Þjóðviljinn - 19.09.1962, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 19.09.1962, Blaðsíða 1
Ræða Sverris á samkomunni í Kópavagi. — SJA OPNU. Gerðardómur Emils að verki að greiða sjómönnum gildandi samningum Landssamband íslenzkra útvegsmanna hefur nú fyrirskipað meðlimum sínum að gera upp við síldveiðisjómenn samkvæmt úrskurði gerðardóms Emils Jónssonar, — einnig á þeim stöðum þar sem gömlu síldveiðisamningarnir eru enn í gildi. Þessi „dagskipan“ LÍÚ-valdsins brýtur þvert í bág við úrskurð Félagsdóms í sumar um gildi gömlu samninganna, þar sem þeim var ekki sagt upp. Gcrðardómsráðherrann Handfeknir ' BRUSSEL 18/9 — Lög- reglan í Brussel handtók í í dag aðalverktaka og tæknilegan ráðgjafa fyrir- tækisins er sá um bygg- ingu stórhýsisins í Brussel er hrundi í gær. Björgunarstarfinu í rúst- unum er haldið áfram og er enn ekki vitað hve marg- ir hafa látið lifið. Hinir fiandteknu eru fimmtugir að aldri. Þeir eru sakaðir um að hafa valdið dauða með gáieysi sínu. Sildveiðibátar eru nú sem óð- ast að halda til heimahafna og sjómenn teknir að gera upp vertiðina. Eins og kunnugt er gilda gömlu sildveiðisamning- arnir á um það bil þriðju'ngi flotans, — þ.e. á Sandgerðis- bátum og á flestum bátum norðan- og austanlands. Aðrar skipshafnir munu hins vegar fá uppgert samkvæmt gerðardómslögum Emils Jóns- sonar og hirða útgerðarmenn þúsundir króna af kaupi hvers háseta. Ósvífið samn- ingsbrot Síðustu dagana hefur hins vegar komið í Ijós, að valda- klíka LÍÚ hyggst rey^a að nota gerðardómslögin sem skálka- skjól til ósvífnustu samnings- brota og enn frekari árása á sjómenn. Hefur LÍÚ fyrirskip- að öllum meðlimum sínum að gera eingöngu upp við sjómenn samkvæmt úrskurði gerðar- dómsins, einnig þar sem gömlu samningarnir eru í fullu gildi samkvæmt úrskurði Félagsdóms frá því j sumar. Að sjálfsögðu munu verka- lýðsfélögin standa fast á rétti meðlima sinna í þessu máli og stefna þeim útgerðarmönnum fyrir samningsbrot, sem á ein- hvern hátt reyna að hlýðnast hinum dól^slegu fyrirmælum LÍÚ. Skreið inn í dóminn — eftir eigin mótmæli Gerðardómslög Emils Jóns- so.nar, sjávarútvegsmálaráðherra og formanns Alþýðuflokksins, eru einhver lúalegasta árás, sem gerð hefur verið á verkalýðs- samtökin. Meira að segja Jón Sigurðsson, forseti Sjómanna- sambandsins og flokksbróðir ráð- herrans, lét hafa eftir sér um- mæli í þá átt. Alþýðusamband íslands og Farmanna- og fiskimannasam- band ísiands mótmæltu lögun- Forsefi ASÍ Gerðardómurinn gild ir ekki um allt landið Þjóðviljinn sneri sér í gær til Hannibals Valdimarssonar, for- seta ASÍ og spurðist fyrir um það, hvort einstök félög hefðu leitað aðstoðar sambandsins vegna uppgjörs á síldarbátum. Hannibal kvað tvö félög, á Dal- vík og Húsavík, hafa snúið sér til Alþýðusambandsins í gær vegna þessa máls. Kvaðst Hannibal vilja taka það fram, að Ajþýðusambandið ’iti svo á. að gömlu síldveiði- samningarnir væru í fullu gitdi alls staðar þar sem þeim hefði ekki verið sagt upp á löglegan hátt, enda hefði Félagsdómur kveðið upp úrskurð í þessu máli í sumar vegna Verkalýðsfélagsins á Norðfirði. Þessum skilningi veraka!ýðsfé'.aganna heíur hvergi verið mótmælt opinberlega til iþessa. Telji útgerðarmenn á þeim stöðum þar sem gömlu samn- ingunum var ekki sagt upp sig ekki bundna a.f þeim. er það þeirra að reka mál fyrir Félags- dómi. En félögin munu að sjálfsögðu sækja útvegsmenn til saka fyrir samningsbrot, þar sem þeir gera ekki upp við sjómenn samkvæmt gildandi samningum. Að lok’um kvaðst Hannibal vilja taka bað sérstaklega fram. að gömlu síldarsamningarnir hefðu fvrir úrskurð gerðardóms- ins gilt á öllum stöðum, þar sem um síldarútgerð er að ræða, nsma verka’ýðsfé’.ög á staðniim hefðu sérsamninga. Mótmæli sjómanna gegn geröardómslögunum dundu látlaust a Emil Jónssyni í sumar. Þessi mynd er tekin, þegar sjómeun eru aö undirrita mótmælin, meöan einn síldarbáturinn var aö landa á iíaufarhiifn. um eindregið og neituðu að til- neína mann í gerðardóminn. En sjálfur formaður Sjómannasam- bandsins skreið inn í dóminn, eftir að hafa útnefnt sjálfan sig sem fulltrúa sjómannasamtak- anna, þrátt fyrir fyrri mótmæli sin gegn gerðardómslögunum. Sýnir það bezt heilindi hans í þessu máli. Að sjálfsögðu lét íhaldsliðið í forystu sjómanna- samtakanna undir stjórn Péturs Sigurðssonar sér þessi vinnu- brögð vel líka. Þóttust óánægðir Til þess að reyna að breiða litillega yfir bið ömurlega hlut- Framh. á 10 siðu Khan forseti þings SÞ NEW YORK 18/9 — í dag hélt sautjánda allsherjarþing Sam- eii’uöu þjóðanna sinn íyrsta fund. Fyrsta máliö á dagskrá var kosning forseta og var Zaf- rullah Klian frá Pakistan kjör- inn. ZafruFah Khan h’aut 72 at- kvæði en keppiraulur han.s. Gunpaía Malaisekera frá Cúylon, fékk 27. Kosningin var leynlleg. Sovézkir sjómenn slas- ast eystra Seyðisfirði 18/9 — í gær lagðist hér að bryggju rúss- neskt síldveiðimóðurskip með tvo slasaða sjómenn. Skipið heitir Bratsk. en sjó- mennirnir höfðu slasast um borð í síldveiðiskipum sem því fylgja. Veður var mjög vont hér eystra um helg- ina, hávaða norðanrok og snjóaði í fjöll. Á miðunum var veðrið miklu verra og munu mennirnir hafa kast- ast til í sjóganginum með iþeim afleiðingum að þeir eru mjög illa og víða brotnir. Héraðslæknirinn lét flytja þá í sjúkrahúsið, en að iokin.ni rannsókn var á- kveðið að senda þá til Reykjavíkur og fóru þeir i dag með flugvél. Ekkert tjón varð hér í veðri þessu. en Fjarðar- heiði var eitthvað erfið f.vrst á eftir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.