Þjóðviljinn - 19.09.1962, Blaðsíða 6
plðÐVlUINN |
Otgeíandi Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. —
Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Magnús Torfi Ólafsson, Sigurð-
ur Guðmundsson (áb.) — Fréttaritstjórar: fvar H. Jónsson, Jón
Bjarnason. — Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja:
Skólavörðustíg 19. — Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr.
55.00 á mánuðt
Herslöðvar boða
tortíminau
iy|eðan verið var að fjötra ísland í Atlanzhafsbanda-
lagið og meðan verið var að fremja stjórnarskrár-
brot með því að kalla á erlendan her til að setjast að
í landinu, án þess að Alþingi væri til kvatt, var látin
dynja í eyrum íslendinga endalaus áróðursþvæla um
,,verndina“ sem þessar ráðstafanir veittu íslenzku þjóð-
inni í vondum og viðsjálum heimi. íslendingum var
ætlað að trúa að með því að varpa frá sér hlutleysis-
stefnu í stórveldaáökum, gerast þátttakandi í hern-
aðarbandalagi og lána land sitt undir herstöðvar, væri
þjóðinni borgið hvað sem á gengi, voldugir herir Atl-
anzhafsbandalagsins þýddu ,,vernd“ gegn hættu jafnt
lí friði og stríði, og hernámslið Bandaríkjanna á Kefla-
víkurflugvelli og annars staðar á landinu var skírt
„varnarliðið“ til samræmis við þessa kenningu.
fjá þegar og á öllum fyrri stigum hinnar bandarísku
* ásælni höfðu sósíalistar og einnig menn úr öðrum
flo'kkum varað þjóðina við og sagt henni sannleikann
um hættuna sem verið var að leiða yfir íslendinga með
þátttöku í hemaðarbandalagi og með því að íslenzkt
land var lánað undir herstöðvar. En áróðursmoldviðri
hernámsflokkanna stóð árið um kring, sama bjálfalega
lagið sungið um „verndina“ og „vörnina“. Og hver
maður sem varaði við hættunni var umsvifalaust
stimplaður „erindreki Rússa“ eða eitthvað álíka frum-
legt. Svo einn góðan veðurdag er allt í einu snúið við
blaðinu. Ríkisstjórn íslands var fyrirskipuð þátttaka
d almannavarnaæðinu, sem blossaði upp í Bandaríkj-
unum á sl. ári, og þá auðvitað líka í öðrum löndum
Atlanzhafsbandalagsins, og varð til þess að nokkrir
menn og fyrirtæki urðu milljónarar af því að selja
auðtrúa fólki einkaloftvarnabyrgi til varna gegn kjarn-
orkusprengju og aðrir þénuðu drjúgan skilding á að
selja óseljanlegar vörur til „almannavarna“. En til
þess að koma þessu æði á, var nú horfið frá kenning-
unni um „verndina" og „vörnina". Nú var allt í einu
játað ií opinberu þingskjali frá ríkisstjórninni að her-
stöðvarnar væru líklegar til að verða fyrstu skotmörk
í stríði og innfluttur hershöfðingi sem fenginn var að
láni til að leiða íslendinga í allan sannleika hug-
leiddi í þessu sama skjali allsherjarbrottflutning fólks
frá að minnsta kosti fimm kílómetra svæði umhverfis
Keflav'íkurflugvöll, svipaðan hrottflutning frá Hval-
firði, sem ef til vill yrði notaður af Atlanzhafsbanda-
laginu sem kafbátastöð, og undirbúning brottflutnings
í stórum stíl úr Reykjaví'k. Og hershöfðinginn sagði
Íslendingum í nafni ríkisstjórnarinnar að kæmi til ó-
friðar hlyti ógn og skelfing að dynja á íslendingum.
T Samtökum hernámsandstæðinga, sem nú hafa ný-
lokið landsfundi sínum, hafa bundizt samtökum
menn úr öllum stjórnmálaflokkum landsins og utan
flökka, ií því skyni að velkja þjóðina af andvaraleysi
um hættur hernámsins og til baráttu gegn erlendri
hersetu á íslandi. í ályktun landsfundarins er lögð á-
herzla á hve hættan sé brýn, ef mein herstöðvanna fær
að grafa um sig á íslandi, og einnig er eindregið var-
að við hinni nýju innlimunarhættu sem við blasir með
Efnahagsbandalaginu. Enn á ný hefja afturhaldsblöðin
hróp að þeim mönnum, sem vara þjóðina við og hvetja
til sjálfstæðísbaráttunnar. En þess skyldi minnzt, að
hver einasta röksemd hernámsblaðanna og raunar eina
röksemd þeirra fyrir herstöðvum O’g hernaðarbandalagi,
þvælan um „verndina“ og „vörnina“ er svo augljóslega
orðin að öfugmæli, sem raun ber vitni.
