Þjóðviljinn - 11.02.1962, Page 1

Þjóðviljinn - 11.02.1962, Page 1
Hafnarfjörður! Aðalfundur Alþýðubanda- lagsins í Hafnarfirði verð- ur haldinn í dag, sunnudag, kl. 2 í Góðtemplarahúsinu uppi. Dagskrá: Venjuleg að- alfundarstörf og önnur mál. Félagar fjölmennið. Stjórnin. 26 mönnum bjargað af Elliða Tvo hrakti burt I gúmmíbút Sldpverjar í fjóra tíma í togaranum fullum hliðinni í haugasjó -- Voru dregnir yfir í af sjó liggjandi á Júpíter í gúmmíbát Siglufjarðartogarinn Elliði sökk í gærkvöld í Jökuldjúpi eftir að hafa legið á hliðinni í hálfan fimmta tíma fullur af sjó. Af 28 manna áhöfn bjargaði togarinn Júpíter 26 en tveir voru í gúmmíbát sem sleit frá Elliða skömmu eftir að hann lagðist á hliðina. Fjöldi skipa leitaði gúmmíbátsins um miðnætti í nótt, þegar blaðið fór í pressu. Elliði var staddur í Jökul- djúpi 25 mílur undan Jökli i vestanroki og stórsjó um klukk- an sex síðdegis í gær. Kom þá skyndilega leki að skipinu svo lestarnar fylltust af sjó. Bátar ónýtir eða fuku Skipið tók að hallast ört og klukkan hálfsjö var hallinn orð- inn 70 gráður. Var þá tekið að setja út gúmmíbátana en þeir reyndust ýmist ónýt'r eða veð- ur og sjór sleit þá frá skipinu. Tveir menn voru komnir í einn bátinn þegar hann slitnaði frá. Elliði hafði stöðugt loftskeyta- samband við land, og strax og vitað var um mennina tvo á reki í gúmmíbátnum bað Slysavarna- félagið báta í Ólafsvík, á Sandi og í Grafarnesi að hefja leit. Henry Hálfdánarson, skrifstofu- stjóri félagsjns, tjáði Þjóðviljan- um í gærkvöld að 12 bátar væru að leita. Tveir á fleka í tvo tíma Rétt fyrir klukkan sjö slitnaði korkfleki með tveim mönnum á frá Elliða. Liðu svo tveir klukku- tímar að skipverjarnir 24 sem eftir voru um borð vissu tvo félaga sína á reki í gúmmíbát og tvo aðra á fleka í hafróti og náttmyrkri. En um níuleytið vildi svo gæfulega til að togarann rak beint á fiekann, og komust mennirnir tveir um borð aftur. Síðasti báturinn bregzt Togarinn Júpíter undir stjóm hins gamalreynda skipstjóra Bjarna Ingimarssonar var það skip sem næst var Elliða og hélt strax á vettvang þegar neyðar- kallið barst. Ferð.n tók nærri fjóra tíma vegna veðurs og öldu- rót's ’"þótt tiltölulega stutt væri milli skipanna. Elliði hallaðist alltaf meira og meira og seig jafnt og þétt í sjó. Skipverjar höfðu geymt einn gúmmíbátinn, og á tiunda tíman- um þegar sýnt var að skipið myndi sökkva ætluðu þeir að grípa til hans, eri hann reyndist þá ónýtur. Mátti ekki tæpara standa Um klukkan tíu kom Júpíter á vettvang. Var línu strax skot- ið yfir í Elliða og tókst það vel. Drógu síðan Elliðamenn einn af gúmmíbátum Júpíters til sín. Hafði hann verið styrktur sérstaklega, því að bátar þessir þola ekki drátt eins og þeir koma fyrjr. Voru allir sem á Elliða voru síðan dregnir yfir í Júpíter í einni ferð um klukkan hálf ell- efu. Mátti það ekki seinna vera, því tæplega ellefu var togarinn sokkinn. B.jörgunin gekk í alla staði vel. Enginn mannanna var meiddur. Aðstaða til björgunar var afar erfið. Júpíter fer til leitar Veður var heldur að batna þegar mönnum af Elliða var bjargað og skygni að lagast. Á- kvað Bjarni skipstjórj á Júpíter að hefja þátttöku í leitinni að mönnunum tveim á gúmmíbátn- um. Voru þá bátar frá Snæfells- neshöfnum búnir að raða sér upp til leitar með jöfnu milli- bili. Gizkað var á eftir rekstefnu að bátinn myndi bera fyrir Önd- verðarnes jnn á Breiðafjörð. Sumir töldu óliklegt að komið yrði auga á hann fyrr en birti, en aðrir álitu vel hugsanlegt að unnt yrði að finna hann í nótt, því að Ijós á að vera á þessum bátum. 