Þjóðviljinn - 19.09.1962, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 19.09.1962, Blaðsíða 7
sína á samkomunni á Þinghól í Kópavogi. (Ljósm. Þjóðv. A.K.). hvað sem því líður, þá hefur íslenzku þjóðsögunni láðst að spinna sinn þráð um annan viðburð, sem liggur okkur nær 'i tímanum, þann viðburð, er Alþingi íslendinga samþykkti inngöngu íslands í Atlants- hafsbandalagið. Svo mikið hugarflug hefur íslenzka þjóð- in ekki, að hún hafi talið tár- in á kinnum þeirra alþingis- manna, er greiddu atkvæði með hiuitdeild íslands í hernaðar- bandalagi því, sem kennt er við þetta mikla haf. íslenzku þjóð- inni hefur aldrei dottið í hug, að' valdsmenn vorir hafi fellt jafnvel tár þeirrar tegundar, sem kennd eru við þá við- kvæmu skepnu, er krókódíll nefnist, þegar þeir gerðust að- ilar að Atlantshafsbandalaginu. Nei, þeir skrifuðu ekki undir með tárum, hitt er öllu senni- legra að þeir hafi skrifað und- ir með hinu smurða viðskipta- brosi kaupahéðinsins, enda allt athæfi þeirra kaupmennsku- legt í frekasta lagi. Við getum fyrirgefið Arna lögmanni og Brynjólfi biskupi og þeim öðr- um forfeðrum vorum, er þeir létu undan vopnuðu ofbeldinu í Kópavogi fyrir þremur öld- um, en við getum ekki fyrirgf- ið valdsmönnum okkar, er þeir fórnuðu hlutleysi okkar og raunverulegu sjálfstæði fyrir hálftóman baunadisk og gerðu þetita vopnlausa land að víg- hreiðri erlendra stórve’da. Við getum jafnvel ekki fyrirgefið *. þeiim út frá þeirri forsendu að þeir hafi ekki vitað hvað þeir voru að gera. .Þeir vissu vel hvað þeir voru að gera, að öðrum kosti yrði maður að telja þá í hópi hálfbjána. Nei þeir ofurseldu land sitt er- lendu herveJdi vitandi vits og með snjóhvíta samvizku. Því meiri verður þeirra sök og þyngri. Við íslendingar höfum til þessa mátt segja okkur sjálf- um það til hróss, að minni okkar væri sérlega trútt og við höfðum ekki fyrr lært að draga til stafs en við tókum að skrá allt það sem við mund- um. Þegar dró úr skapandi' hæfileika þjóðarinniar til að rita söguleg meistaraverk tók- um við afrit af því, sem við höfðum áður skráð, skrifuðum annála eins og óðir menn, fest- um allan fróðleik, er við kunn- um, á blað, og að þessari iðju unnu allar stéttir þjóðar'nnar, lærðir og ólærðir, höfðingjar, bændur og umrenningar. Allt sem á hendur okkar hafði bor- izt skyldi varðveitt og geymt, enginn viðburður mátti týnast í haf" gleymskunnar. Við gleymdum heldur engu. Sagan var okkar Mf og tilverumynd, og þegar við tókum aö vakna til meðvitundar um þjóðarrétt okkar, þá var jafnan leitað til hinna rykföllnu skjaiá og við kröfðumst réttar okkar sem sögulegs réttar. Hin hlátur- milda herraþjóð okkar hafði oft mikla gléði af þessum sögulegu réttarkröfum okkar, sem við sóttum ssx aldir aftur í tímann. En íslendingar voru nú einu sinni svona gerðir: þeir voru þjóð, sem engu gátu gleymt. En því miður virðist þessum hæfileika okkar vera farið að förlast. Á tímum asans og hraðans virðist minni manna verða styttra, það sem var æsi- fregn í gær er gleymt í dag. Áður en varir höfum við gleymt misgjörðum valds- manna okkar og fyrirgefum þeim við kosnmgaborðið af siliku langlundargeði, sem drottni einum er samboðið. Þau samtök hernámsandstæð- inga, sem starfað hafa nú um nokkurt skeið, hafa meðal ann- ars viljað örva minni þjóðarinn- ar, stæla það, því að boðorð okkar í