Þjóðviljinn - 04.08.1961, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 04.08.1961, Blaðsíða 6
Í6) — ÞJÖÐVILJINN — Föstudagur 4. ágúst 1961 ÞIÚÐVIUINN ÍTtgefandl: Sameinlngarflokkur alþýSu — Sósíalistaflokkurlnn. — Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Magnús Torfi Ólafsson, Sigurður Guðmundsson. — Fréttarltstjórar: ívar H. Jónsson, Jón Bjarnason. — Auglýsingastjóri: Guðgelr Magnússon. — Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. *íml 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 45 á mán. — Lausasöluverð kr. 3.00. Prentsmiðja ÞJóðviljans h.f. íiiiiiiiiiiiiiiiii Verðbólgan \ sunnudaginn var lýsti Benedikt Gröndal, einn af ^ helztu ráðamönnum Alþýðuflokksins, því í blaði sínu hvernig ríkisstjórnin hefði glatað tveimur gullnum tækifærum til þess að setja þrælalög og banna kaup- hækkanir. Hún hefði átt að setja slík lög um síðustu áramót og koma þannig í veg fyrir alla kjarabaráttu í sumar, sagði þessi framámaður flokksins sem enn kennir sig við alþýðuna, eflaust með nokkru ógeði þó. Og hún hefði að minnsta kosti átt að lögfesta miðlunartillögu sáttasemjara og tryggja þannig að iekki yrði farið fram úr þeim „hámarkskjarabótum" sem ihugsanlegar voru. Þessi ummæli þingmannsins sýna glöggt hvernig nú er komið fyrir Alþýðuflokkn- um; þessi stjórnmálasamtök sem eitt sinn voru hluti af verklýðshreyfingunni telja það nú hlutverk sitt að ræna alþýðusamtökin helgasta rétti sínum. p^n hugleiðingar Benedikts Gröndals hljóta einnig að vekja bollaleggingar hjá því fólki sem fyigt hef- ur stjórnarflokkunum að málum allt til þessa og tal- ið stefnu þeirra rétta. Þetta fólk hlýtur að spyrja: Ef ríkisstjórnin taldi kauphækkanir óraunhæfar og þjóðhættulegar — nema að mjög takmörkuðu leyti — hvers vegna valdi hún þá ekki „tækifæri“ Benedikts Gröndals í stað þess að fara enn eina kollsteypuna, setja allt efnahagskerfið á ringulreið í annað sinn á rúmu ári, efna til óðaverðbólgu og gera ísland að al- geru viðundri? Einlægir, grandvarir íhaldsmenn í stjórnarflokkunum báðum hljóta að spyrja: Var það ekki skárra af tvennu illu fyrir stjómarflokkana að nota fantatök Gröndals en að ana út í algera vit- firringu? jþað íhaldsfólk sem þannig hugsar skilur ekki hin raunverulegu viðhorf þeirrar klíku sem nú stjóm- ar landinu. Það stóð aldrei til hjá valdhöfunum að fallast á neina kjarabót, jafnvel ekki hina smávægi- legustu; þeir vildu ekki lögbinda smánartillögu sátta- semjara né neina aðra kauphækkun, því þá hefðu þeir verið nauðbeygðir til þess að standa við lög sín, a.m.k. um tíma. Og hugsjón þeirra var ekki aðeins sú að koma í veg fyrir allar kjarabætur; þeir vildu -koma í veg fyrir þær MEÐ VERÐBÓLGU. Og þar er komið að kjarna málsins. Verðbólgan hefur um meira en tveggja áratuga skeið' verið aðferð peningamann- anna til þess að auðga sjálfa sig en ræna allan al- menning. Með verðbólgu hafa þeir greitt alla fjárfest- ingu sína, þá vitlausu jafnt sem hina skynsamlegu. Þeir hafa tekið til láns í ríkisbönkunum stórar krón- ur og ævinlega endurgreitt með miklu minni krón- um. Þannig hafa braskarar eins og Einar ríki komizt yfir milljónatugi þótt atvinnurekstur þeirra hafi sýnt tap á hverju einasta ári. Á þennan hátt hafa atvinnu- rekendur geta látið allt vaða á súðum, þeir hafa ekki þurft að sýna neina fyrirhyggju og hagkvæmni í vinnu- brögðum, heldur getað tamið sér taumlausa eyðslu og fáránlegt bruðl; verðbólgan leysti hvern vanda fyrir þá. Og þeir hafa getað stolið undan stórum fúlgum og geymt í útlöndum í fullvissu þess að þeir fjársjóð- ir yrðu alltaf stærri og stærri í hlutfalli við hina marg- tálguðu og sundursörguðu íslenzku krónu. Það er þetta einkenni hins íslenzka þjóðfélags sem veldur pýjustu gengislækkuninni eins og öllum hinum fyrri, og hún hefði eins komið þótt verklýðshreyfingin hefði ekki hreyft sig á þessu sumri. Oáðamenn auðstéttarinnar íslenzku eru engir gam- aldags íhaldsmenn; þrælalög til að binda kaupið henta þeim ekki lengur. Þetta eru samvizkulausir .