Rœðo Sverris Kristjánssonar
á fundi hernámsandstœð-
inga á hinum forna þing-
stað í Kópav. 16. sept. 1962
í einu merkasta stjórnmála-
skjali íslendinga frá 19. ö'.d,
Nefndaráliti í stjómskipunar-
málinu á Þjóðfundinum 1851,
standa þessi orð: „Nú er það
optsinnis sagt af þeim, sem
kynnzt hafa íslendingum, að
þjóðlíf þeirra sé mest í sögunni,
sé sögulíf." Á þeinri stundu er
þessi orð voru rituð hófst hin
opinbera barátta okkar ís-
lendinga fyrir sjálfræði og
pólitísku sjálfstæði, og á þeirri
stundu voru drottnarar okkar
minnir á það, að þjóðlíf okkar
væri mest í sögunni, væri
sögulíf. Og næstu áratugi á
eftir, já meira að segja allt
fram á þessa öld, gerðist það
oftar en ekki, að íslendingar
vitnuðu í sögu siina til sönnun-
ar og staðfestingar pólitískum
réttindum sínum og kröfum. í
blöðum og tímaritum, í söl-
um Alþingis og á mannfund-
um kváðu jafnan við ákvæðin
úr Gamla sáttmála, sem vissu-
lega var nú kominn til ára
sinna, nálega sjö alda orðinn,
en orð þessa gamla skjals
voru jafn fersk og lifandi í
hugskoti þjóðarinnar og þau
hefðu verið skráð í gær. Hin
langminnuga þjóð kunni blátt
áfram ekki að gleyma, enda
oft áður borið þVí vitni að
hún var minnug á það sem lið-
ið var og dró það fram úr
pússi sínu þegar við þurfti.
Millii samþykktar Gamla
sáttmála 1262 og erfðahylling-
arinnar í Kópavogi 1662 liðu
fjórar aldir, og vill margt skol-
ast í minni á styttri leið. En
Gamli sáttmáli var geymdur, en
ekki gleymdur. Á Alþingi 1662
var lesin upp í lögréttu bænar-
skrá frá Snæfellingum þar sem
þeir afsegja erlenda sýslumenn,
því að þeir vilji halda sig eft-
ir „gömlu íslendinga -sam-
þykkt,“ og lögmenn og lög-
rétta svara því til, að þeir vilji
að allir haldi s’g eftir réttind-
um ís’Jenzkra laga. Svo rík var
v'tundin með íslendingum um
þau réttindi, er þeir höfðu
aldrei afsaiað sér, að sama ár-
ið og þeir gefa sig á vald og
náð einvalda arfakonungs og
herra, minnast þeir þess, er
þeim hafði verið lofað fyrir
fjórum öldum, að þeim skyldi
stjórnað af innlendum valds-
mönnum og sýna engan bilbug
á sér í þessu efni. Þannig fer
þjóð, hverrai þjóðlíf er mest
í sögunni, er sögulíf, eins og
komizt var að orði í nefndar-
áliti Þjóðfundarmeirihlutans
1851, þessu skjali, er varð í
raun og veru grundvöllur allr-
ar sjálfstæðisbaráttu okkar
hátt upp í heila öld.
Sú þjóð, sem gekk að sátt-
málanum 1262 var ekki buguð
þjóð, þótt hún væri allmikið
særð eftir innanlandsdeilur og
borgarastyrjöld, er höfðingjar
hönnar höfðu steypt henni í.
Skilyrði og fyrirvarar Gamla
sátmála bera vott um stoltleg-
an anda í þjóðinni. Fjórum
öidum síöar hafði verið gengið
nær þjóðinni efnahagslega og
stjómmálalega, reisnin ekki
eins miki'l yfir þeim íslenzku
fulltrúum, sem hóað hafði ver-
ið saman til þessa staðar er nú
stöndum vér á, 28. júlí 1662.