baráttunni gegn her- numdu Jandi er þetta: Þú mátt ekki gleyma! Þú mátt ekki gleyma þeirri staðreynd, að þú lifir í hernumdu landi, að Jand þitt getur orðið fyrsti skot- spónn'nn á lijarnorlrustyrjöld. Á þeirri stundu sem þú minn- ist þessa hefurðu brúað bilið milli íslenzkrar fortiðar cg ís- lenzkrar framtíðar. A1 iar sögu- legar erfðir íslenzltu þjóðar- innar minna hana á það, að hún er vopnlaus þjóð, sem má ekki mnnsb’óð sjá, þótt margt hafi hún skrifað um slíkt. í annan stað máttu minnast þess, að 'I þeim heimi sem við nú lifum i, er hlutleysið eina vopnið, sem við getum be'itt, eini ltosturinn til að fá lifað í vígtrylltum heimi. Það er glæpur gagnvart íslenzku þjóð-inni að neyta ekki þessa kostar. Og því stöndum við á þessum stað, Kópavogi, til þess að minnast þess, er vér urðum að afsala okkur sögulegum lífsréttindum okkar. Og því göngum við t'l Reykjavíkur til þess að mir.na þjóð'.na á það sem í húfi er frámtið okks:r, til þess að brýna hara á þsssu: Þú mátt ekki gleyma! Þú mátt ekki láta læða að þér svefn- þorni. Þú verður að vera vak- andi, ekki aðeins ýfir söguleg- um erfðum þínum, heldur einnig yfir þeirri framtíð, sem nú rís myrk og ógnandi fyrir sjónum þínum. Ein risasprengja nóg til að eyða Suðvesturland múgmorðtæki úr löndum ann- Landsfundur Samtaka hernámsandstæðinga arra þjóða. gerði eftirfarandi ályktun um herstöðina og stríðshættuna: Samtök hernámsandstæðinga skora á alla íslendinga að hugleiða herstöðvamálið af al- vöru og gaumgæfni. Þau eru þess fullviss, að hleypidómalaus yfirvegun málefna hlýtur að leiða til þeirrar niðurstöðu, að herstöðvarnar verði að víkja, ef íslenzka þjóðin á að lifa og gegna því hlutverki friðflytjandans, sem henni ber í heiminum. Álýktuninni fylgir svohljóð- andi greinai'gerð. Millifyrirsagn- ir eru. Þjóðviljans: Herseta stórveida í Jöndum smærri þjóða er veigamikil or- sök þes.5 hættuástands, sem ríkt hefur í heiminu.m hálfan annan áratug og stofnar Jífi cg framtíð alls mannkyns í voða. Herstöðv- ar sem einn aðili kallar varnar- stcðvar telu.r annar . áíásarstöðv- ar og grípur til gagnráðstafana sem magna viðsjár og vígbún- aðarkapphlaup. íhluiun Auk þess sem herstöðvar stór- veldanna utan landamæra þeirra ala á styrjaldarótta og styrjaldarhættu., verða þær eins og dæmin sanna tilefni íhlutun- ar stórvelda u.m .innanlandsmál ríkja, þar sem herstöðvar þeirra eru. Þegar stórveldin beita vopnavaldi. ti.l að varðveita hernaðarítök sín í framandi 'löndum, má ekki mikið útaf bera til þess að slík átök breið- i'sV út' ög ’verði að' stól'styrjöid. Barútta friðarhreyfinga um heim al.la.n gegn styrjaldarund- 'irbuningi og * vígbúnaðaræði beinist því ekki sízt að þ.ví marki, að allar erlendar her- •stöðvar verði lagðar niður, stórveldin flytji heri sína og Drápstœknin Herstöðvar hvar sem er magna viðsjár í heiminum, en þar að auki kalla þær í stór- veldastyrjöld á árásir með ger- eyðingarvopnum yfir þjóðirnar sem þær hýsa. Því er margyfir- lýst af hálfu beggja meginstór- veldanna, að fremsta mark hernaðaráætlana þeirra sé að eyða hernaðarmætti andstæð- ingsins með kjarnorkuárásum á herstöðvar hans, hvar _sem þær eru ni.