ævintýramenn sem fyrir löngu hafa glatað allri á- 'byrgðartilfinningu; þá varðar ekki lengur neitt um þjóðarhag, ekki einu sinni frá sjónarmiði stéttar sinn- -ar; þetta eru fjárlhættuspilarar sem mæna á það eitt hvernig hjól verðbólgunnar útbýtir gróðanum. Og þeir eru hvenær sem er reiðubúnir til að leggja undir lífs- afkomu og öryggi almennings; heiður og efnahags- Jegt sjálfstæði ættjarðar sinnar. — m. | Saga kemur með nýjung i 1 íslenzkr! ferðaþjónusfu Ferðaskrifstofan Saga liefur 3= nú skipulagt svonefndar „IT“- ÍS ferðir (Inclusiv Tours) víða um 1=: Evrópu í samvinnu við heiztu 1|| flugfélög, skipafélög, járnbraut- W=. arfélög, ferðaskrifstofur og gisti- liús. Slíkar ferðir eru ódýrari ÍÉ3 en flestar aðrar, ferðalagið sH skipulagt allt fyrirfram og all- = ur ferðakostnaður greiddur áð- == ur en lagt er af stað. Þá þurfa == mcnn ekki að ferðast í hóp með |H öðrum nema menn vilji það = heldur. í verði farmiðanna er m innifalið, auk ferðarinnar fram = og til baka, gisting og a.m.k. m morgunverður þar sem dvalið = er> svo °g allar ferðir milli fyr- == irframákveðinna ákvörðunar- m staða. Hi Frá þessu er skýrt í nýút- m komnum bæklingi, sem Saga = hefur gefið út. Eru þar áætlan- =S ir um allar þessar ferðir, upp- m lýsingar um kostnað, tíma- = ÍenSd Qg annað það, er þær = snertir. Alls mun vera um nær = 50 ferðir að velja m.a. um öll sj Norðurlöndin, Bretlandseyjar, | Kynnisför til | Bsndaríkianne í 1 boði NYHT = Dagblaðið New York Herald = Tribune mun á næsta ári, eins m °S að undanförnu, bjóða fram- ||j haldsskólanemendum ‘ frá ýms- M um löndum, einum frá hverju m landi, í þriggja mánaða kynn- = isför til Bandaríkjanna, og m greiðir blaðið fargjöld og m kostnað við dvölina vestra m (janúar — marz 1962). = Þátttakeniur verða valdir ^= með hliðsjón af ritgerðasam- m keppni, og er ritgerðarefnið á = íslandi að þessu sinni: „Gildi m alþjóðasamstarfs“. Lengd rit- m gerðarinnar skal vera 4—5 m vélritaðar síður. m Þátttaka í samkeppninni er m heimil öllum framhaldsskóla- = nemendum, sem verða 16 ára m fyrir 1. janúar 1962, en ekki m 19 ára fyrir 30. júní það ár, m eru íslenzkir ríkisborgarar og = hafa góða kunnáttu í ensku. m ftitgerðirnar, sem eiga að m vera á ensku, skulu hafa bor- m izt menntamálaráðuneytinu fyr- = ir 15. september n.k. | „Bar!bon‘‘-vél I í Rðykjavík m Nýlega var hér í Reykjavík = flugvél af „Caribou“-gerð frá De j= Havillandverksmiðjunum i Kan- == ada, hafði hún áður verið á sýn- =. ingum víðsvegar í Evrópú. = Flugvél þessarár tegundar == þarf mjög stutta flugvelli, get- ^= ur tekið sig upp o.g lent á 100— == 150 m flugbraut og hentar að =§ þv: leyti mjög vel til notkunar hér á landi. Hún getur flutt 28 = til 30 farþega eða um 9 tonn af = vörum. Mjög auðvelt er að m ferma og afferma vélina, t.d. má = aka jeppum inn í hana^ == Verð flugvélarinnar er 555 m þús. kanadadollarar — án radíó- == tækja. |= Umboðsmaður De Havilland- = verksmiðjanna hér á landi er Sveinn Björnsson storkaupm. Þýzkaland, Spán, ftalíu, Sviss, Júgóslavíu, Portúgal, Austurríki, Grikk\'and og til Kanarieyja. Það er nýjung í þjónustu ís- lenzkra ferðaskrifstofa að skiþu- leggja