Hingað voru þeir komnir, bisk-
upar landsins ásamt 42 kenni-
mönnum, lögmennirnir tveir
og 17 sýslumenn og 45 llög-
réttumenn og bændur, Þessir
menn allir báru með sér nokk-
ur merki verzlunaránauðar og
pólitískrar kúgunar, en samt
sem áður mönnuðu þeir sig
upp í að gera ýmsa fyrirvara,
er skyldu treysta forn rétt-
indi landsins. Þessir menn
höfðu einum mánuði áður
minnzt hinnar gömlú íslend-
ingasamþykktar á Alþingi, og
hér í Kópavogi minnast þeir
enn Gamla sáttmála óbeinlín-
is, án þess að nefna nafn hans.
í bréfi leikmanna til konungs
g£'ta þeir þess, að þeir hafi unn-
Nýju veðiirathuganahingli,
TIROS á„ skotið á loft
Sverrir Kristjánsson flytur ræðu
ið erfðahyH'ngareiða í trausti
þess, að konungur vilji halda
Iþá við „vor gömlu venjulegu
og vel fengin landslög, frið og
frelsi“, með þem rétti1 sem lof-
legir undanfarnir Danmerkur-
og Noregskonungar hafa oss
náðugas't gefið og veitt og vér
og vorir forfeður hafa undir
svarizt. í bréfi kennimanna til
konungs er farið fram á að
þeir fái að njóta allra góðra
og gagnlegra kirkju- og lands-
laga, sem frá fornu hafa stað-
ið og séu lausir við allar álög-
ur, sem ekki hafi verið venja
til frá fyrri tíð. Það er engum
blöðum um það að fletta:
frammi fyrir hermönnum .Hin-
riks Bjelkes liifir þjóðin með
annan fótinn í fortíðinni, þjóð-
liíf herunar er enn sem fyrr
mest í sögunni, er sögulíf.
Við þekkjum öll söguna um
það, að Brynjólfur Sveinsson
■biskup hafi sagt við Bjelke, að
íslendingar væri ófúsir að
sleppa þjóðréttindum sínum,
en hirðstjórinn hafi svarað
með því, að benda á hermenn
sína og spurt, hvort hann sæi
þá þassa? Enn kunnari er sag-
an um tár hins aldraða lög-
manns vors, Árna Oddssonar.
Til eru þeir, sem vilja draga
sannindi þessara sagna í efa.
Eg skal' éngan dóm á það
leggja, en jafnvel þót't þetta
væri þjóðsaga, þá sýnir hún
oss, að hér í Kópavogi höfðu
ísl. misst eitthvað, sem þeir
fengu vart bætt sér aftur, að
við höfðum afsalað okkur ein-
CANAVERALHÖFÐA 18/9 —
Bandaríkjamenn skutu í dag á
loft enn, eir.'u veðurathugana-
tungli, Tirosi 6., frá tilrauna-
stöðinni á Canaveralhöfða og
skömmu síðar var tilkynnt, að
skotið hefði heppnazt og tungl-
ið virtist hafa farið á tilætl-
aða braut.
Hinu nýja veðprathugana-
tungli var skotið .á loft með
Iþriggja þrepa Thor-Delta e’.d-
flaug. Það er búið sjónvarps-
senditækjum sem senda mun
myndir af skýjafari yfir jörð-
inni. Það fer állí að 640 km
frá jörðu og brautarhallinn er
58 gráður frá miðbaug. Um-
f'erðartíminn er 97 mínútur.
New York. — Á fyrstu sex
mánuðum árs:ns flugu 825,-
080 farþegar í flugvélum yfir
Noröur-Atllanzhaf milli Ev-
rópu og Ameríku. Pan-Ame-
ríkan-flugfélagið flutti 22,2
prósent þessara farþega og
TWA 11,7 prósent. Samtals
hafa 15 flugfélög áætlunar-
flug á þessari leið.
hverjp því, se.rp hafði verið
ríkúr þáttur í sögu okkar, í
sögul'egri tilveru okkar. Og.
hvað lá þá nær en að felld væru>
nokkur gamalmennistár að
Kópavogsstað?
Við skuium geyma í trúu
m'nni söguna um tárin hans
Árna lögmanns, hvort sem hún
er sönn saga eða þjóðsaga.
. Stundum er þjóðsagan jafnvel
sögunni sannari, situndum ef
• hún viðleitni þjóðarinnar til
þess að hugga sjálfa sig í
hörmum sínum. Þessi væri þá
ein slíkarar tegundar. En
gj — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 19. september 1962