íslenzku ríkis- stjórnarinnar hefur öll sending og móttaka póstávísana og póst- krafna til og frá íslandi verið stöðvuð í Danmörku. Þá hafa Danir einnig stöðvað sendingu og dreifingu alls ábyrgðarpósts til og frá íslandi þangað til hið nýja. lága gengi íslenzku krón- unnar hefur verið ákveðið. Ingi R. fyrsSnr, t. gaerkv^l^^ij I ðu^lJidá ítteistahiiiíótiriii i «káli • l'díani lega slitið rneð liófi og verðlaun afhent. Kvöldið áður, miðvikudag, hafði verið efnt til hraðskák- móts með þátttcku flestra þeirra sem tefldu á Norðui- landamótinu. Þátttakendur 'i hraðskákmótinu voru 64, en tefldar voru 10 tvöfaldar um- ferðir eft'r svonefndu Mon- rad-kenfi. Sigurvegari varð Norður- lardameistarinn nýbakaði. Ingi R. Jóhannsson, hlaut 15 vinn- inga af 20 mögulegum. Ingvar Ásmundsson varð annar með sömu vinningatölu en norski drengurinn Arne Zwa'g þriðji, hlaut 14 vinriinga. Hafði Ame forystuna í hraðskálkmótinu frá upphafi fram í síðustu um- ferð. í fjórða sæti voru Jón Pálsson og Gunnar Gunnars- son með 13x/2 v. hvor. Reynt að ræna rþegaþotu E1 Paso 3/8 -— Tveir vopnaðir menn reyndu í dag að ræna bandarískri farþegaþotu af gerðinni Boeing 707. í flugvél- inni voru 67 farþegar, og var hún að lenda á flugvellinum í E1 Paso þegar tveir vopnaðir farþegar reyndu að þvinga flug- mennina til að breyta um stefnu. Vélin varð þó að lenda vegna benzínskorts. Lögreglulið um- kringdi vélina og skutu her- menn síðan byssukúlum í hjól vélarinnar þannig að hún gat ekki hafið sig á loft. Ræningj- arnir gáfust upp eftir 8 klukku- stundir Þökkum hjartanlega hlýhug og vináttu okkur sýnda við andlát og jarðarför systur okkar, SNJÓLAUGAR MARTEINSDÓTTUR, Suðurgötu 48, Hafnarfirði. Drottins folessun fylgi ykkur. Systkini. ¥1 \H ÍOfX' Vöru- happdrcetti . S.I.BS. 12000 vinningar d ari 30 krónur miðinn þórður sjóari Það stóð ekki á stýrimanninum að slæða kistumar upp. Jack sagði að áhöfnin á fiskibátnum hefði á- huga á því að ná þessum kistum og þeir skyldu vara sig á þeim, iþví þeir gætu tekið ýmislegt til bragðs. Stýrimaðurinn skeytti því engu. Hóras hrópaði eitt- hváð. Ef hann hefðist ekkert að myndi fjársjóðurinn ganga homim úr greipum. Hann miðaði byssunni. Jack hrópaði til stýrimannsins, en það var of seint. það heyrðust tveir, þrlir skothvellir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.