Þjóðviljinn - 29.05.1962, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 29.05.1962, Blaðsíða 16
nmldaraflinn plÓÐVILllNN Wͧ D B B IMÍ B wB fl BIIBII Sunnudagur 27. maí 1962 — 27. árgangur — 117. tölublað Góð síldveiði var sl. viku og var landað úr 55 skipum sam- tals 95.429 uppm. tunnum. Heildarmagniðf rá byrjun ver- tíðar í haust til laugardagsins 26. maí var 1.357.491 uppm. tn. Hæstu veiði'Stöðvar eru þessar: Sprengingiii af mannavöldum? CENTERVILLE 28/5 — Tals- maður bandarísku flugmála- stjórnarinnar sagði í dag að sprenging'n í þotunni sem hrap- aði til . jarðar á þriðjudag í nágrenni Centerville kynni að hafa verið af mannavöldum. 45 manns fórust í slysinu. Spreng- ingin varð í snyrtiklefa þot- unnar og vaknaði því sá grun- ur að’þar hefði verið'um tíma- sprengju að ræða. Ekki hefur þó neitt fundizt sem sannað gaeti það. Blaðið New York Post þykist vita hvernig i öllu lá. Með flug- vélinni hafi verið karl og kona sem áttu vingott saman og höfðu gist saman á hóteli í Chicago nóttina áður en slysið varð, en þau voru bæð; öðrum gefin. Blaðið fullvrðir að lög- reglan telij að þar megi finna iausn gátunnar Uppm tn. Vestmannaeyjar ....... 148.865 Keflavík ........... 194.982 Hafnarfjörður ........ 158.321 Reykjavík ............ 433.462 Akranes .............. 260.507 Eftirtalin 19 skip, sem nú eru á síldveiðum, hafa aflað 20 þús'. tunnur eða meira og er þá mið- að við samanlagðan afla frá byrjun síldveiðanna í haust. Uppm. tn. Bergvík, Keflavík 30.263 Bjarnarey, Vopnafirði 41.582 Björn Jónsson, Reykjavík 25.705 Eldborg, Hafnarfirði 35.639 Gjafar, Vestmannaeyjum 22.554 Guðm. Þórðars. Rvík 47.617 Halldór Jónsson, Ólafsv. 29.900 rr enn á ferðinni LONDON 28/5 — Listaverka- þjófar sem óðu uppi á síðasta árj en hafa haft heldur hægt um sig það sem af er þess.u gerðu aftur vart við sig í Lond- on í nótt. í>ar brutust þeir inn í listasafn o.g skáru úr römmum tvö málverk eftir Matisse og Renoir og tvær teikningar eftir Picasso. L.'staverkin eru metin á hálfa fjórðu mi’.ljón króna. Eins og skýrt var frá í síðasta blaði eru hingað komnir á vcgum Tónlistarfélagsins, rússneski fiðluleikarinn Boris Kunéff og píanó- lcikarinn Iger Sérniseff og halda þeir tónleika í Austurbæjarbíói í kvöld og annað kvöld kl. 7, fyrir styrktarfélaga Tónlistarfélagsins — Myndin er af fiðluleikaranum. Þzkkir til stsrfsfólks og stuðningsmanna G-listans Kosninganefnd Alþýðubandalagsins í Reykjavík færir hér með starfsfólki og stuðningsmönnum G-listans beztu þakkir fyrir frábært starf fyrir listann á kjör- degi. Viðbrögð og framlag mikils fjölda áhugamarma stuðluðu að þeim mikil- væga árangri í kosningunum, sem mikl- um úrslitum ráða og athygli vekur, ekki sízt meðal keppinautanna og andstæðing- anna. KOSNINGANEFNDIN Haraldur, Akranesi 38.507 Hringver, Vestmannaeyj. 23.597 Höfrungur, Akranesi 20.723 Höfrungur II., Akranesi 50:504 Ingiber Ólafsson, Keflav. 21.519 Jón Trausti, Raufarhöfn 39.270 Pétur Sigurðsson, Rvík 24.167 Sigurður, Akranesi 25.061 Skírnir, Akranesi 31.270 Stapafell, Ólafsvík 20.905 Steinunn, Ólafsvík 23.681 Víðir II, Garði 57.489 Petrosjan og Geller efstir á áskorendamótinu Fréttir hafa nú borizt af 13. og 14. umferð áskorendamótsins í Curacao. í 13. umferð vann Petrosjan Fischer, Kortsnoj vann Filip, Keres vann Benkö og Geller vann Tal. í 14. umferð vann Tal Kortsnoj og Petrosjan vann Filip en Geller og Benkö, Keres og Fischer gerðu jafn- tefli. Með 14. umferð lauk öðrum hluta móts.'ns og er það þá rétt hálfnað. Munu keppendur nú fá nokkurt hlé þar til siðari hlut- inn hefst. Eftir 14. umferð er staðan þessi: 1,—2. Geller 9 1.