Þjóðviljinn - 10.01.1962, Side 10
Þa,ð. var orðið npkkuð langt
síðan þeir íélagar Benni byrj-
andi, Lárus lengrakomni, Gulli
gullíiskur og óheppni sérfræð-
ingurinn höfðu tekið slag
saman, enda oft mikið annríki
um hátíðarnar og því minni
tími til spilamennsku en
skyldi. Að vísu höfðu þeir
reynt gæfu sína í félagsvist og
Benni hafði meira að segja
sézt á bing'ókvöídi, en þeir
höfðu ekki haft heppnina með
sér. Þeir voru því óvenju létt-
ir í skapi er þeir býrjuðu aft-
ur eftir langa hvíld á spili
hugsunarinnar.
Þeir voru saman Lárus og
sérfræðingurinn, og sá fyrr-
nefndi gaf eftirfarandi spil:
•5'
Lárus
S: D-8
H: K-10-7-3
T: K-10-9-5-4-2
L: 4
Benni
S: A-G-7-3
H: D-8-2
T: 7
L: 10-8-6-3-2
S: 9-6-2
H: A-6
T: D-G-8-6-3
L: A-K-G
Gulli
S: K-10-5-4
H: G-9-5-4
T: A
L: D-9-7
sérfræðingurinn
Lárus og Gulli sögðu pass
og sérfræðingurinn opnaði í
þriðju hendi á einum tígii.
Benni sagði pass, Lárus þrjá
tígla og sérfræðingurinn sagði
þrjú grönd. Nú pössuðu allir
og Benni spilaði út laufsexi
eftir nokkra umhugsun.
Án þess að bregða svip,
þegar blindur kom upp, lét
sérfræðingurinn fjarkann úr
borði, Gulli lét drottninguna
og átti slaginn. Já, Gulli átti
slaginn á drottninguna, því
sérfræðingurinn hafði látið
LAUFGOSANN í slaginn, ,eins
og ekkert hefði í skorizt. Gulli
hélt áfram með laufið og sér-
fræðingurinn átti slaginn á ás-
inn. Hann spilaði nú tígli og
Gulli fór inn á ásinn. Sigri-
hrósandi spilaði hann lauíi.
Það er ekki auðvelt að lýsa
svipnum á honum þegar hann
sá sérfræðinginn drepa með
kóngnum og taka síðan fimm
slagi á tígul og tvo á hjarta.
„Nú vorum við heppnir, Lár-
us,“ sagði sérfraeðingurinn
sakleysislega. ,,Ef þeir hefðu
komið í spaðanum, þá var úti
um okkur.“ „Það var gott hjá
þér að spila út sexinu, Benni,“
sagði Gulli hæðnislega, „það
létti mér vörnina að vita að
þú átt sexlit."
Reykjavikurhöfji
Framhald af 7. síðu.
úr þeim hnupplað og annað
eyðilagt, þó þeir væru nær
mannaleiðum og í nokkurri
birtu. Er þetta að okkar dómi
algerlega óhæft á meðan mik-
ið heppilegri staðir eru notað-
ir undir ónýtt drasl.
I heilbrigðissamþykkt Reykja-
1 víkur er bannað að nota sjó úr
höfninni til þvottar á fiskiskip-
um. Maður skyldi því ætla að
hafnaryfirvöldin kæmu fram
af fuiri sanngirni, en það er
nú eitthvað annað. Þess er
krafizt að við borgum tíu krón-
ur í hvert skipti sem krani er
opnaður fyrir okkur, þó not-
•kunin sé ekki önnur en að fá
drykkjarvatn. Smálest af vatni
mun nú seld til skipa á 15 kr.
Allir geta séð hvað hér gætir
mikillar sanngirni.
En hvaða gagn er nú að
þessum bátum? kann einhver að
spyrja. Það er svo margþætt að
því verða ekki gerð full skil
hér, hvorki fjárhagshlið eða
öðrum þáttum, sem ég tel þó
meira virði. Ég skal aðeins
benda á fáein atriði, þeim til
glöggvunar sem um það vilja
hugsa.
Aðalneyzlufiskur borgarbúa
síðari huta vetrar og frameft-
ir sumri er afli þessara báta,
og myndi jafnvel vera alt árið,
ef að þeim væri svo búið
á sjó og landi að mögulegt væri
að stunda þann atvinnuveg
eingöngu. Fjöldi manna sem
vinna inni allt árið reyna að
hressa sig andlega og líkamiega
á þann hátt að róa um helgar
þegar veður leyfir og jafnvel
eyða sumarfríum sínum á
þennan hátt, án kostnaðar og
ef heppni er með þá með
nokkrum hagnaði,
I Margir af okkar beztu sjó-
I mönnum hafa byrjað sína sjó-
mennsku á litlu fleytunum og
fikrað sig áfram eftir því sem
þroski og þekking hafa vaxið.
Hvers virði þessi fáu atriði
sem ég hef nefnt eru bæjarfé-
laginu ætla ég ekki að ræða að
þessu sinni. En ég þori að full-
yrða, að það yrði bæjarfélaginu
óbætanlegt tjón ef fáum þröng-
sýnismönnum tækist að hrekja
smábátana héðan.
Að endingu vil ég benda
valdhöfum borgarinnar á að
eigendur þessara litlu báta eru
menn á öllum aldursskeiðum
úr öllum stjómmálaflokkum.
Borgarar sem eru nýtir þjóð-
félagsþegnar og inna sínar
skyldur af hendi við bæjarfé-
lagið. Það er því réttmæt krafa
okkar til valdhafa bæjarins, að
þröngsýnum hafnarstjóra verði
ekki látið haldast uppi að
þrengja svo aðstöðu okkar að
við gefumst upp.