28 manna áhöfn - Sem fyrr segir var 28 manna áhöfn á Elliða. Fara hér á eft- ir nöfn skipverjanna: . - -- Elliði SI 1 var smíðaður úr stáli í Bretlandi árið 1947, 654 brúttólestir að stærð með 1000 hestafla aðalvél. Eigandi Bæj- arútgerð Siglufjarðarkupstaðar. Kristján Riignvaldssou, skip- stjóri, 30 ára. Axel Schiöth, 1. stýrimaður, 32 ára. Arngrímur Jónsson 2. stýrimað- ur, 22 ára. Jens Pálsson frá Reykjavík, 1. vélstjóri, 56 ára. Rögnvaldur Rögnvaldsson, 2. vél- stjóri, 40 ára. Sigurgeir Jósefsson, 3. vélstjóri, 53 ára. Matthías Jóhannsson, kyndari, 44 ára. Pétur Þorsteinsson, kyndari, 39 ára. Eyjahöfn í hœttu VESTM ANNAEY JUM 10. febr. — Hér hefur geisað vestan stormur í nótt og dag og vind- hraðinn hefur komizt upp í 13 vindstig í hryðjunum. Þessum veðurofsa fylgir geysinjikið brim og á flóðinu í morgun gekk að kalla stanzlaust yfir Eiðið, sem B E Y K I S I Ð N Þcssi mynd er af síðasta bcykinum, sem l»á iðn stundar hér i Reykjavík, Bjarna Jónssyni, Háalcitisvegi 40. Er hún tckin á vcrkstæði hans og sést einn af smíðis- griptim hans, víntunna á stokkum, við hlið hans. Inni í biaðinu cr viðtal við Bjarna um beykisiðn. er brimvarnargarður að norðan- verðu við höfnina. Óttuðust menn um skeið að brimið kynni að brjóta skarð í Eiðið en þá er höfnin í stórkostlegri hættu. Verður höfnin áfram í hættu, ef sami veðurofsi helzt á flóðinu í kvöld. Mikil brögð hafa verið að því að stórar rúður hafa sprungið inn undan veðurþung- anum og er víða neglt fyrir glugga af þeim sökum. Kvöldskóli alþýðu Guðmundur J. Guðmundsson flytur næsta fyrirlestur í Kvöld- skóla alþýðu um vinnustöðva- starfið. Fyrirlesturinn hefst kl. 20.30, þriðjudaginn 13. þ.m. í sal ÆFR, Tjarnargötu 20. Birgir Óskarsson, loftskeytamað- ur, 22 ára. Ilallur Ólafsson, bátsmaður, 3(T ára. Jón Rögnvaldsson, matsveinn, 38 ára. Ólafur Björnsson, 2. matsveinn, 17 ára. Friðrik Björnsson, háseti, 17 ára. Haukur Kristjánsson, háseti, 3T ára. Jóhann Örn Matthíasson, háseti, 16 ára. Hjalti Björnsson, háseji, 22 ára, Örn Pálsson, háseti, 21 árs. Hólmar Frímannsson háseti, 28- ára. Kristinn Konráðsson, háseti, 21’ árs. Sigurður Jónsson, háseti, 15 ára, Páli Jónsson, háseti, 17 ára. Egill Steingrímsson, háseti, 33 ára. Ólafur Matthíasson, háseti, 1®> ára. Guðmundur Ragnarsson, háseti, 19 ára. Steingrimur Njálsson, háseti, 19. ára. Óskar Vilhelm Friðriksson, há< seti, 30 ára. Jón Vídalín Sigurðsson, háseti, 48 ára. Sigurjón Björnsson, háseti, 7® ára. Bræður og feðgar um borð Kristján Rögnvaldsson hefur verið skipstjóri á bv. Elliða í rúm þrjú ár, farsæll skipstjórn- armaður og aílasæll. Tveir bræður hans voru með honum á togaranum, þeir Rögnvaldur 2. vélstjóri og Jón matsveinn, Aðrir bræður voru einnig um Framhald á 12.. síðií.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.