—2. Petrosjan 9 3. Keres 814 4. Kortsnoj 8 5. Fischer 7 6. Berikö 6 7. Tal 4V2 8. Filip 4 wfifiðMyiiSSSI Björgun Garpenfers Bandaríski geimfarinn Seott Carpenter komst heilu og höldnu úi* ferð sinni umhverfis jörðina, en þó mátti oft ekki miklu muna að illa færi. Eldsneytisforði gcimfarsins var svo nálxmur að um tínia var talið að hann myndi ekki nægja til að „stýra“ því í meira. cn tvo hringi og einnig lá við að það væri þrotið þegar mest á reið: í ferðinni um gufuhvolfið til jarðar. Þó var hættan mest þegar þangað var komið því að geimfarið lenti á sjónum rúmlega 306 km frá þehn stað sem ákveðinn hafði vcrið og varð Carpenter að fara á fleka þar sem hann bcið í þrjár klukkustundir eflir björgunarmönnum. Myndin er tekin þegar verið er að lyfta hon- um af flekanum upp í þyrlu. verk eftir Brotaspil, Jón Nordal frumflutt 1. júní Jórunn Viðar leikur píanókonsert eftir Chopin og Jindrich Rohan stjórnar í síðasta sinn Á föstudag efnir Sin- fóníuhljómsveitin til síðustu tón- leika á þessu ári og verða það 26. tónleikarnir, en hljómsveitin hefur þá haldið 15 reglulega tónlcika. 10 æskulýðstónlcika og 1 kirkjutónleika. ■Jr Á efnisskránni á föstu- di.gskvöldið er nýtt verk eftir Jón Nordal er hann kallar Brotaspil. Þá verður l'luttur Píanókonsert eftir Chopin í e- moll og er Jórunn Viðar ein- leikari. Að lokum verður flutt sinfónía Tjaikovskís nr. 6. Jón Nordal sagði á íundi með fréttamönnum að Brotaspil væri stutt verk. flutningur tekur um 15 mínútur. og upphaflega sam- ið eftir pöntun menntamálaráðs. Verkið dróst á langinn vegna anna höfundar. en vei'ður nú frumflutt. Jón sagðist ekki hafa annað að segja um verkið. að svo stöddu en að það væri ekki í hefðbundnu formi. Jórunn Viðar sagði að hún hefði aldrei áður leikið þennan 'píanókonsert opinberlega, en þelta væri einn dásamlegasti píanókonsertinn eftir Chopin. Þetta er í 6. sinn sem Jórunn Viðar leikur píanókonsert með hljómsveitinni. Jindrich Rohan, lætur af stjórn hljómsveitarinnar 1. júlí n.k. Hann færði við þetta tæki- íæri þakkir sínar til starf-smanna við útvarpið, samstarfsmanna i hljómsveitinni og hi.nna tryggu áheyrenda. Hljómsveitin er réttri leið, sagði hann; og er að verða það góð að hún getur t.d. farið eftir 2—3 ár í hljómleikaför til útlanda til að kynna íslenzka tónlist. Rohan kvað það ánægju- efni að á síðustu tónleikunum skyldi vera flutt íslenzkt verk, mjög nýtízkulegt og skemmti- legt verk er gerði miklar kröf- ur til hljómsveitarinnar og stjórnanda — eins og nútíma- verk ættu reyndar að gera. Einnig kvaðst Rohan gleðjast yf- ir væntanlegri samvinnu við Jórunni Viðar. Útvarpsstjóri og Árni Krist- jánsson báru fram þakkir til Jindrich Rohans fyrir ágæta og óeigingjarna samvinnu, ýmsar góðar hugmyndir og alúð við uppbyggingu hljómsveitarinnar. „Andstaðe gegn stjórninni“ I skeyti frá norsku fréttastofunni NTB um kosningarnar á Islandi er sagt að úrslitin í Reykja-' vík „megi einna helzt túlka sem andstöðu við ríkis- stjórnina". Jón Nordal

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.