ður komnar. Gilpatric, að- stoðarlandvarnaráðherra Banda- ríkjanna, lýsti. því yfir 22. októ- ber í fvrra, að bandarísk kjarn- orkuárásarvoon, flu.gvélar og eldflau.gar, skiptu „tugum þús- u.nda, og nvðvitað höfum við fle’ri snrengíur en ei.na á hvert vopn“. Nokkru efti.r að Gilpat- ric flutti ræðu.na, sem til var vitnað, kunngerði Malinovskí, landvarnaráðberra Sovétrík.i- anna. að þru réðu yfir kiarn- orkuvoonu.m, sem gefðu þeim fært að legg.ia í rúst allar stór- borgir Bandaríkianna og ger- evða .iafnframt bau ríki, sem léð hafa land undir bandarískar herstöðvar. Sýnt hefur verið fram á bað með rökum, að sprengimáttur kjarnorkuvopna- birgða stórveldanna samsvarar tugum tonna af dynamiti á hvert mannsbarn á jörðunni. Síðan þessar yfirlýsingar voru gefnar, hefur ekki linnt kjarn- orkusprengingum stórveldanna tveggja í tilraunaskyni, en frá þeim sáldrast eitur og ólyfjan yfir hnöttinn. íslenzkir her- námsandstæðingar fcrdæma þann ábyrgðarlausa leik að heilsu alinna og óborinna. Keflavik Það er á allra vitorði, enda yfirlýst í skrifum bandarískra herfræðinga, að herstöðvarnar á fslandi, og þá einkum Keflavík- urflugvöllur, eru hluti af her- istöðvakerfi, sem miðað er við kjarnorkustyrjöld. Keflavíkur- flugvelli er sem stendur ætlað hlu.tverk lendingarvallar fyrir árásarflu.gvélar frá öðrum og stærri flugstöðvum. Gagnkvæm gereyðing her- stöðvakerfa stórveldanna yrði meginmarkmið þeirra í kjarn- orkustyr.jöld, og meðan herstöð. er á íslandi, eru engar líkur til að íslendingar fái komizt und- an því að þola verstu hörmung- ar islíks hildarleiks. Fyrir skömmu. skýrði málgagn sovét- hersins frá því, að kæmi til styrjaldar yrði ibandariskum her- st§ðvu.m hvar sem er í heimin- um eytt með 100 megatohna véfnissprengjum, sem válda mu.ndu gereyðingu 40 kílómetra frá sprengingarstað og stór- kostlegri eyðileggingu í 80 kíló- metra fjarlægð. Vegalengdin frá herstöðinni á Miðnesheiði til miðbiks Reykjavíkur er 36 kílómetrar. Innan 80 kílómetra fjarlægðar frá herstöðinni eru. staðir eins og Stokkseyri, Selfoss, Þing- vellir og Bcrgarnes. Sprengi- áhrifin ein frá risasprengju, sem spryngi yfir Keflavíkur- flugvelli, myndu því leggja í auðn byggðina við sunnanverð- an Faxaflóa og valda stórfelldu tjóni um vestanvert Suðurlands- undirlendið og upp í Borgar- fjörð, svo að ekki sé minnzt á helryksskýið, ,sem fylgja mundi yfir landið eftir vindátt. Yrði komið upp kjarnorkukafbáta- stöð í Hvalfirði, myndi árásar- hættan, sem yfir fslandi vofir, stóraukast. LifsnauSsyn Sé eyðileggingarmáttu.r múg- morðsvopnanna hafður í huga, er ljóst, að allt skraf um árang- ursríkar almannavarnir í kjarn- orkustyrjöld er annað tveggja, vísvitandi tilraun ti.l að blekkja almenning eða vottur um óaf- sakanlega vanþekkingu. Þescar staðreyndir sýna, hver lífsnauðsyn íslenzku þjóðinni er, að hinar erlendu herstöðvar í landinu séu lagðar niður og herinn verði.- á brott. En afnám herstöðva á íslandi væri ekki aðeins sigur fyrir heilbrigða sjálfsbjargarhvöt lítillar þjóðar. Sérhver ávinningur friðarstefnu í baráttunni við herstöðvastefnu hvar sem er í heiminum hefur 'áhri.f um alla heimsbyggðina. Afnám herstöðva í einu landi ljær öðrum þjóðum rök og eyk- ur þeim þrótt og. sigurvissu í baráttu.nni gegn erlendri her- setu í sínuni löndum. Hver þjóð, sem losar sig við erlehda hersetu cg tekur sér stöðu utan hernaðarblakka, hefur með því lagt sitt lóð á vogarskál friðar- ins. Miðvikudagur 19. september 1962 — ÞJÓÐVILJINN — (7,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.