sl'kar ferðir sem þessar, því að áður hefur oftast verið um hópferðir til útlanda að ræða á vegum ferðaskrifstof- anna. Þá mun Saga einnig skipuleggja ferðir fyrir einstak- linga, þótt þær faili ekki sanian við þær áætlanir, sem þarna eru gerðar. Kostur þessara „IT“-ferða er m.a. sá,' að menn sru ekki bundnir við ákveðinn brottfarardag heldur geta oftast ráðið honum sjálfir að eigin vild Saga er viðurkennd af IATA (Alþjóðasambandi flugfélaga) og hefur til sölu 05 útgáfu flugfarseðla um allan heim á- lagningarlaust og er hægt að gera hjá skrifstofunni farpant- anir með íslenzkum eða erlend- um flugfélögum milli staða hvar sem er í heiminum. Einn- ig annast Saga farpantanir fyr- ir Eimskipafélagið og ýmis er- lend skipafélög. Ferðaáætlanir þær, sem gerð- ar eru í bæklingi Sögu gilda til 1. júní næsta ár, en bá munu verða gefnar út nýjar áætlanir. Of langt mál yrði að telja hér upp allar þær ferðir, sem þarna er bo.ðið upp á en þeir sem óska frekari upplýsinga geta fengið bæklinginn ókeypis sendan. Einnig liggur hann frammi hjá umboðsmönnum skrifstofunnar. Hásetahlutur 122-127 þús. eftir 6 mán. í norska blaðinu Fiskaren frá 12. júlí sl. er sagt að einn af aflabátunum í Norður-Nor- egi, Kongsöy frá Fomsöysund, sé nú þúinn að fá 508.000 kg. af fiski eftir 6 mánaða úthald írá áramóturri.*) Báturinn stundaði linuveiðar fyrstu tvo mánuði ársins, en síðan tog- veiðar. Hásetahlutur úr þessum afla er sagður 23—24 þúsund krónur norskar, en það er 122 til 127 þús. ísl. krónur. í sama blaði er skýrt frá því, að íiskibátar frá Melbu, sem stundað hafa veiðar á heimamiðum fyrir frystLhús, séu flestir komnir með 12—14 þús. n. króna hásetahlut eftir 6 mánaða úthald, þ.e. ca. 64— 74 þús. ísl. kr. *) Ath. í íregninni, sem seg- ir frá afla hiá ,.Kongsöy“, mun vera miðað við slægðan og hausaðan fiskt og verður þá aflinn slægður með haus 20% hærri eða ca. 610 þús. kg. Samkmisdif s MlSbcjarskéla Á fundi bæjarráðs Reykja- víkur nýlega voru sam- þykktar lillögur og áætlanir fræðslustjóra um breytingar á Miðbæjarskólanum. Er ætlun- in að koma fyrir samkomu- sal í syðri austurálmu skóla- hússins, en til þessa hefur enginn samkomusalur verið í skólanum. Útvarps- íœki varpstækið er að ver'ðmæti 4.900 kiónur og kom það upp á miða 29889. Enn hefur enginn vinn- ingur verið scttur li þeim po-klti, þa,r sem dreg'ð er um ákveðna liluti, en þeir vinningar eru 50 talsins, misjafnlsga verðmætír, en allir hinir eigulegustu. Það fer ekkí á milli mála, þetta happdrætti á vinsæld- um að fagna, enda er fyrir- komulag þess nýstárlegt og slkemmtilegt. a AFMÆLISHAPPDRÆTTI ÞJÓÐVILJANS ialistaflokksins og ÆFR Tjarnargötu 20. Þeir, sem þess óska geta fengið blokkir eða miða senda heim, tekið á móti pöntunum í síma 22396 og 17500. Aftur á móti verða miðar ekki serdir til fólks, eins og undanfarin ár, nema fólk óski eftir því. Þessi 8 mm kviikmynda.- tökuvél (Meopta) er einn af vinningum í afmælis- happdrætti Þjóðviljaus, að verðmæti 4000 krónur. Þessi vinningur hefur þegar verið dreginn út og kom 'ihann upp á niúmer 92026. Þetta útvaipstæki er af gerðjinni Körting eins og radíófónninn sem við ibirt- um mynd af í gær. TJt- Kvék- myndavél í fyrradag var fjórði vinn- inguiinn í a‘'mælishapp- drætti Þjóðviljans sóttur, var það ávísun á 500 króna i vöruúttekt. Þá eru enn eft- ir 500 vinningar, þar af fjórar Volkswagenb'freiðar. j Miða er hægt að ikaupa hjá ski'ifsto-fu happdrættis- ins Þóisgötu 1, s!imi 22396, afgreiðslu Þjóðviljans, sími 17500 og hjá skrifstofu sós-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.