Þjóðviljinn - 29.05.1962, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 29.05.1962, Blaðsíða 8
BuðmnuiNN flnluðl] BaaotDlnMrflokkar ftlþtSl — BOalaliBtaflokkiirtim. - Bitstjðrui KMnða Kjartknsson (tb.). Marnúi Torfl Ólaisson. BlsurSur QuBœundsson. — frðttarltstjórar: Ivar H. Jónason, Jón BJarnason. - AuElýslnsastJórl: QuBtalr Masnósson. — ftitstióm, afsraiSsla, auslýsinsar. prantsmiBja: SkólavórSust. 1S r-Mi 17-800 (S linur). AskrlftarverS kr. E5.00 4 m&n. - LausasóluvsrS kr. 1.00 Angljós ályktun | jgin staðreynd yfirgnæfir aðrar, þegar úrslit bæjar- I stjórnarikosninganna eru metin. Alstaðar bar sem | vinstrimenn buðu fram sameiginlega í kaupstöðum og ■ kauptúnum báru þeir sigur af hólmi. Þar sem vinstri- menn deildiu innbyrðis hver við annan hlaut íhaldið I hagnaðinn og hreppti á ýmsum stöðum meirihluta I fulltrúa út á mikinn minnihluta kjósenda. Allir í- i haldsandstæðingar þurfa í verki iað draga ályktanir ' af þessari einföldu staðreynd, hætta að skemmta auð- | mannaflokknum með tilgangslausu þrefi um minni- ■ háttar atriði og sameinast um þau veigamiklu málefni sem tengja saman alla vinstrimenn á íslandi. ^lþýðubandalagið beitti sér eitt flo'kka fyrir slíkri ■ allsherjarsamvinnu vinstri manna fyrir þessar * kosningar, og það kom þegar í ljós að áhaldið óttaðist I þá stefnu eina. Aldrei hefur auðmannaflokkurinn ein- I beitt sér jafn gersamlega að þvx og nú að reyna að kveða niður hin róttæku stjórnmálasamtök alþýðunnar; ■ beitt var ofsalegasta tryllingsáróðri sem dæmi eru 1 um, siðlausum fölsunum og ósannindum, áróðurs- i sprengjum og álygum, og ekki stóð á því að íhaldið " feugi aðstoðarmenn við iðju sína. En þessi ofstækis- I fulla sókn fjaraði gersamlega út í kosningunum. Sú I staðreynd blasir enn sem fyrr við öllum að Alþýðu- B bandalagið er öflugasta baráttutæki vinstrimanna, og * engin vinstrisamtök ná tilgangi án þess. Alþýðubanda- | lágið vann eftirminnilega sigra á ýmsum stöðum, t.d. ■ norðanlands og austan, og stóðst hvarvetna hið sam- 1 eiginlega herhlaup aftuihaldsaflanna. Vissulega hefðu ■ iaunþegar 'þurft á því að halda að styrkur Alþýðu- I bandalagsins hefði orðið meiri, en þessi úrslit munu . verða fylgismönnunum hvatning til nýrrar sóknar. ■ það hefur verið stefna Alþýðuflokksins hin síðustu ■ ár að fylíkja sér skilyrðislaust undir merki fhalds- * ins, og það einkenndi alla kosningabaráttu flokksins ■ að þessu sinni. Afleiðing .þeirrar stefnu er sú að flokk- I urinn beið hið mesta afhroð í bæjarstjórnarkosning- « unum. í höfuðborginni, kjördæmi Gylfa Þ. Gíslasonar, " tapaði flokkurinn um 2000 atkvæðum frá þingkosning- | unum fyrir hálfu þriðja ári. í Hafnarfirði, kjördæmi | hinna Alþýðuflokksráðherranna, sem áratugum saman var öflugasta viígi flokksins, hrundi fylgið niður í þrjá ■ fulltrúa. Sé eitthvert raunsæi eftir í leiðtogum flokks- I ins hljóta þeir að taka stefnu sína og hina skilyrðis- ■ lausu sa-mvinnu sína við íhaldið til endurskoðunar. jpramsóknarflokkurinn fékk beztan árangur á bæjar- | J stjórnarkosningunum, en