Gamall sjómaður.
Nýtízku húsgögft
Fjölbreytt úrval.
Póstsendum.
Axel Eyjélfsson.
Skiphðlti 7. Simi 10117.
LÖ6FRÆÐI-
STÖBF
endurskoðun og
fasteignasala.
Ragnar Ólaísson
hæstaréttarlögmaður og
löggiltur endurskoðandi
Sími 2-22-93
Frá Vestmanna-
eyjum
VESTMANNAEYJUM 9/1, frá
fréttaritara. — Þrir Eyjabátar
komu hingað í dag með síld,
Huginn með 150 tunnur, Reynir
með 165 tunnur, Gjafar með 160
tunnur.
Þrær síldarbræðslunnar hér,
eru nú tómar.
Milli 15 o.g 20 bátar réru héð-
an í gær, með línu, þeir fengu
frekar slæmt veður og aflinn var
tregur, yfirleitt um 2 tonn á
bát. Þó fékk Stígandi 7 tonn.
Mest af þessum fiski var þorsk-
ur, langa og ýsa.
Á árinu 1961 fæddist hér í
Eyjum 131 barn, 64 sveinbörn og
67 meybörn. Á árinu fóru fram
31 hjónavígsla og 6 karlar og 9
konur létust.
Akvörðumr von
innrn tíu dap
DJAKARTA 9/1 — Súkarnó
Indónesíuforseti mun á næstu
tíu dögum ákveða hvort hafnar
skuli samningaviðræður við
Hollendinga um framtíð vestur-
hiuta Nýju-Gíneu. Subandrio ut-
anríkisráðherra sagði blaðamönn-
um í dag, að litlar horfur væru
á samningaviðræðum. Afstaða
Hollandsstjórnar væri veikburða
og reikul.
Haldið er áfram að draga sam-
an lið á austiægari eyjum Indó-
nesíu. Landgönguliðssveitir hafa
verið kallaðar saman á Austur-
Jövu, en þar er flotastöðin Sura-
baja.
Sprengja sprakk
ALGEIRSBORG 9/1 — Plast-
sprengja var sprengd í nótt í
aðalstöðvum frönsku yfirvald-
anna í Alsir. Aðalstöðvarnar eru
í Rocher Noir um 50 km. fyrir
utan Algeirsborg, og er þeirra
gætt a.f öflugum herverði,
Jean Morin, aðalerindreki og
yfirmaður frönsku stjórnarinnar
í Alsír fluttist í þessar nýju
aðalstöðvar ásamt samstarfs-
mönnum sínum ■ í fyrra, til þess
að forða sér frá óróasvæðinu í
Algeirsborg.
Talið er öruggt að ofbeldis-
menn frá fasistasamtökunum
OAS hafi verið að verki, er
sprengjan sprakk í nótt,
Laufásvegi 41 a — Sími 1-36-73
O 1 •0 0 *. O ut f , f
* •
r&v. V*
4
HÁSKOLANS
FYRIRGREIÐSLA UM
STARFSÞJÁLFUN í USA
Túnsshermenn í Kongó — ZÍTÍS.J
ið liðsauka, enda veitir vist ekki af. I þetta sinn kom til Leopolil-
ville flokkur hermanna Irá Túnis og sést hér einn þeirra ásamt
Kongómanni á Ilugvellinum í LeopoldviIIe.
Mörg undanfarin ár hefur (
íslenzk-ameríska félagið haft
milligöngu um að aðstoða unga l
menn og konur við að komast 1
til Bandaríkjanna til starfs-
þjálfunar. Er þessi fyrir-
greiðsla á vegum The Americ-
an-Scandinavian Foundation í
New York. Hér er um að ræða
störf í ýmsum greinum, svo
sem ýmiss konar landbúnað- /
arstörf (á búgörðum, garð-
yrkjustöðvum o. s. frv.), skrif-
stofu- og afgreiðslustörf (í
bönkum, skipaafgreiðslum,
verzlunum, einkum bókaverzl- 1
unum, o. fl.), veitingastörf,
störf á smábarnaheimilum
(fyrir barnfóstrur) o. m. fl.
Starfstíminn er 12—18 mánuð-
ir. Fá starfsmenn greidd laun,
er eiga að nægja fyrir dvalar-
kostnaði, en greiða sjálfir
ferðakostnað.
Nánari upplýsingar verða
veittar á skrifstofu íslenzk-
ameríska félagsins, Hafnar-
stræti 19, 2. hæð, alla þriðju-
daga kl. 6,30—7.00 e. h., og þar
verða afhent umsóknareyðu-
blöð. Þess skal sérstaklega get-
ið, að einna auðveldast mun
verða að komast í ýmis land-
búnaðar- og garðyrkjustörf,
einkum á vori komanda, en
umsóknir þurfa að berast með
nægum fyrirvara. Um flest
önnur störf gildir, að svipaðir
möguleikar eru á öllum tím-
u.m árs, en sem stendur mun
greiðastur aðgangur að bóka-
verzlunarstörfum og starfi á
smábarnaheimilum.
(Frá íslenzka-ameríska
félaginu).
TIL SJÓS OG LANDS
ÞÓREÍUR ÞORSTEINSSON,
fyrrv. hreppstjóri, cn núvcrandi garðyrkjubóndi
kaus nýlega við stjórnarkjör í Sjómannafélagi Reykjavíkur. —
Starfandi sjómenn, kosið er í skrifstofu S.R., Hverfisgötu 8—10.
Kjósið lista starfandi sjómanna, B-listann. Kosið alla virka
daga. klukkan 10—12 og 3—6.
X B-listi 1
VS Eftonrt/útnufét
v
jJO) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 10. janúar 1962