þess ber sérstaklega að gæta að sá árangur fékkst með róttækari málflutn- • ingi en flobkurinn hefur beitt um mjög langt skeið. | Fylgisauikning Framsóknarflokksins er þannig krafa ■ um það áð ihann framkvæmi róttæka stefnu, þrátt fyrir hin skipulögðu samtök hægrimannanna. Nú mun I þegar reyna á heilindi flokksforustunnar. ‘Chida þótt fylgi íhaldsins í Keykjavík sé enn sem ■ ^ fyrr uggvænlega mikið, einmitt vegna þess hvern- | ig því hefur tekizt að sundra andstæðingum sínum, ■ munu kosningarnar í heild ekki vera leiðtogum flokks- _ ins neitt fagnaðarefni. Tilraunin til þess að brjóta Al- | þýðubandalagið á baik aftur mistókst með öllu, og á stöðum eins og Keflavík, Ólafsfirði, AJkureyri og Vest- I mannaeyjum beið flokkurinn verulegan ósigur. En | mestar áhyggjur munu leiðtogar flokksins hafa af því ■ að nú blasir sú pólitíska ályktun við öllum, að vinstri- ■ menn á íslandi verða að þoka sér saman, berjast hlið | við hlið af einurð og djörfung, cg þá getur þéim á 1 skömmum tíma tekizt að hnekkja ofurvaldi Sjálfstæð- isflokksins og hinni þjóðhættulegu stefnu hans. — m. ■ g) — ÞJÓÐVILJINN — - Þriðjudagur 29. maí 19«2 HVAÐ VAKIR FYRIR „Eftir hvern blaðamannafund sem de Gaulle herdhöfðingi heldur verða alltaf einhverjir fulltrúar kommúnistalandanna til að segja með t>ó nokkurri aðdáun að þrátt fyrir vissa gagnrýni í garð Sovétríkjanna sé „de Gaulle sannarlega mikill stjórnmálaskörungur"; brezkir og bandarískir diplómatar vita á hinn bóginn ekki sitt rjúkandi ráð og spyrja sjálfa sig: „Hvað í ósköpunum ætlast hann nú fyrir?““. Þannig hefst grein sem Mic- hel Bosquet ritar í franska vikublaðið L’Express. Þar reynir hann að gera grein fyrir stefnu de Gaulle í utanrvkis- málum, skýra þær mótsaanir sem virðast einkenna viðhorf hans. „De Gaulle virðist í raun- inni gera allt í senn“, segir Bosquet, „leggjast gegn til- slökunum sem Bandaríkin bjóða Sovétríkjunum, hvetja Vestur-Þýzkaland til að sýna óbilgimi, vera engu að síður fylgjandi skiptingu Þýzkalands, hamra á nauðsyn þess að Frakkar eigi sín eigin kjarn- orkuvopn til að sýna Sovétríkj- unum í tvo heimana, en virð- ast svo jafnframt, Bandarikja- mönnum til mikil'lar furðu, vinna að því að koma á sáttum milli Frakklands og Sovétríkj- anna“. Skýringuna á þessum mót- sögnum telur Bosquet að finna í grundvallarviðhorfum de Gaulle til umheimsins sem ekki hafi breytzt neitt frá því á stríðsárunum og þau viðhorf rekur hann með tilvitnunum í rit de GauIIe. • Hið eilífa þjóðareðli Ein þessara kenninga er að „hvorki stríð né mismunandi stjórnarfar breyti eðli þjóða“. Af þessú leiðir að sagan hefur skipað þjóðunum í sæti eftir virðingu þeirra,. Innst á bekk sitja þjóðir Vestur-Evrópu: Þær hafa opnað öðrum þjóðum heims „dyrnar að menning- unni“. Ameríka er „dóttir“ Vestur-Evrópu; Rússland, „hið gamla kristilega menningar- land“, er hálfsystir hennar; aðrar þjóðir Evrópu, „á Balk- an, við Dóná og Vislu“, eru allar í skylduliðinu. Vegna þessara tengsla sem talin eru skipta meira máli en hagsmuunir og heimsskoðanir skiptist heimurinn í ýmsar fjöl- skyldur. Þar er þá fyrst að te'.ja Engilsaxa, sem ,,'hin kapítalistíska Ameríka" ræður fyrir. Þeirra samband er þó ekki snurðulaus. Bandaríkja- menn erlu háðir vélmenningu sinni, þeir eru „válvæddir", og blindaðir af veldi sínu. Bretar eru hinsvegar grein af hinum evrópska „húmanisma" og þeir verða að velja hvort 'þeir skipa sér við hlið Ameríku eða Ev- rópu. • „Frá Atlanzhafi til Úralfjalla“ Evrópa á í glímu við Rúss- land og það er þeim báðum „til trafala" Evrópa ætti ekki að vera vettvangur þessara átaka; því að „ofar öllum stjórnskip- tmum sem eru tímabundin fyr- irbæri" er sú nauðssyn að koma á raunverulegu bandalagi Vestur-Evrópu, Rússlands og fylgiríkja þess, orðalagið „frá Atlanzhafi til Úralfjalla“ á við þetta. Þetta bandalag sem sám- einaði alla Evrópu getur þvi aðeins komizt á, að Vestur-Ev- rópa losni undan oki Banda- ríkjanna, að „ríkin sem liggja að Rín, að ölpum, að Pýre- neafjöllum“ skipi sér í fylkingu og síðast en ekki sízt að svo sé um hnútana búið að „engin hætta stafi framar a£ þýzka Þegar fimm af ráðherrum frönsl á síðasta blaðamannafundi han en svo að hann gaf sér tíma t aði TIM þessá mynd í L’Expre landi“, > heldur sé það - tengt vesturlöndum traustum ; bönd- um. ; .... » I þriðja bindi endurminninga isinna fer deGaulle ekki í' ne'na launkofa með skoðanir sínar Verður hœgt lœrdóm James McDonnell og einn af lærisveinum hans Nú standa yfir próf og upp- lestrarfrí í æðri skólum og hundruð ungmenna sveitast yfir þykkum doðröntum. Skyld.i þeim vera nokkur 'hug.gun í þeirri fregp sem borizt hefur austur um ha£ að þar kunni að koma að allur bóklestur verði óþarfur , til lærdóms: menn peti bara keypt minnisathðin í töflum. Og á sajna hátt mætti hressa upp á minni þeirra sem farn- ir eru að eldast. Þessar dálítið furðulegu fréttir eiga rót sína að rekja til þeirrar uppgötvunar vís- indamanna, að lykilllnn að minni manna (og dýra) sé líklega að finna í efnasam- bandj því sem nefnist ribo- kjamaisýra, en skammstafað er RNA eftir enska heitinu, þ.e. að minnisatriðin séu „skráð“ í mólikúl efnis'ns sem 'breyti við það skipan sinni. Endanleg sönnun hefur ekki fengizt fyrir þessari til- gátu, en nýlegar rannsóknir virðast renna stoðum undir hana, segir í vikublaðinu Tijne. Dr, D. Ewen Cameron, forstöðumaður rannsóknar- stofmmar'nnar Allan Mem- orial Institute í Montreal í Kaiiada, hafði veitt því at- 'hygli að eftir þvi sem aldur færðist yfir sjúklinga hans m’nnkaði 'RNA í líkamssell- um þeirra. Honum datt þá í hug hvort hressa mætti upp á iþá sem voru orðnir minnis- ■sljóir með því að-gefa þeim RNA. .. . . •:RNA úr sellum manns var ekki tiltækt, svo dr. Caméron varð að notast y.ð svipað efni, 'ÍRani-; sem unnið er; úr ger. Sjúklingarnir fengu upp- köst og kramna, þegar þeim voru gefnir sStórir skamrhtar af- efninu beint ; æð og þá -. aukákv.'Úa' þurfti. að' lækná. En s-júklingar sem þjáðust •: ,.af kölkun í. slagæðum heil- ans Og aðrir sem vorú taldir

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.